Morgunblaðið - 10.09.2005, Side 24
24 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
Leynifoss er falinn oss
Farið um hann rennur.
Dýrðar hnoss er þetta hross,
hjartað í mér brennur.
Þannig yrkir Grétar HallurÞórisson forstöðumaðurskíðasvæðisins í Bláfjöll-um sem eyðir miklum
hluta af sumrinu í hnakk, en hann
hefur haldið nokkur hross undan-
farin ár. Hann fer árlega í þó
nokkrar hestaferðir, ýmist langar
eða stuttar, ásamt konu sinni,
börnum og öðru samferðafólki. Að-
spurður um uppáhalds reiðleið
sagði hann þær margar en þó gæti
hann nefnt eina sem hann hefði
farið ótal sinnum en stæði alltaf
fyrir sínu. „Reiðleiðin úr Biskups-
tungum inn að Hagavatni við
Langjökul er einstaklega skemmti-
leg. Hún er um þrjátíu kílómetra
löng, sem er mátuleg dagleið á
hestum. Ég orti einmitt vísuna hér
að ofan þegar ég reið um þetta
svæði á góðum klár.“
Gott að gista í gömlu sæluhúsi
Lagt er upp frá Hrauntúni, sem
er næsti afleggjari á þjóðveginum
austan við Úthlíð. „Síðan er riðið
austan með Miðfelli og farið inn
Bjarnarfellsvellina. Því næst með-
fram svokallaðri Skeifnagirðingu
vestanmegin undir Sandfelli, beygt
inn að Sjónarhólum þegar þeirri
girðingu sleppir og þar haldið
áfram í norður þar til komið er á
línuveginn og hann riðinn áfram
innúr og upp Mosaskarð. Þá er rið-
ið inn með Fagradalsfjalli að
norðanverðu í austurátt og að af-
fallinu úr Hagavatni, sem nefnist
Far og rennur í Sandvatn.
Hægt er að fara niður með
gamla Leynifossi, sem er reyndar
svolítið bratt og betra að teyma
hrossin, og fara þannig niður að
Farinu þar sem það er grynnra og
þá er hægt að komast þar yfir á
vaði. Þá er örstutt inn að Einifelli
þar sem er sæluhús frá Ferða-
félaginu og um að gera að hafa þar
næturgistingu. Þarna geta sofið
allt að fimmtán manns en reyndar
er hesthúsið löngu hrunið en það
er afgirt hólf á staðnum sem hægt
er að koma um fjörutíu hrossum í.“
Ægifagurt um að litast
Grétar segir þessa reiðleið fyrst
og fremst skemmtilega fyrir þær
sakir hvað hún sé fjölbreytt.
„Ferðin hefst í skógi og þar er far-
ið upp þröngan stíg sem er gömul
upprekstrargata og heitir Hellis-
gata. Þegar skógi sleppir þá sér
inn í Brúarárskörð og eftir stutta
reið á hraunslóðum taka við mjúk-
ar moldargötur, því næst grösugir
og sléttir vellir vestan undir Bjarn-
arfelli. Þarna er fjallasýnin ekki
amaleg, þar sem Kálfstindur,
Rjúpnafell, Svínafell, Hellisskarð,
Högnhöfði og aðrar perlur skarta
sínu fegursta. Frá Sjónarhólum og
inn að línuvegi er gróið hraun og
nokkuð þýft, sem tekur ekki nema
rúman hálftíma að komast yfir.
Efst uppi á brún Mosaskarðs opn-
ast gríðarlega mikið útsýni í austur
og sér þá meðal annars vel til Blá-
fells, Heklu og Tindfjalla. Þegar
riðið er með Fagradalsfjalli að
norðanverðu eftir glöggum götum,
þá eru klettar mjög „flúraðir
tröllamyndum“ á hægri hönd og
vatnið og jökullinn á þá vinstri.
Þarna er ægifagurt um að litast og
jökulstálið mikilfenglegt. Stundum
getur hrunið úr stálinu og þá er
ekki leiðinlegt að vera nær-
staddur,“ og þá kemur vísa upp í
hugann á Grétari sem er eftir
Kristinn fyrrum bónda í Borgar-
holti, en hann er einn af afkom-
endum Bólu-Hjálmars:
Glymja köll í hamrahöll
hó og sköll í tindum.
Gnapa fjöllin, ferleg öll,
flúruð tröllamyndum.
Þessi vísa er greinilega ort í
smalamennsku sem er vel við hæfi
því Grétar hefur farið síðastliðin
sautján ár í fjárleit Hlíðarmanna
inn í Buðlungabrekkur og smalað
hvern krók og kima inn við jökul-
rætur.
HESTAFERÐ | Fjölbreytt reiðleið úr Biskupstungum og inn að Hagavatni við Langjökul
Jökulstálið mikilfenglegt
Grétar Hallur Þórisson er hér á góðri stund í hestaferð í Brúarárskörðum
ásamt félaga sínum Guðmundi Magnússyni.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
!
"
Hér má sjá reiðleiðina merkta með rauðum lit og helstu kennileiti.
Ný flugfargjöld hjá SAS
Hinn 1. september tók SAS-flugfélagið
í gildi ný fargjöld, sveigjanlega flug-
miða sem gilda aðra leið og fyrir öll
þrjú farþegarýmin. En aðeins innan
Evrópu, ekki á milli heimsálfa.
Nýi fararmátinn er partur af þróun hjá
SAS-þjónustunni, að bjóða farþegum
upp á meira val og meiri sveigjanleika
með færri reglum.
SAS býður upp á þrjár tegundir af
ferðamáta. Það er Economy sem er
lægsta fargjaldið, Economy Flex fyrir
þá sem þurfa meiri sveigjanleika og
Business Class fyrir farþega sem vilja
þægilegt ferðalag.
Breytingin felsti í því að eftir 1. sept-
ember geta farþegar keypt miða aðra
leið á t.d. Economy-farþegarýminu en
flogið heim á Business Class.
Fjölgun ferða hjá
Bændaferðum
Bændaferðir bjóða upp á nokkrar ferð-
ir fram að jólum og er þegar uppselt í
nokkrar þeirra. Meðal ferða sem enn
er laust í er ferð
til Þýskalands, Frakklands og Sviss
dagana 2.–9. desember og má meðal
viðkomustaða nefna Frankfurt og Hei-
delberg þar sem jólamarkaður er
skoðaður, Kehl, Strassborg, vínslóð-
irnar í Alsace, og svo svissnesku borg-
irnar Zürich og Basel.
Þá er orðið fullt í aðra aðventuferðina
sem boðið er upp á og þegar er upp-
selt í tvær jólaferðir af fjórum.
Í aðventuferðinni er farið til Þýska-
lands, Sviss og Frakklands og áherslan
er lögð á að heimsækja jólamarkaði og
farið í ýmsar skoðunarferðir.
Jólaferðirnar eru með öðru sniði en
aðventuferðirnar. Farið er út á fimmtu-
degi og komið heim á sunnudagi. Gist
er í Würzburg í Þýskalandi í þrjár næt-
ur og farið í dagsferð til jólabæjarins
Rothenburt ob der Tauber og síðan er
lögð áhersla á að upplifa jólastemmn-
inguna í Þýskalandi, farið er á jóla-
markað og þeir sem vilja geta farið
með fararstjórn í skoðunarferð um
Würzburg.
Nánari upplýsingar um ferð-
irnar hjá Ferðaþjónustu bænda
og Bændaferðum:
Sími: 570 2790.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
STJÓRNVÖLD í
Taílandi hafa aflétt
kvöð um að Íslend-
ingar þurfi að verða
sér úti um vegabréfs-
áritun ætli þeir sér
að ferðast til lands-
ins. Breytingin gekk
formlega í gildi 22.
júlí síðastliðinn. Ís-
lendingar á leið til
Taílands þurfa því nú
ekki vegabréfsáritun
ætli þeir sér að
dvelja mánuð eða
skemur í Taílandi.
Kjartan Borg,
ræðismaður Taílands
á Íslandi, segir tíð-
indin gleðileg þar
sem fyrirkomulagið
hafi hvorki verið gott
fyrir Íslendinga né
Taílendinga. Hann
hafi þó engar hald-
bærar skýringar á
því hvers vegna Ís-
lendingar lentu á
lista hjá Taílend-
ingum um þjóðir, sem þyrftu
vegabréfsáritun.
„Hér áður fyrr höfðu Íslend-
ingar, eins og aðrir Norður-
landabúar, þrjátíu daga dval-
arleyfi í Taílandi án áritunar.
Skyndilega breyttist það fyrir
tveimur og hálfu ári þegar Taí-
lendingar skylduðu tuttugu þjóð-
ir, þar með talið Íslendinga eina
Norðurlandaþjóða, að afla sér
vegabréfsáritunar til að fá að
komast inn í landið. Ólafur Eg-
ilsson, sendiherra okkar í Taí-
landi, beitti sér mjög fyrir því að
fá þessu breytt í fyrra horf sem
að lokum tókst og er mikill létt-
ir,“ segir Kjartan Borg.
TAÍLAND | Íslendingar á faraldsfæti
Áritanir þarf
ekki lengur
Íslendingar á leið til Taílands þurfa nú ekki
vegabréfsáritun ætli þeir sér að dvelja mán-
uð eða skemur í landinu.
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum, frá 2ja manna og
upp í 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni eða fáið lista.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshverfi
Danskfolkeferie orlofshverfi
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm-símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar