Morgunblaðið - 10.09.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.09.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Vetrarstarf Árbæjarkirkju VETRARSTARF Árbæjarkirkju er að fara af stað þessa dagana. Eins og verið hefur í starfi kirkjunnar er mikill metnaður og vilji, bæði hjá prestum og starfsfólki kirkjunn- ar, að bjóða upp á fjölbreytt og umfram allt áhugavert og vekjandi starf. Allt starfið er ókeypis en þó kemur fyrir að við förum í sund, spilum bingó eða för- um í ferðir og þá er greitt fyrir það. Tilgang- urinn með öllu starfinu er að hafa það gott og gaman saman í kirkjunni sinni með því að fara í leiki, leysa þrautir, heyra sögur, syngja, gera hjálparstarfsverkefni og margt fleira. Guðsþjónustuhaldið er fjölbreytt þann- ig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er messa kl. 11 og léttmessa um kvöldið, sú fyrsta þennan veturinn, er sunnudaginn 2. október. Annan sunnudag er fjölskyldu- guðsþjónusta. Þriðja sunnudaginn er tón- listarguðsþjónusta og fjórða/fimmta sunnudag hvers mánaðar er almenn guðs- þjónusta. Í vetur verður boðið upp á æðru- leysismessur einar fjórar fram á vorið 2006. Þær verða á mánudögum kl. 20, sú fyrsta þennan veturinn 26. september kl. 20. Starf í Árbæjarkirkju Sunnudagaskóli – Í safnaðarheimili Ár- bæjarkirkju sunnudaga kl. 11. 2. sunnu- dag hvers mánaðar er fjölskyldumessa í kirkjunni. Kvenfélag kirkjunnar heldur fundi fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 20. STN-starf fyrir 7–9 ára börn í safn- aðarheimilinu þriðjudaga kl. 15–15.45. TTT-starf fyrir 10–12 ára börn í safnaðar- heimilinu þriðjudaga kl. 16–17. Lúkas- starf fyrir 8. bekk í safnaðarheimlinu sunnudaga kl. 17–18.30. Starf fyrir 9. bekk og eldri sunnudaga kl. 12.30–14. Starf í Ártúnsskóla STN-starf fyrir 7–9 ára fimmtudaga kl. 15–15.45. TTT-starf fyrir 10–12 ára fimmtudaga kl. 16–17. Starf í Selásskóla STN-starf fyrir 7–9 ára í tónmenntastof- unni miðvikudaga kl. 15–15.45. TTT-starf fyrir 10–12 ára í tónmenntastofunni mið- vikudaga kl. 16–17. Starf í Nýja skólanum í Norðlingaholti STN-starf fyrir 6–9 ára mánudaga kl. 15–15.45. Kórastarf fyrir börn og unglinga í Árbæj- arkirkju. Krisztina Kalló Szklenár organisti Árbæjarkirkju er kórstjórnandinn. kriszt- ina@simnet.is–Fermingarkór fyrir 8. bekk mánudaga kl. 15.30–16.30. Foreldra- morgnar þriðjudaga kl. 10–12. Umsjón hefur Jóhanna Sigmarsdóttir. Boðið er upp á notalega samveru, fræðslu, spjall, léttar veitingar og söngstund í umsjón Margrétar Ólafar. Kyrrðarstund miðvikudaga kl. 12. Þetta eru kyrrðar- og bænastundir, með fyrirbæn, hugleiðingu, tónlist og altaris- göngu. Hægt er að koma fyrirbænum til presta safnaðarins. Súpa og brauð á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús miðvikudaga kl. 13–16. Opið hús er fyrir heldri borgara í söfnuðinum. Margt er gert til skemmtunar og dægrastyttingar. Það er tekið í spil, saumað, perlað, farið í ferðalög og fleira. AA fundir eru á mánudögum kl. 21. Mið- vikudögum (safnaðarheimili) kl. 20.30. Laugardögum (safnaðarheimili) kl. 10.30. Al-Anon fundar (safnaðarheimili) á þriðju- dagskvöldum kl. 21. Grafarvogs- dagurinn í dag Í DAG, laugardaginn 10. september kl. 11, er útimessa við Borgaskóla og