Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 2
2 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HERT HRYÐJUVERKALÖG
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, kynnti í gær drög að nýj-
um hryðjuverkalögum en hann von-
ast til að þingið samþykki þau fyrir
árslok. Í þeim segir að reka megi þá
úr landi sem ýta á einhvern hátt
undir ofbeldi og hatur. Þá munu
tvenn samtök öfgafullra múslíma
verða bönnuð og lögreglu verður
heimilað að loka moskum sjái hún
ástæðu til. Róttækir múslímar og
nokkrir fulltrúar mannréttinda-
samtaka hafa fordæmt lagadrögin
en talsmenn tvennra samtaka hóf-
samra múslíma hafa fagnað þeim.
Samningur um Símann
Skrifað var undir kaupsamning
vegna sölu Símans í Þjóðmenning-
arhúsinu í gær. Fjármálaráðherra
undirritaði samninginn og segir
hann merkan áfanga. Samkeppn-
isstofnun á eftir að samþykkja kaup-
in en þá fer greiðslan fram.
Peningamenn í paradís
Ríkisskattstjóri hefur áhyggjur af
því að íslenskir aðilar stofni í vax-
andi mæli erlend eignarhaldsfélög í
svokölluðum skattaparadísum.
Skemmdarverk í Skriðdal
Skemmdarverk var unnið á jarð-
streng RARIK í Skriðdal nálægt
Egilsstöðum. Forstjórinn segir um
mikið tjón að ræða. Ekki er vitað
hver vann verkið.
Y f i r l i t
Í dag
Úr verinu 10 Umræðan 30/33
Viðskipti 14 Bréf 33
Erlent 18/19 Minningar 35/39
Höfuðborgin 21 Messur 40
Akureyri 22 Kirkjustarf 40
Suðurnes 22 Dagbók 44
Árborg 23 Víkverji 44
Landið 24 Velvakandi 45
Ferðalög 24/25 Staður og stund 46
Daglegt líf 26/ Menning 50/53
Listir 27 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
Úr vesturheimi 30 Staksteinar 55
* * *
Kynningar – Kynningarrit frá Terra
Nova fylgir blaðinu í dag.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
KJARTAN Hauksson ræðari, sem
rær í kringum landið til styrktar
hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar, var
staddur á Vík í Mýrdal í gærkvöldi.
Hann hafði þá lagt að baki tæplega
hundrað kílómetra á 28 klukku-
stundum en hann lagði upp frá Ing-
ólfshöfða og reri að Kötlutanga.
Kjartan reri hins vegar ekki alla
leiðina að Vík eins og hann ætlaði
sér í fyrstu þar sem festingar fyrir
sleðann undir sætinu í bátnum gáfu
sig.
„Ég var ekki í neinni hættu vegna
þessa en þetta truflaði mig mikið og
því þurfti ég að fara í land fyrr en ég
ætlaði mér,“ sagði Kjartan en hann
rær nú erfiðasta hluta leiðar sinnar.
Búið var að lagfæra skemmdirnar
á bátnum í gærkvöldi en Kjartan
vonaðist til þess að geta haldið af
stað í dag. Þá ætlaði hann að róa
eins langt og hann mögulega gæti –
enda stutt eftir.
„Maður er eiginlega farinn að sjá
Reykjavík,“ sagði Kjartan í léttum
tón en hann telur það mögulegt að
ná á leiðarenda um aðra helgi verði
veður honum hagstætt.
Kjartan ræðari segist eigin-
lega farinn að sjá Reykjavík
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Haukur Kjartansson og Kjartan Hauksson við farkosti sína.
TALSMENN ís-
lensku flugfélag-
anna, Icelandair
og Iceland Ex-
press, segjast
fagna hinni vænt-
anlegu sam-
keppni frá British
Airways, en segj-
ast ekki ætla að
bregðast sér-
staklega við
henni.
Guðjón Arn-
grímsson, upplýs-
ingafulltrúi Ice-
landair, segir að
markaðurinn hafi
farið vaxandi.
„Það hefur mikið
markaðsstarf
verið unnið í
London og í Bret-
landi almennt
þannig að farþegum hefur fjölgað
verulega á þessum leiðum.“
Birgir Jónsson hjá Iceland Ex-
press segir fyrirtækið hafa sannað
að markaðurinn stækkar þegar flug-
ferðum fjölgar. „Þannig að ég held
að þetta verði bara öllum til góða.“
Birgir
Jónsson
Guðjón
Arngrímsson
Borgarnes | Lögreglan í Borgarnesi
var við umferðareftirlit í Norðurárdal
í fyrrakvöld og mældi þá ökumann
sem var að koma að norðan á 118 km
hraða. Ökumaðurinn, sem var einn í
bílnum, stansaði ekki, þrátt fyrir
stöðvunarmerki lögreglu, heldur jók
hraðann og ók fram úr fjölda bifreiða
og sumstaðar við háskalegar aðstæð-
ur. Kallaður var út annar lögreglubíll
sem kom á móti og náðist að stöðva
ökumanninn eftir töluverða eftirför.
Brjóta varð rúðu í bílnum til að ná
ökumanninum út. Ökumaðurinn
reyndist vera 17 ára stúlka sem ný-
lega hafði fengið útgefin ökuréttindi.
Stúlkan var talin vera í mjög annar-
legu ástandi og fundust fíkniefni á
henni og við leit í bifreiðinni fundust
einnig fíkniefni og neyslutól. Eftir
læknisrannsókn og skýrslutöku var
stúlkunni ekið til síns heima.
