Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Holiday Inn Bloomington 11.-14. nóv., 25.-28. nóv. og 6.-9. jan. Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og fljónustugjöld. www.icelandair.is/minneapolis VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Flug og gisting í þrjár nætur Verð frá 39.990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 Minneapolis GEIR H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði í gær kaupsamning f.h. íslenska ríkisins við Skipti ehf. um kaup Skipta á 98,8% hlut ríkisins í Landssíma Íslands. Kaupsamning- urinn er gerður á grundvelli tilboðs sem Skipti ehf. gerðu í hlutabréf ríkisins í Símanum hinn 28. júlí sl., en það var hæst þriggja tilboða sem bárust í eignarhlut ríkisins. Greiðsla kaupverðsins, 66,7 millj- arða króna, miðast við gengisskrán- ingu Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Fer greiðslan fram innan 5 virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir og að því gefnu að stofnunin sam- þykki kaupin fyrir sitt leyti. Kaupverðið skiptist í eftirfarandi gjaldmiðla: Íslenskar krónur: 34.505.550.000, evrur: 310.000.000 og Bandaríkjadali: 125.000.000. Mikill og merkur áfangi „Þetta er mikill og merkur áfangi. Fyrirtækið fær nýja eigend- ur sem ég treysti fyllilega til að halda áfram að efla og bæta þá þjónustu sem það er búið að veita í u.þ.b. 100 ár. […] Ríkið er núna að draga sig út úr fjarskiptarekstri eft- ir heila öld, þar sem það hefur verið ráðandi aðili í fjarskiptum, og mun núna framvegis eingöngu hafa eft- irlitshlutverki að gegna sem er auð- vitað eðlilegt,“ segir Geir. Sam- keppniseftirlitið mun nú fara yfir samninginn og veita umsögn. Geir á von á því að það gangi vel fyrir sig. Að því loknu munu eiga sér stað skipti á hlutabréfum og peninga- upphæðinni sem reidd verður af hendi, vonandi innan nokkurra vikna að sögn Geirs. Hann fullyrðir að þeim peningum verði ekki kastað á glæ heldur ráðstafað í þágu þjóð- arinnar. Skólabókardæmi um vel heppnaða einkavæðingu Lýður Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar sem nú verður kjölfestufjárfestir í Símanum með 45% hlut, segist mjög ánægður með kaupin á Símanum. „Við berum fyllsta traust til starfsmanna og stjórnenda Símans og ætlum að tryggja að hann verði áfram eft- irsóknarverður vinnustaður,“ sagði Lýður. „Það er ekki vandalaust að ann- ast sölu á fyrirtæki sem á jafn stór- an sess í vitund þjóðarinnar. Ég vil því taka undir með þeim sem segja að sala Símans sé skólabókardæmi um vel heppnaða einkavæðingu. Allt ferlið er þeim sem að því stóðu til sóma,“ bætti Lýður við. „Þátttaka lífeyrissjóða tryggir af- komu stórs hluta landsmanna af fyrirtækinu og með skráningu fé- lagsins munu enn fleiri hluthafar bætast í hópinn. Með nýjum eig- endum fullyrði ég að tryggt hafi verið að Síminn eigi áfram öflugan bakhjarl sem standa mun vörð um fyrirtækið og viðskiptavini þess,“ sagði Lýður að lokum. Skrifað var undir kaupsamning vegna Símans í Þjóðmenningarhúsinu í gær „Mikill og merkur áfangi“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Við hlið hans eru bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir en Exista ehf. er í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding. HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði við undirritun á sölu Símans í gær að löngu og ströngu ferli væri lokið, nú þegar búið væri að undirrita kaupsamning um þetta mikilvæga mál. „Það hefur einkar vel tekist til og á ríkisstjórnarfundi rétt áðan lýsti ríkisstjórnin öll sér- stakri ánægju með þetta mál og þakkar öllum þeim fjölmörgu að- ilum sem að því hafa komið,“ sagði Halldór. „Síminn er afar mikilvægt fyr- irtæki fyrir fámenna þjóð eins og okkar. Samfélagslegt hlutverk þessa fyrirtækis er mjög brýnt og það er mikilvægt að fyrirtækið njóti áfram trausts þjóðarinnar og ég er sannfærður um að það muni gerast. Við gerum miklar væntingar til nýrra eigenda og við treystum þeim jafnframt fyllilega fyrir því að byggja það enn frekar upp og efla það og bjóða betri þjónustu en nokkru sinni fyrr,“ sagði Halldór. Ríkið fékk sanngjarnt verð „Ríkisvaldið hefur nú alfarið dregið sig út úr samkeppnisrekstri á fjarskiptamarkaði og ég er sann- færður um að ríkið hafi fengið sanngjarnt verð með þessari sölu Ég vænti þess að kaupendur hafi jafnframt greitt fyrir það sann- gjarnt verð og mikilvægt að báðir aðilar séu ánægðir með þennan samning,“ sagði Halldór enn- fremur. „Ég vil fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar óska kaupendum og þjóð- inni innilega til hamingju með þennan merka áfanga og ég óska nýjum eigendum velfarnaðar í rekstrinum í framtíðinni og er sannfærður um að bæði starfsfólkið og þjóðin öll eigi eftir að njóta krafta þeirra,“ sagði Halldór að lokum. Löngu