Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn MMMM... LYKTIN AF SVIÐNU HÁRI JÓN VAR AÐ KVEIKJA UPP Í ARNINUM ÉG ER SVO ÁNÆGÐUR AÐ FÁ AÐ DUSTA BURSTANA AFTUR EN SÁ HEIÐUR! ÆTLI KRÍTARRYKIÐ EIGIEFTIR AÐ SJÁST Í RÖNTGEN? GERI ÞAÐ SAMKVÆMT UPP- SKRIFTINNI ÆTTU AÐ VERÐA ÚR ÞESSU 20 PÖNNUKÖKUR ÞAÐ ER ALLT OF MIKIL FYRIRHÖFN VIÐ BÚUM BARA TIL EINA STÓRA BÆTTU SVO VIÐ EGGJUM ÞEIR ERU EINS OG SALTHNETUR... EF MAÐUR BORÐAR SVO MIKIÐ SEM EINN ÞÁ GETUR MAÐUR EKKI HÆTT HVAÐ ÞURFTIR ÞÚ AÐ FARA TIL MARGRA HUNDAÞJÁLFARA TIL ÞESS AÐ LÆRA AÐ GANGA UPPRÉTTUR? ÉG ER HRÆDD UM AÐ ÉG VERÐI AÐ HÆTTA Í MEÐFERÐ HJÁ ÞÉR. ÉG HEF EKKI EFNI Á ÞVÍ MYNDI ÞAÐ HJÁLPA EF ÉG GÆFI ÞÉR TÍMABUNDINN AFSLÁTT? JÁ, ÞAÐ VÆRI FRÁBÆRT SJÁUMST VIÐ ÞÁ EKKI Í NÆSTU VIKU? NEI, ÞAÐ VERÐUR AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL Í ÞAR NÆSTU VIKU. ÉG ER AÐ FARA TIL MEXÍKÓ HVERNIG GEKK, PETER? HAMARHÖND ER KOMINN AFTUR Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ EN HVAÐ VARÐ UM AÐSTOÐARMANNINN ÞINN HANN SAGÐI UPP... ... EN SKILDI ÞETTA EFTIR Dagbók Í dag er laugardagur 6. ágúst, 218. dagur ársins 2005 Það kann að komasumum lesendum á óvart en Víkverji er samkynhneigður. „Þá er síðasta vígið fallið og ekkert heilagt lengur,“ hugsar Vík- verji með sér og hlær upphátt að eigin fyndni. Það kemur reyndar flatt upp á marga þeg- ar þeir komast að kyn- hneigð Víkverja, enda ekki beinlínis hægt að sjá samkynhneigðina utan á honum. Það á reyndar við um lang- flesta homma og lesbíur að þau falla inn í hópinn. Það eru nefnilega kján- ar sem halda að hver einn og einasti hommi og lesbía landsins sé með at- riði í Gay-pride göngunni: það eru mikið fleiri sem hverfa inn í hóp áhorfenda svo enginn tekur eftir. Víkverja þykir ósköp vænt um fólkið sem stendur að skrúðgöng- unni miklu og dáist að framtakssemi þeirra og dugnaði. Víkverja finnst samt stundum miður að ekki beri meira á hversdagslegu hommunum og lesbíunum á þessum hátíðisdegi. En eins og einn vinur Víkverja orð- aði það þá er Víkverji litlaus og leið- inlegur. Enginn myndi nenna að fara niður í bæ að horfa á tvö hundruð Víkverja í jakkafötum og með bindi labba þögula með gáfulegan svip í halarófu niður Laugaveginn. Já, mikið skelfing þykir Víkverja vænt um göngufólkið. Raun- ar kemst Víkverji ekki hjá því að verða örlítið klökkur þegar hann fylgist með göngunni því fallegt er að sjá hvað þetta litla sam- félag, sem íslenskir hommar og lesbíur mynda, getur afrekað til að fagna fjölbreytninni og gleðja samborgara sína. Um leið vonast Víkverji til að með hverri göngunni færist réttindamál í betra horf. Þó aðstæður séu með skásta móti á Íslandi þá reka enn stöku sinnum fram ljótt trýnið mál um aðkast, mismunun og jafnt dulda sem augljósa fordóma. Víkverji má ekki gefa blóð vegna löngu úreltra verklagsreglna sem Blóðbankinn heldur til streitu og Víkverji má heldur ekki ættleiða barn, þó hann sé efni í fyrirmyndarforeldri. Vík- verji er samt bjartsýnn á framtíðina. Til hamingju með daginn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              Ljósmyndasýning | Á Sólon sýnir Guðmundur Heimsberg ljósmyndir sínar. Sýningin ber yfirskriftina „You Dynamite“ og eiga fyrirsætur Guðmundar það sameiginlegt að vera karlmenn þekktir í íslensku samfélagi og að auki sköllóttir. Á myndinni hér að ofan stillir Ragnar Bragason, leikstjóri og handritshöfundur, sér upp. Guðmundur er á lokaári við Kvikmyndaskóla Íslands en hann nam stúd- íótökur hjá Guðmundi Bjartmarssyni. Sýning Guðmundar stendur til 28. ágúst. Frægir skallar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.