Morgunblaðið - 10.09.2005, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VEGUR VATNSMÝRARINNAR
Framtíð Vatnsmýrarinnar íReykjavík er nú í brennidepli.Hver á vegur Vatnsmýrarinn-
ar að vera í höfuðborginni? Borgar-
ráð samþykkti á fimmtudag tillögu
borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista
um að halda alþjóðlega hugmynda-
samkeppni um skipulag Vatnsmýrar-
innar og er gert ráð fyrir að það fari
fram í samráði við íbúa og aðra, sem
hagsmuna eigi að gæta. Í frétt Morg-
unblaðsins í gær er hollenski arki-
tektinn Rem Kolhaas nefndur til sög-
unnar og sagt að vonir standi til að
hann komi að verkinu með einhverj-
um hætti.
Miklu máli skiptir að byggð í
Vatnsmýrinni verði skipulögð með
heildstæðum hætti, en ekki með
bútasaumsaðferðinni, sem oft hefur
orðið niðurstaðan í höfuðborginni.
Mikilvægt er að þær ákvarðanir, sem
nú verða teknar um skipulag Vatns-
mýrarinnar verði í samræmi við
framtíðarhlutverk hennar. Í því sam-
bandi er nærtækast að benda á hug-
myndir um samgöngumiðstöð í
Öskjuhlíð, þar sem virðist vera geng-
ið út frá því að flugvöllur verði áfram
í Vatnsmýrinni. Síðan er hætt við að
vísað verði til kostnaðar við uppbygg-
ingu samgöngumiðstöðvar þegar
kemur að því að réttlæta að áfram
verði flugvöllur í Vatnsmýrinni. Hins
vegar liggur alls ekki fyrir að flug-
völlurinn verði þar nema til skamms
tíma.
Annað dæmi er færsla Hringbraut-
ar til að skapa svigrúm fyrir Land-
spítala – háskólasjúkrahús án þess að
skipulag þess liggi fyrir. Í báðum til-
fellum er eins og sé um að ræða al-
gerlega sjálfstæðar aðgerðir, sem
séu óháðar öðrum skipulagsþáttum.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri segir í Morgunblaðinu í
dag ljóst að umræðan um Vatnsmýr-
ina hafi verið að þróast og þroskast
og nú virðist líklegt að ná megi þver-
pólitískri samstöðu um að taka
Vatnsmýrina undir byggð. Sú niður-
staða væri í samræmi við útkomu at-
kvæðagreiðslunnar, sem fór fram
meðal borgarbúa árið 2001 um fram-
tíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hér
er um að ræða 150 hektara bygging-
arlands og skipulag þess skiptir
sköpum um það hvernig Reykjavík
mun þróast.
Alþjóðleg hugmyndasamkeppni
þar sem gert er ráð fyrir því að flug-
völlurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og
svæðið verði skipulagt sem heild
þjónar ekki síst þeim tilgangi að sýna
bæði almenningi og þeim sem taka
endanlegar ákvarðanir um skipulag
svæðisins þá möguleika, sem það
býður upp á.
Skipulag Vatnsmýrarinnar þarf að
fara fram í samhengi við skipulag
annarra svæða í borginni, þar á með-
al Laugaveginn og Mýrargötuna, og
samgangna innan hennar. Alþjóðlega
hugmyndasamkeppni um skipulag
Vatnsmýrarinnar þarf að halda af
metnaði. Fáar rótgrónar borgir búa
yfir þeim möguleika til að þróa byggð
í miðborginni með þeim hætti sem
Vatnsmýrin býður upp á í Reykjavík.
Hér er um einstakan möguleika að
ræða og það væri slys að nýta hann
ekki til fulls.
GRÓSKA Í SJÁVARÚTVEGI
Sjávarútvegssýningin, sem nústendur yfir í Kópavogi, ber
vitni þeim mikla krafti, sem íslensk-
ur sjávarútvegur býr yfir. Eins og
kom fram í máli Marianne Rass-
musssen Kolling, framkvæmda-
stjóra sýningarinnar, þegar hún var
opnuð á miðvikudag heldur mikil-
vægi sýningarinnar áfram að vaxa.
Að þessu sinni eru á sýningunni sýn-
endur frá 36 löndum, þar á meðal í
fyrsta skipti frá Singapúr, Malasíu,
Kína, Kanada og Litháen. Gert var
ráð fyrir 19 þúsund gestum og sendi-
nefndum frá Indlandi og Sri Lanka.
Samhliða sýningunni hefur verið
efnt til fundar ráðherra og hátt-
settra embættismanna um sjávarút-
vegsmál, þeirra á meðal Joe Borg,
framkvæmdastjóri sjávarútvegs-
mála hjá Evrópusambandinu, og
einnig fara fram tvær ráðstefnur,
önnur um virði sjávarfangs og hin
um þorskeldi, stöðu þess og mögu-
leika.
Fiskveiðistjórnunarkerfið hér
hefur í augum Íslendinga ekki skilað
sér í þeirri eflingu fiskstofna, sem
vonast var eftir, og hefur það vakið
spurningar um skilvirkni þess. Ann-
ars staðar í heiminum er hins vegar
litið upp til þess kerfis, sem hér hef-
ur verið komið á, eins og kom fram í
máli Brunos Corréards, fram-
kvæmdastjóra þeirrar deildar hjá
frönsku stórmarkaðakeðjunni
Carrefour, sem sér um innkaup á
sjávarafurðum úr sjálfbærum veið-
um. „Íslenska fiskveiðistjórnunin er
líklega sú besta í heimi,“ sagði
Corréard. Hann bætti við að hún
væri langt frá því að vera þekkt með-
al evrópskra neytenda og því yrði að
leiða þeim fyrir sjónir að hægt væri
að stunda ábyrgar veiðar og það
væri gert.
Íslenska sjávarútvegssýningin
hefur verið haldin á þriggja ára
fresti frá 1984 og sagði Árni M. Mat-
hiesen sjávarútvegsráðherra að hún
hefði mikla þýðingu í samtali við
Morgunblaðið. „Sjávarútvegurinn á
Íslandi heldur hátíð með samstarfs-
aðilum sínum bæði innanlands og ut-
an og sýnir styrk og getu til þess að
gera hluti,“ sagði hann. „Það er
greinilega vilji til þess að bæta sig og
gera betur, mikill framfaravilji.“
Allir þættir vinnslu og meðferðar
sjávarfangs eru mikilvægir og ekki
skiptir markaðssetningin minna
máli. Það er ánægjulegt að kraftur-
inn og orkan í íslenskum sjávarút-
vegi skuli vekja slíka athygli og laða
að forustumenn úr sjávarútvegi alls
staðar að, jafnt útgerðarmenn sem
ráðherra og embættismenn. Sjávar-
útvegurinn er enn ein af undirstöð-
um íslensks atvinnulífs og sjávarút-
vegssýningin í Kópavogi ber því
vitni að staða hans er sterk um þess-
ar mundir.
Tekið var forskot á opnunFáskrúðsfjarðarganga ífyrrakvöld þegar tæplegaþrjú hundruð manns frá
Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði fóru
gegnum göngin að tilhlutan ung-
mennafélaga staðanna tveggja.
Gengu menn og hjóluðu og stúlka
sem Morgunblaðið hafði tal af á
Reyðarfirði í gær sagðist hafa far-
ið göngin á línuskautum á rólegri
þriggja kortera ferð. Fögnuðu
þannig íbúar Fjarðabyggðar og
Austurbyggðar þeirri gríðarmiklu
samgöngubót sem Fáskrúðsfjarð-
argöng eru milli byggðarlaganna.
Almenningur kom einnig til vígslu
ganganna í gær, ásamt forsætis-
ráðherra, samgönguráðherra, heil-
brigðisráðherra og viðskipta- og
iðnaðarráðherra, vegamálastjóra,
fjölda þingmanna, starfsmanna
ganganna og sveitarstjórnarfólki
af Austurlandi.
Viðstöðulaus vegagerð
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sagði í ávarpi ljóst að
meiri framkvæmdir væru í sam-
göngumálum en nokkru sinni fyrr
og miklar framkvæmdir fram-
undan. Fimmtán milljörðum af
andvirði sölu Símans yrði varið til
málaflokksins og létti það mjög á
vegaáætlun. Yrði það til þess að
hægt verður að ljúka við mörg
stór mannvirki sem þar eru á
áætlun. „Ég trúi því að þegar lok-
ið verður Héðinsfjarðargöngum
muni hægt að halda áfram við-
stöðulaust í jarðgangagerð, þannig
að það verði eðlilegur þáttur í
vegagerð á hverju einasta ári.
Jarðgangagerð hefur verið með
hléum að undanförnu, en miðað
við þá framtíð sem við sjáum í
vegamálum er ég sannfærður um
að það mun verða raunin að á
hverju ári verður unnið að jarð-
göngum.“
Jón Rögnvaldsson vega-
málastjóri sagði við vígsluna að
göngin styttu ekki aðeins vega-
lengdir heldur losuðu þau lands-
menn við erfiðan og hættulegan
veg um Vattarnes, þar sem væru
örnefni eins og Manndrápsgil og
Líkkista sem segðu töluvert um
það sem vegfarendur hefðu lent í á
þeirri leið. Hann sagði verktakana,
Ístak og Phil&Sön AS, hafa verið í
hlutverki skessunnar með stóra
nafarinn í ævintýrinu um Búkollu,
sem festist í göngunum. Verktak-
arnir hafi hins vegar síður en svo
fest í göngunum, hefðu skilað sínu
með mikilli prýði og væru mánuði
á undan áætlun. Reiknað er með
að göngin hafi jákvæð sam-
félagsleg áhrif, stækki atvinnu- og
þjónustusvæði, liðki fyrir fjöl-
breyttari atvinnutækifærum og
bæti aðgengi að verslun og þjón-
ustu, skólum, íþróttastarfi, menn-
ingu og listum. Þá er betri tenging
Suðurfjarða við flugvöllinn á Eg-
ilsstöðum talin til kosta við göngin.
Í gær voru ellefu vikur frá því
að síðustu jarðgöng, Alma
skarð, voru opnuð fyrir um
Austurlandi. Hreinn Hara
forstöðumaður þróunarsvi
gerðar ríkisins, sagði þó e
dæmi að tvö stórvirki í veg
væru byggð á sama tíma.
væru 100 ár liðin frá því a
stórbrýr voru teknar í not
væru það Sogsbrú, Lagarf
og brú yfir Jökulsá í Axar
Enn merkilegra væri þó a
Forsætisráðherra spáir viðstöðulausri jarðgan
Manndrápsgil
og Líkkista
loks úr sögunni
Mikið fjölmenni var saman
var meðal gesta og spáði v
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is
Morgunblaðið/Albert Kemp
Íbúar á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði fögnuðu opnun Fáskrúðsfjarðar-
ganga í fyrradag með hópferð gegnum göngin.
VILHJÁLMUR Hjálmarsson, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, var viðstaddur opnun Fáskrúðsfjarð-
arganga í gær. „Mér finnst þetta feiknalega merki-
legt. Ég hef búið við mikið vegaleysi. Fyrst í
kjördæmi þegar ég var þingmaður og svo áframhald-
andi í sveit minni í Mjóafirði. En það er eins og þetta
sé allt að koma eins og þar stendur,“ segir Vil-
hjálmur og bætir því við að sér lítist afar vel á göng-
in, þau séu falleg og bjartara í þeim en í Hvalfjarð-
argöngunum.
Vilhjálmur mætti til athafnarinnar með Halldóri
Ásgrímssyni forsætisráðherra, en þeir sátu um tíma
saman á þingi fyrir Austurlandskjördæmi.
„Mér fannst merkilegt að fara þarna undir þennan
fjallgarð og vera kominn í Dali á einhverjum mín-
útum.“ Hann kveðst hafa riðið yfir fjallgarðinn á sín-
um yngri árum eða fyrir um 73 árum og í því ljósi
hafi honum þótt afar merkilegt að fara þar undir í
gær.
„Það var í kaupbæti að hitta marga gamla kunn-
ingja, ekki síst frá Vegagerðinni, því ég var nú búinn
að vera þarna að heimsækja Vegagerðina strax 1949
þegar ég kom fyrst á þing. Og breytingin er alveg
óskapleg. Þá gat það tekið nokkur ár að fá eina
rennu sem nú er ekki lengur nothæf fyrir það hve
hún er ófullkomin. Nú gera menn þetta,“ segir Vil-
hjálmur sem telur göngin mikla samgöngubót.
„Merkilegt að
fara þarna undir
þennan fjallgarð “
Vilhjálm
ráðherr
herra vi
Vilhjálmur Hjálmarsson er ánæ