Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 30
30 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
CURTIS Olafson, formaður Íslend-
ingafélagsins í Mountain í Norður
Dakóta, upplýsti á hátíðinni um liðna
helgi að félagið væri að vinna í því í
samvinnu við önnur félög á staðnum
að reisa nýtt félagsheimili.
Markmið félagsins er að verða fjöl-
mennasta deild Þjóðræknisfélagsins
og sagði Curtis að núverandi aðstaða
nægði ekki lengur. ,,Það er alveg ljóst
að þessi árlega hátíð okkar dregur
stöðugt fleiri að og núverandi húsa-
kynni eru ekki nógu stór til að taka á
móti öllum þessum gestum,“ sagði
hann. Curtis bætti við að núverandi
aðstaða félagsins kæmi í veg fyrir
nauðsynlegan vöxt og öflugri starf-
semi. Eins setti veður stundum strik í
reikninginn eins og á hátíðinni í fyrra
en þá rigndi mikið á tímabili og ekki í
nein hús að venda. „Við þurfum nýtt
félagsheimili en til að svo geti orðið
verða allir að leggjast á eitt,“ sagði
Curtis.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Þuríður Magnúsdóttir og Björn Ágústsson voru á meðal um fimmhundruð Íslendinga á hátíðinni í Mountain í
Norður Dakóta um liðna helgi en talið er að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina þetta árið.
Nýtt félagsheimili byggt í Mountain
Í FYRRADAG var dagatalið „Eilíf
fegurð“ kynnt í Winnipeg og þremur
tímum seinna voru 20% útgáfunnar
seld. „Við höfum aldrei heyrt um
svona góðar viðtökur nema í fyrir-
myndinni, kvikmyndinni Calendar
Girls,“ segir fyrirsætan Guðrún Viola
Bjarnason Hilton, en hún er sjötug,
um 10 árum yngri en elsta fyrirsætan
og um 10 árum eldri en sú yngsta.
Fyrir nokkrum árum var nafnið
Hilton á allra vörum eftir að mynd-
bandi sem sýndi Paris Hilton í ást-
arleikjum var dreift á Netinu. Nú
hefur hin vestur-íslenska Hilton vak-
ið athygli á nafninu og nektinni en
með öðrum hætti. „Þegar ég verð
spurð hvað ég gerði merkilegt þegar
ég var sjötug get ég hróðug sagt að
ég hafi setið fyrir nakin vegna mynd-
ar á dagatali,“ segir hún.
Hilton er meðlimur í samtökum
kvenna á ellilífeyrisaldri í Winnipeg,
The St. James Assinboia Senior
Centre Inc., sem safna peningum til
góðgerðarmála. „Eftir að formaður
söfnunarnefndarinnar hafði séð
myndina Calendar Girls stakk hún
upp á því að við færum eins að vegna
næsta árs,“ segir Hilton. „24 konur
voru á fundinum og hún bað þær að
bíða sem vildu taka þátt í verkefninu.
19 urðu eftir og við prýðum dagatalið
fatalausar
Elsta fyrirsætan er 81 árs en flest-
ar eru í kringum sjötugt. „Þetta er
spurning um hvernig þér líður og það
er ekkert dónalegt við þetta, aðeins
fegurð,“ segir Hilton.
Hilton prýðir júní með annarri
konu á svipuðum aldri. Myndin er
tekin í stofunni heima hjá Hilton og
sýnir þær fatalausar við kaffi-
drykkju. „Þetta er svona dæmigerð
heimilismynd því ég fæ mér gjarnan
kaffi við þetta borð en venjulega er
ég klædd í meira en hatt,“ segir hún
hlæjandi.
Guðrún Viola Bjarnason Hilton er
dóttir Bjarna Bjarnasonar og Guð-
rúnar Kristjánson frá Churchbridge í
Saskatchewan. Móðurforeldrar
hennar, Petrún og Kristján Krist-
jánsson, fluttu frá Vatnsleysuströnd
til Kanada árið 1900. Afi hennar í föð-
urætt, Sigurður Bjarnason, fæddist í
Kanada. Björg, amma hennar, og
kona hans, fæddist á Íslandi en ólst
upp í Árnesi, Manitoba. „Það er ekki
algengt að konur á mínum aldri sitji
fyrir naktar en vonandi verður okkur
fyrirgefið því málstaðurinn er góð-
ur,“ segir Hilton.
Prentuð voru 2000 eintök af daga-
talinu og hefur allur kostnaður verið
greiddur með auglýsingum og styrkj-
um. Dagatalið kostar um 1.000 kr. og
verður því hagnaðurinn um tvær
milljónir króna.
Eilíf fegurð án fata
á dagatali í Winnipeg
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Guðrún Viola Bjarnason Hilton með dagatalið sem hefur selst mjög vel.
HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra, skoðaði
ásamt föruneyti sínu listasýningu Tryggva Thorleif
Larum, tréskurðarmeistara, í Gimli um liðna helgi og
við það tækifæri tók hann við skúlptúr að gjöf frá lista-
manninum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Tryggvi fæddist í Hafnarfirði 1956 en flutti með for-
eldrum sínum til Kaliforníu tveggja ára gamall. Hann
er sonur Láru Gunnarsdóttur Salómonssonar og
Bandaríkjamannsins Kenneth Larum, sem ættaður er
frá Noregi og Skotlandi.
Tryggvi Thorleif býr ásamt Amy konu sinni í Loleta í
Kaliforníu og vinnur þar að list sinni. Hann sækir hug-
myndir sínar fyrst og fremst til víkingatímabilsins með
verk brons- og járnaldar að fyrirmynd en segir að móð-
ir sín hafi lagt mikla áherslu á að gleyma ekki hvaðan
hann væri ættaður. Verkið Endalaus barátta eða Infin-
ite Struggle, sem hann skar út í valhnotutré, hafi hann
gert í minningu hennar og það fari vel á því að því
verði fundinn staður á Íslandi.
Gjöf til Íslands
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Forsætisráðherrahjónin Sigurjóna Sigurðardóttir og
Halldór Ásgrímsson með listamannahjónunum Tryggva
T. Larum og Amy við verkið Endalaus barátta.
UMRÆÐAN
NÝTT leiðakerfi Strætó tók
gildi fyrir skemmstu hér á höf-
uðborgarsvæðinu. Talsverð um-
ræða hefur orðið um hið nýja
leiðakerfi og margir
orðið til að segja á
því kost og löst. Það
er eðlilegt því al-
menningssamgöngur
skipta marga miklu
máli.
Rétt er að rifja upp
að leiðakerfið sem
lagt var af var í
grunninum frá árinu
1968 og á því höfðu
einungis verið gerðar
minni háttar breyt-
ingar. Það var því
augljóst að kerfið var
komið mjög til ára
sinna og höfuðborg-
arsvæðið breyst mikið
á þeim tæplega 40 ár-
um sem kerfið var við
lýði. Þá var einnig
tekin sú ákvörðun af
hálfu sveitarfélaganna
á höfuðborgarsvæðinu
að sameina rekstur almennings-
samgangna á svæðinu öllu í eitt
fyrirtæki. Markmiðið var m.a. að
efla almenningssamgöngur og
skipuleggja þær sem eina heild,
enda er höfuðborgarsvæðið löngu
orðið eitt atvinnu- og búsetusvæði.
Undirbúningur nýja kerfisins stóð
yfir í um tvö ár og voru bæði inn-
lendir og erlendir sérfræðingar í
skipulagi almenningssamgangna
fengnir til liðs við Strætó bs. Þá
var ennfremur stuðst við ítarlega
ferðavenjukönnun sem gerð var
fyrir höfuðborgarsvæðið til að
greina hvernig fólk ferðaðist til og
frá vinnu, skóla, afþreyingu o.s.frv.
Það er því góður grunnur sem
nýja kerfið byggist á. Ein af for-
sendum hins nýja kerfis er að al-
menningssamgöngurnar verði skil-
virkur kostur, fólk verði fljótara í
förum, tíðar ferðir verði á háanna-
tíma og að þær nýtist öllum al-
menningi. Þetta hefur að mínu
mati tekist í öllum aðalatriðum.
Meðal þeirra atriða sem mest
hefur verið kvartað yfir er að
vagnarnir (aðrir en á stofnleiðum)
hætta nú að ganga um kl. 23 í stað
miðnættis áður. Þá hefur einnig
verið kvartað yfir því að göngu-
vegalengdir séu meiri í nýja kerf-
inu en því gamla og að það vanti
tilfinnanlega ákveðnar tengingar,
s.s. úr Breiðholti í Laugardal o.fl.
Eins og við er að búast eiga sumar
af þessum athugasemdum fyllilega
rétt á sér, aðrar síður, eins og
gengur. Það er eðlilegt að í nýju
kerfi komi upp ýmsir annmarkar
sem ráða þarf bót á. Í sumum til-
vikum er nauðsynlegt að bregðast
strax við, í öðrum getur þurft að fá
lengri reynslu af kerfinu áður en
teknar eru ákvarðanir um við-
brögð.
Það hefur lengi verið áherslumál
VG að almenningssamgöngur verði
efldar og teljum við að í tengslum
við hið nýja leiðakerfi og eflingu
Strætó hafi þurft að leggja enn
meira fjármagn til verkefnisins en
raun varð á. Í því sambandi verður
að hafa í huga að Reykjavík á í
samstarfi við hin sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu
um rekstur fyrirtæk-
isins og samstaða þarf
að vera milli þeirra um
aukin útgjöld til mála-
flokksins. Má minna á,
að það var eitt af
fyrstu verkum Sjálf-
stæðisflokksins í upp-
hafi þessa kjörtímabils
að leggja til að fram-
lög til Strætó yrðu
skorin niður um 100
milljónir króna þótt
sumir talsmenn flokks-
ins láti nú eins og þeir
séu sérstakir stuðn-
ingsmenn Strætó.
Raunar er helsta von-
arstjarna flokksins á
öðru máli, hann telur
augljóslega að strætó
sé helst til óþurftar og
nú þurfi frekar að
rýma fyrir einkabíln-
um í gatnakerfi höfuðborgarinnar
og hann segir fullum fetum að um-
hverfissjónarmið skipti engu máli.
En það er einmitt ein af meg-
inástæðunum fyrir nauðsyn þess að
efla almenningssamgöngur – að
bæta umhverfi, draga úr mengun
og sóun fjármuna, fækka umferð-
arslysum o.s.frv.
Það hlýtur nú að vera viðfangs-
efni stjórnenda Strætó og stjórn-
málamanna á höfuðborgarsvæðinu
að safna saman reynslu af nýja
leiðakerfinu, taka við ábendingum
og athugasemdum um það sem
betur má fara og taka síðan af-
stöðu til þess hverju þarf að breyta
til að efla kerfið enn frekar.
Reykjavíkurborg hefur verið
reiðubúin að leggja meira fé til
málaflokksins en nágrannasveit-
arfélögin ekki, og vel kemur til
greina að mínu mati að Reykjavík-
urborg bæti sérstaklega við leiðum
eða auki tíðni innan borgarmark-
anna, reynist hin sveitarfélögin
ekki vilja leggja meira af mörkum.
Það er til dæmis unnt að nýta fjár-
magn til samgöngumála á höf-
uðborgarsvæðinu í auknum mæli í
almenningssamgöngurnar og enn
fremur mætti nýta tekjur sem
borgin hefur af sölu eigna, eins og
Vélamiðstöðvarinnar, til að efla al-
menningssamgöngur.
Niðurstaða mín er sú að hið nýja
leiðakerfi lofi góðu, bjóði upp á
möguleika á því að stórefla al-
menningssamgöngur á höfuðborg-
arsvæðinu og að nauðsynlegt sé að
standa vörð um Strætó. Hins vegar
verðum við líka að vera fólk til að
sjá þá annmarka sem upp kunna
að koma og að vinda bráðan bug
að því að lagfæra þá. Því fyrr því
betra.
Stöndum með
Strætó – en betur
má ef duga skal!
Árni Þór Sigurðsson fjallar
um nýtt leiðakerfi Strætó bs.
Árni Þór Sigurðsson
’Það er eðlilegtað í nýju kerfi
komi upp ýmsir
annmarkar sem
ráða þarf bót á.‘
Höfundur er oddviti Vinstri grænna
í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu svæði
munu naumast sýna getu sína í
verki; þeim er það fyrirmunað
og þau munu trúlega aldrei ná
þeim greindarþroska sem líf-
fræðileg hönnun þeirra gaf fyr-
irheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af óskýru
orðalagi og í sumum tilvikum
óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein
fyrir og metur stöðu og áhrif
þeirra opinberu stofnana, sem
heyra undir samkeppnislög,
hvern vanda þær eiga við að
glíma og leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og dýpka
umræðuna og ná um þessi mál-
efni sátt og með hagsmuni allra
að leiðarljósi, bæði núverandi
bænda og fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar