Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 45

Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 45 DAGBÓK SAMTÖK sveitarfélaga á Vesturlandi(SSV-ráðgjöf) og Intra nýsköp-unarmiðstöð eru þátttakendur í evr-ópsku verkefni um frumkvöðlafræðslu sem heitir Ungir frumkvöðlar og var Ágúst beðinn að skipuleggja námskeið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni. Þegar hafa verið haldin fjög- ur slík námskeið; á Akureyri, í Laugagerð- isskóla á Snæfellsnesi, á Sauðárkróki og í Búð- ardal. Dagana 8. til 10. ágúst verður síðan haldið námskeið á Blönduósi, þar sem krakk- arnir í Vinnuskólanum á svæðinu munu eyða þremur dögum í frumkvöðlafræðslu. Krakk- arnir, sem eru á aldrinum 14 til 18 ára, fá nám- skeiðið frítt og verða á launum í Vinnuskól- anum á námskeiðinu. Það hefur ekki verið gert áður. Á námskeiðinu verða á bilinu 15 til 25 þátttakendur. Á frumkvöðlanámskeiðunum eiga þátttak- endur að leita að viðskiptatækifærum í sinni heimabyggð og vinna með þau. Krakkarnir vinna í hópum og gera viðskiptaáætlanir út frá hugmyndum sínum. Í lok námskeiðs er for- eldrum, bæjarstjórnarfulltrúum og fleirum boð- ið á kynningu á verkefnunum, sem krakkarnir annast sjálfir. Ágúst segir að þær séu jafnan mjög vel unnar og standist allan samanburð. „Þau eru svo fljót að ná þessu og verða alveg heltekin þessa þrjá daga,“ segir Ágúst og tekur fram að jafnvel sé unnið frá klukkan tíu á morgnana og fram undir morgun. „Þau gera ýmsar uppgötvanir, bæði á sjálfum sér og um- hverfi sínu. Þau uppgötva að þau geta meira en þau héldu og sjá hvað það eru í raun mörg tækifæri í kringum þau.“ Ágúst segir námskeiðin hafa heppnast vel og krakkarnir séu ánægðir. KB-banki muni veita 30.000 króna verðlaun fyrir bestu hugmyndina í Búðardal, svo krakkarnir hafi eitthvað að keppa að. Ágúst veit ekki til þess að hugmyndum af námskeiðunum hafi verið hrint í framkvæmd, en veit að sumir þátttakenda hafa haft fullan hug á því. „Sem dæmi má nefna verslun þar sem fólk getur hannað eigin boli, Hollt og gott- matarbakkar í fyrirtækin á svæðinu, alhliða þjónusta fyrir eigendur gæludýra, netkaffi í Búðardal og svona mætti lengi telja. Þessi verkefni hafa lent í fyrsta sæti hjá okkur,“ seg- ir Ágúst. „Markmiðið með þessum námskeiðum er að hvetja krakkana til þess að fara í skap- andi gír og virkja hjá þeim sköpunarkraftinn. Við gerum líka mikið úr því að þar sem eru vandamál, eru líka tækifæri. Ég hef séð að krakkarnir fá sjálfstraust við þetta og það er aðalávinningurinn af þessu. Við erum ekki að búa til viðskiptamenn, eins og sumir gætu hald- ið. Öll frumkvöðlafræðsla hjá unglingum hefur raunar að markmiði að styrkja einstaklinginn.“ Námskeið | Frumkvöðlanámskeið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni Leita tækifæra í heimabyggð  G. Ágúst Pétursson fæddist í Reykjavík árið 1953 og hefur búið þar síðan, utan 11 ára bú- setu í Berlín, þar sem hann nam félagsvísindi. Hann er kvæntur og tveggja barna faðir. Ágúst hefur lengstum starfað sem við- skiptaráðgjafi hjá fyr- irtækjum og opinberum aðilum. Hann hefur líka haldið ýmiss konar námskeið, meðal annars frumkvöðlanámskeið. Hann starfar nú sem stjórnarformaður í Frumkvöðlafræðslunni. Morgunstund gefur gull í mund með ljósmyndum RAX ÞAÐ verður að segja Mogganum til hróss að hann birtir stundum af- spyrnugóðar ljósmyndir og þá gjarn- an á forsíð- unni eða baksíðunni. Yfirleitt eru þær eftir ljós- myndarann RAX. Þessar myndir í Mogganum gleðja mann jafnmikið í morgunsárið og hinir frábæru greinahöfundar á baksíðu Frétta- blaðsins. Eini munurinn er sá að þessar ánægjulegu ljósmyndir fanga augað algjörlega fyrirhafnarlaust þannig að orðatiltækið fornkveðna „Morgunstund gefur gull í mund“ á hér sannarlega við. Maður þarf hins vegar að leggja meira á sig til að lesa hina mergjuðu baksíðupistla eftir þau Þráin, Súsönnu eða Jón Gnarr og þau svíkja aldrei. Tilefni þess að ég sting loksins niður penna er að eitt hið besta sem maður fær þegar heim er komið frá útlöndum eru fallegar íslenskar ljós- myndir þegar flett er í gegnum him- inháan dagblaðabunkann sem bíður manns. Á eintaki Morgunblaðsins frá föstudeginum 15. júlí síðastliðnum var forsíðan undirlögð af söndunum við Hólsá, sem var snilld – Kjarval hefði ekki gert þetta betur. Má ég frekar biðja um svona stórar myndir en endalausar steingeldar við- skiptafréttir. Niðurstaða: Það er bara svo lítill tími frá hinu daglegu amstri að stærri, fallegri íslenskar myndir og beinskeyttir pistlar eru það sem maður leyfir sér að njóta með mikilli ánægju – þetta einfaldlega sker sig úr öllu annars samhljóða fjölmiðla- flóði. Erna Margrét Ottósdóttir GSM 867-5808. Rétt skal farið með tímgun dýra Í SJÓNVARPSFRÉTTUM þ. 4. ágúst var talað um klónun á hund- um. Mér heyrðist talað um að tík- urnar hefðu orðið þungaðar. Okkur fannst það svolítið spaugilegt, því ég hef alltaf heyrt að tíkur væru hvolpa- fullar, læður kettlingafullar og kýr kálffullar. Þekking á orðum í þessu samhengi fer þverrandi. Allir krakk- ar hér áður fyrr þekktu vísuna: Gekk ég upp á Hamarsbrú Sá þar sitja unga frú Hún var eins og kálffull kú Kannski það hafi verið þú. Konur eru þungaðar og fæða, kettir og tíkur gjóta, hryssur kasta og kýr bera. H. G. Reykingabann HVENÆR á eiginlega að banna reykingar á veitingahúsum og skemmtistöðum hér á landi? Það virðist hafa tekist ágætlega í ná- grannalöndum og margir bíða eftir að þetta verði tekið upp á Íslandi. Reyklaus. Mozart og Gabríel eru týndir TVEIR persneskir kettir týndust frá Þorlákshöfn aðfaranótt miðviku- dags. Þeir eru gull-silfurlitir feðgar, þriggja ára og fimm ára. Ef fólk sér til ferða þeirra í Þorlákshöfn eða nærsveitum er það vinsamlegast beðið um að hringja í s. 692-1370 eða 699-7779. Nanna. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 6. ágúst, er áttræð frú Mar- grét Einarsdóttir. Eiginmaður hennar til 62 ára er Oddur Geirsson pípulagn- ingameistari, Holtagerði 64, Kópa- vogi, en þar hafa þau búið í 40 ár. Sí- ung mun Margrét verja deginum með nánustu fjölskyldu. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70ÁRA afmæli. Sjötugur er í dagAxel Aspelund, fv. form. SVFR og seinna starfsmaður General Elect- ric í Decatur AL., nú búsettur í Hunts- ville, Alabama, USA. Axel og eiginkona hans Linda L. Dean verða ásamt vinum og fjölskyldum gestir hjá frú Sigríði og Robert Head ofursta, í Columbus, Missisippi, á afmælisdaginn. Rúbínbrúðkaup | Á morgun, sunnu- daginn 7. ágúst, eiga 40 ára hjúskap- arafmæli Úlfar Sveinbjörnsson (Úlli) og Kristín Steingrímsdóttir (Kibba). Þau verða í sumarbústað sínum að Iðu. Vinir og vandamenn eru hvattir til að renna við og fá sér kaffi. Áttu réttu græjurnar fyrir skólann? Láttu áhugasama vita! Glæsilegur blaðauki um skóla og námskeið á Íslandi fylgir Morgunblaðinu fimmtudaginn 18. ágúst. Meðal efnis er háskólanám, framhaldsskólanám, skólavörur, tónlistarnám, símenntun og endurmenntunog margt fleira. Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. ágúst. Allar upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Afmælisþakkir Kærum vinum, ættingjum og ekki síst börnum mínum og þeirra fjölskyldum, vil ég þakka ein- staklega gleðilegan 70 ára afmælisdag. Lifið heil! Dagný Sigurgeirsdóttir. Í ÁGÚSTMÁNUÐI verða haldnir upplestrar alla laugardaga á Gljúfrasteini. Lesið verður í laut- inni í garði húss skáldsins og hefst lesturinn í dag kl. 14 með lestri Ingibjargar Haraldsdóttur og Hall- dóru Thoroddsen. 13. ágúst lesa Einar Már Guð- mundsson og Birgir D. Sveinsson. 20. ágúst eru það Jón Kalman Stef- ánsson og Bjarki Bjarnason sem lesa og loks 27. ágúst að Þórarinn Eldjárn og Ilmur Kristjánsdóttir annast lesturinn. Lesin verða ýmis verk, bæði ljóð og smásögur eftir lesarana sjálfa, eftir Halldór Laxness og aðra höf- unda. Ókeypis er á upplestrana. Upplestrar á Gljúfrasteini

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.