Morgunblaðið - 10.09.2005, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
AF HVERJU sérstakan dag til-
einkaðan þessu málefni? Sjálfsvíg
eru eitt stærsta heilbrigðisvanda-
mál heimsins þar sem um milljón
manna falla fyrir eig-
in hendi ár hvert.
Þetta er ein algeng-
asta dánarorsökin hjá
ungu fólki.
Áhrif sjálfsvígs á
einstaklinga, fjöl-
skyldur, vinnustaði,
skóla, nágranna og
samfélag eru mikil og
þungbær.
Kostnaðurinn sem
tengist sjálfsvígum og
sjálfskaðandi hegðun
er áætlaður skipta
billjónum dollara. Að
ein milljón manna
svipti sig lífi á ári þýðir að fleiri líf
tapast á þennan hátt en í styrj-
öldum, að á hverjum degi tapist
jafn mörg líf og í New York 11.09.
2001.
Vegna þessa hafa alheims-
samtök fyrirbyggjandi aðgerða
gegn sjálfsvígum (International
Association for Suicide Prevent-
ion, www.iasp.info)í samvinnu við
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina
lagt til að þessi dagur 10. sept-
ember verði táknrænn fyrir sam-
eiginlega ábyrgð allra til að
bjarga lífum sem annars glatast
með sjálfsvígum.
Árið 2000 sviptu 51 ein-
staklingur sig lífi á Íslandi og þar
af voru níu undir 20 ára aldri.
Sem betur fer hafa þessar tölur
farið lækkandi sérstaklega í
yngsta hópnum.
Á undanförnum árum hefur ver-
ið unnið af meiri krafti að fyrir-
byggjandi aðgerðum gegn sjálfs-
vígum hér en áður.
Margir aðilar hafa lagt hönd á
plóginn og munar mestu um að á
vegum Landlæknisembættisins
var komið á fót verkefninu Þjóð
gegn þunglyndi – fækkum sjálfs-
vígum (www.thunglyndi.landlaekn-
ir.is).
Á vegum þess hefur verið rekið
fræðslu- og þjálfunarstarf fyrir
fagfólk um land allt, fræðslu-
starfsemi fyrir almenning og ýmsa
lykilhópa, auk samstarfs við fjöl-
marga aðila, og má þar nefna
hjálparlínuna 1717. Verkefnisstjóri
er, Salbjörg Bjarnadóttir geð-
hjúkrunarfræðingur.
Sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir
eru flókin og erfið vandamál en
ekki er hægt að setja ábyrgð þess
alfarið á sérfræðinga.
Þessi mál koma öllum
við. Eitt sjálfsvíg leið-
ir af sér að líf glatast,
hæfileikar tapast, og
framlag til samfélags-
ins lýkur.
Fjölskyldur missa
syni, dætur, feður og
mæður. Sárin gróa
seint hjá þeim sem
eftir lifa. Sjálfsvíg og
sjálfsvígstilraunir
koma því okkur öllum
við og snerta mörg
okkar á lífsleiðinni.
Vegna þessa alls er
ég þess fullviss að Íslendingar
telja að þessi málaflokkur fyrir-
byggjandi aðgerðir gegn sjálfs-
vígum sé fjármagnaður úr sam-
eiginlegum sjóði landsmanna. Því
miður er þetta ekki þannig. Stór
hluti af kostnaði þessa starfs er
fjármagnaður af viðskiptavinum
einkafyrirtækja auk þess sem
Evrópusambandsstyrkur vegur
drjúgt í rekstri verkefnisins.
Fyrirtæki hafa áttað sig á sam-
eiginlegri ábyrgð en opinberir að-
ilar mættu standa sig betur hvað
þennan málaflokk varðar.
Af opinberum aðilum hefur
Heilbrigðisráðuneytið lagt mest til
málaflokksins og ekki ætla ég að
gera lítið úr því.
Þegar stór sjálfsvígsbylgja gekk
yfir á níunda áratugnum tóku
þingmenn á sig ábyrgð og gerðu
eitthvað í málunum. Hver er
ábyrgð þeirra í dag?.
Ég skora á þingmenn í öllum
flokkum að kynna sér málefnið og
meta sjálfir hvort fjárútlát úr
sameiginlegum sjóðum séu við-
unandi.
Eflaust er hér gamla sagan á
ferðinni það að málefnið gengur
þvert á ráðuneytin og enginn einn
vill taka ábyrgð.
Menn hafa ekki hugsað málið til
enda. Ég skora því á ráðherra
þessa lands að hugsa til þessa
málaflokks 10.september og koma
með úrbætur ef þeim finnst
ástæða til.
Sjálfum finnst mér eðlilegt að
grunnþjónustan varðandi þennan
málaflokk sé greiddur af ríki en
ýmis verkefni af fyrirtækjum og
einstaklingum.
Margar þjóðir hafa tryggt þetta
með því að setja lög um þessa
grunnþjónustu.
En meðan við höfum ekki lög
um þennan málaflokk þá væri eðli-
legt að flest ráðuneytin legðu sitt
af mörkum.
Stundum hafa verið skipaðar
nefndir með fulltrúum ráðuneyta
af minna tilefni. Sýnum sameig-
inlega ábyrgð.
Þjóð gegn þunglyndi er ekki
með neina dagskrá á þessum degi
heldur verður frekari umfjöllun
um sjálfsvíg og forvarnir í
tengslum við geðheilbrigðisdaginn
10. október.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
gegn sjálfsvígum
Wilhelm Norðfjörð skrifar í til-
efni alþjóðadags um fyrirbyggj-
andi aðgerðir gegn sjálfsvígum ’Sjálfsvíg eru eittstærsta heilbrigðis-
vandamál heimsins
þar sem um milljón
manna falla fyrir eigin
hendi ár hvert.‘
Wilhelm
Norðfjörð
Höfundur er sjálfstætt starfandi
sálfræðingur.
LANDBÚNAÐUR er án nokkurs
vafa stærsti atvinnuvegur jarðar-
búa. Svo er trúlega einnig í Evrópu,
enda rennur meginhluti fjárlaga
Evrópusambandsins (ESB) til land-
búnaðarmála. Þar er
ekki um neina smá-
aura að ræða, heldur
um 4.250 milljarða á
ári, sem er upphæð
sem erfitt er að setja í
skiljanlegt samhengi.
En landbúnaður teng-
ist einnig öðrum mik-
ilvægum málaflokki,
umhverfismálum. Það
er rík ástæða til að
staldra við á vettvangi
landbúnaðar- og um-
hverfismála í Evrópu,
því þar á sér nú stað
ör þróun með miklum
breytingum á land-
búnaðarkerfinu.
Landbúnaðar-
styrkir –
umhverfisstyrkir
Breytingar sem hér
um ræðir fela í sér að
reynt er að draga úr
styrkjum hinna ríku
þjóða til landbúnaðar,
m.a. til að bæta sam-
keppnisstöðu fátækari
þjóða heimsins, sem
geta ekki keppt við
niðurgreiddar fram-
leiðsluvörur iðnríkja.
Einnig er verið að
minnka fram-
leiðslutengingu
styrkja ESB en beina
þeim í annan farveg, m.a. á vett-
vangi byggðamála og umhverf-
isverndar. Við úthlutun slíkra
styrkja er gerð krafa um sjálfbæra
landnotkun.
Greiðslur ESB til landbúnaðar og
dreifbýlis fylgja einkum tveimur
meginleiðum: landbúnaðarstefnunni
(Common Agricultural Policy; CAP)
og byggðastefnu. Árið 2003 voru
kynntar breytingar á landbún-
aðarstefnunni og nú er stefnt að því
að skera á tengsl milli framleiðslu og
stuðningsgreiðslna. Þá eru byggða-
styrkirnir í endurskoðun.
Talið er að greiðslur ESB til land-
búnaðar og byggðaþróunar
(EDFRD) muni nema um 1.150
milljörðum íslenskra kr. á ári á tíma-
bilinu 2007–2013. Þarna eru með-
taldar greiðslur til umhverfis-
verndar í landbúnaði (agri--
environmental measures), sem hafa
verið hluti af stuðningi ESB við
landbúnað og umhverfismál um
nokkurt skeið.
Þær geta t.d. falið í sér leiðir til að
auka fjölbreytileika lífríkisins eða
möguleika til útivistar, snúið að
endurheimt votlendis o.m.fl. Miðað
er við að aðildarríki leggi fram helm-
ing fjármagnsins á móti ESB til
þessara aðgerða.
Þessi tegund stuðningsgreiðslna
er einkar athygliverð út frá sjón-
armiðum umhverfisverndar og
byggðamála á Íslandi.
Sambærilegir styrkir hérlendis
gætu t.d. miðað við landgræðslu,
endurheimt votlendis eða nátt-
úrulegra birkiskóga, að hætta beit á
auðnir og rofsvæði, uppbyggingu
ferðamannaiðnaðar varðveislu
menningarminja og búsetulands-
lags, fjölbreytileika í atvinnuháttum
í dreifbýli, eða varðveislu mikil-
vægra búfjártegunda á borð við þær
íslensku, svo nokkur dæmi séu
tekin.
Jarðvegsvernd
Landbúnaður hefur gengið nærri
jarðvegsauðlindinni á stórum svæð-
um í Evrópu, auk þess sem hann
hefur víða orðið til þess að ferskvatn
mengast svo að erfitt getur verið að
afla heilnæms drykkjarvatns. Með
ofnýtingu hafa mikilvægar eigindir
jarðvegsins skaðast, t.d. geta til að
binda og miðla næringu
og vatni. Nú þegar eru í
gildi margvíslegar til-
skipanir vegna vatns-
verndar og mengunar
til að draga úr neikvæð-
um umhverfisáhrifum
landbúnaðar. En jafn-
framt hófst nýlega ferill
sem miðar að jarðvegs-
vernd í Evrópu. Gefið
var út sérstakt skjal,
svokallað Jarðvegsreifi
(Soil Communication),
sem síðan var rætt í
opnum umræðuhópum
um nokkurt skeið.
Þessir hópar hafa nú
skilað áliti og í undir-
búningi er sérstök
stefnumótun Evrópu-
sambandsins um jarð-
vegsvernd sem líta mun
dagsins ljós á næstunni.
Mikilvæg
ráðstefna á Íslandi
Það er mikilvægt að
umræða um jarðvegs-
vernd sé opin og að sem
flestir taki þátt í henni.
Það sama á við um
stuðningsgreiðslur til
landbúnaðar, Sú um-
ræða er þó oft á tíðum
afar viðkvæm, enda
hagsmunir margra í
húfi. Stuðningur til
landbúnaðar á Íslandi
er mikill og verður æ háðari alþjóð-
legum skilyrðum.
Dagana 14.–18. september verður
haldin alþjóðleg ráðstefna um
stefnumótun fyrir jarðvegsvernd í
heiminum. Hún er haldin á vegum
Landbúnaðarháskóla Íslands og
Landgræðslu ríkisins í samvinnu við
erlendar stofnanir og ráðgjafa-
nefndir. Ráðstefnuna sækja 50–60
erlendir sérfræðingar á þessu sviði.
Ætlunin er að móta tillögur fyrir þá
sem endanlega taka ákvörðun um
framkvæmd jarðvegsverndarstefnu
í ESB og á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna.
Að lokum
Það eru tímar breytinga og tæki-
færa í alþjóðlegum landbúnaði og
umhverfismálum. Breytingar á
styrkjaumhverfi í átt til umhverfis-
styrkja eru ekki ógnun við landbún-
aðinn, heldur tækifæri til að styðja
við framleiðslu hágæða afurða á Ís-
landi, í sátt við umhverfið, til hags-
bóta fyrir hinar dreifðu byggðir
landsins.
Þær breytingar sem nú eiga sér
stað endurspegla það sjónarmið að
það er ekki sjálfsagður réttur
bænda að fá landbúnaðarstyrki,
heldur val samfélagsins, í almanna-
þágu. Þjóðir heimsins vilja tryggja
fæðuöryggi og gæði framleiðslunnar
og viðhalda dreifðum byggðum og til
þess eru gerðir samningar við
bændur og aðra dreifbýlisbúa.
Landbúnaðarstyrkir eru ekki einka-
mál bænda og viðsemjenda hverju
sinni, heldur varða þjóðarheill. Það
er því mikilvægt að sem flestir komi
að mótun landbúnaðarstefnu og að
verndun umhverfisins sé höfð að
leiðarljósi.
Landbúnaðar-
og jarðvegsvernd:
Alþjóðleg þróun
til sátta
Ólafur Arnalds fjallar um
mikilvægi jarðvegsverndar
og minnir á ráðstefnu
um sama efni
Ólafur Arnalds
’Þær breyt-ingar sem nú
eiga sér stað
endurspegla
það sjónarmið
að það er ekki
sjálfsagður rétt-
ur bænda að fá
landbúnaðar-
styrki, heldur
val samfélags-
ins, í almanna-
þágu.‘
Höfundur er prófessor við umhverfis-
deild Landbúnaðarháskóla Íslands.
ÞÁ ERU fram komnar hug-
myndir stjórnarflokkanna um
hvernig sameigin-
legum sjóði lands-
manna, sem fékkst
fyrir sölu Símans,
skuli útdeilt.
Það er alltaf álita-
mál hvernig skuli
forgangsraða, en þau
verkefni sem ráðist
verður í eru öll brýn.
Hafa sum þeirra
beðið úrlausnar lengi,
svo ætla má að lands-
menn séu almennt
sáttir við að verja
fénu til fram-
kvæmdar þeirra, s.s.
til byggingar fram-
tíðar háskólasjúkra-
húss, niðurgreiðslu
erlendra skulda,
vegabóta o.fl.
Öllum er kunnugt
um hvernig pening-
unum verður varið í
stórum dráttum, en
ástæða er til að vekja
sérstaka athygli á
vegabótum á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar á
meðal annars að
verja um 8 millj-
örðum í að ljúka
fyrsta áfanga Sunda-
brautar á árunum 2007–2010 og er
það vel.
En því miður kemur einnig
fram að hugmyndin er að fara
með Sundabraut í einkafram-
kvæmd með tilheyrandi gjaldtöku.
Því má segja að þetta sé ekki fjár-
veiting af hálfu hins opinbera
heldur lánveiting til lengri tíma.
Og hverjir skyldu svo borga brús-
ann? Slíkur skattur
verður þungur baggi á
Vestlendingum sem
þegar greiða einka-
framkvæmdina við
Hvalfjarðargöng að
stórum hluta, en hún
bitnar þó hvað harka-
legast á Kjalnes-
ingum.
Reykjavíkurborg
skiptist í 10 hverfi og
svo virðist sem það
hafi enn einu sinni
gleymst að Kjalarnes
er eitt þeirra. Kjal-
arnes er hluti af
Reykjavíkurborg og
það er fráleitt að ætla
að skattleggja eitt
hverfi borgarinnar
með þeim hætti að
íbúarnir þurfi að
greiða sérstakt gjald
til að komast til ann-
arra borgarhverfa.
Það er harla ólíklegt
að íbúum Vesturbæjar
eða Hlíða væri boðið
upp á slíka skattlagn-
ingu aukalega. F-
listinn í borgarstjórn
leggst eindregið gegn
þessari fráleitu skatt-
heimtu á íbúa Reykjavíkur.
Kjalnesinga-
skattur?
Margrét Sverrisdóttir fjallar
um samgöngubætur og hverjir
greiða fyrir þær
Margrét Sverrisdóttir
’… það er frá-leitt að ætla að
skattleggja eitt
hverfi borgar-
innar með þeim
hætti að íbú-
arnir þurfi að
greiða sérstakt
gjald til að kom-
ast til annarra
borgarhverfa.‘
Höfundur er varaborgarfulltrúi
F-listans í borgarstjórn.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kalrifjaðan sið-
blindan mann fyrri tíma má
nefna Rockefeller sem Hare
telur einn spilltasta mógúl
spilltustu tíma…
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna
getu sína í verki; þeim er það
fyrirmunað og þau munu trú-
lega aldrei ná þeim greind-
arþroska sem líffræðileg
hönnun þeirra gaf fyrirheit
um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur
nr. 122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum
tilvikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofn-
ana, sem heyra undir sam-
keppnislög, hvern vanda þær
eiga við að glíma og leitar
lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með
hagsmuni allra að leiðarljósi,
bæði núverandi bænda og
fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar