Morgunblaðið - 10.09.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 10.09.2005, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGURÐUR Krist- insson, málarameist- ari og fyrrverandi for- seti Landssambands iðnaðarmanna, lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 4. sept- ember sl. Sigurður fæddist í Hafnarfirði 27. ágúst árið 1922. Hann var sonur hjónanna Krist- ins Jóels Magnússon- ar málarameistara og Maríu Albertsdóttur. Sigurður stundaði nám í Flensborgar- skólanum og nam málaraiðn hjá föður sínum. Hann lauk prófi frá Iðnskóla Hafnarfjarðar 1943 og fékk meistarabréf árið 1950. Sigurður starfaði sem málari í Hafn- arfirði, fyrst hjá föður sínum eða þar til hann hóf sjálfstæðan rekstur 1964. Hann gegndi einnig fjölmörgum trúnaðarstörfum og starfaði að mál- efnum iðnaðarins um áratugaskeið. Hann átti um árabil sæti í stjórn Mál- arafélags Hafnarfjarðar, stjórn Iðn- ráðs Hafnarfjarðar og stjórn Iðnað- armannafélags Hafnarfjarðar og var hann formaður þess árin 1960-67 og 1970-1989. Var hann gerður að heið- ursfélaga félagsins 1988. Sigurður átti einnig sæti í skólanefnd Iðnskóla Hafnarfjarðar 1962-1970. Hann sat í stjórn Landssambands iðnaðar- manna frá 1965 og var forseti sam- bandsins í 12 ár eða frá 1973 til 1985. Var hann heiðursfélagi Landssam- bandsins og sæmdur gullorðu þess 1978. Þá átti hann sæti í stjórn Nor- ræna iðnráðsins árin 1973-1985 og var formaður þess í nokkur ár. Sigurður starfaði einn- ig mikið að leiklistarmál- um allt frá árinu 1940. Hann stundaði leiklistar- nám hjá Jóni Norðfjörð 1944-45 og átti sæti í stjórn Leikfélags Hafn- arfjarðar um árabil frá 1949. Starfaði hann m.a. sem leiktjaldamálari, leikari og leikstjóri leik- félagsins til 1965 og lék um 30 hlutverk. Einnig lék hann með Leikfélagi Reykjavíkur og átti sæti í stjórn Bandalags ísl. leik- félaga og var formaður þess um skeið. Sigurður lét sig margvísleg önnur félagsmál varða og var m.a. í lúðrasveitinni Svani og meðlimur í karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði. Átti hann sæti í stjórn kórsins og var formaður hennar í nokkur ár. Sigurður hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Hann var sæmd- ur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að iðnaðarmál- um. Hann var einnig sæmdur heið- ursmerki Leikfélags Hafnarfjarðar og heiðursmerkjum aðildarsamtaka Norræna iðnráðsins. Sigurður var einn af stofnendum Iðnaðarbanka Íslands 1952. Hann var kjörinn í bankaráð bankans 1975- 1979 og aftur 1981 og síðar í stjórn Eignarhaldsfélags Iðnaðarbankans. Þá var hann í 12 ár formaður Iðn- fræðsluráðs. Eftirlifandi kona Sigurðar er Anna Dagmar Daníelsdóttir. Þau eignuð- ust sjö börn. Andlát SIGURÐUR KRISTINSSON Sigurður Kristinsson KRISTINN Benediktsson ljós- myndari hefur óskað eftir því að Sýslumaðurinn í Reykjavík leggi lögbann við útgáfu bókarinnar Fiskisagan flýgur, sem hann er annar höfunda að og bókaútgáfan Skrudda gefur út. Tekur það til þess að bannað sé að prenta bók- ina, dreifa henni, gefa hana eða selja eða nýta með nokkrum hætti. Taka átti málið fyrir hjá sýslu- manni í gær, en því var frestað fram á þriðjudag af tæknilegum orsökum. Málsatvik eru þau að að- ilar gerðu með sér útgáfusamning um útgáfuna 14. febrúar síðastlið- inn, en bókin er að uppistöðu ljós- myndir sem Kristinn tók í veiði- ferðum úti á sjó á áttunda ára- tugnum og sem hann á höfundar- rétt að. Myndirnar ásamt texta birtust upphaflega í ritinu Sjávar- fréttum, sem gefið var út á þessum árum. Hinn höfundur bókarinnar er Arnþór Gunnarsson, sagnfræð- ingur. Fram kemur í lögbannsbeiðninni að samningurinn gekk engan veg- inn eftir samkvæmt efni sínu og neyddist gerðarbeiðandi Kristinn til þess að tilkynna um riftun samningsins hinn 18. ágúst síðast- liðinn. Riftuninni var hafnað af hálfu gerðarþola og með bréfi dags 7. sept. eða á miðvikudag var gerð- arbeiðanda tilkynnt að bókin væri að koma úr prentun. Í gær hefði gerðarbeiðandi síðan fengið sýnis- eintak af bókinni og væri honum mjög brugðið vegna óviðunandi faglegra vinnubragða við vinnslu myndefnis í henni. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðuna fyrir riftuninni og síðan lögbannsbeiðn- inni mætti rekja til þess að í öllu útgáfuferlinu hefðu allar óskir hans um frágang myndanna í bók- inni skipulega verið hundsaðar og ekkert tillit tekið til tillagna hans í þeim efnum. Myndirnar séu daufar og illa unnar og auk þess hafi myndskurður farið fram án nokk- urs samráðs við hann og hann eigi því ekki annan kost en að fara fram á lögbannið til þess að vernda heiður sinn sem myndhöfundar. Fram kemur í lögbannsbeiðninni að Kristinn setti í upphafi fram hugmyndir um framsetningu verksins (layout), þannig að enginn þurfti að velkjast í vafa um vilja hans í þeim efnum, en þegar á leið tók útgefandi völdin af honum. Kristinn vildi frá upphafi stækka og velja sjálfur allar myndirnar sem veldust í bókina, „enda hefðu þær þannig haldið þeim einkenn- um og áherslum sem hann hefði kosið og er óaðskiljanlegur hluti af höfundarrétti hans sem ljósmynd- ara og nýtur verndar af höfund- arlögum. Síðan myndu copíurnar verða skannaðar fyrir prentun.“ Fram kemur að þessari aðferð hafi alfarið verið hafnað af útgef- anda sem algerum óþarfa og tímasóun, því tæknin væri orðin svo góð að ekkert mál væri að skanna filmurnar, en þessi viðhorf útgefanda sýni mikla vanþekkingu á ljósmyndun og vanvirðingu á höf- undarrétti gerðarbeiðanda. Jafnframt kemur fram að því hafi ítrekað verið mótmælt að nokkur megi vinna myndefni til birtingar nema með fullu samþykki höfundar og hafi það verið meg- inástæða fyrir riftun samningsins. „Útgefandi hafði sýnt að hann ber hvorki skyn á höfundarrétt ljós- myndara né mikilvægi faglegrar og listrænnar niðurstöðu sem full- nægi kröfum höfundar til endan- legrar birtingar. Þessi réttur sé heilagur og þann rétt á höfund- urinn Kristinn Benediktsson,“ seg- ir einnig í lögbannsbeiðninni. Myndhöfundur krefst lögbanns á útgáfu bókar RUT Kjartansdóttir sem situr í stjórn Barnavistunar segir að dag- foreldrar finni fyrir auknu óöryggi um framtíð sína og segist sakna þess að þjónusta sem þeir bjóði foreldrum barna 9–18 mánaða skuli ekki vera nefnd þegar hug- myndir séu settar fram um greiðslur til foreldra sem eiga börn á þessum aldri. Hún segir að stjórn Barnavistar hafi rætt þann möguleika að grípa til aðgerða til að þrýsta á stjórnvöld að gefa skýr svör um þær breytingar sem kunni að verða á þeirra starfsumhverfi. Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinn- ar, kynnti fyrir nokkrum dögum hugmynd um greiðslur til foreldra barna 9 til 18 mánaða. Hann taldi að með þessu mætti leysa þann vanda sem skapist hjá mörgum foreldrum eftir að fæðingarorlofi lýkur og fram til þess tíma að börnin komast á leikskóla. Stefán Jón Hafstein, formaður mennta- ráðs Reykjavíkurborgar, sagði í framhaldi af þessari yfirlýsingu, að ef fjölskyldunefnd ríkisstjórnar- innar vilji ganga til opinnar við- ræðu við sveitarfélögin muni ekki standa á Reykjavíkurborg að leggja sitt til málanna. Stétt í útrýmingarhættu? Rut sagði að dagforeldrar sökn- uðu þess að vera ekki nefndir á nafn þegar rætt væri um þjónustu við börn á aldrinum 9–18 mánaða, en þetta væri sá hópur sem dag- foreldrar sinntu mest. Hún sagðist þar með ekki vera að segja að þetta væri slæm hugmynd. Það mætti gjarnan bæta stöðu for- eldra, en það bæri þá að gera það í samráði við þá sem um áraraðir hefðu veitt þessum aldurshóp þjónustu. Rut sagði að þörf væri á að auka niðurgreiðslur til dagforeldra. Með því að bæta starfsaðstöðu þeirra væri verið að styrkja þessa þjón- ustu og minnka þann vanda sem margir foreldrar barna á þessum aldri væru vissulega í. Rut nefndi sem dæmi að fæðisgjald barna yngri en tveggja ára væri 190 krónur á dag. Hún sagði að allir sem eitthvað þekktu til mála gerðu sér grein fyrir að þetta væri allt of lág upphæð. Rut sagði að mikill kurr væri meðal dagforeldra með að þær skuli ekki hafðar með í ráðum þeg- ar starfsaðstæður þeirra og fram- tíð væri til umræðu. Hún sagði að margir dagforeldrar spyrðu sjálf- an sig hvort þeir tilheyrðu stétt sem væri í útrýmingarhættu. Skapar óöryggi meðal dagforeldra Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Hugmyndir um breytingar á starfsumhverfi dagforeldra ÍSLENSKAR landbúnaðarvörur, hvort heldur er kjöt, ostar, smjör eða skyr, fékk mikla og góða kynningu við opnun nýrrar búðar á vegum verslunarkeðjunnar Whole Foods Markets sem opnuð var í Columbus Ohio nú í vikunni, en um er að ræða næststærstu búð keðjunnar til þessa. Þetta segir Baldvin Jónsson, verk- efnastjóri átakverkefnisins Áforms sem fram fer í Bandaríkj- unum haust hvert. Segir hann ávallt reynt við opnun nýrra búða að leggja áherslu á það sem er óvenjulegt og sérstætt í viðkom- andi verslun. „Í ljósi þessa var því afar ánægjulegt að sjá að t.d. fram- setningin á íslenskum kjötvörum var langmest áberandi í kjötborð- inu og íslenska smjörinu var stillt fremst við hlið lúxussmjörs ann- ars staðar frá,“ segir Baldvin og upplýsir að bakarí verslunarkeðj- unnar sé um þessar mundir að velta fyrir sér að skipta um smjör í bakstri sínum og nota framvegis íslenskt smjör, vegna þeirra góðu eiginleika sem það býr yfir sem meðal annars útskýrist af háu fituhlutfalli í íslenska smjörinu. Að sögn Baldvins voru íslensku ostarnir einnig afar áberandi í ostaborðinu og hafðir fremst. „En yfirmaður allra innkaupa osta- deildarinnar hreifst svo af ost- unum að hún ákvað sjálf að gefa viðskiptavinum að smakka,“ segir Baldvin og tekur fram að gaman hafi verið að upplifa það loksins að sjá íslenskar afurðir settar upp við hlið þess besta sem þekkist í matvælabransanum fyrir vestan. Íslenska kjötið var mest áberandi í kjötborðinu þegar ný Whole Food Market-búð var opnuð í Columbus Ohio fyrr í vikunni. Íslensku vörurnar vöktu mikla lukku „ÉG ER svo standandi hissa á þessu að ég veit ekki hvað ég á að segja, því við höfum hagað okkur í þessu máli alveg eins og samningurinn gerði ráð fyrir sem við gerðum við hann á sínum tíma“ sagði Stein- grímur Steinþórsson, annar eigandi bókaútgáfunni Skruddu, þegar blaðamaður leitaði viðbragða hjá honum við fréttum þess efnis að Kristinn Benediktsson ljósmyndari hefði óskað eftir lögbannsbeiðni á bókina Fiskisagan flýgur sem Skrudda gefur út. Að sögn Steingríms hafði hann þegar blaðamaður ræddi við hann ekki fengið neinar formlegar upp- lýsingar um að lögð hefði verið fram lögbannsbeiðni, annað en það sem hann hefði heyrt í fréttum. „Við höf- um hvorki heyrt frá hans lögmanni né sýslumanni.“ Að sögn Steingríms kom Kristinn að máli við sig viku áð- ur en bókin átti að fara í prentun og vildi hætta við útgáfu bókarinnar. „En það segir sig sjálft að þegar bú- ið er að leggja milljónir í svona verk- efni þá er voðalega erfitt að hætta bara skyndilega við, auk þess sem þarna er annar höfundur sem vildi endilega gefa út þessa bók og við hefðum þá verið að brjóta samninga á honum ef við hefðum hætt við.“ Kom fyrst með athugasemdir sínar viku fyrir prentun Aðspurður sagðist Steingrímur ekki kannast við það að Kristinn hafi snemma á útgáfuferlinu lagt fram hugmyndir um vinnslu myndanna sem útgefandinn hafi hafnað. „Hann hafði allt sumarið til að koma með þessar at- hugasemdir sín- ar, en setti þessar kröfur ekki fram fyrr en viku áður en bókin átti að koma út, þ.e. í ágúst. Við sögð- um þá við hann að ef einhverjar myndir þyrftu að fara í gegnum myrkraherbergið þá værum við al- veg tilbúnir til þess að taka þátt í því,“ segir Steingrímur og bendir á að haldinn hafi verið fundur um mál- ið þar sem gert hafi verið sam- komulag um hvernig ætti að standa að lokavinnslu bókarinnar. „Hann var beðinn um að koma og taka þátt í þessu starfi öllu, en hann hunsaði það og lét síðan ekki ná í sig. Síðan loksins þegar við heyrðum í honum þá var hann mjög neikvæður. Við sýndum honum tillögur og sögðum honum að hann gæti gert allar þær athugasemdir sem honum sýndist, en hann virtist ekki hafa nokkurn áhuga á því. Síðan fengum við bréf þess efnis að hann vildi rifta samn- ingnum sem gerður hafði verið,“ segir Steingrímur og bætir við: „Þetta er vandræða mál og Kristni ekki til nokkurs sóma.“ „Er svo standandi hissa á þessu“ Steingrímur Steinþórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.