Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 11
FRÉTTIR
!"#" $
%&
'(
)*'
+
,
-
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
og Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, telja að það
beri að endurskoða vaxtabótakerfið
en Einar K. Guðfinnsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, skrifaði grein í Morgunblaðið í
gær þar sem hann leggur til að
vaxtabótakerfið sé afnumið í þágu
atvinnuöryggis. Fram kemur í
greininni að kerfið sé ríflega fimm
milljarða niðurgreiðslu- og milli-
færslukerfi, að hluta frá lands-
byggð á höfuðborgarsvæðið.
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra kveðst þeirrar skoðunar að
það þurfi að endurskoða vaxtabóta-
kerfið frá grunni. „Einar bendir
þarna á annan flöt [atvinnuöryggi
og landsbyggðaráhrif] á því máli
sem menn hafa kannski ekki hug-
leitt sérstaklega. Ég tel að það sé
mjög til góðs að vekja umræðu um
málið. Menn verða að fara yfir
þetta með opnum huga hvort kerfið
í núverandi mynd eigi rétt á sér,
líka með tilliti til að vextir hafa ver-
ið að lækka á íbúðalánum. Og það
er enginn gerður greiði með því að
vilja ekki fara í gegnum það hvern-
ig þessi breytta staða hefur áhrif á
þetta kerfi,“ segir Geir.
Má ekki vera heilög kýr
„Ég held að það hljóti að koma
til álita að endurskoða þetta kerfi
[vaxtabótakerfið]. Það má ekki
vera nein heilög kýr,“ segir Ari Ed-
wald, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins (SA). Hann telur þau
skilaboð sem felast í fyrirkomulagi
vaxtabóta varasöm, þ.e. stuðningur
við íbúðarkaup sé háður skuldsetn-
ingu. „Fólk er hvatt til þess að
skulda sem mest. Ég held að það sé
nú kannski ekki það sem við þurf-
um á Íslandi. Ég tel að uppeld-
ismarkmið lagasetningar á þessu
sviði ættu að vera alveg þveröfug,“
segir Ari en undirstrikar að SA séu
ekki með þessu að leggja til að
horfið sé frá stuðningi við þá sem
höllustum fæti standa á íbúðamark-
aði. Heldur sé verið að taka undir
það að menn geti velt fyrir sér
hvernig eigi að standa að því. „Það
má alveg færa rök fyrir því að
þetta vaxtabótakerfi sé óskilvirk
aðferð við að aðstoða þá sem þurfa
á því að halda,“ segir Ari og bætir
því við að skuldsetning sé afar
óheppileg.
Skýringa á þenslu að
leita annars staðar
Grétar Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands (ASÍ), telur
það afar langsótt að meginorsökina
fyrir þenslunni og vandanum í
efnahagskerfinu í dag sé að finna í
vaxtabótakerfinu. „Mér finnst líka
athyglisverðar hugmyndir um að
leggja vaxtabótakerfið nánast nið-
ur, þótt það sé nú kannski aðeins
fyrirvari í lok greinarinnar hjá hon-
um [Einari], á sama tíma og stjórn-
völd eru búin að lækka sérstaklega
skatta á hátekjufólki. Það er nokk-
uð ljóst að þeir sem njóta vaxta-
bótakerfisins umfram aðra eru lág-
tekjufólk og að hluta milli-
tekjufólk,“ segir Grétar. Varðandi
ástandið í efnahagskerfinu bendir
Grétar á að ASÍ hafi varað við því
að það væri mjög mikilvægt að
stjórnvöld sýndu verulegt aðhald í
ríkisfjármálum, alveg frá þeim tíma
að ákvörðun lá fyrir með fram-
kvæmdir á Austurlandi. Sá fyrir-
vari var þó settur á að aðhaldið
mætti ekki bitna á velferðarkerfinu
og tekjulægstu einstaklingunum.
„Síðan gagnrýndum við mjög tíma-
setningu á skattalækkunum, hvað
sem nú má segja um þær að öðru
leyti,“ segir Grétar og bætir því við
að það sama hafi verið upp á ten-
ingnum varðandi þær breytingar
sem hafi átt sér stað í húsnæð-
islánakerfinu. „Þarna eru að okkar
viti meginskýringarnar,“ segir
Grétar varðandi vandann í efna-
hagskerfinu.
Aðhald í opinberum
fjármálum
„Við viðurkennum það og sjáum
að þarna er tillaga um aðhald í op-
inberum fjármálum. Við höfum
margsinnis talað um nauðsyn þess
og hvatt til þess. Hins vegar erum
við ekki í þeirri stöðu að taka tillit
til einstakra tillagna,“ segir Jón
Sigurðsson seðlabankastjóri. Hann
segir að það sé nauðsynlegt fyrir
Seðlabankann að horfa á heildar-
myndina, þ.e. hvort peningarnir
séu notaðir í eitthvað annað eða
það verði til þess að efla aðhald í
ríkisrekstrinum eins og Einar gerir
tillögu um.
Viðbrögð við grein Einars K.
Guðfinnssonar þingmanns
Vaxtabóta-
kerfið ber að
endurskoða
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
„OKKUR hefur ekki gengið vel
ennþá,“ sagði Víkingurinn Valdís,
sem ásamt stöllum sínum í félaginu
tekur þátt í Pæjumótinu sem nú
stendur yfir á Siglufirði. Tveir leik-
ir höfðu tapast, 1:0 fyrir Breiðabliki
og 2:0 fyrir Fylki, „en ég vona að
okkur eigi eftir að ganga vel á
mótinu.“
Pæjumótið er nú haldið í 15. sinn.
Það var fyrst haldið árið 1991, en
þá var það lítið og nett mót sem ein-
ungis var sótt af norðlenskum lið-
um, einkum úr Eyjafirði. Nú taka
þátt 158 lið frá 31 félagi víðs vegar
af landinu og hefur það aldrei verið
stærra, að sögn Almars Möller í
mótsstjórn. Um er að ræða lið allt
frá 4. flokki upp í 6. flokk, stúlkur á
aldrinum 4ra til 14 ára og eru kepp-
endur um 1.400 talsins. Leikið er á
10 völlum, og alls eru leiknir rúm-
lega 600 leikir þá þrjá daga sem
mótið stendur. Keppendum fylgja
þjálfarar, liðsstjórar, foreldrar,
systkini og aðrir áhangendur þann-
ig að Almar taldi að um 5-6.000
manns væru saman komin á Siglu-
firði nú um helgina.
Starfsmenn mótsins eru vel á
annað hundraðið, þeirra á meðal
eru KS-ingar og brottfluttir Sigl-
firðingar sem koma gagngert til að
aðstoða. Það þarf að dæma, standa
vaktir í eldhúsi og hvaðeina. „Þetta
er mikill undirbúningur, en hefst
með lagni. Það leggja margir hönd
á plóginn, annars væri þetta ekki
hægt,“ sagði Almar. Pæjumótið
hefur vaxið ört á liðnum árum og
sagði Almar að ekki hefðu öll þau
lið sem sóttu um að taka þátt kom-
ist að, biðlisti hefði myndast.
„Helstu vandræðin eru varðandi
gistingu, það þarf að koma öllum
þessum fjölda fyrir,“ sagði hann en
þátttakendur gista í skólum, sölum
um allan bæ og húsum, en foreldr-
arnir eru flestir á tjaldsvæðum.
Mikil læti í sumum stelpunum
Víkingsstelpurnar Valdís, Hjör-
dís, Hildur, Birna, Katla og Anna
voru léttar og kátar á mótssvæðinu
í gær þrátt fyrir að lið þeirra hefði
tapað tveimur fyrstu leikjum sínum
og að kalt væri í veðri, rigning sem
þær klæddu af sér með þar til gerð-
um regnslám. Þær sögðu að vel
hefði gengið á Gullmótinu sem
haldið var í liðnum júlímánuði, þar
hafi þær lent í 7. sæti, en heppnin
var ekki með þeim þegar kastað
var upp á milli liða um sæti. „Við
hefðum alveg eins getað lent í
fyrsta sæti, en heppnin var ekki
með okkur,“ sagði Hildur.
Stelpurnar voru sammála um að
gaman væri að taka þátt í Pæju-
mótinu og það væri skemmtilegt að
vera á Siglufirði. Þær gista í skóla-
húsnæði, „en það er ekki hægt að
sofa þar, af því að það eru svo mikil
læti í sumum stelpunum,“ sagði
Hjördís. Sjálfar kváðust þær vera
þægar og góðar á kvöldin, og reyna
bara að loka eyrunum og segja há-
vaðabjöllunum að þegja.
Slæmt að tapa fyrsta leiknum
Sandra og Bryndís komu á Pæju-
mótið frá Egilsstöðum, þær leika
með 5. og 6. flokki Hattar og höfðu
áður tekið þátt í mótinu. „Það
mætti nú alveg vera sól og blíða
eins og síðast,“ sagði Sandra, en
bætti við að það þýddi lítið að láta
rigningu setja sig út af laginu.
Hattarstúlkur höfðu leikið einn leik
um hádegi í gærdag, og tapað, 4:0,
fyrir Fjölni. „Það var slæmt,“ sögðu
þær. „Annars stefnum við bara að
því að standa okkur vel og hafa
gaman af þessu,“ sagði Sandra.
Um 1.400 stelpur taka þátt í Pæjumótinu á Siglufirði
Ætla að standa sig
vel og hafa gaman af
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Þær eru miklir Víkingar, Valdís, Hjördís, Hildur, Birna, Katla og Anna og
létu því kalsann í veðrinu á Sigló ekki á sig fá, smelltu sér bara í regnslár
sem keppendum stóð til boða að skrýðast meðan vatnsveðrið gekk yfir.
Þær Sandra og Bryndís leika með 5. og 6. flokki Hattar á Egilsstöðum og
sögðu aðalmálið að standa sig sem best.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Unnur Ólöf er Þróttari af lífi og sál
og var alls ófeimin við að skarta
merki félagsins á báðum kinnum.