Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 26
AF hverju líkar fólki svona vel við
fugla? Er það vegna þess að þeir eru
svo aðlaðandi dýrahópur eða kannski
af því að aðgengi að þeim er til-
tölulega auðvelt? Gunnar Þór Hall-
grímsson, fuglaskoðari með meiru,
liggur ekki á svörum og hann er eng-
inn nýgræðingur hvað varðar fugla-
skoðun. Gunnar hefur „stúderað“
fugla frá því hann var 10 ára og það
leið ekki á löngu þar til hann var far-
inn að aðstoða við líffræðikennsluna í
Hlíðaskóla, rétt um 12 ára gamall. Þá
lá strax í augum uppi hvað hann ætl-
aði að verða þegar hann yrði stór.
„Ég ákvað eiginlega strax og áhug-
inn vaknaði að ég myndi verða fugla-
fræðingur, án þess að þekkja leiðina
sem liggur í gegnum líffræðina fyrst.
Það var einhvern veginn aldrei neitt
annað í stöðunni,“ segir Gunnar sem
er í doktorsnámi við Háskóla Ís-
lands.
Getur refurinn aukið flugöryggi?
Gunnar vinnur nú að doktorsverk-
efni við Náttúrustofu Reykjaness
sem tengist að sjálfsögðu fuglum og
miðar að því að kanna áhrif refa á út-
breiðslu og stofnstærð sílamávs. Og
hvernig gengur verkefnið?
„Það gengur vel. Við höfum þegar
niðurstöður sem sýna að refurinn
virðist hafa áhrif á varpið en það
gæti verið gagnlegt því mávurinn
veldur hættu á flugöryggi við Kefla-
víkurflugvöll. Tvisvar hafa mávar
valdið bilun í búnaði og nú hefur
mávum fjölgað svo mjög að hættan
hefur aukist,“ útskýrir Gunnar.
Hann heldur áfram: „Hingað til hef-
ur verið mikil andstaða við refinn svo
erfitt gæti reynst að friða hann tíma-
bundið á svæðinu fyrir athugunina.
En þarna er neikvætt viðhorf gagn-
vart báðum tegundum, og sílamáv-
urinn er hataðasti fugl á Íslandi svo
það gæti hjálpað til,“ segir Gunnar.
Hollt fyrir líkama og sál
En aftur að fuglaskoðuninni.
Gunnar segir fuglaskoðun vera ákaf-
lega hollt og gott áhugamál fyrir
krakka á öllum aldri.
„Það þarf ekkert að hafa fyrir
krökkunum, þau eru úti allan tímann
og hægt er að sjá mikið meira en
bara fuglana og upplifa umhverfið í
kringum sig, sem er hollt bæði fyrir
líkama og sál,“ segir Gunnar sposk-
ur.
Það er líka svo margt að sjá fyrir
borgarbörnin sem hafa fjörurnar og
náttúruperlur rétt í útjaðri borg-
arinnar. Fuglafræðin og nátt-
úrufræðin tengjast mikið og Gunnar
segir áhuga sinn hafa aukist jafnt og
þétt á líffræði út frá fuglaáhuganum.
Hins vegar séu margir fuglaskoðarar
sem hafi einungis áhuga á fuglum
sem er líka allt í lagi.
Tóku flugvél til að sjá barrþröst
Tækni fuglaskoðarans getur verið
fjölbreytt og á stundum gífurlega
spennandi. „Flækingsfuglar heilla
mig rosalega en það eru sjaldséðir
fuglar sem flækjast hingað til lands,“
segir Gunnar. Flækingsfuglaleit er
töluvert frábrugðin hefðbundinni
fuglaskoðun sem gengur út á að
fylgjast með fuglinum í rólegheitum
og fylgjast með atferli hans. Þegar
um flækingsfugla er að ræða verður
þetta meira eins og leikur. „Leitin að
fuglinum getur orðið æsispennandi.
Ég man eftir einu tilviki vorið 2004
þar sem hafði sést til sjaldgæfs barr-
þrastar frá vesturströnd Bandaríkj-
anna fyrir austan. Þetta var í annað
skipti sem þessi tegund sást í Evr-
ópu og ég og félagar mínir pöntuðum
flug í einum grænum, fórum tuttugu
mínútum síðar í loftið, pöntuðum
bílaleigubíl á leiðinni sem beið eftir
okkur við lendingu og brunuðum að
Unaósi þar sem við sáum fuglinn,“
segir Gunnar með miklum tilþrifum
og finnst blaðamanni frásögnin líkj-
ast einna helst söguþræði úr Holly-
wood-kvikmynd. Ekki gengur alltaf
jafn vel að finna fuglana sem verið er
að leita að en samkvæmt Gunnari
víla menn ekki fyrir sér að fara langa
leið þó að árangurinn geti verið
ótryggður. Helsti gallinn við þetta
áhugamál er að ekki er hægt að
stjórna ferðinni. „Stundum þarf að
stökkva af stað þó að veðrið sé vont,
eða búið sé að plana eitthvað annað,
maður verður bara að velja og
hafna,“ segir Gunnar. Hann segist
alltaf hafa fuglaskoðunina í huga, í
rauninni fer hann ekki á milli staða
án þess að greina alla fugla sem á
vegi hans verða. „Það getur verið
nóg að heyra eitt tíst og þá er maður
búinn að greina fuglinn og getur
haldið áfram,“ segir Gunnar glað-
beittur og heldur út í veðurblíðuna.
ÁHUGAMÁLIÐ | Hefur stundað fuglaskoðun frá tíu ára aldri
Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson
Til að sjá þennan sjaldgæfa barrþröst flugu Gunnar og félagar hans í skyndi austur á land.
Morgunblaðið/Jim Smart
Gunnar lætur helst
engan fugl fram hjá
sér fara sem verður
á vegi hans.
Leit að flækingsfugli get-
ur orðið æsispennandi
Ljósmynd/Eva Pier
Gunnar vinnur að doktorsverkefni sínu og merkir unga sílamávsins.
Eftir Söru M. Kolka
sara@mbl.is
26 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Eykur orku, flrek og vellí›an
Bryndís Magnúsdóttir
www.sagamedica.is
Íslenskt náttúruafl
Rannsóknir dr. Sigmundar Gu›bjarnasonar sta›festa a›
Angelica jurtaveig inniheldur mjög virk heilsubótarefni.
„Ég hef nota› Angelicu me› rá›lög›um hvíldum í tvö ár og finn mikinn
mun á flreki og úthaldi. Ég flarf á hvoru tveggja a› halda í áhugamáli
mínu, langhlaupum, og mæli ég hiklaust me› vörunni fyrir hlaupara og
a›ra sem hug hafa á a› auka kraft og flol.“
NÝJASTA æðið í heilsuræktinni
er pilates og hefur verið í nokkur
ár. Það hefur tekið við af bólum
eins og tai-bo boxinu og Krav
Maga, sem var vinsæl ísraelsk bar-
dagaíþrótt. En er þessi tískubóla
líklegri til að halda velli en hinar
íþróttirnar? Samkvæmt því sem
kemur fram í sumarriti The Eco-
nomist er það talið ólíklegt þó að
pilates hafi náð að heilla áhrifa-
miklar stjörnur eins og Tiger Wo-
ods, Juliu Roberts, Opruh og Mad-
onnu. Það eru ófáar stjörnurnar
sem hafa verið duglegar við að
auglýsa tæknina, en einnig hafa
fjölmargir Íslendingar heillast af
tækninni eins og kom fram í
Tímariti Morgunblaðsins í nóv-
ember sl. Pilates er tækni sem
sameinar hug og líkama og áhersl-
an er lögð á að styrkja kviðinn og
bakið. Munurinn á jóga og pilates
er helst að jóga á ættir að rekja
til hugleiðslu úr austri en pilates
byggir fyrst og fremst á því að
bæta líkamlegt atgervi og er að-
eins um 80 ára gömul vestræn
tækni.
Ástæður sem taldar eru fyrir
því að pilates eigi aðeins tíma-
bundnum vinsældum að fagna eru
þær að það reynist erfitt að
stunda tæknina á eigin vegum. Til
að ná sem bestum árangri þarf að
hafa þjálfara sem stýrir hreyf-
ingum og velur bestu hjálp-
artækin, auk þess að þjálfa tvisvar
eða þrisvar í viku, klukkutíma í
senn.
Vinsældirnar eru hins vegar
taldar stafa af því að við iðkun
pilates þarf ekki mikil átök eða
neinn hamagang. Æfingarnar eru
gerðar í rólegheitum, sem einnig
kemur í veg fyrir hnémeiðsli eða
slit.
Tæknin virðist sérstaklega vin-
sæl hjá konum, enda stuðlar hún
að því að öðlast stæltan líkama án
þess að púla og svitna.
HREYFING | Pilates er tækni sem sameinar hug og líkama
Tímabundið æði?
Í Pilates er lögð áhersla á að styrkja kviðinn og bakið.
DAGLEGT LÍF