Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 48
48 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
www.kringlukrain.is sími 568 0878
Dans á rósum frá
Vestmannaeyjum
í kvöld
Sumarkvöld við
orgelið í
Hallgrímskirkju
6. ágúst kl. 12.00:
Zygmunt Strzep, orgel
7. ágúst kl. 20.00:
Pólski orgelsnillingurinn
Zygmunt Strzep leikur
pólska orgeltónlist og verk
eftir Bach og Eben.
Í dag kl. 14 örfá sæti laus
6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 örfá sæti laus
7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus
Kabarett
í Íslensku óperunni
Næstu sýningar
Laugardaginn 6. ágúst kl. 20.00
Föstudaginn 12. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 13. ágúst kl. 20.00
Sunnudaginn 14. ágúst kl. 20.00
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
Fréttir á SMS
KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður haldin í tí-
unda skipti í Hallgrímskirkju dagana 20.–28.
ágúst. Fjölbreytt dagskrá verður frá morgni
til kvölds í kirkjunni alla dagana, með þátt-
töku yfir 300 listamanna. Margir þekktir
listamenn, íslenskir sem erlendir, taka þátt í
hátíðinni í ár.
„Þetta er mjög stór og umfangsmikil hátíð
sem við höfum stofnað til núna, einmitt
vegna þess að við eigum tíu ára afmæli,“
sagði Inga Rós Ingólfsdóttir, framkvæmda-
stjóri Kirkjulistahátíðar, á blaðamannafundi
sem haldinn var í gær.
Hátíðin er í fyrsta sinn haldin á þessum
tíma árs, en hingað til hefur hún verið haldin
síðla vors.
„Allt frá vígslu Hallgrímskirkju hefur
Kirkjulistahátíð verið haldin annað hvert ár,
árið sem Listahátíð í Reykjavík var ekki
haldin. En þar sem Listahátíð er nú haldin
árlega var ákveðið að færa hátíðina fram í
ágúst,“ sagði Inga Rós. „Þetta er því tilraun
núna, og sú ákvörðun var tekin að hafa setn-
ingardag hátíðarinnar sama dag og Menning-
arnótt er haldin í Reykjavík.“
Salt jarðar
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Þér eruð
salt jarðar“, og er þar vísað í Fjallræðuna úr
Matteusarguðspjalli, en guðspjallið verður
leiðarljós í dagskrá hátíðarinnar í ár og kem-
ur þar við sögu með margvíslegum hætti.
„Við höfum gjarnan lagt áherslu á að það
væri einhver rauður þráður sem gengi í
gegnum þessa hátíð,“ sagði Hörður Áskels-
son, sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
„Síðast voru orðin „Ég ætla að gefa regn á
jörð“ yfirskriftin, og nú höfum við „Þér eruð
salt jarðar“, sem er myndlíking úr Fjallræð-
unni í Matteusarguðspjalli.“
Stærstu atriðin á Kirkjulistahátíð í ár
tengjast þessum orðum og guðspjallinu með
beinum hætti, en það er flutningur tveggja
Matteusarpassía frá ólíkum tímum, eftir Jo-
hann Sebastian Bach og norska tónskáldið
Trond Kverno. Hörður benti á að í raun
væru passíurnar fluttar á röngum tíma
kirkjuársins – þær ætti með réttu að flytja á
föstunni. „Hins vegar hefur komist á sú hefð
víða um heim að flytja stórvirki Bachs utan
hins litúrgískt rétta tíma. En með því að
setja þær í samhengi við Matteusarguðspjall,
sem gengur eins og rauður þráður gegnum
dagskrá hátíðarinnar, fannst okkur þetta
vera réttlætanlegt. Auk þess erum við í
kirkju Passíusálmaskáldsins og höfum gjarn-
an lagt áherslu á flutning passíutónlistar hér
í kirkjunni,“ sagði hann.
Við setningu hátíðarinnar, sem fer fram
laugardaginn 20. ágúst kl. 16, verður fjöl-
breytt dagskrá tengd yfirskriftinni „Þér eruð
salt jarðar“, í flutningi ólíkra listamanna. Þar
koma fram kórarnir í Hallgrímskirkju undir
stjórn Harðar Áskelssonar, Alþjóðlega bar-
okksveitin í Den Haag, organistarnir David
Sanger og Kári Þormar, Sverrir Guðjónsson
kontratenór og Lára Stefánsdóttir listdans-
ari.
Tvær Matteusarpassíur
Á upphafstónleikum hátíðarinnar, sunnu-
daginn 21. ágúst kl. 17, verður Matteus-
arpassía eftir Johann Sebastian Bach flutt af
þremur kórum Hallgrímskirkju; Mót-
ettukórnum, Drengjakórnum og Unglinga-
kórnum, einsöngvurunum Andreas Schmidt,
Robin Blaze, Markus Brutscher, Jochen
Kupfer, Noémi Kiss, Gunnari Guðbjörnssyni
og Benedikt Ingólfssyni, og Alþjóðlegu bar-
okksveitinni í Haag, undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
Matteusarpassía er flutt hér á landi með
upprunalegum hljóðfærum og verða tónleik-
arnir endurteknir mánudaginn 22. ágúst kl.
19.
Dómkórinn í Osló flytur síðan Matteus-
arpassíu frá árinu 1986 eftir Trond Kverno
ásamt tíu einsöngvurum undir stjórn Terjes
Kvam. Tónleikarnir fara fram á lokadegi há-
tíðarinnar, 28. ágúst, og mun Kverno sjálfur
ræða um verk sitt á undan tónleikunum sem
hefjast kl. 17.
Önnur tónlist
Enski organistinn David Sanger mun taka
þátt í Kirkjulistahátíð í ár með margvíslegum
hætti. Meðal annars heldur hann meist-
aranámskeið í Hallgrímskirkju og Langholts-
kirkju, og kemur fram á tónleikum í Hall-
grímskirkju fimmtudaginn 25. ágúst, þar sem
flutt verður tónlist allt frá barokki til nú-
tímans.
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur flytur verk eftir Arvo Pärt,
Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveins-
son, Hafliða Hallgrímsson og fleiri tónskáld.
Tónleikar kórsins verða laugardaginn 27.
ágúst kl. 18.
Ungverska sópransöngkonan Noémi Kiss
kemur fram ásamt tónlistarhópnum En-
semble L’Ais á tónleikum þriðjudaginn 23.
ágúst kl. 18 undir yfirskriftinni „Yfir landa-
mæri, tónlist barokktímans“.
Þá syngja Voces Thules og Björn Steinar
Sólbergsson organisti leikur við hátíðarmessu
sunnudaginn 21. ágúst.Lokadag hátíðarinnar,
28. ágúst, verður hátíðarmessa kl. 11 þar sem
biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson,
prédikar og leggur út af Fjallræðunni.
Í messunni verður frumflutt nýtt tónverk
eftir John A. Speight, „Drottinn er styrkur
minn“, fyrir einsöngvara, kór, tólf málmblás-
ara, pákur og orgel. Sérstakur hátíðarkór
Kirkjulistahátíðar syngur í verkinu ásamt El-
ínu Ósk Óskarsdóttur sópransöngkonu.
Myndlist og kvikmyndir
Myndlistarmaður Kirkjulistahátíðar árið
2005 er Rúrí, en hún mun sýna í kirkjuskipi
og forkirkju Hallgrímskirkju undir yfirskrift-
inni „Salt jarðar og ljós heimsins“. Laug-
ardagskvöldið 27. ágúst mun Rúrí fremja
gjörning ásamt Herði Áskelssyni í kirkjunni.
