Morgunblaðið - 06.08.2005, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorsteinn ÓskarGuðlaugsson,
bóndi og bifreiða-
stjóri, fæddist í
Borgarnesi 20. mars
1952. Hann lést á
heimili sínu 28. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Jó-
hanna Birna Þor-
steinsdóttir frá
Jafnaskarði og Guð-
laugur Bjarni Guð-
mundsson frá Veiði-
læk, nú búsett í
Borgarnesi. Bræður
hans eru Guðjón húsasmiður í
Borgarnesi, kvæntur Guðríði Hlíf
Sigfúsdóttur, og Halldór Guðni
mjólkurfræðingur á Ísafirði,
kvæntur Guðrúnu Birgisdóttur.
Þorsteinn trúlofaðist 1973 eftir-
lifandi konu sinni Guðrúnu Fjeld-
sted frá Ferjukoti og
hófu þau búskap
1980 á Ölvaldsstöð-
um IV. Börn þeirra
eru Sigurður Ingi, f.
23. febrúar 1980,
Guðlaugur, f. 20.
febrúar 1985 og Þór-
dís, f. 23. apríl 1993.
Dóttir Þorsteins og
Grétu Hafsteinsdótt-
ur er Ólína Björg, f.
28. maí 1973.
Þorsteinn lauk
prófi í bifreiðasmíði
1976 en vann lengst
af við akstur hópferðabifreiða og
við skólaakstur sl. 14 ár, fyrst við
Varmalandsskóla og svo við
Grunnskólann í Borgarnesi.
Útför Þorsteins fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja svila minn og góðan vin,
Þorstein Guðlaugsson, Við Þor-
steinn komum nokkuð samtíma inn
í fjölskylduna í Ferjukoti, er hann
og Guðrún, heimasætan á bænum
og við Þorkell vorum að hefja bú-
skap, og deildum þá um tíma efri
hæðinni í gamla húsinu. Hann kom
í hlaðið á glæstum hesti, enda mik-
ill hestamaður, og átti löngum góða
hesta sem hann var óspar á að lána
mér, ef svo bar undir. Þær voru
líka ófáar og ógleymanlegar hesta-
ferðirnar sem við fórum í saman.
Hjálpsemi og greiðvikni var
Steina í blóð borin, og eigum við
hér í Ferjukoti honum margt gott
upp að unna, og þá ekki síst fyrir
hjálpina sem hann veitti okkur við
heyskapinn á árum áður. Mest og
best minnist ég Steina fyrir hve
góður hann var börnum, og þá sér-
staklega eldri drengjunum okkar.
Fyrir það verð ég honum eilíflega
þakklát.
Mikill sjónarsviptir er af Steina,
og eigum við hér í Ferjukoti eftir
að sakna hans sárt, en mest og
stærst er sorgin hjá elsku mágkonu
minni, börnum þeirra og foreldrum
Steina, þeim Hönnu og Gulla. Ég
bið góðan Guð að gefa þeim styrk
og kraft í sorg þeirra.
Hvíl í friði kæri vinur.
Heba.
Látinn er langt um aldur fram
Þorsteinn Guðlaugsson, Steini
Gulla eins og hann var alltaf kall-
aður, og verður hann borinn til
grafar í dag. Með þessum orðum
langar mig að minnast hans og
hans starfa fyrir Grunnskólann í
Borgarnesi. Þegar ég kom til starfa
við skólann sem skólastjóri sá hann
um allan skólaakstur innanbæjar
og æ síðan. Þessu starfi sinnti hann
með mikilli prýði svo eftir var tekið
og ávallt var hann tilbúinn að fara
aukaferðir þótt ekki væri fyrirvari
alltaf mikill. Með hressilegu við-
móti sínu og léttleika ávann hann
sér virðingu og vinsældir sam-
starfsmanna og allra þeirra sem
hann umgekkst. Starfsfólk og nem-
endur skólans sakna nú vinar í stað
og senda honum hugheilar þakkir
fyrir það sem hann var okkur um
leið og fjölskyldu hans eru sendar
samúðarkveðjur á erfiðum tímum.
Samskipti okkar Steina voru ekki
einvörðungu á vettvangi skólans
heldur voru samskipti okkar og
vinátta ekki hvað síst í tengslum
við hross en á Ölvaldsstöðum IV er
rekinn vinsæll reiðskóli og hesta-
leiga á sumrin. Ógleymanleg er
hestaferð sem ég fór með þeim
hjónum, ásamt fleira fólki fyrir
nokkrum árum. Fyrir tilstilli Steina
og Guðrúnar Fjeldsteð, konu hans,
fékk ég leigt land fyrir hross á Öl-
valdsstöðum II síðasta haust og
hafði þar hross á útigangi í vetur.
Var Steini, ásamt Guðrúnu, betri
en enginn við að aðstoða mig við
gjafir og eftirlit með þeim. Vegna
þessa urðu mikil samskipti okkar í
millum, oft daglega. Núna í vetur
fór Steini svo í hjartaþræðingu og
varð að fara varlega eftir það, enda
duldist fáum að hann hafði ekki
þann þrótt sem hann hafði áður en
því miður gaf hann sér ekki tíma til
að fara í nauðsynlega endurhæf-
ingu að aðgerð lokinni. Að leið-
arlokum eru honum þökkuð góð og
skemmtileg kynni sem hefðu átt að
vara svo miklu lengur. Okkar miss-
ir er mikill en mestur er þó missir
fjölskyldu hans, aldraðra foreldra,
konu, barna og bræðra. Biðjum við
hjónin góðan Guð að styrkja þau á
þessum erfiðu tímum um leið og við
sendum þeim okkar innilegustu
samúðarkveðjur en atvikin haga
því þannig til að við erum erlendis
jarðarfaradaginn en hugurinn er
hjá þeim.
Kristján Gíslason.
Á mannsævinni eru flestir dagar
hvunndags, líða hjá og hverfa í
gleymsku. Minningar okkar geyma
gleðistundir og eftirminnileg atvik
þar sem skemmtilegt fólk kemur
við sögu, bernskuminningar frá því
við erum að mótast og hver andrá
felur í sér nýjar uppgötvanir um
mannlífið og veröldina. Í því felst
einhvers staðar tilgangur lífsins.
Enginn lifir þó svo heila mannsævi
að ekki sverfi að í sálartetrinu,
augnablik sem við óskum þess að
geta lifað að nýju og breytt gangi
lífsins. Sem aldrei verður.
Það varð gæfa æskufólks í Borg-
arnesi og á Mýrum að kynnast Þor-
steini Guðlaugssyni sem undanfarin
ár hefur ekið fróðleiksþyrstum
ungmennum til og frá skóla hér í
Borgarnesi. Þorsteinn hafði ljúfa
lund og lag á því að leysa úr flest-
um vanda sem upp vill koma hjá
þreyttum börnum að afloknum erf-
iðum skóladegi eða að morgni dags
eftir of lítinn nætursvefn eða
hverju því sem kann að raska ró
barns. Hann var það sem heitir á
kjarnyrtri íslensku góður maður.
Fræðslunefnd Borgarbyggðar
vottar aðstandendum Þorsteins
innilega samúð sína um leið og við
þökkum vel unnin störf í þágu
Grunnskóla Borgarness.
Finnbogi Rögnvaldsson,
formaður fræðslu-
nefndar Borgarbyggðar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Það er erfitt að eiga eftir að búa
við það alla ævi, að hitta ekki leng-
ur eða mæta ekki lengur honum
Steina Gulla á rauðu rútunni sinni,
brosandi og með höndina á lofti að
heilsa okkur að sínum sið.
Þessi góði drengur sem var
hvers manns hugljúfi var skólabíl-
stjóri eins og þeir gerast bestir og
var það engu líkt hvernig krakk-
arnir dýrkuðu hann. Í ein 3 ár fór
ég fyrstu vikurnar á haustin með
stelpunum mínum, sem nýbyrjaðar
voru í skóla, fyrst á morgnana út á
stoppustöð og svo góðan bíltúr þar
til næst var stoppað og fór þá út.
Steini hafði til að bera alveg sér-
stakt lag eða vald á krökkunum í
bílnum. Það var alltaf svo góður agi
í stóru rútunni. Maður varð svo oft
vitni að þessu, og dáðist að.
Þegar ég sagði 7 ára dóttur
minni frá láti hans, sagði hún: „Ég
vildi að þetta væri bara draumur,“
og hin spurði í sinni barnslegu ein-
feldni, hvort þetta væri satt. Börn-
in sem hann keyrði í áraraðir hafa
nú misst góðan vin.
Ég minnist mjög margra góðra
stunda með Steina og fjölskyldu
hans heima hjá þeim á Ölvalds-
stöðum.
Við fullorðna fólkið höfum líka
misst mikið og í litlu samfélagi eins
og hér í Borgarnesi og sveitunum í
kring, verður þessa manns sárt
saknað. Fráfall Steina Gulla – eins
og hann var jafnan kallaður – var
snöggt, en hann náði aðeins 53 ára
aldri.
Við vitum svo sem, „að eitt sinn
skal hver deyja“, en við vildum
bara ekki hafa það svona fljótt.
„Ekki tjaldar sorgin til einnar næt-
ur,“ eru orð höfð eftir Hannesi Pét-
urssyni.
Við þekkjum það sem höfum
misst, að minningin um góðan vin
skýtur alltaf upp kollinum, þótt
liðnir séu áratugir. Endurminning-
in um hið góða í fari fólks, lifir svo
sterkt í hjörtum okkar, eins og sagt
er svo meistaralega í Hávamálum.
Fjölskyldu Steina, nánum ætt-
ingjum og vinum sem eiga nú um
sárt að binda, votta ég mína dýpstu
samúð.
Gunnar G. Gunnarsson.
Við sátum saman og spjölluðum
um daginn og veginn en það var
ekki sami léttleikinn yfir Steina
eins og áður er hann kenndi sér
lasleika á síðasta vori. Tveimur
dögum seinna er Steini allur. Já,
svona er lífið margbreytilegt og
aldrei fyrirséð hvað á daga okkar
drífur. Mannshugurinn er í allri
ÞORSTEINN ÓSKAR
GUÐLAUGSSON Bróðir okkar, mágur og frændi,
VALDIMAR JÓNSSON
húsgagnasmíðameistari
frá Kringlu í Miðdölum,
lést í Seljahlíð, Hjallaseli 55, í Reykjavík, fimmtu-
daginn 4. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Stefán Jónsson,
Skarphéðinn Jónsson, Fanney Benediktsdóttir,
Elísa Jónsdóttir
og systkinabörn.
Systir okkar,
JÓNA BENEDIKTSDÓTTIR,
Vöglum, Eyjafjarðarsveit,
lést á Seli sunnudaginn 31. júlí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 9. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásrún Benediktsdóttir,
Auður Benediktsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON
fyrrverandi útgerðarmaður
frá Árgerði, Árskógsandi,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 2. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Synir, tengdadætur, afa- og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, afi og fv. eiginmaður,
MAGNÚS G. HELGASON
frá Lambastöðum,
Seltjarnarnesi,
lést á hjartadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi,
Svíþjóð, þriðjudaginn 2. ágúst.
Kristín Lára Magnúsdóttir,
Helgi Þór Magnússon,
Sigríður Ýr Magnúsdóttir,
Elín Ebba Helgason Strandmark,
Hildur Elín Johnson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN SÆVAR JÓHANNESSON
læknir
frá Kleifum í Gilsfirði,
lést á heimili sínu mánudaginn 1. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
8. ágúst kl. 15.00.
Hlér Guðjónsson, Mi Ran Chang,
Eggert Freyr Guðjónsson, Maria Sastre
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
og útför
GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR
fyrrum húsfreyju
á Hnappavöllum í Öræfum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar
Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir góða
umönnun.
Ingunn Jónsdóttir,
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir,
Gísli Sigurjón Jónsson,
Kristbjörg Jónsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og bróður,
ÞORMÓÐS BIRGISSONAR
stýrimanns,
Laugavegi 5,
Siglufirði.
Eyrún Pétursdóttir,
Þorsteinn Þormóðsson, Sigríður P. Stefánsdóttir,
Halldóra M. Þormóðsdóttir, Valdimar L. Birgisson,
Pétur Þormóðsson,
Alma Birgisdóttir,
Elíngunnur Birgisdóttir,
Runólfur Birgisson, Hólmfríður Alexandersdóttir,
Björn Birgisson, Álfhildur Þormóðsdóttir,
Filippus Birgisson,
Þorsteinn Birgisson, Ragnheiður Steinbjörnsdóttir
og barnabörn.