Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur nýlega sent frá sér lítið en merki- legt rit eftir prófessor emeritus Bergstein Jónsson. Fjallar bókin um Báruna eins og titill gefur til kynna, en Báran var félag, sem stofnað var af Vestur- Íslendingum í Mountain, Norður- Dakota og byggð- unum þar í kring til þess að efla, styrkja og varðveita tengsl við Ísland og ekki síst íslenska menn- ingu og mál. Byggir dr. Bergsteinn verk sitt á fundargerðum, sem hann fann í Há- skólabókasafninu í Grand Forks, Norður-Dakota og hafði ekki miðlað þeim, sem þar réðu húsum og grófu í liðið miklu, þar sem fundargerðirnar eru á ís- lensku og ekki nýtur dr. Richards Beck lengur við í þeim háskóla, þar sem hann vann sitt merka ævistarf. Í tilvitnunum þeim sem Berg- steinn vekur athygli á kemur ekki aðeins glögglega fram hversu valdið á íslensku máli verður sí- fellt minna og minna eftir því sem árin líða, heldur einnig hve ensk áhrif hasla sér völl og ráða ekki aðeins miklu um orð heldur einnig hvernig orð, sem eiga að vera ís- lensk, eru skrifuð. Ef til vill er hvað mest sláandi í þessu sam- bandi að í fyrstu fundargerðunum eru prestar vitanlega nefndir með sínum íslenska titli, séra, en þar kemur að ensk áhrif víkja þeim titli frá og í staðinn er Rev. skrif- að fyrir framan nafn viðkomandi prests. Þó gat ég ekki annað en glaðst yfir því að aldrei er svo minnst á mig í þessum fund- argjörðum, að ekki sé séra Ólafur þar skráður en ekki Rev. Skulason eins og sumum var tamar að nefna prestinn sinn. Það þarf því ekki glöggan les- anda til að sannreyna að undirtit- ill þessa verks Bergsteins um Báruna, sem rís og hnígur, á rétt á sér. En sömuleiðis hlýtur það að vekja aðdáun hve þessi fé- lagsskapur, sem aldrei var þó verulega fjölmennur, barðist ákveðið við að halda í gamlar hefðir, leitaðist við að fá til þess færa kenn- ara að kenna ung- mennum „gamla mál- ið“ og taldi réttilega, að það væri góð leið í þá átt að kenna börn- um og unglingum að syngja á íslensku. Náðu þar margir tök- um á góðum fram- burði og varð til hvatningar við að kynna sér betur mál forfeðra og formæðra. Í þessum tilgangi voru líka samkomur sem félagið stóð fyrir og fékk ræðumenn til að stíga á sviðið og fræða og skemmta og skal þá ekki gleyma þeim sem með söng sínum opnuðu fagra heima fyrir áheyrendum. En því miður var það ekki að- eins réttritunin og vaxandi fjöldi enskra orða, sem einkenndi starf Bárunnar og sífellt eldri félaga hennar síðustu árin. Þeim fór óð- um fækkandi sem vildu leggja krafta sína fram til að standa svo að verki, sem frumkvöðlar höfðu látið sig dreyma um. Galt byggðin í Norður-Dakota þess líka, að heimsóknir frá „gamla landinu“ náðu oft og tíðum ekki lengra en til Íslendinga-byggðanna í Mani- toba í Kanada, þar sem Winnipeg var réttnefnd höfuðborg fylkisins og líka þannig viðurkennd af þeim, sem bjuggu fyrir sunnan landamærin. Það er því aðdáunarvert hve forustumenn Bárunnar lögðust fast á árar við að fá menn að heiman til þess að aka suður yfir landamærin og vitja landa í Ís- lendingabyggðunum í Pembina- fylkinu, þar sem þeir námu upp- haflega land, sem sóttir og von- brigði höfðu gert daga við Winnipeg-vatnið martröð líkasta. Allt þetta má glögglega lesa af til- vitnunum í fundargerðirnar og líka