Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SJÖ umsækjendur eru um tvö prestsembætti í Akureyrarpresta- kalli sem auglýst voru nýlega. Um- sóknarfrestur rann út 2. ágúst. Umsækjendur eru: Aðalsteinn Þorvaldsson guðfræðingur, séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, Hildur Eir Bolladóttir guðfræðingur, séra Hild- ur Sigurðardóttir, séra Óskar Haf- steinn Óskarsson, Sólveig Halla Kristjánsdóttir guðfræðingur og Þórður Guðmundsson guðfræðing- ur. Annars vegar er um að ræða emb- ætti prests þar sem tekið er fram að viðkomandi þurfi að vera tilbúinn til að leiða fjölbreytt helgihald og tak- ast á við erfið sálgæsluverkefni. Lip- urð í mannlegum samskiptum og samvinnu er skilyrði. Hitt embættið er með sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf. Lipurð í mannlegum samskiptum og samvinnu er skilyrði. Embættið er greitt af Akureyrarsókn. Biskup Íslands skipar í embættin til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar. Í valnefnd sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups á Hólum.    Sjö sóttu um Akureyr- arprestakall Kertafleyting | Friðarathöfn verð- ur við tjörnina við Minjasafnið á Ak- ureyri þriðjudagskvöldið 9. ágúst nk. til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengnanna sem varp- að var á Japan fyrir 60 árum. Þetta er áttunda árið sem atburðanna er minnst með þessum hætti á Ak- ureyri. Athöfnin hefst kl. 22:30 með ljóðalestri Valgarðs Stefánssonar og stuttu ávarpi Valgerðar Gunn- arsdóttur og verður kertum síðan fleytt á tjörnina. Kerti verða til sölu á staðnum. Dalvík | „Strákarnir voru lengi fram eftir í gær,“ sagði Gísli Bjarnason, að- stoðarskólameistari grunnskólans á Dalvík, en í vikunni var tekinn í notk- un nýr sparkvöllur á Dalvík. Ungir sem gamlir Dalvíkingar hafa tekið honum fagnandi. Gísli sagðist eiga von á að spilaður yrði fótbolti á vell- inum fram á rauða nótt um helgina, en von er á þúsundum gesta til Dal- víkur um helgina í tengslum við fiski- daginn mikla. Það var Sparisjóður Svarfdæla sem gaf Dalvíkurbyggð völlinn en um er að ræða fullbúinn sparkvöll sem er hluti af sparkvallarátaki KSÍ. Framkvæmdir við völlinn, sem er staðsettur við skólann, hófust í júní. Völlurinn er upphitaður og flóðlýstur. Gísli sagði að völlinn afar kærkominn. Gott verði að stunda þar knattspyrnu í vetur þar sem völlurinn sé upphit- aður. „Við þurfum bara að huga að vall- arskipulaginu,“ sagði Gísli, en áhug- inn á að spila á vellinum er slíkur að nauðsynlegt er að skrá niður hverjir megi nota hann og á hvaða tíma. Bæjarsjóður treysti sér ekki í framkvæmdir Dalvíkurbyggð hefur þurft að gæta aðhalds í útgjöldum og taldi sig ekki geta farið út framkvæmdir við spark- völlinn á þessu ári, en búið var að óska eftir því við KSÍ að sambandið styrkti völlinn. „Bæjaryfirvöld voru búin að panta völl í fyrra, en síðan töldu þau sig ekki geta leyst hann út, a.m.k. ekki á þeim tíma sem um hafði verið rætt. Við sáum fram á að ekkert yrði að fram- kvæmdum. Við slógum því til og borguðum völlinn,“ sagði Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Svarfdæla. „Þetta er gert í ljósi þess að við höfum lengi styrkt íþrótta- og æsku- lýðsmál og menningarmál. Við erum langstærsti aðilinn á þessu sviði á svæðinu. Sparisjóðurinn fagnaði 120 ára afmæli á síðasta ári og afkoman á því ári var fjarskalega góð.“ Kostnaður sparisjóðsins við völlinn nam um 10 milljónum, en framlag KSÍ nam 3,5 milljónum. Friðrik sagði að ákveðið hefði verið að panta völl af „dýrari gerðinni“. Þetta væri því einn af best búnu sparkvöllum á landinu. Hagnaður sparisjóðsins nam tæp- lega 190 milljónum í fyrra. Friðrik sagði að afkoma sjóðsins á þessu ári væri einnig góð og hann myndi styrkja verkefni á sviði íþrótta- eða menningarmála með myndarlegum hætti á næsta ári. Sparisjóður Svarfdæla gaf Dalvíkurbyggð nýjan upphitaðan sparkvöll Takk fyrir völlinn Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarf- dæla, (fyrir miðju) afhendir Valdimar Bragasyni, bæjarstjóra Dalvíkur- byggðar, völlinn. Með þeim er Halldór B. Jónasson varaformaður KSÍ. Í markið Menn voru fljótir að senda knöttinn í netið eftir að völlurinn hafði formlega verið tekinn í notkun. „Strákarnir voru lengi fram eftir í gær“ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Reykjanesbær | Hópur nemenda og kennara frá leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ fór á dögunum í vett- vangsferð að skoða víkingaskipið Ís- lending sem stendur við Stekkjarkot þar í bæ. Veðrið lék við börn og kennara þennan dag og gleðin skein úr hverju andliti að sögn Guðrúnar Sig- urðardóttur, leikskólakennara á Gimli. Var hópurinn fljótur að setja sig inn í heim víkinganna og sigla í huganum um öll heimsins höf. „Krakkarnir máluðu allir vík- ingaskipið Íslending þegar þeir komu til baka,“ segir Guðrún. „Ým- iss konar smáatriði komu skemmti- lega í ljós þegar myndirnar fóru að lifna við á pappírnum hjá þeim. Þau fundu meira að segja út hvar þau svæfu. Það voru vissulega engin rúm eins og við þekkjum, en krakkarnir hugsuðu sér að þeir þyrftu vissulega að sofa í þessum ferðum og veltu því mikið fyrir sér. Þá stungu þau upp á hinum ýmsu svefnstöðum.“ Víkingaþema í ýmsum leikjum Guðrún segir ekki laust við að kennararnir hafi gleymt sér í vík- ingaleiknum með krökkunum. „Þau fundu snæri og spotta og vildu skreyta okkur með því, enda glys- gjarnir krakkar,“ segir Guðrún. „Þetta er mjög skemmtilegt því maður dettur ofan í heiminn með þeim. Í leik á útisvæði leikskólans eftir ferðina var klifrukastalinn not- aður sem víkingaskipið og innan- dyra notuðu þeir einingakubbana til að byggja víkingaskip. Við hefðum getað verið þarna allan daginn, því þetta var ekkert smá mikil gleði og gaman og enn verið að tala um þetta.“ Ferðin var liður í verkefni sem nemendurnir eru að vinna þessa dagana, en það felst í fjölmörgum vettvangsferðum sem vekja áhuga nemendanna á listsköpun og frá- sögnum hvers konar. Verkefninu lýkur með listasýningu á bókasafni Reykjanesbæjar 16.–29. ágúst. Leikskólabörn frá Gimli skoða víkingaskipið Íslending Mikill inn- blástur til listsköp- unar og tjáningar Víkingar Krakkar frá Leikskólanum Gimli í vettvangsferð í Íslending. Reykjanesbær | Huginn Þór Ara- son opnar sína þriðju einkasýningu „Yfirhafnir“ í listagalleríinu Suðs- uðvestur í Keflavík, í dag kl. 16. Huginn mun sýna ný verk sérstak- lega unnin fyrir Suðsuðvestur og verður gjörningur framinn í húsa- kynnum Suðsuðvestur í dag. „Sem unglingur var ég alltaf hrifinn af abstrakt málverkum,“ segir Huginn Þór. „Það fannst mér vera myndlist. Þoldi t.d. ekki Andy Warhol, skildi aldrei hvað hann var að gera eða vildi ekki skilja það. Mér fannst fáránlegt að geta gert sjálfan sig algjörlega að myndlist- arverki. Seinna komst ég að því að það vildi ég alltaf gera sjálfur. Það er oft þannig með hluti sem maður þolir ekki, maður þráir þá.“ Huginn sem fæddur er 1976 í Reykjavík, hlaut úthlutun úr styrktarsjóði Guðmundu Andrés- dóttur á síðasta ári. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima sem og erlendis. Ennfremur er hann einn þriggja meðlima list- hópsins Signals in the heavens sem nýverið hélt þrjár sýningar í New York og nú seinast í Nýlistasafninu í maí. Þess má geta að Huginn tek- ur einnig þátt í samsýningunni Tí- volí sem verður opnuð sömu helgi í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Suðsuðvestur er staðsett á Hafn- argötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið á fimmtudögum og föstudög- um frá 16–18 og um helgar frá 14– 17. Sýningin stendur til 28. ágúst. Nánari upplýsingar um sýningu Hugins má finna á www.sudsud- vestur.is Kappklæddur Huginn Þór Arason mátar yfirhöfn í fylgd fjölskyldunnar. Huginn Þór opnar „Yf- irhafnir“ í Suðsuðvestur Reykjanesbær | Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar heldur námskeið fyrir grunnskólakennara 9. ágúst nk. undir yfirskriftinni „Læsi til framtíðar.“ Umsjónarmaður námskeiðsins er Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Markmið þess er að fjalla um lesskilning og rifja upp tvær skilvirkar leiðir sem gagnast nem- endum við að skilja betur lesinn texta. Á fyrri hluta námskeiðsins verður aðferðunum gagnvirkum lestri og gerð hugtakakorta gerð skil. Þessar aðferðir beinast að því að auka gagnvirkni milli námsefnis og nem- enda og hjálpa nemendum að nálg- ast námsefnið á skipulegan hátt og vinna markvisst úr því. Á seinni hluta námskeiðsins verður rætt um hvernig unnt er að fella þessar að- ferðir að einstökum námsgreinum og ýmsum verkefnum sem unnin eru í skólunum. Námskeiðið verður haldið í Kjarna, Hafnargötu 57. Hægt er að skrá sig á netfangið fraedsluskrif- stofa@reykjanesbaer.is Kennarar fræðast um læsi barna SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.