Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 56
„Stórfeng-
legur
söngur“
„ÞAÐ er leitun að söngleikja-
uppfærslu hér á landi sem hefur
náð eins góðum árangri í heild í
jafnviðamikilli sýningu og hér um
ræðir,“ segir Sveinn Haraldsson,
gagnrýnandi Morgunblaðsins, í
leikhúsdómi um söngleikinn Kabar-
ett sem frumsýndur var í Íslensku
óperunni sl. fimmtudag. Dómurinn
er birtur í Lesbókinni í dag og lofar
Sveinn uppfærsluna í hástert.
Um leik Þórunnar Lárusdóttur í
hlutverki Sallyar Bowles segir
m.a.: „Söngur hennar er í einu orði
sagt stórfenglegur…“ | Lesbók
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Hættir vegna
„óheppilegs“
fæðingarorlofs
ANDRI Teitsson hefur sagt upp
störfum sem framkvæmdastjóri KEA
til þess að geta tekið fæðingarorlof.
Stjórn KEA þótti óheppilegt að Andri
færi í langt orlof en hann á rétt á níu
mánuðum þar sem þau hjónin eiga
von á tvíburum um áramót. Fyrir eiga
þau fjögur börn, átta ára og yngri.
Að sögn Benedikts Sigurðarsonar,
stjórnarformanns KEA, er málið
flókið þar sem fyrirtækið byggist í
raun á þessum eina starfsmanni. „Ef
staðgengill væri til staðar hefði þessi
hluti málsins snúið allt öðruvísi,“ seg-
ir hann og bendir á að Andri hafi sjálf-
ur höggvið á hnútinn með því að
hverfa frá. Málinu sé nú lokið með
samkomulagi aðila.
Andri segir að ekki hafi verið deilt
um rétt hans en mönnum hafi þótt
óþægilegt að hann færi frá þetta lengi
og hann hafi fallist á það. Hann hafi
hins vegar verið ákveðinn í að taka
langt fæðingarorlof fremur en að taka
viku og viku, líkt og sumir sem séu í
stjórnunarstöðum hafi gert.
Andri | 14
FYRSTU sjö mánuði ársins 2005
voru 847 atvik er varða sjúklinga
skráð í rafrænan atvikaskráningar-
grunn Landspítala – háskólasjúkra-
húss (LSH) samanborið við 482 atvik
árið 2004 og 219 atvik árið 2003. Leif-
ur Bárðarson, yfirlæknir á deild
gæðamála og innri endurskoðunar á
LSH, telur að skýringin á fjölgun
skráðra atvika sé ekki sú að atvikum
hafi fjölgað heldur séu fleiri atvik
skráð nú en áður og starfsfólk sjúkra-
húsa sé orðið mun betur meðvitað um
þetta kerfi.
„Meginástæða þess að sjúkrahúsið
hefur farið út í þessa rafrænu skrán-
ingu er að afla vitneskju um hvers
vegna þau eigi sér stað svo koma
megi af stað umbótum til að koma í
veg fyrir þau.“
Leifur segir það vera alþjóðlegt
vandamál að menn veigri sér við því
að skrá atvik enda geti þeir átt yfir
höfði sér málsóknir og orðspor þeirra
geti beðið hnekki.
Hér á landi virðist þetta hins vegar
ekki vera eins mikið vandamál en að
sögn Leifs hafa sjúklingar á Íslandi
ekki löngun til þess að finna einhvern
sökudólg.
„Einasta áhugamál sjúklinganna
er að eitthvað sé gert en yfirgnæfandi
meirihluti hefur engan áhuga á mál-
sóknum og vill einungis tryggja að
þetta komi ekki fyrir neinn annan.
Það finnst mér yndislegt íslenskt við-
horf. Menn eru ekki á eftir neinum
heldur vilja þeir fyrst og fremst læra
af reynslunni.“
Beinbrot alvarlegur hlutur
Að sögn Leifs er fjöldi atvika
skráður hér á landi þrátt fyrir að af-
leiðingarnar séu engar en afleiðingar
af þeim atvikum sem voru skráð á
fyrstu sjö mánuðum áranna 2003,
2004 og 2005 voru engar í 72% tilvika.
Í þeim tilfellum sem afleiðingar
hljótast af atviki eru áverkar, líkt og
mar, hrufl, skurðir eða beinbrot sem
afleiðing af falli, algengastir. Að sögn
Leifs eru beinbrot einna alvarlegustu
afleiðingarnar þar sem í flestum til-
fellum er um aldrað fólk að ræða sem
dettur einhvers staðar á sjúkrahús-
inu.
„Tíðni falla á sjúkrahúsinu í þess-
um aldursflokki er þó alls ekki hærri
en gengur og gerist meðal eldra fólks
en beinbrot í þessum aldursflokki eru
hins vegar alvarlegur hlutur sem hef-
ur mikil áhrif á líf og lífsgæði þeirra
sem fyrir þeim verða.“
Rafrænum skráningum á atvikum sem varða sjúklinga hefur fjölgað til muna
Atvik eru skráð þrátt fyrir
að afleiðingar séu engar
#
0 :.<
* ! - - * * * ! - - * * * ! - - * *
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
Veitir mikilvægt | 8
EMILÍANA
Torrini verður í
hópi dómara á
kvikmyndahátíð-
inni í Feneyjum
sem hefst í lok
mánaðarins.
Keppt er um
Gullljónið en
meðal þátttak-
enda að þessu sinni eru George
Clooney og Terry Gilliam. Meðal
mynda á hátíðinni verður Drawing
Restraint í leikstjórn Matthews
Barneys en Björk Guðmundsdóttir
samdi tónlistina við myndina. | 51
Emilíana
dæmir í
Feneyjum
♦♦♦
„STEMNINGIN er ótrúlega góð,
allir í góðu skapi og svo jákvæðir,“
sagði Júlíus Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla,
sem haldinn verður á Dalvík í dag,
laugardag, en í gærkvöldi opnuðu
Dalvíkingar heimili sín og buðu
gestum og gangandi upp á fiski-
súpu. Þar sem logaði á tveimur
kyndlum utandyra var fólki vel-
komið að líta í bæinn og þiggja
súpu og brauð. Fjölmargir voru á
ferðinni, hvarvetna fólk á rölti milli
húsa og iðaði bærinn af lífi.
„Þetta er bara stórkostlegt, eig-
inlega alveg ótrúlegt, einstakt
framtak hjá Dalvíkingum, þeir eru
virkilega gestrisnir, maður á ekki
orð til yfir þetta,“ sögðu þau Jón
Zophaníasson, Kolbrún Hilm-
isdóttir, Sveinn Heiðar Jónsson og
Erla Oddsdóttir sem voru að gæða
sér á fiskisúpu í garðinum við
Vegamót, en á heimili þeirra Að-
alheiðar Símonardóttur og Bjarna
Gunnarssonar sem þar búa fékk
Júlíus hugmyndina að Fiskisúpu-
kvöldinu fyrir einu ári.
„Þetta er alveg æðislega gaman,
ég renndi alveg blint í sjóinn með
hvað kæmu margir en hér hefur
verið stöðugur straumur af alls
konar fólki,“ sagði Herborg Harð-
ardóttir sem var að skenkja stór-
söngvaranum Matthíasi Matthías-
syni og syni hans, Arnari Páli, súpu
á disk í gærkvöldi. Hún bauð upp á
tvenns konar súpu, „aðra eftir upp-
skrift, en hin er bara svona a la
Herborg,“ sagði hún og kvaðst
aldrei hafa verið í vafa um ágæti
þeirrar hugmyndar að opna hús sitt
fyrir þeim sem vildu og bjóða súpu,
– það hefði ekkert með það að gera
að hún væri stórfrænka Júlla, fram-
kvæmdastjóra hátíðarinnar!
Við Hólaveg var líka líf og fjör og
um 100 manns höfðu þegar heim-
sótt þau Guðmund St. Jónsson og
Guðnýju Jónu Þorsteinsdóttur í
húsinu númer 17 þegar klukku-
stund var liðin frá því þau tendruðu
ljós á kyndlunum í garði sínum. „Ég
er bjartsýnn og veit að Íslendingar
eru ekki feimnir, þeir bara koma í
heimsókn þótt þeir þekki okkur
ekki neitt,“ sagði Guðmundur. Þau
hjónin buðu upp á súpu „a la
Selma“, eins og Guðný orðaði það,
uppskrift frá vinkonu hennar
Selmu. Viðar Jónsson frá Akureyri
sat úti í garði og sötraði súpuna,
hann sagði þetta fimmta húsið sem
hann hefði heimsótt um kvöldið,
„og þá eru ekki nema svona 25 eft-
ir,“ sagði hann og ætlaði ekki að
gefa neitt eftir. „Þetta eru allt gríð-
arlega góðar súpur sem ég hef
smakkað, og tel ég mig mikinn
smekkmann, hef gott vit á súpum,“
sagði hann. „Þetta er alveg frá-
bært, engu líkt.“
Ótrúleg
stemning
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Matthías Matthíasson, söngvari Papanna, fær fiskisúpu hjá Herborgu
Harðardóttur og sonur hans, Arnar Páll, fékk líka smáslettu á disk.
Fiskisúpukvöldið mikla á Dalvík. Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni
Gunnarsson tóku á móti fjölda gesta í garðinum við hús sitt, Vegamót.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Fjöldi fólks á ferðinni á Fiskisúpukvöldinu mikla á Dalvík