Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 43
Snarrót | Stofnuð verður 11. september-
hreyfingin á Íslandi, á morgun kl. 20.30.
Fjöldamorðin 11. sept. 2001 eru enn óupp-
lýst. Stjórnvöld hylma yfir, leyna gögnum og
neita að leggja fram sannanir. Sökudólgarnir
ganga lausum hala. Krefjumst sannleikans.
Allir velkomnir.
Fyrirlestrar
Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Sir Marrack
Goulding, fv. aðstoðarframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna og núv. for-
stöðumaður St Antony’s College í Oxford,
flytur fyrirlestur á vegum Sagnfræðistofn-
unar Háskóla Íslands: „Hvers vegna skipta
smáríki svo miklu máli við friðargæslu Sam-
einuðu þjóðanna?“ Fyrirlesturinn er í Odda,
stofu 101, kl. 14 og fer fram á ensku. Aðgang-
ur ókeypis og öllum opinn.
Ráðstefnur
Nordica hotel | Norræn ráðstefna um land-
upplýsingar haldin á Nordica Hóteli 14.–17.
september. Allt það nýjasta á sviði land-
upplýsinga og notkunar landupplýs-
ingakerfa. Fimmtíu fyrirlesarar og sýning.
Nánari uppl. á: http://www.meetingicel-
and.com/ginorden2005/.
Börn
Dansskóli Jóns Péturs og Köru | 4 til 5 ára
börnum er boðið upp á dans, söng og leik.
Hjá eldri börnum og unglingum er boðið upp
á námskeið í samkvæmisdönsum og free-
style. Innritun daglega kl. 12–19 í síma
553 6645 eða á heimasíðu dansskólans
www.dansskoli.is. Kennsla hefst 12. sept.
Námskeið
Jógastöðin Selfossi | Vetrarstarfið verður
kynnt og skráning á námskeið í jóga, maga-
dansi og ballett. Opið frá 10–16.
Staðlaráð Íslands | Námskeið 22. sept-
ember, ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir
– Lykilatriði, uppbygging og notkun. Mark-
mið: Að þátttakendur geti gert grein fyrir
megináherslum og uppbyggingu kjarna-
staðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki
hvernig þeim er beitt við að koma á og við-
halda gæðastjórnunarkerfi. Upplýsingar á
www.stadlar.is.
Útivist
Garðyrkjufélag Íslands | Garðyrkjufélag Ís-
lands efnir til fræðslugöngu, kl. 14, um
Stekkjahverfi, Elliðaárdal og trjásafnið í
Fossvogi undir leiðsögn Samsonar B. Harð-
arsonar landslagsarkitekts. Hugað verður
að áhugaverðum gróðri sem er að taka á sig
haustliti. Mæting er við Garðheima.
Skógræktarfélag Reykjavíkur | Valdór
Bóasson smíðakennari leiðir gönguna í leit
að hæfilegum efnivið til tálgunar, kl. 11–15.
Eftir gönguna kennir Valdór réttu hand-
brögðin við tálgun. Gangan hefst við Elliða-
vatnsbæinn í Heiðmörk og er miðuð við
ungmenni 10 ára og eldri en allir eru vel-
komnir og aðgangur ókeypis. Sjá
www.skograekt.is.
Markaður
Leifsgata 4 | Bílskúrssala á Leifsgötu 4,
Rvík. Til sölu er m.a.: föt, skór, glingur, bækur,
plötur, mublur o.fl. Opið í dag kl. 11–16 og á
morgun kl. 12–16.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 43
DAGBÓK
Skráningarlistar eru í félagsmið-
stöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Opið hús í Ásgarði, Stangarhyl 4, í
dag, laugardag og á morgun,
sunnudag, kl. 14–16. Ávarp flytur
Margrét Margeirsd., formaður.
Kynning á húsnæðinu: Stefán Ól.
Jónss. Kynning á vetrardagskrá:
Stefanía Björnsd. Vinarbandið flyt-
ur tónlist. Allir eldri borgarar vel-
komnir og að taka með sér gesti.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16
„Litaljóð“ myndlistarsýning Lóu
Guðjónsdóttur opin, listakonan er á
staðnum. Föstud. 16. sept. kl. 16
opnun sýningar á klippimyndum
eftir Einar Árnason úr bókinni
„Njóla nátttröll býður í afmæli“,
m.a. syngur Gerðubergskórinn und-
ir stjórn Kára Friðrikssonar. Strætó
S4 og 12 stansa við Gerðuberg.
Hraunsel | Púttað á Vallarvelli kl.
10–11.30.
Félagsstarf
Ferðaklúbbur eldri borgara |
Haustlitaferð Ferðaklúbbs eldri
borgara í Borgarfjörð verður 16.
sept. Brottför kl. 13. Boðið verður
upp á kvöldverð í Munaðarnesi
ásamt skemmtiatriðum og dansi.
Uppl. í síma 892 3011.
Ferðaklúbburinn Flækjufótur |
Ferðakl. Flækjufótur. Helgarferð
24.–25. sept. Ekið verður um
Stokkseyri, Eyrarbakka, Þykkvabæ
og Vestur- og Austur-Landeyjar.
Gist á Hótel Dyrhólaey. Uppl. í síma
898 2468.
Félag eldri borgara, Kópavogi,
ferðanefnd | Hrunaréttir 16. sept.:
Lagt af stað frá Gjábakka kl. 8 og
Gullsmára kl. 8.15. Eftir réttirnar
verður farið í Tungufellsdal o.fl.
Boðið upp á kjöt og kjötsúpu á Hót-
el Gullfossi, Brattholti. Síðan ekið
að Gullfossi og Geysi – um Laug-
arvatn, Lyngdalsheiði og Þingvelli.
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 Rf6 5.
Rf3 c5 6. Bb5+ Bd7 7. Bxd7+ Rfxd7 8.
d5 Da5 9. 0-0 Ra6 10. De2 Rc7 11. Kh1
Rb6 12. Bd2 Da6 13. Df2 Rc4 14. f5
0-0-0 15. Dh4 Rxd2 16. Rxd2 Bxc3 17.
bxc3 f6 18. Dh3 Kb8 19. c4 Da4 20. Dc3
Ka8 21. Hab1 Hb8 22. Hb3 b5 23. fxg6
hxg6 24. Hc1 b4 25. Db2 Hb6 26. Ha1
Dd7 27. Hg3 g5 28. Dc1 Hh4 29. Hb1
De8 30. De1 Dg6 31. c3 Dh7 32. h3 g4
33. He3 gxh3 34. g3 Hh5 35. cxb4 cxb4
36. a3 b3 37. c5 dxc5 38. Rc4 Hb5 39.
Hexb3 Hxb3 40. Hxb3 Dh6
Staðan kom upp á Norðurlanda-
mótinu í skák sem lauk fyrir skömmu í
Vammala í Finnlandi. Tapani Sam-
malvuo (2.441) hafði hvítt gegn landa
sínum Heikki Lehtinen (2.402). 41.
Rb6+! Kb7 41. – axb6 hefði einnig leitt
til ósigurs vegna þess að eftir 42. Hxb6
verður örðugt fyrir svartan að svara
máthótuninni De1-Da5. 42. Rd7+ Kc8
43. Rxc5 f5 44. Db1 Ra6 45. Hb8+ Kc7
46. Hc8+! Snotur lokahnykkur á skák-
inni sem knúði svartan til uppgjafar
þar sem eftir 46. – Kxc8 mátar hvítur í
tveimur leikjum: 47. Db7+ Kd8 48.
Dd7#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Hið rétta útspil.
Norður
♠ÁDG109
♥98642 V/Allir
♦5
♣105
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull 2 tíglar * Pass 4 spaðar
5 lauf Pass Pass 5 spaðar
Pass Pass 6 lauf Dobl
Pass Pass Pass
Setjum okkur í spor norðurs, sem
tekur þá djörfu ákvörðun að sýna hálit-
ina með tveimur tíglum yfir Standard-
opnun vesturs á einum tígli. Ekki eru
allir sammála um þá aðferðafræði, en
látum það liggja á milli hluta og íhug-
um útspilið gegn sex laufum dobluðum.
Hvað þýðir dobl makkers? Er það af
Lightner-gerð, sem biður um „óeðli-
legt“ útspil, eða viðskiptadobl út á al-
mennan styrk? Eða kannski einhvers
staðar þar á milli?
Dæmið er úr The Bridge World og
sérfræðingarnir 27 skiptu atkvæðum
sínum þannig: tígull=12, hjarta-
nía=10, spaðaás=4, lauf=1.
Eddie Kantar: Spaðaás. Ég held
ekki að þetta sé útspilsdobl hjá makk-
er. Austur segir sex lauf undir þrýst-
ingi og gæti verið að fórna.
Billy Eisenberg: Hjartanía. Það eru
alltaf einhvers konar Lightner-
tilvísanir í slíkum sagnröðum og makk-
er vill alla vega ekki útspil í spaða.
Eddie Wold: Tígulfimma. Félagi
hlýtur að vera með einn öruggan slag,
sennilega annan ásinn í láglitunum. Ef
makker hefði endilega viljað útspil í
hjarta hefði hann getað sagt fimm
hjörtu yfir fimm laufum.
Hvert var hið rétta útspil? Það veit
enginn, en rök Wolds eru sannfærandi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
LJÓSMYNDASÝNINGIN „Ljós-
myndir við hafið“ verður til sýnis
í Borgaskóla á Grafarvogsdeg-
inum í dag. Sýndar verða 40
myndir eftir nemendur í 7. bekk
Borgaskóla, Grandaskóla og
Laugalækjarskóla. Myndirnar
voru sýndar á „Hátíð hafsins“ síð-
astliðið vor.
Hafið kallar
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
STOFNAÐUR hefur verið leiklistar-
skóli fyrir 20 ára og eldri, Kremið.
Þar mun leikhúsfólk kenna þátttak-
endum. „Kremið er fyrir alla; hinn al-
menna borgara, áhugaleikara, kenn-
ara, leiðbeinendur, alla sem vilja efla
sjálfstraust og jákvæð samskipti,
gera eitthvað skemmtilegt eina
kvöldstund og læra um leið að þekkja
hæfileika sína betur,“ segir í kynn-
ingu.
Fyrstan af kennurunum má telja
Árna Pétur Guðjónsson, leikara, sem
hjálpar þátttakendum að opna sig,
koma út úr skelinni en hann er þekkt-
ur fyrir léttleika í kennslu. Svo kemur
Sigurður Skúlason sem kenna mun
framsögn og að tala frammi fyrir hóp.
Bryndís Ásmundsdóttir leikkona
mun vinna með spuna, persónusköp-
un á sviði og listina að leika. Aino
Freyja leikkona kemur svo. Hún er
einnig dansari og kennir þátttak-
endum að virkja líkamskraftinn bet-
ur. Ágústa Skúladóttir, leikstjóri end-
ar svo námskeiðið með því að opna
fyrir sköpunarkraftinn sem þátttak-
endur hafa byggt upp á námskeiðinu
og hjálpar þeim að koma hug-
myndum sínum á leiksvið
Námskeið hefst á mánudaginn kl.
20. Skráning og nánari upplýsingar á
www.pulsinn.is og í síma 848 5366.
Leiklistar-
skólinn Krem-
ið að byrja
♦♦♦
Glæsileg 103 fm 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð, auk sérstæðis í bíla-
geymslu í nýju vönduðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í þrjú herbergi, öll með
skápum, eldhús, rúmgóða og bjarta stofu, vandað baðherbergi, þvotta-
herbergi og forstofu og er öll innréttuð á vandaðan máta með innrétt-
ingum og gólfefnum úr ljósum viði. Stórar flísalagðar suðursvalir út af
stofu. Sérinngangur af svölum og sérgeymsla í kjallara.
Verð 23,9 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-16
Íbúð nr. 0201, Hanna og Jón. Verið velkomin.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Þórðarsveigur 4
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
GAUTAVÍK 9 - JARÐHÆÐ
OPIÐ HÚS MILLI KL. 16 OG 18
Nýleg og smekklega innréttuð neðsta sérhæð í þríbýli.
Flísalögð forstofa með góðum skápum, hol, eldhús með fallegum innréttingum
og góðum tækjum, borðstofa og stofa með útgengi á verönd. Tvö góð
parketlögð svefnherbergi og rúmgott, flísalagt baðherbergi með baðkari og
sturtuklefa. Þvottahús/geymsla með hillum. Öll aðkoma góð. Íbúðinni fylgja tvö
bílastæði. Verð 24,8 millj.
OPIÐ Á LUNDI KL. 12-14 LAUGARDAG OG SUNNUDAG
Afmælisþakkir
Bestu kveðjur og þakkir fyrir sýndan hlýhug á
90 ára afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll
Aðalheiður Dagmar Ólafsdóttir,
Reynimel 58, Reykjavík.
Fréttasíminn 904 1100