og ströngu ferli lokið „STRENGURINN var sagaður sundur, líklegast með járnsög,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, en uppgötvast hefur að jarð- strengur, sem fyrirtækið vinnur að því að leggja frá Hryggstekk í Skrið- dal og niður að Stuðlum í Reyðarfirði, hefur verið tekinn í sundur. Tryggvi segir um milljónatjón fyrir RARIK að ræða. Tæpt hefur verið á þeirri staðreynd að skemmdarverkið hafi verið unnið nálægt tjaldbúðum mótmælenda vegna Kárahnjúka- virkjunar og álvers í Reyðarfirði. „Við höfum ekkert með rafmagn fyrir bændur og búalið að gera,“ segir fulltrúi mótmælendanna hins vegar. Tengimenn frá Þýskalandi og Tyrklandi eru nú að störfum við strenginn. „Það var búið að leggja strenginn niður og sanda yfir en ekki búið að ganga frá endanlega. Svo virðist sem sandurinn hafi verið mok- aður ofan af, skorið á einn strenginn og annar skaddaður og mokað svo yf- ir aftur,“ segir Tryggvi. Hann segir strenginn ekki kominn alla leið en að hann sé reglulega prófaður á leiðinni meðan verið sé að setja hann saman. „Við mælingar kom í ljós að eitthvað var að. Þegar bilunin fannst kom þetta í ljós. Þetta getur hafa gerst frá síðasta laugardegi og þangað til í fyrradag. Við vitum svo sem ekki hver gerði þetta og viljum ekki hafa skoðun á því. En þetta er óþægilega nálægt mótmælendum á Vaði.“ Lögregla kom á staðinn, tók mynd- ir og skýrslur og vinnur að rannsókn málsins en RARIK hefur kært verkn- aðinn. „Þetta er eins og hvert annað skemmdarverk sem við viljum auðvit- að sækja,“ segir forstjóri RARIK. „Þetta er ekki okkar deild,“ segir Ólafur Páll Sigurðsson, einn mótmæl- enda sem nú hafast við á Vaði í Skrið- dal. „Mér finnst þetta svolítið grugg- ugt,“ segir hann og bætir við að svo virðist sem reynt sé að klína verkn- aðinum á mótmælendurna. „Ég lýsi því yfir sem mótmælandi gegn stór- iðjuvæðingu og virkjanabrjálæði á Ís- landi að við höfum engan áhuga á að standa í skemmdarverkum á raf- magni til heimila í landinu.“ Þess utan benti Ólafur á að „þeir sem standa fyrir skemmdarverkum í landinu eru Landsvirkjun, Impregilo og Alcoa.“ Skemmdarverk unnið á jarðstreng í Skriðdal Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Mótmælendur „engan áhuga á rafmagni til heimila“ MYNDBANDALEIGA, þátta- sölusjónvarp og beinar útsending- ar allan sólarhringinn eru nokkrir þeirra möguleika sem VefTV, ný þjónusta á Vísi.is, býður notend- um upp á. Um er að ræða gagn- virkt sjónvarpsefni í stafrænum gæðum sem allir með ADSL- tengingu geta nýtt sér. Ekki er þörf á að gerast áskrifandi að sér- stakri ADSL-þjónustu til þess að eiga þess kost að horfa á VefTV. Hluti sjónvarpsefnisins verður í boði endurgjaldslaust en einnig verður hægt að kaupa áskrifta- leiðir að þáttum, kvikmyndum og íþróttaefni gegn vægu gjaldi. Nú þegar er hægt að panta sér kvik- myndir og þætti og í vetur bætast beinar útsendingar af ýmsum við- burðum við þjónustuna. Pálmi Guðmundsson, markaðs- stjóri 365, segir VefTV vera bylt- ingarkennda nýjung fyrir áhorf- endur. „Það hefur lengi verið markmið okkar að koma upp þjón- ustu sem þessari og loksins núna er það orðið tæknilega mögulegt.“ Myndbandaleiga á VefTV Erlendir mótmælendur virkjunar og álvers Athugað með brott- vísun úr landi Í DAG verður athugað hvort efni standa til að vísa erlendum mót- mælendum vegna Kárahnjúka- virkjunar og álvers í Reyðarfirði úr landi. Þetta segir sýslumaðurinn á Eskifirði, Inger L. Jónsdóttir. Hún segir að unnið verði í málinu með Ríkislögreglustjóra og Útlendinga- eftirlitinu. „Við vorum með inngrip í gær [fyrradag] og þrettán voru hand- teknir. Enn er verið að vinna í mál- inu og ekki hefur verið tekin af- staða til framhaldsins. Fyrir liggur að Alcoa ætlar ekki að kæra og því er verið að meta ýmsar hliðar.“ Aðspurð segir Inger það binda hendur yfirvalda töluvert hvað verktakinn eða Alcoa gerir, en engu að síður séu nokkrar aðrar hliðar á málinu. „Afstaða verður tekin þegar rannsóknargögn liggja fyrir.“ Útlendingastofnun láti sig málið varða „Útlendingastofnun hlýtur að taka þetta til skoðunar,“ segir Þór- ir Oddsson aðstoðarríkislögreglu- stjóri. Hann segir að embættið komi m.a. að málinu með því að senda menn til að styrkja löggæsl- una en Morgunblaðið greindi frá því í gær að sérsveitarmenn hefðu náð í mótmælendur upp í krana á byggingarsvæði Alcoa. „Það er auðvitað eðlilegt þegar svona gerist og lögregla þarf að blanda sér í það, að skoða hvaða lagaákvæði taka til þessa og hvort lög hafa verið brotin.“ Þórir segir jafnframt að eins og alltaf þegar útlendingar eigi í hlut og þeirra háttsemi gefi tilefni til afskipta yfirvalda sé eðlilegt að Út- lendingastofnun láti sig málið varða og meti hvort efni séu til að- gerða. aps@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.