verður Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur. Undanfarin 8 ár hefur byggðin við Grafar- vog haldið hátíð sem sameinar fólkið sem býr á því svæði er við nefnum einum nafni Grafarvogur. Þegar Grafarvogssókn var stofnuð voru rúmlega þrjú þúsund sóknarbörn í sókn- inni, en nú sextán árum síðar eru þau orð- in um tuttugu þúsund talsins. Hefur fjölg- að um meira en þrjú sóknarbörn hvern einasta dag í sextán ár. Starfið í sókninni hefur því vaxið og dafnað. Prestarnir eru orðnir fjórir, en þeir munu allir þjóna við guðsþjónustu á Grafarvogsdaginn, það er útimessa sem haldin er í þetta sinn við hinn glæsilega Borgaskóla. Grafarvogs- dagurinn hefst með göngu sem er sérstak- lega auglýst. Göngufólkið hefur síðan komið í messuna. Sæti verða fyrir þá sem eldri eru. Fermingarbörn ársins eru sérstaklega boðin velkomin ásamt foreldrum sínum og fjölskyldum. Eftir guðsþjónustuna mun 10. bekkur Borgaskóla selja kaffi og klein- ur. Mikil þátttaka hefur verið í þessum messum og uppákomum Grafarvogsdags- ins. Unglinga og Krakkakór Grafarvog- kirkju syngur undir stjórn Oddnýjar J. Þor- steinsdóttur. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Harðar Bragasonar organista. Prestar safnaðarins þeir Vigfús Þór Árna- son, Anna Sigríður Pálsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Lena Rós Matthíasdóttir og El- ínborg Gísladóttir þjóna í guðsþjónust- unni. Tökum öll þátt í hátíðarhöldum dagsins. Grafarvogssöfnuður. Guðsþjónusta með íslenskum trúar- lögum í Seljakirkju SUNNUDAGINN 11. september kl. 14 (athugið breyttan guðsþjónustutíma) flytja þær Gerður Bolladóttir og Hlín Erlends- dóttir íslensk trúarlög við guðsþjónustu í Seljakirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason prédik- ar og kór Seljakirkju leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista. Allir velkomnir. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju ÞÁ er vetrarstarfið að komast á fullan skrið á ný í Hafnarfjarðarkirkju. Sunnudag- inn 11. september verður fyrsta fjöl- skylduhátíð vetrarins haldin, en slíkar há- tíðir fara fram mánaðarlega yfir vetrar- tímann. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjón- ustu kl. 11. Þar leikur hljómsveitin „Gleði- gjafarnir“" undir söng, en gleðigjafarnir eru leiðtogar í safnaðarstarfi kirkjunnar sem bregða sér í nýjan búning. Þeim til að- stoðar verða ungar söngkonur úr unglinga- kór Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Þórhallur fer með alla kirkjuna í leik og segir glærusögu og brúður líta við. Allir krakkar fá í hendur kirkjumöppuna með barnaefni sunnudaga- skólans. Eftir fjölskylduguðsþjónustuna verður boðið upp á góðgæti í safnaðarheimilinu. Allir eru velkomnir og eru börn í Hafnarfirði hvött til að taka afa og ömmu og pabba og mömmu með. Alfa-námskeið að hefjast hjá Biblíuskólanum NÝTT Alfa-námskeið hefst hjá Biblíu- skólanum við Holtaveg með kynningar- kvöldi þriðjudaginn 13. september kl. 20– 21. Síðan verður kennt í 10 vikur og farið í sólarhringsferð úr bænum er líða tekur á námskeiðið. Fjallað verður um grundvall- aratriði kristinnar trúar, áhersla lögð á um- ræður og gott samfélag og þátttöku án nokkurrar þvingunar. Kennarar verða sr. Kjartan Jónsson og sr. Ragnar Gunnars- son. Kynningarkvöldið er öllum opið og að- gangur ókeypis, en það verður í félags- heimili KFUM og KFUK á horni Sunnuvegar og Holtavegar, gegnt Langholtsskóla. Til- högun og efnistök verða kynnt og spurn- ingum svarað. Tekið verður við skráning- um á námskeiðið en einnig má tilkynna þátttöku og fá nánari upplýsingar í síma 588 8899, mánudaga til föstudaga eða með pósti á bibliuskoli@krist.is. Vetrarstarf Íslensku Kristskirkjunnar hafið TVÆR samkomur verða alla sunnudaga í vetur eins og undanfarna vetur í húsnæði kirkjunnar að Fossaleyni 14 í Grafarvogi. Kl. 11 verður lögð áhersla á Biblíulega fræðslu og þá verður starf fyrir börnin í þremur aldursskiptum hópum, 2ja ára og yngri, 3–6 ára og 7–12 ára. Á kvöldin kl. 20 verða samkomur með mikilli lofgjörð, fyrirbænum og líflegri pre- dikun. Á þriðjudögum verður hið vinsæla Alfa námskeið kl. 19 og hefst það 20. septem- ber. Kynningarkvöld 13. sept. kl. 20. Á miðvikudögum kl. 17 er bænastund, þar sem fólk getur komið með bænarefni, eða hringt í kirkjuna. Á föstudögum er svo líflegt starf fyrir ungt fólk á aldrinum 13–25 ára kl. 19.30. Nú stendur yfir átak við að klára efri hæð hússins til að skapa betri atstöðu fyr- ir allt starfið. Um mánaðarmótin septem- ber og október verður svo hið árlega haustmót kirkjunnar haldið í Vatnaskógi. Á starfsmiðstöð kirkjunnar á Eyjólfs- stöðum á Héraði eru haldnar samkomur annan hvern sunnudag. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi kirkjunnar. Haustmarkaður Kristniboðssam- bandsins HINN árlegi haustmarkaður Kristni- boðssambandsins verður laugardaginn 10. september í húsi KFUM og K, Holta- vegi 28 í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14. Það eru konur í Kristniboðsfélagi kvenna sem standa fyrir markaðinum. Til sölu verður ýmiss konar grænmeti, ávextir og ber, o.s.frv. eftir því hvað kristniboðs- vinir og aðrir velunnarar vilja leggja fram af uppskeru sumarsins. Einnig kökur, blóm og gjafavara. Þá verður sérstök bókadeild þar sem fá má gamlar kristilegar bækur á hlægilegu verði. Ágóðinn af markaðinum rennur til kristniboðsstarfsins í Eþíópíu og Kenýa. Þar eru nú sjö íslenskir kristniboðar að störfum á vegum Kristniboðssambands- ins. Sinna þeir fyrst og fremst uppfræðslu innlendra leiðtoga og kennslu en einnig frumkvöðlastarfi á afskektum svæðum. Verkefnin eru enn óþrjótandi. Æ fleiri ein- staklingar og þjóðflokkar vilja fræðast um kristna trú og ýmis þróunarverkefni hafa skilað góðum árangri. Í ár þarf að safna um 30 milljónum króna til að standa straum af kostnaði við starf Kristniboðssambandsins innanlands og utan. Sem fyrr segir hefst markaðurinn kl. 14 á laugardag. Vetrarstarfið í Fíladelfíu NÚ er vetrarstarfið að fara á fullt hér í Fíladelfíu og það verður eitthvað um að vera öll kvöld. Hin vinsælu Alfa námskeið eru að hefj- ast og er enn laust, skráning er í síma 535 4700, Alfa 1 hefst 13. sept og Alfa 2 hefst 12. sept. kl. 19. Alla miðvikudaga verður hádegisbæna- stund milli 12 og 13 (á meðan bæna- stundin er skrifstofan lokuð en það eru all- ir hjartanlega velkomnir). Fjölskyldusamveran „súpa og brauð“ hefst miðvikudaginn. 14. sept. (alla mið- vikudaga) kl. 18–20. Allir velkomnir. Samvera eldri borgar er 1. og 3. hvern fimmtudag í mánuði og hefst fim. 15. sept. kl. 15. „Eldurinn“ samvera fyrir fólk á öllum aldri er alla fimmtudaga kl. 21. Kirkja unga fólksins er á föstudögum kl. 20, bænastund kl. 19.30 fyrir samkomu. Á laugardagskvöldum er bænastund kl. 20 (hefst 17. sept.) Svo minnum við á að sunnudagssamkomurnar eru í beinni út- sendingu á Lindinni fm 102,9 og einnig er hægt að horfa á www.gospel.is Bessastaðaheimsókn Neskirkjufólks FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, tekur á móti hópi Neskirkjufólks mið- vikudaginn 14. september. Eftir móttöku forseta verður farið í Bessastaðakirkju. Þessi heimsókn markar upphaf starfs eldri borgara í Nessókn. Farið í rútu frá Neskirkju kl. 15. Skráning í síma 511 1560. Opið hús, en svo nefnast þessar sam- verur eldri borgara, verður í vetur á mið- vikudögum milli kl. 15 og 17. Prestar Nes- kirkju stjórna samverum og helgistundum. Hikið ekki að bjóða vinum og kunningjum með. Upplýsingar í kirkjunni og á www.nes- kirkja.is Hausthátíð KFUM og KFUK VETRARSTARF KFUM og KFUK er að hefjast. Eins og venjulega er fjölbreytt starfsemi í boði fyrir stráka og stelpur, strætódeildir, kór og einnig fjölbreytt starf fyrir fullorðna. Til að ýta starfinu úr vör býður félagið ís- lensku þjóðinni án endurgjalds til hausthá- tíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal sunnudaginn 11. september kl. 10–17. Skipulögð dagskrá verður kl. 14– 17: Meðal efnis: Ómar Ragnarsson, Brúðu- bíllinn, Hljómsveitin Darling heroko, Tóti trúður og vitlausi hestamaðurinn, Afrót- rommuleikur og -söngur. Einnig verða óvið- jafnanleg torfærutröll, rallbíll, fornbílar, prestar á mótorhjólum og veltibíll. Dagskránni lýkur með skrúðgöngu yfir að félagsheimili KFUM og KFUK sem er rétt við garðinn á frábærra fjölskyldusam- komu með fjölbreyttri dagskrá. Meðal efnis þar verður: Ávarp: Hestur- inn Djákni (lifandi hestur), atriði úr leikrit- inu Kamilla og þjófurinn, Stoppleikhópur- inn, Gospelkór KFUM og KFUK og fleiri sönghópar, stuttmynd, hugleiðing, mikill söngur. Dagurinn endar með grillveislu og börn- in geta fengið að sitja á hestum sem ganga með þau um lóðina okkar á meðan. Kvennakirkjan í Grafarholti HAUSTSTARF Kvennakirkjunnar hefst með göngumessu í Grafarholti sunnudag- inn 11. september kl. 16. Safnast verður saman við Ingunnarskóla við Maríubaug, sem er við tankana efst í hverfinu. Gengið verður um Grafarholtið undir leiðsögn séra Sigríðar Guðmarsdóttur sóknarprests. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur hug- vekju og sungið verður undir stjórn Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Messunni lýkur í sal safnaðarins þar sem boðið verður upp á samlokur og kaffi. Mánudaginn 19. september kl. 17.30 hefst námskeið á vegum Kvennakirkjunn- ar í stofum hennar í Kjörgarði,Laugavegi 59. 4. hæð. Heiti námskeiðsins er: Þung- lyndið, sorgin og dæmalaus gleði Guðs, sem læknar og huggar og leiðir okkur út í birtuna og hláturinn. Námskeiðið byggir á kafla í bók séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur, Gleði Guðs, sem fjallar um einsemdina og friðinn. Fjallað verður um þunglyndi kvenna og lækninguna, um sorgina og huggunina og um gleðina sem Guð gefur okkur í traustinu til sjálfra okkar. Hvar eru skilin milli rolukasta og þunglyndis? Veistu að við þurfum að taka ákvörðun og gera sjálfar okkur að forgangsverkefni? Kennarar verða hjúkrunarfræðingarnir Sigrún Gunnarsdóttir og Margrét Hákonar- dóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Skráning er í síma 551 3934 og á staðn- um. Námskeiðið verður fjóra mánudagafrá kl. 17.30 til 19. Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 11. septem- ber, verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20. Kvöldvakan hefur að þessu sinni alþjóð- legt yfirbragð þar sem við hugleiðum ástand mála í heiminum, bæði það sem sundrar og sameinar m.a. áhrif trúar- bragða.Kirkjukórinn mun syngja lög frá ólíkum löndum, Brasílíu, Suður-Afríku, Ír- landi og Skotlandi og svo að sjálfsögðu fal- leg lög frá Íslandi. Hljómveit Fríkirkjunnar leiðir tónlistina undir stjórn Arnar Arnar- sonar. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. Námskeið í heimsóknarþjónustu NÁMSKEIÐ í heimsóknaþjónustu verður haldið í Áskirkju miðvikudaginn 14. sept- ember kl. 10–15 fyrir sjálfboðaliða sem áhuga hafa á að taka þátt í safnaðarstarfi Ásprestakalls. Ragnheiður Sverrisdóttir, verkefna- stjóri, kærleiksþjónustusviðs fræðslu- deildar Biskupsstofu mun sjá um nám- skeiðið. Fólk sem hefur áhuga að starfa í öðrum kirkjusóknum er velkomið að taka þátt. Boðið upp á léttan hádegisverð. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 13. september til Áskirkju í síma 581 3540, 588 8870, 891 8137, eða á netfangið: djákni@áskirkja.is. Foreldramorgnar Áskirkju FORELDRUM er boðið til samveru með börn sín í safnaðarheimili Áskirkju alla fimmtudagsmorgnar milli kl. 10 og 12. Fjölbreytt dagskrá. Næsta fimmtudag verður Helga Rut Guðmundsdóttir með kynningu á tónlist fyrir börn. Umsjón: Anna Kristín Guð- mundsdóttir og Jóhanna Ósk Valsdóttir. Nánari upplýsingar í síma Áskirkju 581 3540. Kópavogskirkja – Samverur FYRSTA samvera haustsins verður í safnaðarheimilinu Borgum þriðjudaginn 13. september kl. 14.30. Í þeim er lögð áhersla á góðar og nærandi samverur þar sem almennur söngur skipar verðugan sess. Það er hinn kunni söngvari og kór- stjóri Sigrún Þorgeirsdóttir sem leiðir sönginn en undirleik annast Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Mál dagsins er á dagskrá og samverunum lýkur á ritningarlestri og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kvöldmessur og mannrækt NÚ hefja kvöldmessur Laugarneskirkju sína taktvissu göngu, og eru haldnar ann- an sunndag í mánuði fram á vorið. Þar er frábær tónlist í umsjá Djasskvartetts Gunnars Gunnarssonar og Kórs Laugar- neskirkju og einkar skemmtilegt að koma. Messa septembermánaðar er á morg- un, 11. september kl. 20.30 en djassinn hefst í húsinu kl. 20, svo að gott er að koma snemma og ná í góð sæti og njóta alls frá byrjun. Þá er nefna nokkur mannræktartilboð sem snúa að fullþroska fólki: Á þriðjudagskvöldum er kvöldsöngur í kirkjunni kl. 20 og í beinu framhaldi, kl. 20.30 eru 12 sporahópar og mjög athygl- isverðir trúfræðslutímar í kirkjuskipi. Á þriðjudaginn kemur, 13. september verður sérstaklega tekið við fólki sem vill fræðast um 12 spora starfið með þátttöku í huga. Sorgin gleymir engum og þaðtjáir ekki að reyna að gleyma henni heldur. Hún þarf sinn stað og tíma. Fyrirhuguð er tónleika- röð þar sem Erna Blöndal, söngkona, mun, ásamt hljómsveit, flytja lög og ljóð sem hafa orðið henni til huggunar í sorg. Að tónleikum loknum verður boðið upp á kaffisopa og samtal um sorg og sorgarvið- brögð. Fyrstu tónleikar í þessari röð, sem ber nafnið sorgin og lífið,verða í Laugar- neskirkju fimmtudaginn 22. september kl. 20. Loks er fyrirhugað hjónanámskeið í umsjá hjónanna sr. Vigfúsar Bjarna Al- bertssonar, sjúkrahúsprests, og Valdísar Aspar Ívarsdóttur, fíkni- og fjölskylduráð- gjafa, þar sem myndaðir verða hjónahópar sem vinna saman eftir einkar einföldu og áhrifaríku kerfi, í þeim tilgangi að gera gott hjónaband betra. Upplýsingar fást hjá sóknarpresti í síma 820 8865. Kyrrðarstundir í Fella- og Hólakirkju KYRRÐARSTUND verður alla þriðjudaga í Fella- og Hólakirkju klukkan 12. Tónlist, upplestur, íhugun og bæn. Að stundinni lokinni verður boðið upp á súpu og brauð á vægu verði. Njótum kyrrðar í nálægð við Guð. Fella- og Hólakirkja. Vetrarstarfið í Hall- grímskirkju er hafið NÚ er hið fjölbreytta vetrarstarf í Hall- grímskirkju að hefjast. Sunnudagaskólinn byrjaði síðastliðinn sunnudag kl. 11 og verður á sama tíma í allan vetur. Starf fyrir 7–9 ára börn er á mánudögum kl. 13 og sex ára börn eru vel- komin á mánudögum kl. 15.45. TTT (starf fyrir 10–12 ára börn) er á mánudögum kl. 16. 45 og unglingastarfið á mánudags- kvöldum kl. 20. Þá er barnakórastarfið farið af stað og fást upplýsingar um það í síma 510 1000. Fullorðna fólkið fær einnig sitt. Opið hús og leikfimi fyrir eldri borgara er á þriðjudögum og föstudögum kl. 11. Opið hús með dagskrá fyrir eldri borgara verður einu sinni í mánuði og verður auglýst sér- staklega. Foreldramorgnar eru á miðviku- dögum kl. 10–12. Fyrirbænaguðsþjónust- ur eru á þriðjudögum kl. 11 og morgunmessur á miðvikudögum kl. 8. Þá er kyrrðarstund með orgelleik og íhugun hvern fimmtudag kl. 12. Næsta sunnudag verður messa að venju kl. 11 í umsjá sr. Sigurðar Pálsson- ar, organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Barnastarf er á sama tíma í umsjá Magn- eu Sverrisdóttur djákna. Frá barnastarfi Selfosskirkju Á HVERJUM sunnudegi kl. 11.15 er barnasamkoma í Safnaðarheimili Selfoss- kirkju. Aðstandendur eru hvattir til þess að koma með börn sín til kirkjunnar og taka þátt í glaðlegum samverustundum. Börnunum eru kenndar bænir og þau syngja sálma og barnavers. Börnin fá m.a. eyðublað, þar sem mæting er skráð með sérstöku límmerki. Þegar 15 merki hafa safnast á blaðið, fær barnið viðurkenn- ingu fyrir góða ástundun. Við vonum innilega, að við fáum að sjá sem allra flesta á sunnudaginn kemur. Sr. Gunnar Björnsson, sóknarprestur. Guðsþjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík ALMENN guðsþjónusta kl. 14 í Fríkirkj- unni við Reykjavík. Nýr prestur safnaðar- ins, Ása Björk Ólafsdóttir , leiðir stundina, en tónlistina leiða Anna Sigga og Kalli. Fermingarbörn næsta vors aðstoða og eru börn sérstaklega velkomin. Andabrauð að lokinni stundinni. Barnastarf hefst hjá okkur næstu helgi, með barnaguðsþjónustu kl. 14 á sunnu- deginum. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.