Morgunblaðið - 10.09.2005, Síða 18
Hrunamannahreppi | Garð-
yrkjubændur sem eru á Flúðum
og nágrenni hér í Hrunamanna-
hreppi eru sem óðast að skera
kál og taka upp grænmeti. Þeir
eru mjög þokkalega ánægðir
með uppskeruna, en bændur
urðu fyrir nokkru tjóni vegna
kuldanna í vor. Uppskeran er
því nokkuð misjöfn eftir teg-
undum. Sala á afurðunum hefur
gengið vel.
Eins og í öðrum atvinnu-
rekstri hér á landi er erfitt að fá
vinnuafl og er því fjöldi útlend-
inga að störfum hjá garð-
yrkjubændum. Fréttaritari
smellti mynd af Svíunum Tob-
íasi og Gustaf að skera kínakál á
garðyrkjustöðinni Hverabakka
II fyrir skömmu.
Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson
Tobías og Gustaf í kálinu
Uppskera
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Það er margt sem bendir til þess að
sumarið er liðið við Breiðafjörð. Haust-
bragð er komið af berjum og lítið sést til
ferðamanna. Berjaspretta hefur verið
með minna móti og einkum er lítið um
aðalbláber.
Að sögn berjasérfræðinga voru berin
lengi að þroskast og eru það jafnvel ekki
enn. Þessu ástandi kenna þeir veðrátt-
unni um. Seinni hluti sumars hefur verið
úrkomusamur og þungbúinn, lítið sést til
sólar. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir
berjafólk. Veðráttan hefur áhrif á fleira
en berin. Hún hefur haft þau áhrif að
ferðamannastraumurinn hefur verið mun
minni í sumar en vonir stóðu til og eru
það mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna
í Hólminum.
Nú á haustdögum lækkar hitunarkostn-
aður húsa í bænum um 35%. Hinn 1.
september tók Orkuveita Reykjavíkur við
Hitaveitu Stykkishólms og verður verð-
skrá færð til samræmis við gjaldskrá
Orkuveitunnar. Verð á heitu vatni lækkar
úr 101,50 kr. í 65,23 kr. hver rúmmetri
vatns. Slík lækkun er að sjálfsögðu mikil
búbót fyrir bæjarbúa. Með þessari breyt-
ingu og með tilkomu Bónuss fyrr á þessu
ári hefur neysluvísitala Hólmara lækkað
mikið og gert það að verkum að enn
betra er að búa hér en áður.
Víða um land verður kosið um samein-
ingu sveitarfélaga 8. október. Á Snæfells-
nesi verður íbúum boðið upp á slíkar
kosningar. Lagt er til að sameina öll
sveitarfélögin á Nesinu sem eru nú fimm
að tölu með um rúmlega fjögur þúsund
íbúa og allt gott með það. Það er félags-
málaráðuneytið sem stendur fyrir átaki
að fækka og um leið stækka sveitarfélög-
in í landinu.
Nú tæpum mánuði til kosninga hafa íbú-
arnir lítið heyrt hvernig nýtt sameig-
inlegt sveitarfélag á Snæfellsnesi eigi að
starfa. Engar tillögur liggja fyrir og því
er erfitt að ætlast til þess að kjósendur
geti metið kosti og galla sameiningar á
skynsemisnótum. Maður skynjar það svo
greinilega að enginn vilji er til samein-
ingar og því spyr maður sig hvaða til-
gang það hefur að boða til kosninga 8.
október.
Úr
bæjarlífinu
STYKKISHÓLMUR
EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON
FRÉTTARITARA
borða til merkis um að
völlurinn væri tekinn í
notkun. Eftir að borðinn
hafði verið klipptur hófst
fyrsti kappleikurinn á
vellinum og voru það
yngstu börnin sem fengu
að byrja. Umhverfi vall-
arins hefur verið gert
Skagaströnd | Unga kyn-
slóðin á Skagaströnd
fagnaði vel vígslu nýja
sparkvallarins sem byggð-
ur hefur verið á skólalóð-
inni í sumar. Við vígsluna
hvatti Eyjólfur Sverrisson,
knattspyrnumaður og
fulltrúi KSÍ, krakkana til
að nota völlinn mikið og
hugsa vel um hann.
Sparkvöllurinn er einn
af mörgum slíkum sem
byggðir hafa verið víðs
vegar um landið á und-
anförnum misserum með
stuðningi KSÍ og fleiri
styrktaraðila. Völlurinn er
með gervigrasi, upplýstur
og hægt er að hafa hann
upphitaðan ef þess er
þörf. Eyjólfur og Adolf
Berndsen, oddviti Höfða-
hrepps, klipptu saman á
mjög snyrtilegt þannig að
þetta nýja mannvirki sóm-
ir sér vel þar sem það er
staðsett.
Að vígslunni lokinni var
öllum boðið upp á grill-
aðar pylsur og var það
hreppsnefndin sem grill-
aði ofan í mannskapinn.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Sparkvöllur Krakkarnir hlustuðu með athygli á hvatn-
ingarorð Eyjólfs Sverrissonar við vígsluna.
Sparkvöllurinn vígður
Nýverið var birt vísaundir röngu nafni,
sem réttilega er eftir
Braga Jónsson frá Hof-
görðum í Staðarsveit,
sem margir þekkja sem
Ref bónda:
Eftir kjag inn kirkjugólf
klukkan níu fóru að hátta.
Vöknuðu klukkan tíu og tólf
tvö og fjögur, sex og átta.
Rúnar Kristjánsson orti
sléttubandavísu undir af-
dráttarhætti. Hana má
lesa aftur á bak og áfram.
Margur hlýtur stungu stáls
stælir hrakið lyndi.
Argur lýtur tungu táls
tælir rakið yndi.
Og aftur á bak hljómar
vísan svona:
Yndi rakið tælir táls
tungu lýtur argur.
Lyndi hrakið stælir stáls
stungu hlýtur margur.
Af
sléttuböndum
pebl@mbl.is
Landið | Skipulagsstofnun mun efna til
kynningarfunda þar sem fulltrúar stofnun-
arinnar kynna breytt lög um mat á um-
hverfisáhrifum og skipulags- og bygging-
arlögum en þau munu taka gildi 1. október
nk. Breytingarnar varða hagsmuni sveitar-
félaga, fyrirtækja, stofnana, félagasam-
taka og almennings og verða fundirnir
opnir öllum sem áhuga hafa á því að kynna
sér þennan málaflokk. Eftir kynninguna
verða umræður og munu fulltrúar frá
Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyt-
inu svara fyrirspurnum frá fundargestum.
Kynningarfundirnir eru fyrirhugaðir á
eftirtöldum stöðum:
Á Hótel Selfossi, þriðjudaginn 13. sept-
ember kl. 14, Hótel Ísafirði, fimmtudaginn
15. september kl. 13, Hótel KEA, þriðju-
daginn 20. september kl. 14, í Félagsheim-
ili Kópavogs, Fannborg 2, fimmtudaginn
22. september kl. 14 og á Hótel Héraði,
mánudaginn 26. september kl. 14.
Kynna ný
lög um um-
hverfisáhrif
Hafnarfjörður | Öldutúnsskóla í Hafnarfirði
var í gær afhentur Grænfáninn, en úttekt á
starfsemi og rekstri skólans sýnir að þar er
öflugt og markvisst starf í þeim tilgangi að
vernda umhverfið og efla þekkingu
barnanna á náttúru og umhverfi, að því er
fram kemur í tilkynningu frá Landvernd.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýt-
ur virðingar víða í Evrópu sem tákn um
góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Fánann fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst
fjölþætt verkefni sem efla vitund nemenda,
kennara og annarra starfsmanna skólans
um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til
kennslu og til að bæta daglegan rekstur
skóla. Þau efla þekkingu nemenda og skóla-
fólks og styrkja grunn að því að tekin sé
ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar að-
gerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt
sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka
þátt í verkefninu geta sparað talsvert í
rekstri. Fáninn er veittur til tveggja ára í
senn.
Að baki Grænfánanum stendur Sjálfs-
eignarstofnun sem heitir Foundation for
Environmental Education (FEE) og var
stofnuð árið 1981. Landvernd á aðild að
FEE og hefur umsjón með Grænfánanum á
Íslandi. Verkefnið nýtur stuðnings bæði
menntamálaráðuneytis og umhverfisráðu-
neytis.
Öldutúns-
skóli fær
Grænfánann
♦♦♦
Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekov
8. og 9. september á Stóra sviðinu
Að eilífu eftir Árna Ibsen
10. og 11. september á Stóra sviðinu
Texti á skjá
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is