Morgunblaðið - 10.09.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 10.09.2005, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhannes Ás-björnsson fædd- ist að Torfum í Hrafnagilshreppi, 26. október 1911. Hann lést á LSH í Fossvogi 30. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Jóhannes- dóttir ljósmóðir, f. 30.7. 1866, d. 14.5. 1959, og Ásbjörn Árnason bóndi, f. 1.5. 1880, d. 12.4. 1962. Albræður Jó- hannesar voru Árni, f. 6.7. 1905, d. 1985, og Ingólfur, f. 21.4. 1907, d. 1993. Systkini Jóhannesar sam- feðra voru: Magdalena Sigrún, f. 1.9. 1900, d. 1987, Hulda, f. 28.2. 1908, d. 2003, Hólmfríður, f. 13.2. 1915, d. 1998, Bára, f. 18.10. 1917, d. 1998, Sigrún, f. 19.10. 1927, Kristbjörg, f. 9.3. 1930, og Valgeir, f. 14.8. 1936. Hinn 26.1. 1942 kvæntist Jó- hannes Guðnýju Jónu Þorbjörns- dóttur, f. 12.9. 1915 á Grund, Stöðvarfirði. Foreldrar hennar voru Jórunn Jónsdóttir, f. 3.8. 1878, d. 6.4. 1961, og Þorbjörn Stefánsson, f. 30.3. 1892, d. 1.9. 1973. Þau Jóhannes og Guðný eiga sjö börn. Þau eru: 1) Guðrún, f. 2.5. 1942, gift Þormóði Sturlusyni, f. 27.12. 1935, börn: a) Sigríður, f. 21.9. 1966. b) Jóhannes, f. 10.12. 1967. c) Pálmi, f. 10.1. 1970. d) Sturla, f. 18.5. 1978. 2) Jórunn Þor- björg, f. 05.9. 1943, sambýlismaður Björn Níelsson, f. 18.11. 1942. Dætur með fyrri eiginmanni Hall- Guðni, f. 5.10. 1957. b) Guðný, f. 2.3. 1960. c) Ingibjörg, f. 23.6. 1967. d) Ottó Albert, f. 10.5. 1973. Beinir afkomendur Jóhannesar og Guðnýjar eru orðnir 80 talsins. Foreldrar Jóhannesar skildu er hann var fjögurra ára að aldri. Frá þeim tíma ólst hann upp hjá Guð- rúnu móður sinni sem bjó í Eyja- firði og sinnti þar ljósmóðurstörf- um um árabil. Jóhannes stundaði nám í fram- haldsskólanum á Laugum í einn vetur og fór til Reykjavíkur 21 árs að aldri og lærði rennismíði í Héðni. Starfaði hann þar þegar hann kynntist Guðnýju. Skömmu eftir að þau gengu í hjónaband festu þau kaup á hálfu býlinu Strönd við Elliðaárvog. Þegar flytja átti þangað hafði bandaríska setuliðið tekið landið undir bygg- ingar. Fluttu þau þá til Akureyrar og voru þar til stríðsloka er þau fengu eignina afhenta. Starfaði Jó- hannes síðan að mestu leyti í Héðni til ársins 1958 er þau hjónin fluttu til Stöðvarfjarðar og tóku við búi á jörðinni Stöð. Höfðu þau hjónin þá nýlokið byggingu tveggja íbúða húss ásamt risi við Sogaveg 218, og skiptu þau á hæð og risi og jörð- inni Stöð. Var Guðný þá ófrísk að yngsta barni þeirra. Á Stöð hafði verið fjárbú en þau hjónin komu einnig upp kúabúi og var búið um tíma annað afurðahæsta búið á Austurlandi. Jóhannes og Guðný bjuggu á Stöð til ársins 1988 er þau hættu búskap. Árið 1990 fluttu þau hjónin í íbúð sína að Afla- granda 40 í Reykjavík, en á sumr- um var ávallt dvalið á Stöð. Jóhannes var kvaddur í Foss- vogskirkju fimmtudaginn 8. sept- ember. Útför hans verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarð- sett verður að Stöð. dóri Guðnasyni, f. 21.9. 1939: a) Helen, f. 25.9. 1963. b) Jó- hanna Guðný, f. 27.8. 1966. c) Sigurveig Jóna, f. 13.7. 1972. Sonur með seinni eig- inmanni, Dagbjarti Má Jónssyni, f. 4.1. 1945, d. 25.11. 1990: d) Jóhannes Már, f. 26.8. 1978. 3) Bryn- dís, f. 16.10. 1945, gift Kolbeini Finns- syni, f. 12.9. 1946, börn: a) Eyþór, f. 26.2. 1967. b) Ásdís, f. 18.7. 1968, d. 16.3. 1990. c) Finnur, f. 25.3. 1972. d) Jóhannes Ásbjörn, f. 8.11. 1978. e) Málfríður Guðný, f. 29.2. 1992. 4) Steingrímur, f. 8.6.1951, kvænt- ur Önnu Jónu Hauksdóttur, f. 5.12. 1957, börn: a) Erla Jóna, f. 30.7. 1976. b) Steinþór Aðalsteinn, f. 13.4. 1979. c) Egill, f. 19.6. 1986. 5) Björn, f. 30.11. 1953, kvæntur Reidun Hövring, f. 8.9. 1956. Börn: með fyrri eiginkonu Vilborgu Benediktsdóttur, f. 14.1. 1961: a) Benedikt, f. 2.5. 1981. Með eigin- konu: b) Linda, f. 8.9. 1987. c) stjúpdóttir Anne Margreta, f. 6.10. 1977. 6) Hansína Hrönn, f. 29.8. 1958, gift Sigurði Péturssyni, f. 29.4. 1957, börn: a) Kristjana Mar- grét, f. 10.7. 1977. b) Guðný Hrund, f. 10.12. 1981. c) Guðmund- ur Pétur, f. 02.04.1986 d) Ásdís Hrönn, f. 14.8. 1991. d) Þórhildur Tinna, f. 1.10. 1995. 7) Stjúpsonur, Bjarnar Ingimarsson, f. 9.4. 1935, kvæntur Nönnu Sigríði Ottósdótt- ur, f. 16.10. 1935, börn: a) Jóhann Kær stjúpfaðir minn, Jóhannes Ásbjörnsson, er látinn. Það var mín gæfa að móðir mín, Guðný, þá ekkja, giftist þessum öðlingsmanni sem ég fimm ára gamall hafði þegar laðast að er hann var kostgangari á matsölu móður minnar og föðursystur. Jó- hannes ólst upp í Eyjafirði hjá móður sinni frá fjögurra ára aldri eftir skiln- að foreldranna. Reynslan sem pabbi gekk í gegnum í uppvextinum herti hann og stælti og gerði hann að fjöl- skylduföður sem setti velferð fjöl- skyldu sinnar ofar öðru. Pabbi var ágætur rennismiður og starfaði í Héðni til 47 ára aldurs er þau hjónin brugðu búi og fluttu á Stöð. Bærinn var í slæmu ástandi og þurfti að leggja vatn, rafmagn, fá mótor til rafmagnsframleiðslu og setja upp hreinlætisaðstöðu en allt þetta framkvæmdi pabbi á skömm- um tíma. Með eiginkonu og börnum kom hann upp stóru og arðsömu búi en hugur hans hafði alltaf staðið til búskapar.Ég man að eitt sinn er hann var að segja mér frá erfiðum fjárleitum í þungum snjó í Suðurfjall- inu spurði ég hann hvort ekki hafi verið þreytandi að klofa snjóinn. Svaraði hann að þegar hann hafi orð- ið þreyttur hafi hann vafið úlpunni að sér og lagst til svefns í snjóinn. Ef kuldinn ekki vekti sig þá mundi Strútur gera það. Árni bróðir hans hafði gefið honum þennan skoska blending er hann fór að búa og reyndist hann föður mínum frábær fjárhundur. Pabbi las bækur alveg fram á þetta ár. Hann átti allar Íslendinga- sögurnar, verk Þórbergs, Halldórs Kiljans, Hamsun, Lagerlöf og fleiri höfunda sem hann hafði lesið. Til- vitnanir í helstu Íslendingasögurnar hafði hann á reiðum höndum. Hvort það var fyrir fjallagrasa- seyðið sem hann drakk reglulega eða eitthvað annað þá hélt hann skýrri hugsun til enda. Þegar tekið var í spil var ekki hægt að merkja að hann væri aldursforsetinn. Síðustu árin voru foreldrar mínir duglegir að ferðast og heimsóttu af- komendur á Norðurlöndum. Einnig fóru þau fjórar haustferðir með eldri borgurum til Kanaríeyja árin 2000– 2003. Sýnir það heilbrigði þeirra að aldrei þurftu þau að leita læknis í ferðunum. Er pabbi var kominn á 92. árið ákvað hann að sótt yrði um aðild að Austurlandsskógum og Stöð gerð að skógræktarjörð þar sem afkomend- urnir kæmu saman árlega til gróð- ursetningar. Í vor voru girtir af 30 hektarar og verða gróðursettar fyrstu trjáplönturnar samtímis því að hann verður lagður til hinstu hvíldar í kirkjugarðinum að Stöð. Kæri faðir, ég vil að leiðarlokum þakka kærleikann sem þú sýndir mér alla tíð. Guð geymi þig. Bjarnar Ingimarsson. Ég ætla með þessum fátæklegu línum að minnast Jóhannesar Ás- björnssonar tengdaföður míns. Það var á haustdögum 1964 að dóttir hans hafði fundið mann sem hún taldi góðan kost sem lífsförunaut á lífsleið- inni sem og varð. Og fór hún með unga manninn austur að Stöð í Stöðvarfirði en þar bjuggu foreldrar hennar og voru móttökur notalegar og hlýjar og þar með vorum við Jó- hannes orðnir samferðamenn. Jóhannes fæddist að Torfum í Eyjafirði 26. 10. 1911, sonur Guðrún- ar Jóhannesdóttur ljósmóður og Ás- björns Árnasonar bónda. Þar átti Jó- hannes heima í fjögur ár en þá skildu foreldrar hans og fylgdi hann móður sinni upp frá því. Móðir hans stund- aði ljósmóðurstörf og þá bjó hún á ýmsum stöðum í Eyjafirði. Eins og hann sagði sjálfur frá byrjaði hann snemma að sulla við sjóinn. Hann eignaðist bátskænu og reri á henni til fiskjar og selveiða. Svo óx hann upp úr þessu og lá þá leiðin á skútu og kunni hann að segja frá ýmsum uppákomum og var sú besta þegar pottarnir fóru af kabyssunni og kjöt- bitarnir ultu út um allt gólf og voru tíndir saman á ný og allt étið. En sjó- mennskan átti ekki fyrir honum að liggja. Hann fer að vinna ýmis sveita- störf og um tíma er hann vinnumaður hjá Árna bróður sínum á Siglufirði. Þá fer hann einn vetur á Laugaskóla í Þingeyjarsýslu og eftir það fer hann í trésmíðanám á Akureyri en hættir þar eftir nokkra mánuði og fer til Reykjavíkur og ræður sig í vinnu hjá Markúsi Ívarssyni sem var einn af stofnendum Héðins. Jóhannes verð- ur samverkamaður Markúsar í nokk- ur ár, aðallega við viðgerðir á tog- urum og öðru sem til féll. Hann segir við Markús að hann vilji fara að læra rennismíði. Markús tekur því vel og hann fer á samning í Héðni og þar lýkur hann við sitt nám. Á þessum árum var Jóhannes einhleypur og hafði ekki fyrir neinum að sjá. Hann er í alls konar snapfæði sem hann var orðinn leiður á svo hann fer inn á matsölustað og fer í fastafæði. Þenn- an matsölustað rak ung og falleg stúlka sem Jóhannes varð heillaður af. Þessi stúlka var Guðný Þor- björnsdóttir sem átti eftir að verða konan hans. Hún átti son, Bjarnar Ingimarsson, og gekk Jóhannes hon- um í föðurstað og var hann alltaf einn af systkinahópnum. Þau giftu sig 26.12. 1942 og hófu búskap. Það er óhætt að segja að þá hafi Jóhannes stigið sitt mesta gæfuspor á lífsleið- inni. Jóhannes er orðinn mjög vel lát- inn rennismiður í Héðni. Ég vil til gamans geta þess að þegar ég var unglingur í heimahúsum um 1950 heyrði ég að smíðuð hefði verið dísil- vél í Héðni. Sagði Jóhannes síðar að hann hefði rennt mikið í þessa vél. Nú eru börnin farin að koma og fjölskyldan að stækka og það er ráð- ist í að byggja hús upp við Sogaveg. Þetta verður mikið álag á Jóhannes. Hann þurfti mikið að vinna í þessu