17 ára stúlka í ann-
arlegu ástandi reyndi að
stinga lögreglu af
Urðu að
brjóta rúðu
til að ná öku-
manninum út
BRESKA flugfélagið British Air-
ways hyggst hefja áætlunarflug milli
Íslands og Englands næsta vetur og
er fyrsta ferðin ráðgerð sunnudag-
inn 26. mars. Fljúga á fimm sinnum í
viku árið um kring milli Keflavíkur
og Gatwick-flugvallar ekki langt frá
London.
Becky Thornton, sem stýrir upp-
lýsingadeild Evrópuflugs félagsins,
segir fleiri áfangastöðum verða bætt
við leiðakerfi BA á næstunni, t.d.
Tirana í Albaníu, Izmir í Tyrklandi
og Varna í Búlgaríu. „Við teljum að
þessar nýju leiðir muni laða að ferða-
menn sem leita nýrra og spennandi
áfangastaða en gerum einnig ráð
fyrir að þeir sem eiga viðskipta-
erindi eða eru að heimsækja ætt-
ingja og vini muni notfæra sér þess-
ar nýju leiðir.“
Hún segir félagið sífellt endur-
skoða leiðakerfi sitt um allan heim
og bæta við nýjum áfangastöðum
þegar tækifæri gefast. Leiðanet BA
nær til 151 áfangastaðar í 72 löndum.
Flogið verður á mánudögum, mið-
vikudögum, föstudögum, laug-
ardögum og sunnudögum. Fargjald
er auglýst frá 22.900. Brottför frá
Gatwick er kl. 7.30 að staðartíma og
frá Keflavík er ráðgert að fljúga kl.
10.30. Komutími til Gatwick er 14.35.
Flogið verður á B737-400 vélum en
félagið er með 18 slíkar í rekstri. Alls
telur flugvélaflotinn 287 vélar.
Munu fljúga fimm ferðir
í viku frá vordögum
Reuters
Flugfélagið British Airways tekur upp flug milli Íslands og Englands í vetur
bragðsáætlun, því ákveðið að rýma
ekki flugstöðina meðan sprengjunnar
var leitað. Allir tiltækir starfsmenn
sýslumannsins tóku þátt í leitinni sem
stóð í um klukkustund. Engin
sprengja fannst. Flug tafðist ekki
vegna hótunarinnar en einhverjar
tafir urðu við innritunarborð og
vopnaeftirlit. Tinna segir hótunina
hafa verið þess eðlis að yfirvöld hafi
talið líklegt að um gabb væri að ræða
en þegar slík mál komi upp sé ekki
hægt annað en að taka þau alvarlega.
Þar sem konan hringdi úr farsíma
sem var skráður á hana reyndist auð-
velt að staðsetja símann á Akureyri
en hins vegar fór nokkur tími í að
finna konuna. Tinna segir lögregluna
í Reykjavík og fjarskiptamiðstöð rík-
islögreglustjóra hafa lagt sitt lóð á
vogarskálarnar við rannsókn málsins
líkt og lögreglan á Akureyri.
„Sprengjuhótanir eru gríðarlega
alvarlegt mál, ekki síst í ljósi atburða
úti í heimi síðustu misserin, og ef ein-
hverjir halda að þetta sé sniðugt þá er
það mikill misskilningur. Þannig get-
ur þetta haft mikinn kostnað í för með
sér – ekki einungis fyrir lögreglu og
yfirvöld heldur einnig fyrir þá far-
þega sem eiga leið um flugstöðina,“
segir Tinna en sprengjuhótunin sem
barst í gærmorgun er sú fyrsta á
árinu hvað varðar flugstöðvarbygg-
inguna og flugvélar sem eiga leið um
Keflavíkurflugvöll.
Grundvöllur fyrir saksókn?
Að sögn Tinnu er þetta ekki í fyrsta
sinn sem sjálfræðissviptur einstak-
lingur kemur slíkri hótun á framfæri
en nokkuð sé um liðið síðan það gerð-
ist síðast. Tinna segir að þrátt fyrir að
svipuð mál hafi verið látin niður falla
verði látið reyna á það hvort grund-
völlur sé fyrir því að sækja konuna til
saka en sú staðreynd að hún er sjálf-
ræðissvipt kunni þó að flækja málið.
„Samráð verður haft við ríkissak-
sóknara varðandi framhald málsins.
Það þarf að fara yfir það hvaða mögu-
leikar eru í stöðunni en þrátt fyrir að
konan sé sjálfræðissvipt er ekki sjálf-
gefið að hún sé ósakhæf. Ef það er
einhver möguleiki á að sækja hana til
saka er það einlægur vilji okkar að
gera það. Okkur finnst þetta alvarlegt
mál og viljum að á þessu sé tekið. Ef
við komumst hins vegar að þeirri nið-
urstöðu að ekki sé hægt að sækja
konuna til saka er spurning hvort að í
framtíðinni þurfi að endurskoða lög-
gjöfina hvað þetta varðar.“
KONA á miðjum aldri var færð til yf-
irheyrslu hjá lögreglunni á Akureyri
um kvöldmatarleytið í gær en hún var
grunuð um að hafa staðið fyrir inni-
haldslausri sprengjuhótun í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar snemma í gær-
morgun. Konan sem um ræðir hefur
áður komið við sögu lögreglu og er
sjálfræðissvipt. Hún var samvinnu-
þýð við lögreglu og telst málið upp-
lýst. Þetta staðfesti Ellisif Tinna Víð-
isdóttir, staðgengill sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Farsíminn skráður á konuna
Tilkynning um sprengju barst fjar-
skiptamiðstöð lögreglunnar um neyð-
arnúmerið 112 um klukkan hálffimm í
gærmorgun. Að sögn Tinnu var hót-
unin óljós og var, í samræmi við við-
Sjálfræðissvipt kona handtekin
Innihaldslaus sprengjuhótun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun
Fagna sam-
keppninni