Sýndar verða tvær kvikmyndir rússneska
kvikmyndaskáldsins Andreis Tarkovskís á
Kirkjulistahátíð í ár, Æska Ívans og Fórnin,
í Bæjarbíói þriðjudagskvöldið 24. ágúst. Á
málþingi, sem haldið verður í Hallgríms-
kirkju kvöldið eftir, flytur Astrid Söderbergh
Widding, prófessor í kvikmyndafræðum við
Stokkhólmsháskóla, fyrirlestur sem nefnist
Deus absconditus – á mörkum hins sýnilega
og ósýnilega í kvikmyndum Tarkovskís. Deux
ex cinema og Kvikmyndasafn Íslands eru
samstarfsaðilar á þessum kvikmyndakvöld-
um, sem bera yfirskriftina „Trúlega tar-
kovskí“.
Þá verður kvikmynd Piers Paolo Pasolinis
frá 1964, Matteusarguðspjall, sýnd föstudags-
kvöldið 26. ágúst.
Unglistahátíð
Að kvöldi setningardags Kirkjulistahátíðar
er boðið til unglistahátíðar í Hallgrímskirkju
í samstarfi við Menningarnótt í Reykjavík.
Ræður þá ungt fólk ríkjum í kirkjunni og við
sögu koma meðal annars ýmsir fyrrum, nú-
verandi og verðandi nemendur við Listahá-
skóla Íslands, úr ýmsum greinum. Má nefna
sem dæmi tónverk eftir Rúnu Esradóttur og
Kjartan Sveinsson sem verða flutt, og gjörn-
ing í Hallgrímskirkjuturni sem Helgi Örn
Pétursson og Guðmundur Vignir Karlsson
fremja. Þá flytja ungir tónlistarmenn barokk-
tónlist, og lesið verður úr Matteusarguð-
spjalli í nýrri óútkominni biblíuþýðingu.
Tónlistarandakt
Á hverjum degi hátíðarinnar verður tón-
listarandakt í hádegi þar sem tækifæri gefst
til að heyra fallega tónlist og eiga kyrra
stund með bæn í erli dagsins. Þar koma fram
félagar úr Alþjóðlegu barokksveitinni í Den
Haag, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran,
Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Ein-
ar Jóhannesson klarinettuleikari, sem frum-
flytur verk eftir John A. Speight, og Douglas
A. Brotchie orgelleikari, auk nemenda á org-
anistanámskeiði Davids Sangers.
Kirkjulistaspjall
Föstudagskvöldið 26. ágúst verður sérstök
dagskrá í suðursal Hallgrímskirkju, sem kall-
ast „Kirkjulistaspjall með kaffihúsastemmn-
ingu“. Þá munu guðfræðingar og fræðimenn
ýmissa greina ræða tónlist, bókmenntir,
myndlist og kvikmyndir við gesti, en um-
ræðum stjórna Ævar Kjartansson og dr. Sig-
urður Árni Þórðarson.
Laugardag og sunnudag helgina 27.–28.
ágúst verður síðan markaður á Hallgríms-
kirkjutorgi, þar sem meðal annars verða í
boði vörur frá Sólheimum í Grímsnesi og
ferskt grænmeti.
Listahátíðir | Viðamikil Kirkjulistahátíð haldin í Hallgrímskirkju í 10. sinn dagana 20.–28. ágúst
Tvær Matteusar-
passíur fluttar
Kirkjulistahátíð hefst í Hallgrímskirkju 20. ágúst.
www.kirkjan.is/kirkjulistahatid
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
SÝNING á verkum Eggerts Péturssonar og Helga Þorgils Friðjónssonar
var opnuð í Galerie Der Stadt í Mirabell-garðinum í Salzburg hinn 27. júlí
síðastliðinn. Það var sendiherra Íslands í Austurríki, Sveinn Björnsson,
sem opnaði sýninguna formlega.
Um þessar mundir stendur einnig yfir hin árlega listahátíð borgarinnar,
Salzburg Festspiele, sem leggur áherslu á sviðslistir og dregur árlega þús-
undir listelskra gesta til borgarinnar. Hefur sýningin þegar vakið nokkra
athygli og nokkur málverk verið seld.
Verk Eggerts á sýningunni.
Helgi Þorgils Friðjónsson og Egg-
ert Pétursson sýna í Galerie Der
Stadt í Salzburg um þessar mundir.
Íslensk málverk
í Salzburg