Morgunblaðið - 06.08.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 06.08.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 39 MINNINGAR þeirra manna sem mest áhrif höfðu á tónlistarlífið á Austurlandi og munu störf hans á því sviði lengi verða í minnum höfð. Það var móðir Höskuldar sem hóf að kenna honum á harmonium. Fljótlega kom í ljós að drengurinn ungi bjó yfir miklum hæfileikum á tónlistarsviðinu og framfarir hans urðu örar. Fyrir utan hæfileikana naut Höskuldur þess dugnaðar sem ávallt einkenndi hann og nánast hver stund sem gafst var notuð til æfinga. Þegar Höskuldur hafði náð nokk- urri leikni í harmoniumleik eign- aðist hann harmonikku og ekki minnkaði áhuginn fyrir tónlistinni við það. Harmonikkan var vinsælt og meðfærilegt hljóðfæri og gerði hún Höskuldi kleift að æfa sig enn meira en áður. Ekki var óalgengt að hann hefði hljóðfærið með sér í beitningaskúr föður síns, þar sem hann hóf snemma að starfa, og í hléum og kaffitímum mátti heyra dunandi harmonikkutónlist úr skúrnum. Norðfirðingar skynjuðu fljótt að þarna væri byggðarlaginu að áskotnast óvenju góður harmon- ikkuleikari og ekki leið á löngu þar til Höskuldur var orðinn vinsælasti harmonikkuleikarinn á dansleikjum þar. Að því kom að Höskuldur hleypti heimdraganum og hélt hann þá til náms í Samvinnuskólanum. Á með- an hann dvaldi að heiman hélt hann áfram að þroskast sem tónlistar- maður og hóf að leika með góðum tónlistarmönnum bæði í Reykjavík og síðar um tíma í Vestmannaeyj- um. Í Vestmannaeyjum kynntist Höskuldur Haraldi Guðmundssyni en þeir áttu síðar eftir að starfa mikið saman á tónlistarsviðinu. Að því kom að Höskuldur leitaði á heimaslóðir á ný en þá hóf hann að starfa sem skrifstofumaður hjá Dráttarbrautinni hf. Og ekki lét hann sitt eftir liggja á tónlistarsvið- inu; brátt stofnaði hann danshljóm- sveit sem við hann var kennd og eins átti hann stóran hlut að máli þegar Lúðrasveit Neskaupstaðar var stofnuð árið 1954. Til að byrja með var Höskuldur stjórnandi lúðrasveitarinnar og helsti leiðbein- andi blásaranna en árið 1955 stóð hann ásamt fleirum fyrir því að fá Harald Guðmundsson til að flytja til Neskaupstaðar og varð Haraldur þá stjórnandi sveitarinnar. Strax við stofnun lúðrasveitarinnar hóf Höskuldur að blása í básúnu af krafti og náði góðri leikni á það hljóðfæri. Samstarf þeirra Höskuldar og Haraldar er mörgum eftirminni- legt; þeir voru kjölfestan í dans- hljómsveitum Norðfirðinga um langt skeið þar sem Haraldur blés í trompet og Höskuldur lék á píanó, þá var samstarf þeirra mikið á vett- vangi lúðrasveitarinnar og síðast en ekki síst muna margir töfrandi samleik þeirra á harmonikku og mandolin. Danshljómsveit á borð við H.G.-sextettinn, sem þeir Har- aldur og Höskuldur áttu stærstan þátt í að móta, gaf ekkert eftir bestu hljómsveitum annars staðar á landinu og þótti mörgum athygl- isvert að slík hljómsveit kæmi frá byggðarlagi sem ekki var fjölmenn- ara en Neskaupstaður var. Auk áð- urnefndra tónlistarstarfa var Hösk- uldur kirkjuorganisti í Norðfjarðarkirkju um árabil og hafði þá meðal annars frumkvæði að því að pípuorgel var keypt í kirkjuna. Það var Höskuldi mikið metn- aðarmál að efla tónlistarfræðslu í heimabyggðinni og átti hann stóran hlut að máli þegar Tónskóli Nes- kaupstaðar var stofnaður árið 1955 en kennsla hófst við skólann 1. október 1956. Þegar Höskuldur hætti störfum hjá Dráttarbrautinni hf. sneri hann sér alfarið að rekstri húsgagna- verslunar sem hann hafði komið á fót. Að því kom síðan að Höskuldur ásamt fjölskyldu sinni flutti búferl- um á Reyðarfjörð og kom þar á fót glæsilegri húsgagnaverslun. Þegar Höskuldur flutti stóð fyrir dyrum að reisa orkufrekt iðjuver á Reyð- arfirði og taldi hann skynsamlegt að koma á fót húsgagnaverslun þar enda mikil uppbygging í augsýn. Löng bið varð eftir því að iðjuverið risi en engu að síður blómstraði verslunin í höndum þeirra Hösk- uldar og Höllu Völu. Höskuldur átti þó eftir að lifa það að ákvörðun yrði tekin um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Reyðarfirði og fáir fögn- uðu þeirri ákvörðun meira en hann. Síðustu árin bjuggu þau Höskuldur og Halla Vala á Egilsstöðum og ný- verið seldu þau húsgagnaverslunina á Reyðarfirði. Við sem þetta ritum áttum þess kost að starfa með Höskuldi á vett- vangi tónlistarinnar. Sérstaklega er eftirminnilegt þegar við, 16 og 17 ára gamlir, lékum í hljómsveit með honum. Veran í þeirri hljómsveit var mikill skóli og þar var Hösk- uldur lærifaðirinn. Í þessari hljóm- sveit skynjuðum við best hvernig tónlistarmaður Höskuldur var; hann æfði sig skipulega og af þrautseigju, ávallt tilbúinn að ræða nýjungar sem voru að koma fram í tónlist og mikill leiðtogi þegar þurfti á að halda. Þarna áttuðum við okkur líka á því að þrátt fyrir að Höskuldur léki danstónlist af eldmóði var það klassísk tónlist og djass sem áttu hug hans helst. Sér- staklega var unun að hlýða á Hösk- uld leika djass en leitun var að manni sem átti jafn auðvelt með að leika af fingrum fram. Eins höfðum við góð kynni af Höskuldi þegar hann veitti félagsheimilinu Egilsbúð forstöðu en á þeim árum voru tengsl hans við hljómsveitarstráka einkar eftirminnileg. Á seinni árum lék Höskuldur undir hjá Stefáni syni sínum og veitti það honum ómælda ánægju. Tónleikar þeirra feðga voru í reyndinni ógleymanlegir og enn sjá margir Höskuld fyrir sér við píanó- ið leika af miklu næmi undir flautu- leikinn. Alla tíð fylgdist Höskuldur af áhuga með tónlistarlífi í Neskaup- stað og síðar í Fjarðabyggð. Hann sótti tónleika hvenær sem færi gafst og ávallt var hann hvetjandi og gefandi þegar tónlistin var ann- ars vegar. Allir sem komið hafa ná- lægt tónlistarmálum í byggðarlag- inu munu sakna Höskuldar sárt en á móti kemur að um hann eiga menn einnig ljúfar og fagrar minn- ingar bæði í dúr og moll. Undirritaðir vilja þakka Höskuldi giftusamlegt starf í þágu norðfirsks og austfirsks tónlistarlífs. Störf hans á því sviði munu lengi verða í minnum höfð. Eiginkonu hans, Höllu Völu, skulu hér sendar inni- legar samúðarkveðjur svo og börn- um þeirra hjóna, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum. Minningin um góðan dreng og frábæran tónlistarmann mun lifa. Ágúst Ármann Þorláksson, Smári Geirsson. Vinur minn Höskuldur Stefáns- son hefur kvatt okkur hinstu kveðju. Ég vissi raunar að hann var með illkynja sjúkdóm, en þremur dögum áður en hann dó frétti ég að hann væri hér á Fjórðungssjúkrahúsinu og hefði þá verið það hress að hann hefði verið að leika þar á sína harmonikku fyrir starfsfólk og sjúklinga. En að þetta væru hans kveðjutónleikar kom mér ekki í hug. Höskuldur var fæddur tónlistar- maður, en var eftir því sem ég best veit að mestu sjálfmenntaður. Lærði sem barn að leika á orgel hjá móður sinni, en þroskaðist svo að mestu af sjálfsdáðum í það að verða afburða fjölhæfur og snjall hljóð- færaleikari. Lék á píanó, orgel, harmonikku og blásturshljóðfæri. Ég veit að mörgum eldri Norð- firðingum mun ríkt í minni sam- leikur þeirra Haraldar heitins Guð- mundssonar þar sem Haraldur lék á banjó en Höskuldur á harmon- ikku og voru þeir þá ekkert að velja sér neitt léttmeti heldur erfið klass- ísk verk sem allir gátu þó notið og ég veit að leikur þeirra endurómar ennþá í hugum margra Norðfirð- inga. Meðan Höskuldur bjó hér í bæ kom hann á mörgum sviðum við sögu tónlistarinnar. Hann var um árabil orgelleikari og söngstjóri Norðfjarðarkirkju. Einn af stofn- endum Lúðrasveitar Neskaupstað- ar og um tíma stjórnandi hennar. Og ótaldir eru þeir dansleikir sem hann lék á með ýmsum hljómsveit- um. Hljómlistin var fyrst og fremst hans hugarheimur og lífsfylling og ég veit að ein mesta gleði hans og hamingja var að Stefán Ragnar sonur hans er nú orðinn frægur tónsnillingur m.a. orðinn meðlimur í Metropolitan-hljómsveitinni og tengdadóttirin þekkt sem píanó- snillingur. Höskuldi kynntist ég fyrst þegar hann var 11 ára gamall en hann var þá í hópi barna sem ég var að kenna sund. Hann varð svo um tíma einn af okkar bestu sund- mönnum og var m.a. fyrsti handhafi Ægisbikarsins. Hann dáði mikið þá íþrótt og stundaði hana daglega þegar aðstæður og heilsa leyfðu. Höskuldur var hamingjusamur maður. Hann átti yndislegan lífs- förunaut, Höllu Valgerði Stefáns- dóttur, og með henni fimm vel gerð börn. Er hægt að hugsa sér meiri lífshamingju? Að lokum kveð ég vin minn Höskuld Stefánsson og þakka hon- um vináttuna og allar þær ánægju- stundir sem hann hefur veitt mér og mínum. Höllu Valgerði og börnum þeirra, sem og tengdabörnum og öðrum hans nánustu, sendum við Guðrún og börn okkar innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Þorleifsson. Það fylgir því alltaf tregablandin tilfinning þegar samferðafólk okkar á lífsins leið leggur í sína hinztu för. Með hryggð en einnig þökk í huga er heiðursmaðurinn Höskuldur Stefánsson kvaddur, en hann varð að lúta í lægra haldi fyrir þeim grimma vágesti sem alltof oft eirir engu. Örfá fátækleg þakkarorð skulu sómamanni miklum færð við leið- arlok. Um Höskuld á ég margar myndir minninganna muna kærar, það var ævinlega gott og gaman að hitta Höskuld, hann sló gjarnan á léttari strengi eða þá að þjóðmálin voru krufin til mergjar, en Hösk- uldur var með fastmótaða og rót- tæka lífsskoðun, sem hann lá hvergi á, opinskár, hreinskiptinn í hví- vetna, orðheldinn, ákveðinn en sanngjarn. Hann átti það til að koma með hnyttnar og beinskeyttar athugasemdir um lífið og tilveruna, sem komu manni stundum á óvart en urðu ríkur gleðigjafi þegar áfram var rætt og rabbað. Tónlistin átti alltaf í honum sterk ítök, þar naut hann sín máske allra bezt. Fyrstu kynni mín af honum voru á dansleikjum í Félagslundi heima, þar sem hann lék svo sannarlega á als oddi, laðaði fram tindrandi tóna áreynslulaust með öllu. Höskuldur var einstakur smekkmaður á hvers konar tónlist, túlkun hans á hljóð- færin næm og öguð, en jafnframt tilfinningarík. Hann hafði töfra tón- anna virkilega á valdi sínu, jafnt þá mildu og þýðu sem hina ómstríðari og fjörugri, öllum tilbrigðum einkar vel til skila haldið, hljómarnir blæ- brigðaríkir og fallegir umfram allt. Verzlunarstörf voru lengst af iðja hans helzt og þar var sannarlega réttur maður á réttum stað. Hösk- uldur var heiðarlegur og hagsýnn um leið, greiðvikinn við viðskipta- vini sína svo af bar, vöruval hans vandað og smekklegt, þar kom fag- urkerinn fjölhæfi vel í ljós. Lífslán Höskuldar var fólgið öllu fremur í ágætri úrvalskonu og efn- isbörnum góðum, þeirra er nú söknuðurinn mestur en einnig mikil þökk fyrir samfylgd kæra á farsælli ævigöngu góðs drengs. Þeim öllum sem áttu hann Höskuld nánastan sendum við Hanna einlægar sam- úðarkveðjur. Sæmdardrengur og þekkur þegn er horfinn okkur og samfylgd skal þökkuð heilum huga. Ljúfir tónar leika um lendur mun- ans í mætri minningu Höskuldar Stefánssonar. Megi vegferð hans á huldum leiðum verða hlýjum hljóm- um vafin. Helgi Seljan. Elsku afi, nú ertu búinn að kveðja okkur. Ég get ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir það að hafa náð að kveðja þig, afi, áður en þú fórst, svo kom Guð og náði í þig stuttu seinna. Þegar ég horfi til baka man ég eftir þér raulandi eða spilandi á pí- anóið, þú kallaðir iðulega í mig þeg- ar ég var stödd hjá þér og ömmu og baðst mig um að syngja eða dansa ballett við fallegan undirleik þinn. Þar sem þú varst var alltaf músík og svo spilaðir þú svo fallega á nikkuna líka og að hugsa sér að þú lærðir fyrst að spila algjörlega eftir eyranu. Það má nú með sanni segja að tónlistarhæfileika þína höfum við mörg erft frá þér, börn, barnabörn og barnabarnabörn annað hvort syngjandi eða spilandi á hljóðfæri af hjartans lyst og ég veit að þér þótti svo vænt um það, tónlistin var svo stór partur af því hver þú varst. Já, afi minn, við eigum margar góðar minningar um þig og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okk- ur um ókomna tíð, núna ertu kom- inn á stað þar sem þú situr og spil- ar með englum Guðs og veikindin þín eru ekki að hrjá þig lengur. Þú verður í bænum okkar Stef- áns Arnar og Huga Rafns og við munum ávallt hugsa með hlýhug til þín, við kveðjum með söknuði. Vertu sæll, elsku afi minn. Þín Auður Eva. Góður drengur og merkisberi sinnar samtíðar er genginn. Glögg- ur og hæfileikaríkur frumkvöðull, óþreytandi og fylginn sér og setti hann sinn eftirminnilega svip á mannlíf og umhverfi. Tónlistarmað- ur af Guðs náð, ósínkur á sína náð- argáfu, að veita öðrum þar hlut- deild, hvort sem það voru hljómlistarmenn eða njótendur. Ávallt reiðubúinn að leggja sitt af mörkum. Minnast eflaust margir snilldar hans og áhuga á að láta hressandi andblæ og vinda leika um sitt sam- félag, með röggsemi og þrótti. Dug- mikill og drífandi sölumaður, er lagði mikið upp úr góðri þjónustu við fólk, ekki aðeins í heimahéraði heldur víðast á Austurlandi. Ávallt mannbætandi að líta inn hjá honum í versluninni og taka ásamt honum sólarhæðina á samfélagi og þjóð- málum og þá ekki síst á tónlistinni, stöðu hennar og framtíð. Þar fór maður sem ekki lá á sínum skoð- unum og fór oft mikinn, ekki af neinu skafið og gjarnan lýsingarorð í hástigi eða frásagnarmátinn og orðalag með þeim hætti að um hreint skemmtiefni gat verið að ræða. En á meðal þess sem honum var ákaflega huglægt var að reyna með öllu móti að komast og draga aðra með sér, upp úr allri lágkúru og meðalmennsku. Hugsjónin ydduð til hins ýtrasta og ævinlega litið til fyrirmynda þar sem andinn reis hæst. Gilti þá einu, hvort um var að ræða athafnaskáld eða andans menn menningar og lista. Hann átti afar erfitt með að leyna skoðun sinni á hugdeyfð og framtaksleysi og skorti á reisn og virðingu fyrir því, sem hæst rís í siðuðu sam- félagi. Kappsmaðurinn, gat aldrei linnt sinni brýningu. Kröfuharðast- ur við sjálfan sig og lagði sig allan fram um að gera sitt besta. Saga tónlistar hér á Austurlandi verður aldrei öll sögð án þess að nafn hans verði þar nefnt og gildir um fleira sem hann tók sér fyrir hendur. Umhyggja hans og metnaður aug- ljós fyrir hönd síns byggðarlags og fólks á Austurlandi. Framtíð og hagur borin fyrir brjósti og sú von að miðmiðin og fyrirmyndirnar væru lýðum ætíð af þeim toga að þær efldu djörfung, döngun og reisn. Við hlið hans stóð Halla dyggur förunautur og margan hátt kjöl- festa í hans lífi og fjölskyldu og studdi með ráðum og dáð. Lognið stóð venjulega stutt við á gjöfulli og litríkri ævi, en slíkt gerist auðvitað sjaldnar hjá þeim sem mæta hverj- um degi albúnir að takast á við ögr- andi og óþrjótandi verkefni. Slík starfssinfónía getur aldrei orðið öðru vísi en tilþrifamikil og ómstríð á köflum og skiptingar hraðar. Ég átti þess kost að kynnast Höskuldi m.a. sem organista í Norðfjarðarkirkju og þeim góða hug og metnaði, sem hann bar fyrir kirkju og kristni. Organistahlut- verkinu gegndi hann af einstakri aðlúð og samviskusemi. Höskuldur auðgaði sannarlega sitt samfélag með gefandi og til- þrifamikilli nálægð sinni. Ég vil hér þakka kær og uppbyggileg kynni og votta Höllu og allri fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð á erfiðum stundum og bið Guð að blessa og styrkja þau öll. Davíð Baldursson. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.