Morgunblaðið - 10.09.2005, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ég var táningur lék ég
mér stundum að því að setja alls-
konar drasl á strengina á píanóinu
mínu – þvottaklemmur, spil, glös,
skrúfur og annað þess háttar. Svo
spilaði ég ABBA-lög á píanóið.
Eins og gefur að skilja var þetta
afskræming á ABBA, en það var
einmitt svo gaman!
Þetta rifjaðist upp fyrir mér á
tónleikum í Listasafni Íslands á
miðvikudagskvöldið, en svona dóti
hafði verið komið fyrir í flyglinum
þar. Engin ABBA-lög voru spiluð;
í staðinn voru fluttar nokkrar tón-
smíðar eftir eitt helsta brautryðj-
andatónskáld tuttugustu aldar-
innar, John Cage. Margaret Leng
Tan spilaði á píanóið, en hún var
nemandi og samstarfsmaður tón-
skáldsins.
Eins og gefur að skilja hljómaði
flygillinn undarlega. Neðri nót-
urnar voru sérkennilega mattar en
ýmis önnur, skrýtnari hljóð mátti
heyra á efra tónsviðinu. Upphafs-
atriði tónleikanna, Bacchanale,
sem er fyrsta tónsmíð Cage fyrir
svona breytt píanó, var þó at-
hyglisverð en var því miður dálítið
stirðbusalega flutt. Hraðar nótur
voru ekki nægilega liprar og
túlkunin var heldur fálmkennd á
köflum.
Svipaða sögu er að segja um
Árstíðirnar, sem eru fyrir
„óbreytt píanó“. Leikur Tan var
þar vissulega vandaður en skorti
flæði og komst tónlistin því aldrei
almennilega á flug. Enn verra var
samt verk sem Tan vann upp úr
málverki eftir Cage; það var eins
og hvert annað glamur og hefði
vel mátt sleppa því að flytja það.
Ófelía, nokkurs konar tónræn
mynd af brjálsemi, hljómaði líka
óþægilega en átti sennilega að
gera það; áslátturinn var harður,
nánast stingandi og manni datt í
hug brjálæðingur að berja píanó í
mikilli angist. Þetta varð fljótt
þreytandi; tónmyndun píanóleik-
arans var óþarflega einhæf og ég
er viss um að hún hefði getað
skapað sterkari áhrif með fleiri
litbrigðum og hnitmiðaðri stígandi
í túlkuninni.
Meira varið var í Draum, en þar
lék Tan eigin útsetningu á tón-
smíðinni, hér fyrir píanó og leik-
fangapíanó. Þetta var falleg músík
sem minnti að nokkru á „ambi-
ent“-tónlist Brians Eno, en hún
var gríðarlega vinsæl fyrir einum
þrjátíu árum síðan. Píanóleikurinn
hefði þó mátt vera blæbrigðaríkari
til að skapa draumkenndari
stemningu.
Sem betur fer var annað á tón-
leikunum prýðilegt; svíta fyrir
leikfangapíanó var merkilega til-
þrifamikil og Water Music/Vatns-
tónlist fyrir píanó, útvarp, gæsa-
blístru og fleira var skemmtilega
kaldhæðnisleg, enda flutt af ör-
yggi og húmor.
Gerningurinn 0’ 00’’olli líka tals-
verðri kátínu meðal áheyrenda, en
þar vakti Tan athygli á því hvern-
ig tónlist getur leynst í hversdags-
legum athöfnum á borð við að
krota á pappír og stimpla af alefli.
In the Name of the Holocaust og
stutt stykki úr flokknum Etudes
Australes var jafnframt glæsilega
spilað og frægasta verk Cage, 4
mínútur og 33 sekúndur, sem sam-
anstendur af þögn og engu öðru,
var óneitanlega kærkomin
kyrrðarstund eftir erilsaman dag.
Brjálaða Ófelía
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Margaret Leng Tan flutti tónsmíðar eftir
John Cage. Miðvikudagur 7. september.
Píanótónleikar
Morgunblaðið/Kristinn
„Leikur Tan var þar vissulega vand-
aður en skorti flæði og komst tónlist-
in því aldrei almennilega á flug.“
Jónas Sen
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
www.kringlukrain.is sími 568 0878
Geirmundur Valtýsson
og hljómsveit í kvöld
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN
Nýja svið / Litla svið
KYNNING LEIKÁRSINS
Leikur, söngur, dans og léttar veigar
Su 11/9 kl 20
Opið hús og allir velkomnir
HÖRÐUR TORFA LENGI LIFI
Ýmsir listamenn leika lög eftir Hörð í
tilefni 60 ára afmælis listamannsins
Í kvöld kl. 21
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 11/9 kl 14, Su 18/9 kl 14, Su 25/9 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Í kvöld kl 20,
Su 11/9 kl 20, Fi 15/9 kl. 20,
Fö 16/9 kl. 20, Lau 17/9 kl. 20,
Fi 22/9 kl. 20, Fö 23/9 kl. 20, Lau 24/9 kl. 20
ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN!
Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali
- Það borgar sig að vera áskrifandi -
MANNTAFL
Mið 14/9 kl. 20 Forsýning Miðaverð aðeins kr. 1.000-
Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT
Su 25/9 kl. 20,
Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20
HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar
Fös 16/9 kl. 19:30, Fös 16/9 kl. 22:00
WOYZECK – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER
Frumsýnt í London 12. okt og á Íslandi 28. okt
Su 18/9 kl. 21 Miðav. aðeins kr. 2.000-
Fö 23/9 kl. 20 Miðav. aðeins kr. 2.000-
Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT
Fö 30/9 kl. 20 Miðav. aðeins kr. 2.000-
Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku) Miðav. aðeins kr. 2.000-
HÍBÝLI VINDANNA
Örfáar aukasýningar í haust
Lau 24/9 kl. 20, Su 25/9 kl. 20,
Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Lau 8/10 kl. 20
www.leikhusid.is
Sala á netinu allan sólarhringinn.
Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30
Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00
StórA Sviðið SmíðAverkStæðið
LitLA Sviðið
AÐ EILÍFU
Lau. 10/9 örfá sæti laus, sun. 11/9.
Aðeins þessar tvær sýningar.
VELkomIn Í ÞjóÐLEIkhúsIÐ!
Leikárið kynnt með leik, söng og dansi.
Fös 16/9, lau. 17/9. Allir velkomnir!
kLAUFAR oG kónGsDÆTUR
Sun. 18/9 kl. 14 nokkur sæti laus,
sun. 25/9 kl. 14, sun. 2/10 kl. 14, sun.
EDITh PIAF
Sun. 18/9 örfá sæti laus, fim. 22/9,
fös. 23/9 nokkur sæti laus.
Sýningum lýkur í október.
RAmBó 7
Fös. 16/9, lau. 17/9, fim. 22/9.
Takmarkaður sýningafjöldi.
koDDAmAÐURInn
Lau. 10/9 örfá sæti laus, fös. 16/9
Takmarkaður sýningafjöldi.
Pakkið á móti
Örfáar aukasýningar:
Lau. 10. sept kl. 20
Lau. 17. sept kl. 20
Fös. 23. sept kl. 20
Áskriftar-
kortasala
stendur
yfir
Kabarett
í Íslensku óperunni
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
Næstu sýningar
Laugardaginn 10. september kl. 20
Laugardaginn 17. september kl. 20
Föstudaginn 23. september kl. 20
BENJAMIN
BRITTEN
the turn of the screw
ef t i r
25 ára og
yngri:
50% afsláttur
af miðaverði
í sal
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
21. okt. kl. 20 - Frumsýning
23. okt. kl. 20 - 2. sýning - 30. okt. kl. 20 - 3. sýning
4. nóv. kl. 20 - 4. sýning - 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning
6. nóv. kl. 20 - 6. sýning - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning
Kl. 19.15 – Stutt kynning á verkinu og uppsetningu þess í Óperunni.
Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði.
14. sýn. sun. 11/9 kl. 14
15. sýn. sun. 18/9 kl. 14
16. sýn. fim. 29/9 kl. 19
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Í DAG, LAUGARDAG KL. 17.00
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Víkingur Heiðar Ólafsson
George Gershwin ::: Girl Crazy, forleikur
Maurice Ravel ::: Píanókonsert í G-dúr
Dímítríj Sjostakovítsj ::: Djass-svíta nr. 2
Dímítríj Sjostakovítsj ::: Tahiti trot
Leonard Bernstein ::: Fancy Free
Víkingur gefur tóninn
Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst í dag þegar einn
glæsilegasti fulltrúi yngri tónlistarmanna okkar, Víkingur Heiðar
Ólafsson sest við flygilinn í Háskólabíói. Komdu á tónleika þar sem
lífsgleðin og leikandi fjör eru í fyrirrúmi.
upphafstónleikar í háskólabíói