Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 52

Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 52
52 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ THE ISLAND kl. 5.45 - 8.30 - 10 og 11.20 B.i. 16 ára DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 B.i. 12 ára Madagascar m/ensku.tali kl. 6 - 8 og 11.20 Batman Begins kl. 6 og 8.30 B.i. 12 ára     KRINGLAN HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM? Magnaður framtíðartryllir þar sem hraðinn og spennan ræður ríkjum. Frá hinum eina sanna Michael Bay (“Armageddon”, “The Rock”). -S.V. Mbl.  -Steinunn/ Blaðið  SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA með ensku tali EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. RÁS 2 THE ISLAND kl. 12 - 3 - 5.30 - 8.30 - 11.15 B.i. 16 ára THE PERFECT MAN kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 12 - 2.30 - 4.30 - 6.30 BATMAN BEGINS kl. 8.30 - 11.15 B.i. 12 ára -Steinunn/ Blaðið -S.V. Mbl.  -KVIKMYNDIR.IS  Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. HÁDEGISBÍÓ 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLA      Tveir kviðdómendur í réttarhöld-unum yfir Michael Jackson hyggjast skrifa bók þar sem þeir rökstyðja fullyrðingar sínar um að illa hafi verið staðið að málum varð- andi réttarhöldin yfir söngvar- anum. Kviðdómendurnir Eleanor Cook og Ray Hultman, sem segjast hafa verið tveir þriggja kviðdómenda sem vildu sakfella söngvarann, halda því m.a. fram að einn kvið- dómendanna hafi smyglað upptöku af sjónvarpsútsendingu inn í kvið- dómendaherbergið en kviðdómend- urnir voru í fjölmiðlabanni á meðan á réttarhöldunum stóð. Fleiri potta segir Cook hafa ver- ið brotna, s.s. að meðal kviðdóm- enda mátti finna einlæga aðdá- endur söngvarans. Fólk folk@mbl.is ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að Adam Pierce er heilmikið krútt. Útitekinn með sakleysislegt og bjart augnaráð, Aragorn-skegg og hlýlega framkomu. Hann er for- sprakki hljómsveitarinnar Mice Parade og eflaust leitun að krútt- legra hljómsveitarnafni. Til að auka á krútt-áhrifin er „Mice Par- ade“ í raun bara stafaruglingur á nafni Adams. Gerist það öllu krútt- legra? Það er samt ekki bara þess vegna sem hann og hljómsveit hans eru aðalnúmerið á listahátíð- inni Krútt á Lýsuhóli á Snæfells- nesi nú um helgina. Varð til fyrir slysni „Þetta er 7 manna hljómsveit, fjórir frá New York, einn frá Chi- cago, einn frá Englandi og einn ís- lendingur,“ segir Adam um bandið. „Reyndar getur hljómborðsleik- arinn okkar ekki komið í þetta skipti svo við höfum nýjan, íslensk- an, Davíð.“ Þessi hópur hefur tínst saman héðan og þaðan en bandið hefur verið í stöðugri mótun: „Ætli það hafi ekki verið í heildina 30 manns í hljómsveitinni frá upphafi,“ segir Adam, en segja má að bandið hafi orðið til í kringum hann þegar hann byrjaði á að púsla saman upptökum sem hann hafði gert með ólíkum hljómsveitum. „Þetta var fyrir hálfgerða slysni. Skyndi- lega varð til plata og síðan önnur. Eftir þriðju plötuna afréðum við að fara í tónleikaferð og þá má segja að fyrst hafi orðið til heildstæð hljómsveit.“ Íslandsvinur Kynni Adams af Íslandi og Ís- lendingum bar að með þeim hætti að Mice Parade hafnaði hjá sama útgáfufyrirtæki og íslenska bandið Múm: „Við fórum saman í tónleika- ferð um Evrópu. Þetta var fyrir löngu síðan, kannski 98-99 (ég er ekki með gott tímaminni). Þar hófst vinskapurinn og ég fór að fylla í skarðið sem íhlaupatromm- ari í þeirra bandi. Ég kom fyrst til íslands til að spila á trommur með þeim í Þjóðleikhúsinu þar sem ég fékk að hitta foreta Íslands. Það var gaman,“ bætir Adam við með krúttlegum hlátri. Þetta er fjórða heimsókn Adams til landsins en hann er orðinn mik- ill Íslandsvinur: „Ég kom hingað síðast til að fagna áramótum. Vin- irnir sem ég hef eignast hérna eru ótrúlegir. Það er mjög góð tilfinn- ing að vera í þessu landi. Mjög ávanabindandi. Bara það að lenda á flugvellinum yljar mér. Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn!“ Brögðótt tónlist Adam segir erfitt að skilgreina tónlistina sem Mice Parade spilar: „Það er alltaf erfitt fyrir tónlistar- mann að svara svona spurningu. Þetta er mjög rytmað hjá okkur. Tónlistin er kannski bæði dans- og stemmningartónlist. Það koma skeið þar sem trommurnar taka völdin og svo eru önnur sem hljóð- áhrifin taka yfir. Tónlistin er orku- rík og það er alveg hægt að dansa við tónlistina, en hún byrjar ekki alltaf á þeim nótunum. Vonandi er þetta líka viðkunnanleg tónlist til að hlusta á: kannski svolítið brögð- ótt, hljómar ekki „fríkí“ en hefur margt til að hlusta á.“ Mice Parade-liðar eru um þessar mundir, auk Adams sem leikur á trommur og gítar: Doug Scharin trommuleikari, Dylan Cristy á víbrafón, Kristín Anna Valtýsdóttir harmonikkuleikari og söngvari, Dan Lippel á klassískan gítar, Josh McKay á rafmagnsgítar, Brandon Knights hljóðmaður og íhlaupa- maðurinn Davíð á hljómborði. Mice Parade mun troða upp á Krútt-hátíðinni í kvöld, laug- ardagskvöld, en hátíðin stendur fram á sunnudag. Það verður ekki skafið af Adam Pierce að hann er heilmikið krútt. Músaskrúðgangan Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.