Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 29
EINS og ég hef vakið athygli
á í greinum mínum í Morg-
unblaðinu að undanförnu um
EES-samninginn og samgöngu-
málin þá eru flug-
mál mjög fyrirferð-
armikil.
Eitt af þeim mál-
um, sem unnið er
að um þessar
mundir að taka upp
í samningnum um
Evrópska-
efnahagssvæðið
(EES) og heyra
undir samgöngu-
ráðuneytið, er allt
það sem lýtur að
þátttöku Íslands í
hinu sameiginlega
evrópska loftrými,
SEL (the Single
European Sky).
Mikill vöxtur í
flugumferð
Á síðustu tíu ár-
um hefur flug-
umferð um loftrými
Evrópuríkja vaxið
um 50% og á einu
ári fara nú nærri
níu milljónir flug-
véla um evrópska
lofthelgi og allt að
28.000 flugvélar á
annasömustu dög-
unum. Og flug-
umferð vex enn
hröðum skrefum, jafnvel svo að
gert er ráð fyrir tvöföldun á
þeirri umferð sem er í dag fram
til ársins 2020. Því er fyrir
nokkru orðið ljóst að hið flókna
skipulag flugumferðarþjónustu
og sérstaks loftrýmis hvers rík-
is fyrir sig yrði á einhvern hátt
að einfalda og gera skilvirkara
því að óbreyttu þykir víst að
núverandi kerfi ráði ekki við
þennan viðvarandi umferð-
arvöxt mikið lengur en til árs-
ins 2015.
Draumurinn um sameiginlegt
evrópskt loftrými hefur blund-
að með mönnum um nokkuð
langa hríð. Eurocontrol var sett
á stofn árið 1960. Eurocontrol
er stofnun er sinnir málefnum
flugumferðarþjónustu í Evrópu.
Strax með stofnun Eurocontrol
var farið að huga að því að ein-
falda og hagræða í flugumferð-
arþjónustu í álfunni. Í apríl
2004 tóku gildi á vettvangi ESB
reglugerðir er leggja grunninn
að SEL og er nú unnið að því
að koma þeim í framkvæmd.
Um er að ræða viðamikið og
flókið verkefni en
markmiðið er ein-
faldari, hagkvæmari
og skilvirkari stjórn-
un flugumferðar í
Evrópu.
Ísland og SEL
Þrátt fyrir SEL
mun hvert ríki fyrir
sig að sjálfsögðu
hafa sína lofthelgi
eftir sem áður. Það
gefur augaleið að
landamæri þjóðríkj-
anna eru ekki sér-
staklega heppileg til
þess að skipta upp
loftrýminu og hafa
þar með áhrif á flug-
leiðir. Eins og fyrr
segir er nú unnið að
því að taka reglu-
gerðirnar um sam-
eiginlegt evrópskt
loftrými upp í EES-
samninginn og við
íslenskum stjórn-
völdum blasir að
taka ákvörðun um
hvernig þátttöku
okkar verður háttað.
Flugumferðarþjón-
usta á Íslandi er
stór atvinnugrein er
skapar þjóðinni miklar tekjur.
Um íslenska flugumferð-
arsvæðið fer mikill fjöldi flug-
véla ár hvert og mikilvægt að
sú þjónusta, sem við veitum er-
lendum flugfélögum, sé sem lík-
ust því sem annars staðar þekk-
ist. Flugfélögin eru
viðskiptavinir okkar og gera
eðlilega þá kröfu, fyrir hönd
sinna viðskiptavina, farþeg-
anna, að þjónustan sé skilvirk,
örugg og hagkvæm. Þess vegna
ber okkur, sem förum með sam-
göngumál þjóðarinnar, að fylgj-
ast gaumgæfilega með þeirri
þróun sem á sér stað á þessum
vettvangi og tryggja þannig
sem frekast er unnt að þessi
mikilvæga atvinnugrein, sem
flugumferðarþjónustan er, geti
vaxið og dafnað hér á landi.
EES og sam-
göngumál –
sameiginlegt
evrópskt loftrými
Eftir Sturlu Böðvarsson
Sturla Böðvarsson
’Um er aðræða viðamik-
ið og flókið
verkefni en
markmiðið er
einfaldari,
hagkvæmari
og skilvirkari
stjórnun flug-
umferðar í
Evrópu.‘
Höfundur er samgönguráðherra.
ling í land-
bótum í
ið að
m sem eiga
til langs
t lækkun
rirtækjum
rfestingar
la. Unnið
öf og tekið
ndinu. Um
mönnum
fum, ann-
ir hafa orð-
a vanhæfni
leitast við
m.a. í því
ni einka-
umsvif í
gar bætur
l mæðra í
nhæft að
reytingar
geti átt sér stað á einni nóttu, en fólk
bindur miklar vonir við breyting-
arnar.“
Tekjur af fyrirtækjasköttum
jukust um 47%
Hefur halli á fjárlögum ekki aukist
fyrst félagslegar bætur hafa verið
auknar?
„Tekjur ríkissjóðs hafa aukist
mikið eftir stjórnarskiptin. Á fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs jukust
tekjurnar um 32% á meðan útgjöld
ríkissjóðs um jukust um 26,3%.
Skatttekjur frá fyrirtækjum juk-
ust um 47,2%. Skýringin á þessu er
að mörg fyrirtæki hafa komist upp
með að skila ekki sköttum í sam-
ræmi við lög og reglur. Þetta eru t.d.
fyrirtæki í ríkiseigu sem hefur verið
stýrt af spilltum embættismönnum.
Þessi fyrirtæki hafa ekki skilað
sköttum og ekki greitt lögbundin
gjöld. Nýja ríkisstjórnin hefur tekið
á þessu.“
Á næsta ári fara fram þingkosn-
ingar í Úkraínu. Iryna segir skipta
miklu máli fyrir núverandi stjórn-
völd að ná góðum árangri í þeim því
það muni styrkja þær breytingar
sem unnið er að.
Mikill fjöldi Úkraínumanna starf-
ar erlendis. Áreiðanlegar tölur um
fjöldann liggja ekki fyrir en áætlað
er að um 8–9 milljónir starfi erlend-
is, en það er um 20% af vinnuaflinu.
Þetta fólk starfar í Bretlandi, Kan-
ada, Spáni, Portúgal, Brasilíu, Rúss-
landi og víðar.
„Þetta fólk sendir mánaðarlega
hluta af launum sínum til ættingja í
Úkraínu. Þetta gerir fólki kleift að
eignast hús yfir höfuðið, mennta
börn sín eða komast af eftir að það
fer á eftirlaun. Þetta hefur sína kosti
og galla. Engu að síður skipta þess-
ar tekjur miklu máli fyrir efnahag
Úkraínu, en talið er að árlega sendi
fólk sem starfar erlendis um 18
milljarða dollara heim til landsins.“
Byltingin góð auglýsing
fyrir Úkraínu
Sjást merki um aukinn áhuga er-
lendra fjárfesta á Úkraínu?
„Já, tvímælalaust. Fjármálalífið
hefur líka tekið miklum framförum.
Bankarnir starfa orðið á alþjóð-
legum markaði og það er búið að
gera endurbætur á hlutabréfamark-
aðinum.
Það má kannski segja að byltingin
í Úkraínu hafi verið mjög góð aug-
lýsing fyrir landið. Fyrir byltingu
höfðu margir varla heyrt minnst á
Úkraínu.
Nýkjörinn forseti landsins, Viktor
Jústsjenkó, er fyrrverandi banka-
stjóri seðlabanka Úkraínu og hefur
því mikla þekkingu á efnahags-
málum. Andstæðingur hans í kosn-
ingunum er að mínu mati glæpa-
maður.“
Það fór ekki dult í forsetakosning-
unum á síðasta ári að stjórnvöld í
Rússlandi höfðu illan bifur á Jústsj-
enko. Iryna var spurð hvort stefna
rússneskra stjórnvalda gerði nýju
ríkisstjórninni í Úkraínu erfitt fyrir.
„Úkraína er mjög háð Rússlandi
hvað varðar innflutning á olíu og
gasi. Um 80% af olíu sem notuð er í
Úkraínu koma frá Rússlandi. Rúss-
land er líka mikilvægasta viðskipta-
land okkar, en um 18% af útflutn-
ingnum fer til Rússlands. En þó að
við séum háð Rússum má ekki
gleyma því að Rússland er líka háð
Úkraínu. Meira en helmingur af olíu
og gasi sem Rússar selja til Evrópu-
landa fer í gegnum Úkraínu og mik-
ið af iðnvarningi, sem Rússar þurfa
á að halda, er framleitt í Úkraínu.“
Iryna segir að þrátt fyrir viss
átök milli Úkraínu og Rússlands séu
samskipti landanna í sæmilegu
horfi. Hún bendir þó á að erfitt sé
fyrir stjórnvöld í Úkraínu að komast
út úr þeirri stöðu sem landið er í
hvað varðar orkuöflun. Það mætti
hugsa sér að það keypti meira gas
frá Túrkmenistan en samningar
milli Rússlands og Túrkmenistans
séu með þeim hætti að Túrkmen-
istan geti ekki aukið úrflutning til
Úkraínu nema með samþykki
Rússa.
Bjartsýn á framtíðina
Iryna er sannfærð um að Úkraína
eigi sér bjarta framtíð. „Ég er mjög
bjartsýn á framtíðina. Í Úkraínu er
stór markaður, en í landinu búa 48
milljónir manna.
Ef Víktor Janúkovítsj hefði sigr-
að í forsetakosningunum hefði ég yf-
irgefið landið. Ég hefði ekki viljað
búa í landi sem væri undir forystu
glæpamanns. Jústsjenkó og hans lið
hafa náð að vekja vonir hjá þjóðinni.
Fyrst eftir að ég lauk námi í
Bandaríkjunum var ég ekki viss um
að ég vildi snúa aftur til Úkraínu, en
núna, eftir að hafa verið við nám í
Bandaríkjunum á ný í sjö mánuði,
get ég ekki hugsað mér að starfa
annars staðar en í heimalandi mínu.
Ég veit að ég get fengið betur laun-
uð störf erlendis og ég hef fengið til-
boð um vinnu í Bandaríkjunum, en
ég vil starfa í Úkraínu.“
Forsætisráðherra Úkraínu er
Júlía Tímosjenkó. Iryna segir það
sitt mat að hún sé mjög hæfur
stjórnandi og hún og Jústsjenkó
myndi góða forystu fyrir Úkraínu.
Ótrúlegar breytingar urðu á and-
liti Jústsjenkós fyrir forsetakosn-
ingarnar og síðar kom í ljós að hann
hafði orðið fyrir díoxíneitrun. Iryna
segist ekki í nokkrum vafa um að
reynt hafi verið að myrða Jústsj-
enkó, en rannsókn á því er ekki lok-
ið.
Talsvert hefur verið rætt um það í
fjölmiðlum að hætta væri á því að
Úkraína klofnaði í tvennt eftir kosn-
ingarnar, en vesturhluti landsins er
vestrænn og vill tengjast V-Evrópu
fastari böndum á meðan rússnesk
áhrif eru sterk meðal íbúa í austur-
hlutanum. Iryna segist ekki hafa
áhyggjur af þessu og eftir kosningar
hafi komið í ljós að þrátt fyrir
ágreining sé mun meira sem sam-
einar þjóðina en sundrar. Hún kann-
ast þó vel við að tortryggni gæti
meðal íbúa. Með auknum sam-
skiptum milli vesturs og austurs
verði hægt að vinna á þessari tor-
tryggni.
rfa í Úkraínu“
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
a gömul og er ein af þeim ungu vel menntuðu íbú-
r að taka þátt í uppbygginu landsins.
egol@mbl.is
telur að hann sé að komast úr
þeim erfiðleikum núna. Þegar
slíkt komi upp fari ávallt tals-
verður tími í að styrkja bergið.
Unnið hefur verið að því að und-
anförnu að snúa þriðja bornum
við og er þeirri vinnu nú senn
lokið.
„Það er áætlað að hver bor
bori um 25 metra á dag og stund-
um hafa þeir borað miklu meira.
Metið er rúmir 80 metrar á dag
fyrir einn bor,“ segir Sigurður.
Um 1600 starfsmenn
á svæðinu
Alls vinna um 1600 starfsmenn á
Kárahnjúkum um þessar mundir.
Þar af eru um 1200 hjá Imp-
regilo, 130 hjá Fosskraft, 150 hjá
Suðurverki og 75 hjá Arnarfelli
auk þess sem um 50 manns
starfa við eftirlit á svæðinu.
Af 1200 starfsmönnum Imp-
regilo búa um 800 þeirra í vinnu-
búðum fyrirtækisins við virkj-
unina. Búðirnar eru á stærð við
meðalstóran bæ hér á landi en
þar sækja tíu börn skóla í einum
af vinnuskúrunum og skammt frá
skólanum er kjörbúð þar sem
íbúarnir geta keypt matvörur og
aðrar nauðsynjar. Á staðnum er
einnig rekið mötuneyti og heilsu-
gæsla á vegum Heilbrigðisstofu
Austurlands. Búið er í skúrum og
hafa þar flestir verkamannanna
einstaklingsherbergi en deila
baðaðstöðu með öðrum. Yfirmenn
á svæðinu búa hins vegar í eigin
húsum og eru sumir þeirra með
fjölskyldu sína með sér.
Kalt á veturna
Um 100 Íslendingar vinna hjá
Impregilo en aðrir starfsmenn
eru af ýmsum þjóðernum og má
nefna að alls vinna nú um 300
Kínverjar við Kárahnjúka á veg-
um fyrirtækisins. Margir þeirra
hafa unnið fyrir fyrirtækið við
framkvæmdir í Kína og víðar í
heiminum og komu svo hingað.
Kínverjinn Huohong er að sögn
kunnugra einn af fáum ensku-
mælandi Kínverjum á svæðinu en
Huohong vinnur við stífluna og
féllst á að veita stutt viðtal. Hann
sagðist kunna vel við sig á Kára-
hnjúkum þrátt fyrir að vera langt
frá heimahögunum en hann hefur
unnið hér á landi í eitt og hálft ár
og segist taka sér frí á hálfs árs
fresti til þess að heimsækja fjöl-
skyldu sína í Kína. Flestir Kín-
verjarnir á svæðinu hafa svip-
aðan hátt á þótt fjölskyldur
sumra þeirra hafi komið með til
Íslands, að sögn Huohong sem
segir Kínverjana á svæðinu halda
ágætlega saman, sérstaklega þá
sem komi frá sömu svæðum í
Kína. Hann sagðist fá mun betur
borgað í þessu starfi heldur en
hann fengi heima fyrir og líka
starfið vel þótt aðstæður til vinnu
geti verið erfiðar á veturna vegna
kulda. Sumrin hér á landi séu
hins vegar mun betri.
rahnjúka rúmlega hálfnuð
Morgunblaðið/Árni Torfason
í að keyra efni að stíflunni. Í bakgrunni má sjá Fremri-Kárahnjúk og stíflusvæðið. arnihelgason@mbl.is