Morgunblaðið - 06.08.2005, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
GREINARGERÐ
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi greinargerð frá fram-
kvæmdanefnd Garðasóknar:
„Inngangur
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hafa deilur verið uppi innan
Garðasóknar síðustu misseri. Hafa
deilurnar staðið á milli sr. Hans
Markúsar Hafsteinssonar, sóknar-
prests, annars vegar og formanns
og varaformanns sóknarnefndar,
starfsfólks kirkjunnar, sjálfboðaliða,
djákna, prests, úrskurðarnefndar
þjóðkirkjunnar, áfrýjunarnefndar
þjóðkirkjunnar, Biskups Íslands og
vinnustaðasálfræðings hins vegar.
Eftir að úrskurðarnefnd kirkjunnar
kvað upp sinn úrskurð sl. vor þar
sem kröfum sóknarprestsins sr.
Hans Markúsar Hafsteinssonar var
hafnað, upphófust ávirðingar nokk-
urra einstaklinga, sem flokka má
sem stuðningsmenn sr. Hans Mark-
úsar, á hendur fjölmörgum öðrum
aðilum í sókninni. Þar er sóknar-
nefndin, formaður hennar, varafor-
maður, djákni og prestur ásakaðir
um ólíklegustu hluti, eins og til að
mynda um að standa fyrir aðför að
sr. Hans Markúsi, að fjármunir
sóknarinnar hafi verið misnotaðir,
sóknarnefndin hafi tekið fram fyrir
hendur þeirra sóknarbarna sem
kusu sr. Hans Markús til starfa, að
sóknarnefndin starfi ekki í umboði
sóknarbarna og að þessir aðilar hafi
frá upphafi verið á móti sr. Hans
Markúsi svo dæmi séu tekin. Nýj-
ustu ávirðingarnar eru síðan að
sóknarnefndin haldi ekki aðalsafn-
aðarfund eins og lög og reglur gera
ráð fyrir. Öllum þessum ásökunum
er hér með vísað á bug.
Sumar þær greinar sem birtar
hafa verið um málið eru því miður
byggðar á röngum upplýsingum og
endaskipti höfð á staðreyndum. Því
er hætt við að lesendur fái einhliða
og ranga mynd af málinu á grund-
velli slíkra skrifa. Við teljum því
rétt að gera hér ýtarlegri grein fyr-
ir deilunni og þróun hennar eins og
hún blasir við okkur. Þannig ætti
hver og einn að geta mótað sér
sjálfstæða skoðun á því sem gengið
hefur á. Rétt er að undirstrika að
samantektin byggist í megin atrið-
um á þeim gögnum sem fram hafa
komið í greinargerðum úrskurðar-
og áfrýjunarnefndar kirkjunnar, en
úrskurðir beggja þessara nefnda
hafa verið afhentir fjölmiðlum auk
þess sem nálgast má þá á vefsíðu
Garðasóknar (www.gardasokn.is).
Um hvað snýst deilan?
Deilan snýst um alvarlegan sam-
skiptavanda milli sóknarprestsins
sr. Hans Markúsar og djákna,
prests, sóknarnefndar, starfsfólks
kirkjunnar og sjálfboðaliða. Þetta
mál hófst í janúar 2004 á sókn-
arnefndarfundi er djákni leitaði
ásjár sóknarnefndar vegna langvar-
andi samstarfsörðugleika við sr.
Hans Markús. Þar hélt djákni því
m.a. fram að sóknarprestur gripi
með óeðlilegum hætti inn í starf
djákna og skortur væri á eðlilegu
samstarfi og upplýsingagjöf af hans
hálfu. Viðbrögð sóknarnefndar voru
að skipa sérstaka sáttanefnd sem
vinna skyldi í nánu samráði við
sóknarnefnd og prófast að lausn
málsins. Í nefndinni störfuðu for-
maður, varaformaður og gjaldkeri
sóknarinnar. Sáttanefndin ákvað að
vísa málinu til prófasts Kjalar-
nesprófastsdæmis dr. Gunnars
Kristjánssonar sem faglegs yfir-
manns sóknarprests og djákna sam-
kvæmt starfsreglum kirkjunnar.
Þessi uppákoma varð til þess að
draga fram í dagsljósið ýmis vanda-
mál af áþekkum toga sem til þessa
höfðu aðeins verið á fárra vitorði.