sjálfur. Hann kaupir sér vörubíl til flutninga og sótti hann marga bíla af möl upp í Kollafjörð sem hann hand- mokaði á en svona voru vinnubrögðin í þá daga. Þegar húsið er langt komið langar hann að fara að búa uppi í sveit en það var ekki efst á óskalist- anum hjá fjölskyldunni. Margir voru farnir að hlakka til að flytja í nýja húsið. Svo er fallist á þetta og farið að skoða jarðir en um veturinn fréttist að Stöð í Stöðvarfirði væri til sölu og það er slegið til og jörðin keypt og voru efri hæðir hússins settar upp í jarðarverðið. Þegar Jóhannes byrjar búskap fyrir austan er hann 47 ára en hann lét það ekki á sig fá og tók til óspilltra málanna. Hann stórfjölgaði fénu, var kominn með hátt í 400 fjár og framleiddi þó nokkuð mikla mjólk. Ræktun þurfti að að stórauka fyrir allan fénað og var ekkert gefið eftir í þeim efnum. Ég tel að Jóhannes hafi verið mikill gæfumaður í lífinu en hann stóð ekki einn, hann átti konu sem aldrei stafaði annað frá en nota- legheit og hlýja. Jóhannes var víðles- inn og voru Íslendingasögurnar hon- um hugstæðar. Það var sama hvar borið var niður í þeim, það var eins og hann hefði lært þar utan að. Jóhannes var hógvær maður, hann tranaði sér ekki fram og vann sitt lífsstarf af trúmennsku enda upp- skar hann eftir því. Það fer vel á því þegar hann leggst til hinstu hvíldar að það skuli vera á Stöð þar sem hann lifði bestu ár ævi sinnar. Kæri tengdafaðir minn, nú skilja leiðir okkar en eitt er þó sem alltaf situr eftir, það eru allar minningarn- ar frá lífsleiðinni sem öllum eru svo mikilvægar. Guðný, ég votta þér og börnum ykkar mína innilegustu samúð. Þormóður Sturluson. Elsku afi, þú varst ákveðinn, blíð- ur og góður. Ég man eftir því þegar þú og amma voruð með búskap á Stöð. Sauðburðurinn var byrjaður og við Ásdís frænka, tvær stelpur úr bænum, vorum staddar á Stöð. Við gátum platað ykkur ömmu til að leyfa okkur að taka fyrstu vakt uppi í fjárhúsi. Við klæddum okkur í fín- ustu fötin okkar, ég í hvítar buxur og Ásdís í nýja himinbláa dragt. Við héldum að við gætum setið eins og prinsessur á vaktinni en annað kom í ljós. Við þurftum að hjálpa einni kindinni og komum til baka eins og við hefðum verið dregnar upp úr drullupolli. Svipurinn á þér, afi, var svo skrítinn að við vissum ekki hvort þú ætlaðir að hlæja eða skamma okk- ur. Eitt skiptið varst þú ákveðinn í að kenna mér á traktor en það fór nú þannig að ég festi traktorinn og þá held ég að þú hafir séð að ég yrði aldrei sveitastelpa. Seinna meir þegar þið amma hætt- uð búskap og fóruð að dvelja aðeins á sumrin á Stöð var alltaf gott að koma til ykkar. Gaman var að spila kana upp á uppvaskið. Við tvö lentum æv- inlega saman á móti ömmu og Sigga og auðvitað var spilað langt fram á kvöld þar til við töpuðum og máttum vaska upp og þurrka. Það skipti ekki máli hvort maður kom á Stöðina eða á Aflagrandann, alltaf fann ég hlýjuna frá þér, afi minn. Elsku afi, takk fyrir allt og sofðu rótt, minninguna um þig mun ég geyma í hjarta mínu. Ingibjörg Bjarnarsdóttir. Elsku afi, ég kveð þig með söknuð í hjarta en þó með vissu um að þér líði vel þar sem þú ert núna. Bestu stundir í minni æsku átti ég inni á Stöð að spila við þig, afi minn, þú áttir alveg óendanlega þolinmæði við svona orm eins og ég var. Við sátum tímunum saman og spil- uðum Marías og svo líka Kana með ömmu og Steinþóri. Þá var spilað upp á uppvaskið og fleira, alltaf mikið fjör. Hvað lífið verður skrítið þegar það er enginn afi á Stöð, þú áttir alltaf handa mér faðmlag og stórt bros. Það var svo gaman að tala við þig um gamla daga, þú varst svo fróður og vel að þér í ættfræði. Ég mun alltaf muna þig sem besta afa sem lítil stelpa getur hugsað sér. Ég heyrði þig aldrei halla orði á aðra menn og þú kenndir mér að bera virðingu fyrir náttúrunni og dýrun- um. Ég get bara ekki lýst því í orðum hve mikið ég á eftir að sakna þín, en ég veit að þér líður vel núna. Ég þakka Guði fyrir þig og fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að akkúrat þú varst afi minn. Guð blessi þig. Þín skotta og skellibjalla, Erla Jóna Steingrímsdóttir. Það er skrítið að koma inn að Stöð núna, þar situr ekki lengur afi minn og segir: Nei, er hún Hanna mín komin. Það er þungt til þess að hugsa að ég eigi ekki eftir að heyra þessa setningu og geta ekki leitað til hans afa eins og ég gat alltaf þegar á móti blés hjá mér. Ég vil þakka afa allar stundirnar okkar sem við áttum sam- an bæði í sveitinni og í borginni. Það eru mér mjög dýrmætar stundir sem ég geymi með mér. Takk fyrir allt. Elsku amma mín, hlúðu að þínu dýrmætu minningum sem þú átt ein með afa og geymdu í hjarta þér, það hjálpar í sorginni. Elsku amma, mamma, Gunna, Bryndís, Sína, Bjössi, Steingrímur, Baddi og fjölskyldur, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhanna Guðný (Hanna litla). Afi er dáinn. Hann hefur alltaf ver- ið með okkur. Alltaf tekið þátt í öllu með okkur á sinn hlédræga og ein- læga hátt. Jói afi átti langa og gæfu- ríka ævi, sjö börn, mörg barnabörn, og enn fleiri barnabarnabörn. Öll elskum við hann og geymum fjölda minninga um afa í sveitinni, úti á túni að slá, laga hrífur í smíðakompunni eða á seinni árum sem pílumeistar- ann mikla í Stöð. Hann var líka í hnefaleikum í Reykjavík á yngri ár- um og þótti efnilegur. Afi var hreinskiptinn, ákveðinn og forkunnar duglegur við allt sem hann tók sér fyrir hendur, og það var ærið margt. Allt lék í höndunum á honum. Og það var notalegt að sitja í fanginu á honum og hlusta á hann segja sög- ur úr Íslendingasögunum, svo nota- legt að það gerði ég lengi eftir að ég varð fullorðin. æsku mína varðveiti ég milli fingra minna í sál minni úr blómi lífsins drekk ég safann ást vina minna veitir mér kraft til að hverfa til æskustöðvanna vitja æsku minnar vitja þín sem hvarfst á braut en hefur þó alltaf verið til staðar (Helen Halldórsdóttir.) Minningarnar streyma fram; afi að merkja nýfædd lömb, afi að lyfta heyböggum upp á vagn, afi að sjóða hafragrautinn, afi að biðja mig um að fara inn í búr að ná í eina kleinu eða jólakökusneið, afi að leita að okkur JÓHANNES ÁSBJÖRNSSON Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR frá Hlíð, Siglufirði, Kópavogsbraut 1B. Sólveig Helga Jónasdóttir, Einar Long Siguroddsson, Ásgeir Jónasson, Ásdís Hinriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.