Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 6
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, segir að borgaryfirvöld hafi kom-
ið afskaplega illa fram við gæslukonur og skila-
boðin til umönnunarstétta í borginni séu ekki góð.
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna starfsloka-
samninga frá 1994 er liðlega 124 milljónir króna.
Guðlaugur Þór segir að þar af séu meira en 54
milljónir króna í 15 starfslokasamninga sem séu
umfram það sem hefðbundin ráðningarkjör og
kjarasamningar gera ráð fyrir.
Skilgreining þáverandi borgarstjóra á starfsloka-
samningum í nóvember 2004 stangast á nýlega
skilgreiningu menntaráðs, að sögn Guðlaugs Þórs,
og hann segir að báðar geti ekki staðið. Sé gengið
út frá því að seinni skilgreiningin sé rétt, sem hún
sé þó ekki, sé ótrúlegt að á sex mánaða tímabili
skuli menntaráð hafa samþykkt þrisvar að gera
starfslokasamninga við gæslukonur, þegar öllum í
menntaráði hafi verið ljóst að um hafi verið að
ræða greiðslur umfram það sem lögboðnar skyldur
gera ráð fyrir og því hafi verið eðlilegt að leggja til
að samþykktinni yrði breytt eða gripið til ein-
hverra annarra ráðstafana. Það hafi ekki verið gert
og ekki minnst á þetta einu orði.
Guðlaugur Þór segir að ástæð-
an fyrir því að menn hafi viljað
gera starfslokasamninga við
gæslukonur hafi verið sú að verið
væri að leggja niður starfsemi.
Allir hafi verið sammála um að
þarna hafi verið unnið afskaplega
gott starf og eðli málsins sam-
kvæmt væru ekki til nein sam-
bærileg störf. Pólitískur vilji hafi
verið til þess að gera betur við
þessar konur en gengur og gerist, líka hjá
R-listanum til að byrja með. Nú sé hins vegar látið
að því liggja að ekki sé hægt að koma frekar til
móts við þessar konur en gert hafi verið en sam-
kvæmt svörum við fyrirspurnum um starfsloka-
samninga standist það ekki. „Samþykktum
menntaráðs um að gengið verði frá starfsloka-
samningum við þessar konur þannig að sómi sé að
er ekki fylgt eftir. Þetta eru ekki góð skilaboð til
umönnunarstétta í borginni,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson.
Málefni gæslukvenna eru enn til umfjöllunar í borginni
Samþykktum ekki fylgt eftir
Guðlaugur Þór
Þórðarson
STEFÁN Jón Hafstein, formaður menntaráðs
Reykjavíkur, segir að þrjár gæslukonur vilji ekki
ganga að samningi en mál annarra séu leyst eða í
vinnslu.
Að sögn Stefáns Jóns Hafstein hafa 10 konur
gert starfslokasamninga og tvær til viðbótar fara á
ellilífeyri. Enn sé verið að vinna í málum sjö
kvenna og þar af fimm sem þurfi sérlausnir vegna
heilsufars. Þrír starfsmenn sætti sig hins vegar
ekki við það sem í boði sé. Fjölmargar ívilnanir
sem þeim standi til boða hafi verið raktar og þær
séu satt að segja óvenjulegar miðað við það sem
almennt tíðkast á vinnumarkaði. „Þar er gengið
lengra en áður hefur verið gert,“ segir hann.
Stefán Jón segir að sér sárni það mjög að það sé
fullyrt hvað eftir annað að gæslukonur fái ekki að
vera áfram í stéttarfélagi, sem sé rangt, og að þær
fái ekki að vera áfram í sama lífeyrissjóði, sem sé
líka rangt. „Það sem er kannski mikilvægast af
öllu er að öllum konunum bjóðast ný störf eftir að
hafa verið á launum á uppsagnarfresti án þess að
skila vinnuframlagi en mega
vera í námi,“ segir Stefán Jón.