Fljótlega eftir að sr. Hans Markús
hóf störf fór að bera á margvísleg-
um samskiptaörðugleikum milli
hans og samstarfsmanna. Af þess-
um sökum hvarf margt hæft fólk
frá störfum við sóknina. Prestar
hafa horfið af vettvangi, aðstoðar-
kirkjuverðir, sóknarnefndarmenn,
formaður listanefndar og síðar
listanefndin í heild sinni. Fráhvarf
þessara einstaklinga má að veru-
legu leyti rekja til samstarfsörð-
ugleika við sr. Hans Markús. Þá
hafa fulltrúar sóknarnefndar þurft
að koma að sáttaumleitunum milli
núverandi presta og milli sr. Hans
Markúsar og starfsmanna sem og
listamanna sem listanefndin hafði
fengið til samstarfs.
Hverjir hafa
hagsmuna að gæta?
Áþekk samskiptavandamál hafa
komið upp áður. Þau voru hins veg-
ar öll afgreidd í samræmi við kröfur
sr. Hans Markúsar um að viðkom-
andi aðilar hættu störfum, með eða
án vitundar núverandi og fyrrver-
andi sóknarnefnda. Hér verður
hver og einn að dæma fyrir sig
hvort líklegra sé að allur sá fjöldi
fólks sem hefur átt í samskiptaörð-
ugleikum við sr. Hans Markús hafi
borið alla sök, eða hvort verið gæti
að eini fasti punkturinn í öllum
þessum deilum, sr. Hans Markús,
beri hér nokkra sök. Það sem verð-
ur þess valdandi að þetta mál
þróast með öðrum hætti er að okk-
ar mati mikil óbilgirni og algjör af-
neitun sr. Hans Markúsar á vanda-
málum sem upp hafa komið á öllum
stigum málsins. Málið hefst sem af-
ar einfaldur ágreiningur milli
tveggja starfsmanna. Slík vandamál
geta komið upp á hvaða vinnustað
sem er og slíkan vanda á að vera
unnt að leysa með viðræðum með
eða án hjálpar utanaðkomandi aðila.
Formaður sóknarnefndar var
kosningastjóri sr. Hans Markúsar
og persónulegur vinur sem átti án
efa stóran þátt í því að sr. Hans
Markús var kosinn sóknarprestur í
Garðasókn. Engu að síður þarf for-
maður og ekki síður sóknarnefndin
í heild, að gæta hlutleysis í öllu og
gat ekki frekar í þessu máli en öðr-
um einblínt á hagsmuni sr. Hans
Markúsar þar sem nefndin ber
ábyrgð gagnvart öllum starfsmönn-
um sóknarinnar. Þegar fulltrúar í
sáttanefndinni, sem áður var getið,
gátu ekki fallist á einhliða og ófrá-
víkjanlegar kröfur sr. Hans Mark-
úsar um brottvikningu djákna úr
starfi, umbreytast þeir, að mati
sóknarprestsins og stuðningsmanna
hans, í andstæðinga og persónulega
óvini. Viðkomandi fulltrúar álíta sig
hins vegar hvorki vera óvini né
óvildarmenn sr. Hans Markúsar.
Þeir telja sig hafa gert allt sem í
þeirra valdi stendur til að reyna að
ná fram raunhæfum sáttum. Mik-
ilvægt er að gera sér grein fyrir að
vandinn sem við er að etja hverfur
ekki þó svo að sóknarnefndin segi
af sér. Ef leysa hefði mátt málið
með þeim hætti hefði sóknarnefndin
sagt af sér fyrir löngu. Fleira kem-
ur því til. Hvað með hagsmuni
djákna, prests og annarra starfs-
manna sóknarinnar? Starfsmenn í
Garðasókn kvarta undan samstarfs-
erfiðleikum við sr. Hans Markús.
Sóknarnefndin hefur staðið vörð um
eðlilega hagsmuni starfsmanna eins
og henni ber skylda til og tekur
fulla ábyrgð á velferð safnaðarins í
þessu máli. Safnaðarstarfið og
hagsmunir sóknarinnar vega lang-
þyngst í þessu máli. Margt bendir
hins vegar til þess að sr. Hans
Markús telji eðlilegt að hagsmunir
sóknar og safnaðarstarfs víki fyrir
persónulegum hagsmunum sínum.
Þessi deila hefur einnig dregið
skýrt fram í dagsljósið hversu van-
máttugt og seinvirkt stjórnkerfi
kirkjunnar er ef taka þarf á alvar-
legum mannlegum vandamálum
sem upp koma innan hennar vé-
banda. Sóknin, kirkjan og allir þeir
einstaklingar sem tengjast málinu,
sem og fjölskyldur þeirra hafa liðið
fyrir það.
Aðkoma prófasts
Dr. Gunnar Kristjánsson prófast-
ur Kjalarnesprófastsdæmis hélt 12
fundi með málsaðilum þar sem
reynt var að ná fram sáttum. Þar
fór hann m.a. fram á að djákni bæði
sr. Hans Markús afsökunar á því
hversu hörð gagnrýni hennar hefði
verið. Var það samþykkt en jafn-
framt sagðist djákni ekki geta tekið
aftur þá efnislegu gagnrýni sem
sett hefði verið fram. Sr. Hans
Markús sætti sig ekki við þetta og
gekk af fundi áður en honum lauk
og áður en sættir höfðu náðst.
Hann sagðist ætla að fá lögfræði-
lega aðstoð til þess að segja djákna
upp störfum ef sóknarnefndin vildi
ekki skrifa henni uppsagnarbréf.
Prófastur benti sr. Hans Markúsi á
að hann væri að fara af sáttafundi
áður en honum væri slitið og
áminnti hann um að hegðun hans
samræmdist ekki þeirri framkomu
sem presti bæri að sýna við að-
stæður sem þessar. Nokkru síðar
óskaði sr. Hans Markús eftir því að
ganga til sátta við djákna og um
skamma hríð virtist sem sættir
hefðu tekist eða þar til sr. Hans
Markús fór fram á það við sókn-
arnefnd að hún sendi djáknanum
áminningarbréf vegna umkvartana
sinna.
Hér virtist því sem sr. Hans
Markús væri að leika tveimur
skjöldum þ.e. annars vegar höfðu
sættir verið handsalaðar og hins
vegar leitaði hann leiða til að
áminna eða reka djáknann. Því var
óskað eftir því við sr. Hans Markús
að hann annaðhvort tæki handsal-
aða sáttargjörð gilda og að sókn-
arnefndin beitti sér fyrir vinnu-
staðaþjálfun undir handleiðslu
vinnustaðasálfræðings sem starfa
átti í samvinnu við prófast eða mál-
inu yrði ella vísað til biskups til
ákvörðunar.
Sr. Hans Markús valdi að fá
vinnustaðasálfræðing en taldi
djákna hins vegar skömmu síðar
hafa rofið sáttargjörðina vegna þess
að djákninn gerði athugasemd við
notkun á húsnæði sóknarinnar fyrir
erfidrykkju á sama tíma og reglu-
bundið starf ætti sér stað með eldri
borgurum, sem djákninn hefur al-
farið umsjón með. Sr. Hans Markús
upplýsti ekki yfirmann sinn, pró-
fastinn, um þessa afstöðu sína fyrr
en síðar eftir að hann hafði leitað til
lögmanna og hafið aðgerðir er mið-
uðu að því að ná fram kröfum sín-
um sem hann ítrekaði nú að nýju,
þ.e. að djáknanum yrði sagt upp
störfum. Sr. Hans Markús hefur
allt frá þessum tíma verið með lög-
menn í starfi til að fá kröfum sínum
framgengt. Prófastur reyndi enn að
ná fram sáttum með skriflegri yf-
irlýsingu þar sem handsal virtist
ekki hafa dugað til. Sr. Hans Mark-
ús var ófáanlegur til að undirrita
slíkt skjal.
Prófastur átti síðan fund með
sóknarnefndarmönnum þar sem
farið var yfir málið. Einn sóknar-
nefndarmanna bauðst þá til að gera
nýja tilraun til að fá sr. Hans Mark-
ús til sátta. Prófastur var því fylgj-
andi en skýrði jafnframt frá því að
hann myndi ekki gera frekari til-
raunir til sátta heldur vísa málinu
til biskups þar sem hann sæi enga
aðra lausn.
Ný tilraun til sátta
Einn sóknarnefndarmanna
reyndi nú að ná fram sáttum með
nýrri yfirlýsingu sem bæði sókn-
arprestur og djákni áttu að und-
irrita. Áður en til undirritunar kom
valdi sr. Hans Markús, án vitundar
þeirra sem voru að vinna að lausn
málsins, að hafa samband við
vígslubiskupinn í Skálholti. Á fundi
þar sem mættir voru allir aðilar
málsins kvaðst vígslubiskup telja
óþarfa að undirrita slíka yfirlýsingu
ef sr. Hans Markús og djákni lýstu
því yfir í hans viðurvist að málinu
væri lokið og báðir aðilar myndu
starfa af heilindum að kirkjulegu
starfi í samræmi við þá sátt sem áð-
ur hafði verið handsöluð. Báðir
málsaðilar samþykktu þessi mála-
lok. Jafnframt var ákveðið að leita
til vinnustaðasálfræðings til að að-
stoða við það að bæta vinnuandann
og var það samþykkt af öllum. Þess
má geta að sr. Hans Markús kynnti
sér sérstaklega starfsferil vinnu-
staðasálfræðingsins og lýsti síðan
yfir ánægju með ráðingu hans til
starfans. Mætti því halda að með
þessu sæi fyrir endann á málinu.
Sættir höfðu verið handsalaðar og
vinnustaðasálfræðingur væntanleg-
ur til starfa sem sr. Hans Markús
hafði kynnt sér sérstaklega og lýst
ánægju með.
Aðkoma vinnustaða-
sálfræðings
Eftir fjölda viðtala við alla starfs-
menn sóknarinnar taldi vinnustaða-
sálfræðingurinn að vandinn fælist
ekki í óljósum starfslýsingum eða
ófullkomnu skipulagi. Hann taldi
ófært að koma með tillögu til úr-
bóta þar sem sr. Hans Markús
reyndist ófáanlegur til að ræða þau
vandamál sem að honum sneru.
Niðurstaða vinnustaðasálfræðings-
ins var sú að samskiptavandinn
væri ekki tengdur öðrum orsaka-
þáttum en óásættanlegri hegðun og
viðbrögðum sr. Hans Markúsar í
samskiptum hans við samstarfs-
menn. Orsök vandamálanna í
Garðasókn væri því fyrst og fremst
samskiptavandi sr. Hans Markúsar
við aðra aðila.
Þegar þessi niðurstaða lá fyrir
ákvað sr. Hans Markús að kæra
vinnustaðasálfræðinginn til land-
læknis til að fá niðurstöðu hans
hnekkt. Deilur voru nú einnig
komnar upp milli hans og vinnu-
staðasálfræðingsins. Landlæknir
tók ekki afstöðu til þeirrar nið-
urstöðu sem vinnustaðasálfræðing-
urinn komst að, eins og skýrt kem-
ur fram í úrskurði úrskurðar-
nefndar.
Bréf sóknarnefndar
til biskups
Í ljósi þeirrar niðurstöðu sem nú
lá fyrir og með vísun til þess sem á
undan hafði gengið áttu fulltrúar
sóknarnefndar fund með biskupi og
í framhaldi af því var skrifað bréf
til biskups hinn 23. maí 2004 þar
sem farið var fram á að breytingar
yrðu gerðar á starfi sóknarprests. Í
bréfi sóknarnefndar til biskups seg-
ir m.a.
„… virðist niðurstaðan því miður
sú, að breyting verði að eiga sér
stað á ráðningu sóknarprests. Það
er því einlæg ósk eftirtalinna full-
trúa í sóknarnefnd Garðasóknar til
yðar, hr. biskup, að þér veitið þessu
máli algeran forgang og leitið allra
leiða til þess að ásættanleg lausn
finnist sem allra fyrst svo störf
safnaðarins komist sem fyrst í lag
og starfsfólk hans geti unnið verk
sín í þeim anda sem þau eru kölluð
til.“
Undir bréfið rita allir sóknar-
nefndarmenn, aðal- og varamenn.
Af hálfu sr. Hans Markúsar var síð-
ar látið að því liggja að einstakir
sóknarnefndarmenn hefðu verið
þvingaðir til að undirrita þetta bréf.
Það er rangt. Sr. Hans Markús
reyndi aftur á móti að fá einstaka
sóknarnefndarmenn til þess að falla
frá undirskrift sinni eftir að bréfið
hafði verið sent til biskups.
Á þessu stigi málsins lá fyrir að
sr. Hans Markús hafði dreift trún-
aðargögnum varðandi málið til
sóknarbarna, skjólstæðinga sinna,
með það að leiðarljósi að vinna þá á
sitt band og skapa tortryggni á
vinnubrögð sóknarnefndar og allra
þeirra sem afskipti höfðu haft af
málinu. Þess má geta að allir sókn-
arnefndarmenn undirrituðu yfirlýs-
ingu um trúnað um þetta mál en sr.
Hans Markús valdi hins vegar að
gera málið opinbert.
Svar biskups við
bréfi sóknarnefndar
Biskup svaraði erindi sóknar-
nefndar frá 23. maí 2004 með bréfi
dags. 14. júlí sama ár. Hann komst
að þeirri niðurstöðu að vegna laga
um ráðningu opinberra starfs-
manna væri ekki hægt að gera
breytingu á starfi sr. Hans Mark-
úsar og sagði svo:
„Hitt er ljóst að hinn langvarandi
samskiptavandi, sem lýst er í gögn-
um málsins, stendur safnaðarstarf-
inu fyrir þrifum. Því er biskup
reiðubúinn til að bjóða prestum og
djákna upp á reglubundna starfs-
handleiðslu í þeirri von að starfs-
friður verði tryggður í framtíðinni.“
Úrskurðarnefndin leit svo á, að í
þessu tilboði biskups hafi í raun fal-
ist fyrirmæli hans um að þessir að-
ilar skyldu þiggja starfshandleiðslu.
Bréf biskups var lagt fram á
fundi sóknarnefndar og þar sam-
þykktu allir, að sr. Hans Markúsi
einum undanskildum, að þiggja boð
biskups og var biskupi kynnt sú
niðurstaða. Sr. Hans Markús fór
þannig einn gegn tilmælum biskups
hvað starfshandleiðslu varðar.
Krafa sr. Hans Markúsar
um skriflega skýrslu frá
vinnustaðasálfræðingi
Í upphafi var gert ráð fyrir að
vinnustaðasálfræðingurinn skilaði
niðurstöðum um vinnu sína munn-
lega. Í framhaldi af kæru sr. Hans
Markúsar til landlæknis á hendur
vinnustaðasálfræðingnum kröfðust
lögmenn sr. Hans Markúsar þess
að landlæknir kallaði eftir skriflegri
skýrslu. Í framhaldi af því óskaði
vinnustaðasálfræðingurinn í sam-
ráði við prófast eftir því að nokkrir
málsaðilar staðfestu skriflega upp-
lifun sína á samskiptum við sr.
Hans Markús. Þessar greinargerðir
voru sendar til prófasts og biskups
og fékk vinnustaðasálfræðingurinn
afrit af þeim. Í framhaldi af því skil-
aði vinnustaðasálfræðingurinn ýtar-
legri skriflegri skýrslu.
Aðkoma biskups
Fulltrúar í sóknarnefnd, prófast-
ur og vinnustaðasálfræðingur áttu
fundi með biskupi. Einnig átti bisk-
up fundi með sr. Hans Markúsi, sr.
Friðriki Hjartar og Nönnu Guð-
rúnu Zöega djákna svo og öðrum
starfsmönnum sóknarinnar án þess
að nokkur lausn fengist í málinu.
Fyrir ári reyndi biskup að leysa
málið með því að bjóða sr. Hans
Markúsi tvívegis önnur störf. Sr.
Hans Markús hafnaði þessum til-
boðum biskups.
Úrskurðarnefnd
Það næsta í málinu var að sr.
Hans Markús vísar málinu til úr-
skurðarnefndar kirkjunnar og tek-
ur málið þar með úr höndum bisk-
ups. Í nefndinni áttu sæti þau Dögg
Pálsdóttir hrl., formaður, Arnfríður
Einarsdóttir lögfræðingur og sr.
Þorbjörn Hlynur Árnason prófast-
ur.
Sr. Hans Markús gerði kröfu um
að samstarfsfólk hans sr. Friðrik
Hjartar og Nanna Guðrún djákni
yrðu flutt til í starfi. Einnig gerði
hann kröfu um að formanni sókn-
arnefndar Matthíasi G. Péturssyni
og varaformanni Arthuri Farestveit
yrði veitt áminning. Formaður og
varaformaður sóknarnefndar lýstu
því þá þegar yfir að þeir myndu
hlíta úrskurðinum hver sem hann
yrði.
Úrskurðarnefndin hafnaði kröf-
um sr. Hans Markúsar en lagði
þess í stað til við biskup að sr. Hans
Markús yrði fluttur til í starfi.
Nefndin nefnir m.a. eftirfarandi í
röksemdum sínum fyrir niðurstöð-
unni:
„Í gögnum málsins liggur fyrir að
í Garðasókn er alvarlegur sam-
skiptavandi á ferð. Að virtum gögn-
um málsins ber málshefjandi [sr.
Hans Markús Hafsteinsson] mesta
ábyrgð á því hvernig málum er
komið í Garðasókn. Eins og að
framan er rakið hefur hann gerst
ber að margvíslegum aga- og sið-
ferðisbrotum. Vægasta úrræði sem
úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar get-
ur lagt til vegna slíkra brota er
áminning. Á liðlega einu ári er búið
að reyna til þrautar öll þau úrræði
sem unnt er að grípa til til að leysa
vandann. Í ljósi þess telur úrskurð-
arnefndin að áminning nægi ekki til
að leysa þann vanda sem uppi er.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar tel-
ur því að ekki verði hjá því komist
að leggja til við biskup Íslands að
málshefjandi [sr. Hans Markús
Hafsteinsson] verði fluttur til í
starfi skv. b-lið 4. mgr. 12. gr. laga
nr. 78/1997.“
Staðreyndir um deilur í Garðasókn