Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 18
18 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMM tyrkneskir hermenn biðu
bana í gær í sprengjuárás sem talin
er hafa verið gerð af uppreisn-
armönnum úr röðum Kúrda. Að
minnsta kosti sex til viðbótar eru
særðir. Árásin átti sér stað í bænum
Semdinli, sem liggur við landamæri
Tyrklands að Íran og Írak.
Síðastliðna mánuði hafa kúr-
dískir uppreisnarmenn farið mik-
inn í árásum sínum á bæði óbreytta
borgara og hermenn, en sex her-
menn biðu bana í sprengingu í byrj-
un júlí.
Kúrdíski verkamannaflokkurinn
(PKK) tók upp vopnaða baráttu fyr-
ir sjálfstæði árið 1984. Síðan hafa
37.000 manns hið minnsta látið lífið
í baráttunni, flestir Kúrdar. Árið
1999 lýsti flokkurinn yfir einhliða
vopnahléi en greip aftur til vopna
árið 2004, þar sem tyrknesk stjórn-
völd þóttu ekki ganga nógu langt í
að tryggja réttindamál Kúrda.
Danir vilja
hert eftirlit
72% Dana vilja fleiri eftirlitsmynda-
vélar á opinberum stöðum í því
skyni að koma í veg fyrir hryðju-
verkaárásir, að því er fram kemur í
nýrri skoðanakönnun Greens-
stofnunarinnar.
Rúmlega helmingur vill auka
fjárframlög til lögreglunnar til að
gera hana betur í stakk búna til að
taka á hryðjuverkum. 58% segjast
vilja rýmka reglugerðir er leyfa
símahleranir lögreglu. Þá sögðust
53% telja að lögreglu ætti að vera
heimilt að fylgjast með tölvupósts-
endingum.
Verkamenn
barðir fyrir
að tjá sig
KÍNVERSK stjórnvöld kanna nú
réttmæti ásakana um að allt að 30
manns hafi í vikunni ráðist að hópi
farandverkamanna og barið þá
með stálpípum. Verkamennirnir
höfðu allir unnið hjá byggingafyr-
irtæki sem lagði upp laupana í nóv-
ember og áttu inni laun hjá fyr-
irtækinu. Efndu þeir til
blaðamannafundar í vikunni til að
vekja athygli á máli sínu. Í kjölfar
þess að verkamennirnir ræddu við
blaðamenn leitaði hópur óþekktra
manna þá uppi og barði þá illa.
Þykir þetta til marks um að lögum,
sem eiga að vernda farandverka-
menn, sé sjaldan framfylgt.
Skæruliðar
myrða 14 í Írak
FJÓRTÁN manns féllu í árásum
skæruliða í Írak í gær. Fjórir her-
menn féllu er árás var gerð á bif-
reið þeirra nálægt borginni Sam-
arra. Kona og nýfæddur sonur
hennar féllu í sprengingu nálægt
borginni Al-Dawr. Báðar eru þess-
ar borgir í norðurhluta landsins. Þá
var læknir skotinn á þjóðvegi milli
Bagdad og Samarra. Byssumenn
myrtu einnig mann á bensínstöð í
borginni Dora er þeir hófu þar
skothríð á fólk sem beið eftir því að
taka bensín.
Auk þeirra sem féllu í árásum í
gær fundust lík fimm myrtra
manna í borginni Mosul í norður-
hluta landsins.
Kúrdar drepa
tyrkneska
hermenn
BRETAR geta vísað úr landi hverjum þeim sem
þykir ógna öryggi borgaranna. Kom þetta fram
hjá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær
er hann kynnti drög að nýjum hryðjuverkalögum.
Sagði hann, að fólki yrði vísað úr landi æli það á
hatri og boðaði ofbeldi.
Samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu er
bannað að vísa fólki úr landi sem búast má við að
muni líða pyntingar eða dauða í heimalandi sínu.
Sagði Blair ríkisstjórn sína þó reiðubúna að breyta
lögum um mannréttindi ef á þyrfti að halda, yrði
lagalegt réttmæti nýju aðgerðanna vefengt.
Sagði hann breska gestrisni hafa verið misnot-
aða. „Þessir menn koma hingað og hljóta að þurfa
að fara eftir okkar reglum. Nú skulu menn hafa
það á hreinu að reglur leiksins eru að breytast.“
Boðar nýja löggjöf
Blair stefnir að því að fyrir árslok muni þingið
samþykkja lög sem banna „óbeinan undirróður“
hryðjuverkamanna. Sé þeim sérstaklega beint
gegn klerkum sem vegsami hryðjuverk og tæli
hrifnæm múslímsk ungmenni til ódæðisverka.
Eigi þau að hindra fólk í því að boða ofbeldi til að
koma trúarsannfæringu á framfæri, réttlæta slíkt
ofbeldi, samþykkja það eða ala á hatri.
Lögin eiga að banna mönnum að sækja þjálfun í
aðferðum hryðjuverkamanna, hvort sem er í Bret-
landi eða annars staðar. Einnig sé það lögbrot að
skipuleggja árásir og sækja upplýsingar um
sprengjugerð á netið. Þá verði samtök heittrúar-
múslíma á borð við Hizb ut-Tahrir og al-Muhaj-
iroun og arftakar þeirra bönnuð.
„Ennfremur munum við kanna hvaða grundvöll
við höfum fyrir útlegðardómum og leggja fram
frumvarp um slík lög,“ sagði hann.
Blair boðar einnig hert eftirlit með því hverjum
sé hleypt inn í landið. Nú verði fólki neitað um hæli
í Bretlandi hafi það áður verið viðriðið hryðjuverk.
Sagði hann Breta þolinmóða þjóð en „það
[væru] takmörk fyrir því hversu öfgasinnaður
minnihluti [gæti] misnotað þessa þolinmæði“.
Á fimmtudag hótaði næstæðsti maður al-Qaeda-
samtakanna að fleiri hryðjuverkaárásir yrðu gerð-
ar á London og kenndi Blair um árásirnar 7. júlí,
sem urðu 56 manns að bana. Blair var yfirvegaður
er hann svaraði þessum ásökunum: „Þeir sem voru
með þessar yfirlýsingar eru sömu mennirnir og
eru að drepa saklausa borgara í Írak, í Afganistan,
saklaust fólk víðs vegar um heiminn sem vill búa í
lýðræðissamfélagi. Það að þeir skuli svo reyna að
nota Írak eða Afganistan eða málstað Palestínu-
manna til að réttlæta gjörðir sínar er fullkominn
ruddaskapur.“ Segir hann leiðtoga breskra músl-
íma standa heilshugar að baki þessari viðleitni til
að brjóta hryðjuverkamenn á bak aftur og að þeir
vilji sjálfir útrýma öfgamönnum úr sínum hópi.
Miðstöð herskárra múslíma
London hefur af mörgum verið uppnefnd
„Londonistan“ upp á síðkastið og segja menn að
Bretar hafi hingað til verið of frjálslyndir gagn-
vart róttækum múslímaklerkum, London sé nú
orðin miðstöð fyrir herskáa múslíma.
Ian Blair, lögreglustjóri í London, fagnaði að-
gerðunum en benti á að þó hefði verið betra að
grípa til þeirra fyrr. „Þetta er England, Bretland,
og við kærum okkur ekki um að hryðjuverkaá-
róður eigi sér stað hér.“
Blair heitir hertum að-
gerðum gegn öfgasinnum
Vill vísa úr landi þeim sem ógna öryggi borgara, ala á hatri og boða ofbeldi
AP
Tony Blair á fundi með fréttamönnum í gær.
Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur
jse@mbl.is
GRÍÐARLEGIR hitar og þurrkar
geisa nú um Suður-Evrópu og á
Spáni og í Portúgal hafa aðrir eins
þurrkar ekki verið í 60 ár. Miklir
skógareldar hafa logað undanfarna
daga af þessum sökum, einkum í
Portúgal.
Um 3.000 slökkviliðsmenn börðust
í gær við skógarelda í Portúgal og
voru 400 hermenn auk þess kallaðir
út til að aðstoða slökkvilið við vinnu
sína. Um er að ræða um tuttugu
skógivaxin svæði í landinu og hafa
eldarnir valdið skemmdum á húsum,
bílum og landbúnaðartækjum. Þá
varð að loka stærstu hraðbraut
landsins í gær vegna eldanna, annan
daginn í röð. Verst er ástandið í
miðju landinu og í norðurhluta þess.
Þar er hitinn víðast um 40 gráður og
samkvæmt veðurspá verður hann
það áfram næstu daga. Þar af leið-
andi er varað við því að ástandið með
tilliti til eldanna gæti jafnvel versn-
að. Þurrkarnir hafa einnig valdið
vatnsskorti á svæðum og þurfa nú
um 53 þúsund manns í sveitahéruð-
um að fá vatn sent til sín með flutn-
ingabílum.
Á Spáni hafa skógareldar einnig
logað á tveimur svæðum undanfarna
daga, en alls hafa 17 stórir skógar-
eldar orðið í landinu í sumar. Þar
hefur hiti einnig verið um 40 gráður
og samkvæmt langtímaveðurspá
verður hann það áfram út mánuðinn.
Hömlur á vatnsnotkun í tveim-
ur þriðju hlutum Frakklands
Miklir þurrkar hafa einnig geisað í
Frakklandi að undanförnu og eru
hömlur nú settar á vatnsnotkun fólks
í tveimur þriðju hlutum landsins. Í
sumum héruðum hefur verið bannað
að fylla sundlaugar í görðum, að
vökva grasfleti við heimili, þvo bíla
og götur. Lögregla fylgist með því að
reglum þar um sé framfylgt og eru
sektir við brotum allt að 1.500 evr-
um, eða sem nemur 120 þúsund
krónum.
Þúsundir manna berj-
ast við skógarelda
Reuters
Íbúar í útjaðri Leiria í Portúgal reyna að slökkva elda sem nálgast heimili þeirra úr nærliggjandi skógum.
Mestu þurrkar
í Portúgal og
á Spáni í 60 ár
NÝLEGAR rannsóknir gefa til
kynna að það að taka inn vítamín í
pilluformi hafi engin áhrif á það
hvort fólk veikist af ýmsum sjúk-
dómum, öfugt við það sem talið hef-
ur verið.
Í niðurstöðum þriggja rannsókna
sem birtar hafa verið í lækna-
tímaritum á undanförnum vikum er
dregið í efa að stórir skammtar af
vítamínum komi í veg fyrir að fólk
veikist af alvarlegum sjúkdómum.
Linda Van Horn, næringarfræð-
ingur við Northwestern-háskóla í
Chicago, sem vann að einni rann-
sóknanna, segir í samtali við dag-
blaðið Herald Tribune að næring-
arefni sem keypt séu í glasi eða
flösku geti ekki jafnast á við nær-
ingarefnin sem finnast í mat. Ekki
er fyllilega vitað hvers vegna lík-
aminn vinnur á annan hátt úr vít-
amínum sem berast honum í töflu-
formi en þeim sem hann fær úr
matvælum, en talið er að samspil
efna í matnum eigi þátt í því hvern-
ig líkaminn sogar til sín næring-
arefnin úr honum.
Ekki þykir sannað að stórir
skammtar af vítamínum, það er að
segja töflur sem innihalda marg-
faldan ráðlagðan dagskammt, séu
skaðlegir eins og haldið hefur verið
fram. Meir Stampfer, prófessor í
faralds- og nærningarfræði við
Harvard-háskóla, segir í samtali við
Herald Tribune, að sumar fullyrð-
ingar í þá átt hafi gengið „aðeins of
langt í að hræða fólk“, eins og hann
orðar það, og bendir á að fjöldi
fólks taki vítamín í risastórum
skömmtum án þess að heilsa þess
bíði skaða af. Stærsta hættan við að
taka slíkar töflur, að hans mati, er
sálfræðilegs eðlis. Að fólk hugsi
kæruleysislega: „Ég tek vítamín.
Ég þarf ekki að hreyfa mig og ég
get borðað eintóma óhollustu.“
Efast um
gagnsemi
vítamín-
pillna