Varðandi einstaka starfsmenn,
sem ekki hafi verið búið að
semja við í liðinni viku, segir
Stefán Jón að verið sé að vinna í
þeim málum. Það séu mál sem
séu mjög sérstök. Þau varði til
dæmis heilsufar kvennanna og
hæfni til að taka þeim störfum
sem í boði séu. „Ég viðurkenni
það að það eru þrír starfsmenn
sem virðast ekki hafa áttað sig á því að það verður
ekki gengið lengra með þessu móti. Við höfum
teygt okkur til hins ýtrasta innan þess ramma sem
starfsmönnum á skrifstofunni leyfist. Það hefur
einhver afvegaleitt þær með það að þeim geti stað-
ið meira til boða.
Við bjóðum ekki upp á starfslokasamninga eins
og ríkið gerir við sína forstjóra. Það tíðkast ekki
hjá Reykjavíkurborg.“
Mál þriggja eru enn óleyst
Stefán Jón
Hafstein
6 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sagði mikinn sóknarhug í
landsmönnum um þessar mundir,
Eyjafjörður væri þar ekki undanskil-
inn, en margt væri þar um að vera nú.
Þingflokkur Framsóknarflokksins
hefur verið á Akureyri í vikunni, m.a.
haldið árlegan haustfund sinn, farið í
heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir
en dagskránni lauk með hádegisverð-
arfundi í gær þar sem forsætisráð-
herra hafði framsögu sem og einnig
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Val-
gerður Sverrisdóttir.
„Það skal viðurkennt, að vandamál
þau sem verið er að tala um í íslensku
samfélagi eru fyrst og fremst hvað
það er mikil uppbygging, hvað það er
mikill kraftur í fólkinu, mikil bjart-
sýni. Menn tala um þenslu, það er
rétt. En er ekki betra að eiga við það
vandamál en atvinnuleysi?“ sagði
Halldór. Hann kvaðst einnig vissu-
lega viðurkenna ákveðinn vanda í
efnahagsmálum vegna gengis krón-
unnar „en við vitum að það var eitt-
hvað sem hlaut að koma vegna þess
að grundvallarbreyting er að verða á
íslenskum fjármálamarkaði“. Hall-
dór sagði ekki rétt að þensla væri
eingöngu vegna stóriðjufram-
kvæmda, „hún er líka vegna húsnæð-
ismarkaðarins og margra annarra at-
riða sem eru að breytast í íslensku
samfélagi“.
Forsætisráðherra gerði „vel
heppnaða sölu Símans“, eins og hann
orðaði það, að umtalsefni og fór yfir
helstu verkefni sem farið yrði í fyrir
söluandvirðið; niðurgreiðslu skulda,
byggingu hátæknisjúkrahúss, bætt-
ar samgöngur, nýsköpun og fleira.
Þessi verkefni sýndu að „það er
rangt að við séum upptekin af ein-
hverju sem heitir stóriðja“.
Í tilefni af opnun Fáskrúðsfjarð-
arganga nefndi Halldór að á næsta
ári yrði hafist handa við gerð Héðins-
fjarðarganga, umdeildra en nauðsyn-
legra, eins og hann nefndi. Þau væru
forsenda þess að sveitarfélög í Eyja-
firði sameinuðust í eitt, „sem mér líst
vel á“. Mikilvægt væri að efla sveit-
arstjórnarstigið, auka vald fólksins
og leysa mál í meira mæli heima í
héraði. Halldór sagði að það ætti að
vera markmið að hefjast jafnan
handa við gerð nýrra jarðganga um
leið og framkvæmdum væri lokið við
ein slík. „Markmiðið ætti að vera það
að alltaf sé einhver jarðgangagerð í
gangi, tekið verði til við ný um leið og
einu verki lýkur.“ Slíkt hefði ein-
hvern tíma verið talið óhugsandi.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
og viðskiptaráðherra nefndi hugsan-
legar stóriðjuframkvæmdir á Norð-
urlandi í ávarpi sínu. Samstarf væri í
gangi milli ráðuneytisins, Alcoa og
þriggja sveitarfélaga í fjórðungnum
þar sem m.a. verið væri að meta kosti
og hvar slík stóriðja ætti helst að rísa.
„Ég vona að við verðum langt komin
með málið um áramót, þá ættum við
að geta þrengt valið og séð hvaða
staður hentar best.“ Þá gat hún þess
jafnframt að álþynnuverksmiðja sem
rætt hefði verið um að reisa norðan
heiða „væri enn í vinnslu“.
Forsætisráðherra sagði í svari við
fyrirspurn úr sal ekki svigrúm til að
lækka skatta á matvæli við núverandi
aðstæður. Íslendingar vildu halda úti
öflugu velferðarkerfi, meginútgjöld
ríkisins væru vegna heilbrigðis- og
tryggingamála, minni skatttekjur
þýddu að minna væri til ráðstöfunar í
málaflokkinn. Ríkisstjórnin væri hins
vegar að lækka tekjuskatt á einstak-
linga, það væri skynsamleg ákvörðun
sem yki kaupmátt. Halldór sagði
ekkert því til fyrirstöðu að lækka
virðisaukaskatt á matvæli, „en ég er
ekki tilbúinn til að koma með yfirlýs-
ingu um slíkt á þessu stigi“.
Fjölmörg önnur mál komu til um-
ræðu á fundinum, m.a. sagði Halldór
í svari við fyrirspurn að háskólastigið
hefði vaxið hratt, „og við ekki getað
fylgt því eftir“. Markmiðið væri að
vísa fólki ekki frá háskólanámi. Þá
var rætt um hátt bensínverð, sem
Halldór sagði alþjóðlegt vandamál en
vissulega mikið áhyggjuefni. For-
sætisráðherra sagði nauðsynlegt að
auka hafrannsóknir og að byggja upp
öflugt fjarskiptakerfi á landinu öllu.
Vandamálið er mikil uppbygging
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Halldór Ásgrímsson á opnum fundi
þingflokks framsóknarmanna í gær.
Stóriðjumál á Norðurlandi skýrast
um áramót að mati iðnaðarráðherra
Morgunblaðið/Kristján
Ari Teitsson f.v. formaður Bændasamtaka Íslands spurði forsætisráðherra hvort til stæði að lækka matarskattinn.
ANNA Kristinsdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að gefa kost á sér í fyrsta
sæti á lista framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún
segir flokkinn hafa alla burði til þess að sækja fram nú þegar fyrir liggur
að ekkert verði af samstarfi um Reykjavíkurlista.
Anna hefur starfað að borgarmálum síðastliðin sjö ár,
og hefur verið borgarfulltrúi frá árinu 2002. Hún er for-
maður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, og situr í
framkvæmdaráði og skipulagsráði. Anna segir að henn-
ar áhugasvið liggi helst á þessum sviðum, og hún hafi
sérstakan áhuga á störfum sem tengjast frítíma fjöl-
skyldunnar. „Auk þess hef ég gegnt fjöldamörgum öðr-
um trúnaðarstörfum á vegum Reykjavíkurlistans svo
sem setu í borgarráði, verið formaður hverfisráðs Háa-
leitis og þjóðhátíðarnefndar. Ég hef haft mikla ánægju
af þessum störfum og jafnframt öðlast víðtæka reynslu
af borgarmálum,“ segir Anna. Hún segir að Framsóknarflokkurinn eigi að
blása til sóknar undir merkjum þeirrar félagshyggju sem flokkurinn eigi
rætur til. Hún hafi starfað um langt árabil í Framsóknarflokknum og verið
kjörin til fjölmargra ábyrgðarstarfa innan hans.
Ekki er enn ljóst með hvaða hætti verður staðið að vali á framboðslista
Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en
Anna segist engu að síður telja rétt og skylt að upplýsa um þessa ákvörðun
sína.
Vill fyrsta sætið hjá
Framsókn í Reykjavík
Anna
Kristinsdóttir