auðvelt að skyggnast bak hinu ritaða orði og leitast við að skyggnast inn í huga þeirra, sem áfram reyndu að forðast þær hol- skeflur sem sífellt ógnuðu ís- lensku samfélagi og arfi. Það var þess vegna mikið gleði- efni bæði heimamönnum og þeim sem er ekki sama um þessar góðu byggðir og íslenska arfinn, sem þau varðveita enn, að forsætisráð- herrahjónin, Halldór Ásgrímsson og Sigurjóna Sigurðardóttir, heimsóttu ekki aðeins Gimli á Ís- lendingadaginn, heldur einnig Mountain á ágústhátíðarhöldunum þar. Eins og fyrr hefur komið fram er ég einn af þeim, sem þekkir þessa sögu Bárunnar ekki aðeins úr fjarlægð heldur einnig af þátt- töku minni í starfi hennar. Ég var prestur í þessum byggðum á sjötta áratug síðustu aldar og hlaut því að horfa á dauðateygjur ekki aðeins Bárunnar heldur þess starfs sem félagarnir höfðu helgað starfskrafta sína og áhrif. En saga þessara manna er svo merk, að ekki á hún að gleymast. Það er því þakkarefni öllum þeim, sem vilja muna landa vestan hafs að dr. Bergsteinn Jónsson hefur tek- ið saman þessa þætti úr fund- argerðum Bárunnar. Og því rita ég þessar línur, að mig langar til þess að vekja athygli fleiri á þessu riti, sem margt má af læra og seg- ir sögu sem er ekki aðeins fortíð hulin, heldur er að gerast einnig í samtímanum. Verði því ábend- ingar og saga Bárunnar hvatning til þess að styðja við bakið á þeim, sem fyrir vestan haf halda áfram að muna og minna á íslenskan arf og sögu beggja megin hafsins. Báran – rís og hnígur Sr. Ólafur Skúlason fjallar um nýútkomið rit ’Saga þessara mannaer svo merk, að ekki á hún að gleymast. ‘ Ólafur Skúlason Höfundur er fv. biskup. ÍSLENSKI rjúpnastofninn hef- ur verið nýttur í aldanna rás í þágu landsmanna og hefur nýt- ingin tekið mið af þörfum og mögu- leikum hvers tíma, þannig voru rjúpur á tímabili útflutnings- vara og einnig óbeint með útflutningi fálka. Á síðustu áratugum hafa rjúpur orðið æ vinsælli hátíðamatur á jólaborði og það ásamt vaxandi áhuga á útivist og skotveið- um bæði hérlendis og í nágrannalöndum hefur gert rjúpnaveiði að verðmætum hlunnindum. Í umræðu síðustu mánaða um rjúpnaveiðar og nýtingu rjúpna- stofnsins virðast flestir sammála um að nýtingin skuli vera sjálfbær sem samkvæmt viðurkenndum skilningi Brundtland-skýrslunnar þýðir að tryggja skal viðhald stofns- ins og framtíðarnýtingu án þess að skerða um of möguleika þeirra sem nú nýta þessi landsins gæði. Ekki eru allir sammála um meg- inmarkmið við framtíðarskipulagn- ingu sjálfbærrar nýtingar rjúpna- stofnsins en eftirfarandi lykilatriði eru þar framarlega: Hóflegar veiðar dreifðar sem jafnast á landið eftir framleiðslugetu þess. Aðgengi sem flestra að veiðunum. Rjúpan áfram hluti af matarmenningu jólanna. Til að ná þessum markmiðum og jafnvel fleirum virðist væn- legast að skipuleggja rjúpnaveiðar svæð- isbundið því vitað er að rjúpnastofninn er eins og aðrir dýra- stofnar í meg- inatriðum staðbundinn (römm er sú taug o.s.frv.). Hóflegar veiðar með aðgengi sem flestra virðast best tryggðar með ákvörðun um hámarks dags- veiði sem gæti verið breytileg milli ára og svæða eftir ástandi stofns- ins. Slík ákvörðun þyrfti ekki endi- lega að byggjast á stjórnvaldsfyr- irmælum og gæti allt eins verið ákvörðun landeigenda á viðkom- andi svæði studd þekkingu um ástand stofnsins. Góð reynsla er af slíku fyrirkomulagi á Norð- urlöndum og virða nær allir veiði- menn gildandi reglur þar um, því hefur ekki þurft dýrt eftirlitskerfi með slíku fyrirkomulagi. Ekki er ástæða til að ætla að íslenskir veiðimenn brygðust öðru vísi við. Af öðrum aðgerðum sem ræddar hafa verið má nefna sölubann sem augljóslega torveldar möguleika margra á jólarjúpu og flytur við- skiptin af yfirborði, trúlega án þess að hafa veruleg áhrif á heild- arveiði. Friðun ákveðinna svæða skilar ólíklega bestu nýtingu stofnsins og skapar óþarfa mismunun bæði inn- an raða landeigenda og veiði- manna. Í umræðu um nýtingu rjúpna- stofnsins má ekki gleymast að fálki, refur og minkur nýta einnig stofninn og stofnstærð þessara tegunda skipta ekki síður máli en skipulag skotveiða. Niðurstaða þessara hugleiðinga er því sú að svæðisbundin skipu- lagning veiða undir stjórn og á ábyrgð landeigenda, ásamt eyð- ingu vargs, sé líklegasta leiðin til að tryggja sjálfbæra nýtingu rjúpnastofnsins. Sjálfbær nýting rjúpnastofnsins Ari Teitsson fjallar um rjúpnaveiðar ’…svæðisbundinskipulagning veiða undir stjórn og á ábyrgð landeigenda, ásamt eyðingu vargs, er líklegasta leiðin til að tryggja sjálfbæra nýtingu rjúpna- stofnsins.‘ Ari Teitsson Höfundur sat í rjúpnanefnd umhverfisráðherra sem nýlega hefur lokið störfum. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 KOLBRÚN Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sendir mér heldur betur tóninn í athugasemdum sín- um við umfjöllun mína um notkun erfðatækni í landbúnaði sem birtist á síðum Morgunblaðs- ins 8. maí. Fer hún þar mikinn og kýs að gera mér upp skoð- anir sem grein mín gaf alls ekki tilefni til. Sýnu alvarlegra er þó að hún dregur í efa heiðarleika og hlut- lægni þeirrar ágætu stofnunar sem ég starfa fyrir og hvort stofnunin eigi yfirleitt að vera að skipta sér af atvinnuþróun á sviði landbúnaðar. Er mark takandi á vísindum? Verklag Landbún- aðarháskóla Íslands byggist á vísindalegri þekkingu og traustum siðferðisgrunni. Það er sú leið sem farsæl- ust er til að verða at- vinnulífinu og sam- félaginu í heild að gagni. Gildir það jafnt um landbúnað og önn- ur fræðasvið. Á undanförnum árum hefur hins vegar í auknum mæli borið á aðilum sem vilja draga úr tiltrú vísinda og tækni. Þeir reyna að beita vísindasamfélagið þrýstingi til að slaka á faglegum kröfum sín- um og samþykkja hugmyndafræði og kenningar sem ekki standa á vís- indalegum grunni. Grein Kolbrúnar ber þess merki að hún hefur skipað sér í hóp þessara aðila. Í andrúms- lofti hræðslu og efa geta framfarir, sem byggjast á vísindalegri sköpun og tæknilegu nýnæmi, átt undir högg að sækja vegna varúðarreglu og óréttmætrar hræðslu við hið óþekkta. Við verðum að tryggja að vísindaleg hugsun verði einn af hornsteinum nútímalýðræðis og í þeim anda á og mun Landbún- aðarháskóli Íslands starfa. Lífræn ræktun Ég held að við Kolbrún getum verið sammála um að okkur beri að reka landbúnað sem framleiðir neysluvöru á viðunandi verði, spillir ekki umhverfinu og tryggir gæði framleiðslunnar. Í grein minni benti ég á að ýmsar leiðir væru færar að því marki en sagðist þó ekki sann- færð um að lífræn ræktun væri endilega sú besta. Það er vegna þess að lífrænar vörur eru fram- leiddar eftir ákveðinni forskrift án þess að vísindaleg rök liggi þar allt- af að baki. Forskriftin tryggir hvorki að ræktunin sé umhverf- isvæn né að framleiðsluvaran sé holl og örugg til neyslu. Lífræn ræktun getur verið umhverfisvæn en hún þarf ekki að vera það. Líf- rænar vörur geta verið hollar og öruggar en þær þurfa ekki að vera það. Það er hægt að ná fram þess- um meginmarkmiðum þó notaðar séu aðrar aðferðir en vottuð lífræn ræktun. Sá grundvallarmunur sem er á hefðbundnum og lífrænum landbúnaði skiptir þarna ekki höf- uðmáli. Að þessu sögðu er ljóst að Landbúnaðarháskóli Íslands hefur ekkert við það að athuga að hér sé stunduð lífræn ræktun og að líf- rænar afurðir séu hér á markaði. Þær verða hins vegar að standast sömu gæðakröfur og önnur landbún- aðarframleiðsla. Stofn- unin hefur sinnt og mun sinna þörfum líf- rænna ræktenda með sama hætti og annarra sem stunda landbúnað. Rannsóknastofnanir og sprotafyrirtæki Sprotafyrirtækið ORF Líftækni er sprottið upp úr starfs- áætlun Rann- sóknastofnunar land- búnaðarins og Landbúnaðarháskólinn er einn af hluthöfunum í fyrirtækinu. ORF Líf- tækni stefnir að því að setja á markað lífvirk prótein sem framleidd eru í byggi fyrir til- stuðlan erfða- tækninnar. Það er í fararbroddi á sínu sviði í heiminum og getur ef vel tekst til skapað atvinnu fyrir íslenska bænd- ur og virðisauka fyrir samfélagið. Á undanförnum mánuðum og vikum hefur verið lögð mikil áhersla á að gera starfsemi fyrirtækisins ORF Líftækni tortryggilega í augum al- mennings hér á landi. Hluti af óhróðrinum er að draga í efa hlut- lægni þeirra vísindamanna sem starfa við Landbúnaðarháskóla Ís- lands til þess að fjalla um málefni fyrirtækisins. Við erum ákaflega stolt af því hvernig fyrirtækið hef- ur þróast enda lítum við á það sem okkar meginhlutverk að koma nýrri þekkingu til skila inn í at- vinnuveginn. Það er ekkert eins- dæmi að opinber rannsóknastofnun eigi hlut í sprotafyrirtækjum á með- an þau eru að hleypa heimdrag- anum enda er beinlínis hvatt til þess í lögum að koma þekkingu inn í atvinnulífið með þeim hætti. Þar má nefna að Marel varð til í skjóli Raunvísindastofnunar Háskólans og Hafrannsóknastofnunin á hlut í fiskeldisfyrirtækjum eins og Fisk- eldi Eyjafjarðar. Eignaraðild að sprotafyrirtæki rýrir ekki trúverð- ugleika opinberrar rannsóknastofn- unar eða akademísks háskóla til þess að stunda rannsóknir eða taka óháða afstöðu til þeirra niðurstaðna sem aflað er með rannsóknum. Það er allra hagur að framleiðsla sé í samræmi við lög og reglugerðir og skaði hvorki fólk né umhverfi. Lokaorð Umræða er til alls fyrst. Hún verður þó að byggjast á þekkingu en ekki hleypidómum. Ég hvet Kol- brúnu til að beita sér fyrir því að bæði sprotafyrirtæki, eins og ORF Líftækni, og vísindastofnanir njóti þeirra rekstrarskilyrða sem þarf til þess að leita nýrrar þekkingar og koma henni til skila út í atvinnulífið. Landbúnaðar- háskóli Íslands á vit nýrra tíma Áslaug Helgadóttir svarar grein Kolbrúnar Halldórs- dóttur frá 8. júlí s.l. Áslaug Helgadóttir ’Það er allrahagur að fram- leiðsla sé í sam- ræmi við lög og reglugerðir og skaði hvorki fólk né um- hverfi.‘ Höfundur er plöntuerfðafræðingur og aðstoðarrektor rannsóknamála hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.