Morgunblaðið - 10.09.2005, Side 46
46 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndahátíðinni í Fen-eyjum lýkur í kvöld meðafhendingu Gullna ljóns-
ins en stórstjörnur hafa sett svip
sinn á eyjarnar undanfarna daga.
Þegar ég kom til Feneyja vissi ég
aðeins að ég ætti að finna „the
press desk at the Casino“ til að
sækja blaðamannapassann minn.
Að því loknu hugðist ég hringja í
Matthew hjá McDonald & Rutter
og fá upplýsingar um viðtalið sem
ég átti að fá við Heath Ledger og
fleiri kunna leikara þennan sama
dag. Ekki hafði ég minnstu hug-
mynd um eftirnafn Matthews eða
hvað þetta McDonald & Rutter
er. Þetta var afrakstur tveggja
klukkutíma rannsóknarvinnu við
að lesa í gegnum tölvupósta sem
höfðu verið áframsendir á mig
vegna tilraunar minnar til að fá
eitt til tvö viðtöl rétt á meðan ég
væri í Feneyjum, þótt það væri
reyndar í öðrum erindagjörðum.
Þrátt fyrir að hafa ítrekað marg-
oft að ég yrði aðeins í Feneyjum
yfir helgina bárust mér stöðugt
tölvuskeyti um að ég ætti að
mæta á mismunandi stöðum í við-
töl eða á sýningar á miðvikudegi,
mánudegi, þriðjudegi og jafnvel
fimmtudegi.
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum
fer fram á eyjunni Lido. Skrefið
út úr strætisvagninum er skref
inn í aðra veröld. Alls staðar eru
blaðamenn og það gildir það
sama um þá og gesti kvik-
myndahátíðarinnar; sumir eru
þar vegna óþrjótandi áhuga á
kvikmyndum en aðrir hafa mest-
an áhuga á í hvaða fötum stjörn-
urnar koma fram. Sænskur mað-
ur sem ég rakst á eitt kvöldið
þurfti að drífa sig í háttinn því
hann ætlaði að vakna klukkan
hálfsjö næsta morgun til að mæta
í bíó. Hann stefndi á að sjá fimm-
tíu myndir á hátíðinni.
Öryggisgæslan er mikil ogblaðamenn þurfa að ganga í
gegnum málmleitarhlið til að
komast inn á blaðamannafundi.
Eftir að hafa verið vísað upp og
niður í „the Casino“ fann ég loks-
ins „the press desk“. Þar greiddi
ég 50 evrur fyrir blaðamanna-
passann og fékk stærðarinnar
sjampóbrúsa í kaupbæti. Wella er
einn af styrktaraðilum hátíð-
arinnar.
Nýgræðingur gæti haldið að
kvikmyndahátíð snúist um listina.
Það þarf þó ekki að horfa í
kringum sig lengi til að sjá að
þetta snýst miklu meira um pen-
inga og glamúr. Aðstandendur
myndanna og aðalleikarar halda
venjulega stóra blaðamannafundi
en þeir sem eru heppnir komast á
pallborðsfundi með stjörnunum
þar sem færri blaðamenn fá
lengri tíma til að spyrja út í
myndirnar. Ef marka má tölvu-
póstana sem mér bárust kostar
þátttaka í slíku pallborði 250–400
dollara á mann eða milli 15 og 25
þúsund krónur. Blaðamennirnir í
pallborðinu skipta tugum. Auk
þess fá sumir einkaviðtal við
ákveðnar stjörnur en það þýðir
að viðkomandi blaðamaður fær
nokkrar mínútur til að fleygja
fram spurningum áður en komið
er að næsta.
Hjálplegar konur í fjölmiðla-
básnum urðu mér úti um síma-
númerið hjá Matthew. Hann var
alveg lens yfir að ég væri í Fen-
eyjum þar sem ég mætti ekki á
miðvikudeginum. Ég hafði í öllum
mínum tölvupóstum ítrekað að ég
kæmi á föstudegi. „Og ertu búin
að sjá myndina?“ spurði hann. Ég
neitaði sem satt var og þá kom í
ljós að ég mátti ekki taka þátt í
pallborðsviðtalinu við Heath
Ledger og félaga. Ég reyndi að
útskýra fyrir honum að maðurinn
sem ég hafði verið í sambandi við
hefði sagt að ég gæti tekið þetta
eina viðtal án þess að hafa séð
myndina en allt kom fyrir ekki
enda kannaðist Matthew ekkert
við umræddan mann. Í staðinn
dreif ég mig á stóra blaðamanna-
fundinn vegna einnar af þremur
myndum Heaths Ledger á hátíð-
inni, Casanova. Þessi fundur var
opinn öllum sjampóbrúsaeigend-
um með blaðamannapassa.
Á fundinum voru hundruðblaðamanna frá ýmsum
heimshornum og ólíkum fjöl-
miðlum. Fundurinn tafðist um
hálftíma þar sem stjörnurnar
voru ekki mættar. Þegar þær
loksins létu sjá sig brutust út
mikil fagnaðarlæti og blístur.
Þær voru síðan kynntar ein af
annarri og blaðamennirnir klöpp-
uðu meira og blístruðu svo engu
líkara var en að um fótboltaleik
væri að ræða.
Kvikmyndin Casanova fjallar
um hinn ítalska Giacamo Cas-
anova sem var uppi á 18. öld.
Casanova á að hafa verið maður
margra kvenna en sjálfur sagðist
hann hafa notið ásta með meira
en hundrað konum. Í myndinni
verður Casanova ástfanginn af
einu konunni sem hafnar honum
en Sienna Miller fer með hennar
hlutverk. Myndin var sérlega vin-
sæl á hátíðinni þar sem hún er
tekin upp í Feneyjum og leik-
arahópurinn dvaldi þar í nokkra
mánuði ásamt leikstjóra og töku-
liði. Hinn sænski Lasse Hallström
er leikstjóri myndarinnar en auk
hans sátu í pallborði Heath Ledg-
er, Siena Miller, Jeremy Irons,
Oliver Platt og Lena Olin sem
jafnframt er eiginkona Hall-
ströms.
Mest var klappað fyrir Ledger
enda er hann víst aðalgæinn.
Ledger er með strákslegt yfir-
bragð. Hann tuggði tyggjó og átti
greinilega erfitt með að ákveða
hvort hann ætlaði að vera með
grænu derhúfuna sína eða ekki
meðan á blaðamannafundinum
stóð. Mest var hann þó í því eins
og félagar hans í myndinni að
senda stjörnubrosið út í salinn.
„Er þetta ekki örugglega blaða-
mannafundur?“ spurði ég sessu-
naut minn sem var öllu vanari
kvikmyndahátíðum en ég. „Jú,
þetta er alltaf svona,“ svaraði
hann.
Um leið og orðið var gefiðlaust byrjuðu blaðamenn að
spyrja spurninga. Sumir forvitn-
uðust um hugmyndir leikstjórans
um myndina eða spurðu út í
ákveðin atriði en aðrir notuðu
tækifærið til að daðra við leik-
arana. „How do you like Venice?“
flaut svo með frá ítölskum blaða-
manni. Hópurinn bar því vel sög-
una að hafa tekið myndina upp í
Stjörnunum
fagnað
í Feneyjum
’Nýgræðingur gætihaldið að kvikmyndahá-
tíð snúist um listina. Það
þarf þó ekki að horfa í
kringum sig lengi til að
sjá að þetta snýst miklu
meira um peninga og
glamúr.‘
AF LISTUM
Halla Gunnarsdóttir
Reuters
Sienna Miller, umkringd ljósmyndurum, mætir á frumsýningu myndar-
innar Casanova á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Fékk Grand Prix
verðlaunin í Cannes.
Hefur fengið einróma lof
gagnrýnenda um heim allan.
Sýnd kl. 2 og 4 ísl tal
Sýnd kl. 8 og 10.20
Sýnd kl. 2, 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ára
VINCE
VAUGHN
OWEN
WILSON
BESTA
GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
H.J. / Mbl.. . l.
O.H.H. / DV
H.J. / Mbl.
. . . /
. . / l.
ÞEGAR EKKI ER MEIRA
PLÁSS Í HELVÍTI MUNU
HINIR DAUÐU RÁFA UM
JÖRÐINA
MEISTARI
HROLLVEKJUNNAR
SNÝR AFTUR
TIL AÐ HRÆÐA
ÚR OKKUR
LÍFTÓRUNA
Sími 564 0000Miðasala opnar kl. 13.15i l r l. .
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 árakl. (4 kr 400) 6, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 8 og 10 b.i. 16 ára
kl. 4, 6, 8 og 10
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Verðið á karlhórum
hefur lækkað töluvert
fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 4 ísl tal kr. 400Sýnd kl. 6
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS