Morgunblaðið - 10.09.2005, Side 47
Feneyjum. Þetta hefði í raun ver-
ið eins og ferðalag þótt vinnan
hefði verið mikil. Lasse Hallström
sagði að vel hefði gengið að fá öll
leyfi sem þurfti til að taka upp á
ýmsum sögufrægum stöðum og
að hópnum hefði verið vel tekið í
hvívetna.
„Heath, mig langar að beina
spurningu minni til þín,“ sagði
ung kona í sínu fínasta pússi.
„Persónan þín í myndinni er mik-
ill elskhugi og virðist vita hvað
konur hugsa, að hve miklu leyti
ert þú líkur eða ólíkur sjálfum
Casanova?“ Ledger virtist ekki
alveg vita hvernig hann ætti að
svara en bjargaði sér fyrir horn
með því að segjast elska en bara
ekki svona margar konur. „Cas-
anova var maður sem varð ást-
fanginn af öllum konum sem
hann hitti,“ útskýrði Ledger.
Karlmaður á besta aldri spurði
Siennu Miller hvernig henni lík-
aði í Feneyjum og hvort hún
hefði áhuga á að koma þangað
aftur og gifta sig jafnvel. Miller
sagðist hrifin af þessari falleg-
ustu og rómantískustu borg
heims. „Ég væri alveg til í að
koma hingað aftur en ég veit
ekki með giftingu,“ sagði hún
vandræðalega.
Eftir lokaspurninguna spratt
fjöldi blaðamanna á fætur og
hljóp að stjörnunum. „Þau eru að
reyna að fá eiginhandaráritanir,“
útskýrði sessunautur minn en
innst inni vonaði ég að þau væru
að reyna að fá svör við fleiri
spurningum þótt í hópnum væru
miklu fleiri en báðu um orðið á
fundinum. Stjörnurnar stóðu hins
vegar upp og voru flestar flúnar
áður en hópurinn nálgaðist þær.
„Ég er ótrúlega feginn. Ég var
orðinn stressaður að fá ekkert en
hún sagði það sem ég þurfti,“
sagði breskur blaðamaður við fé-
laga sinn þegar við gengum út úr
salnum og vísaði til ummæla
Lenu Olin um að hún elskaði eig-
inmanninn sinn. Aðrir blaðamenn
flýttu sér út til að koma „frétt-
unum“ sem fyrst á framfæri.
halla@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 47
Sýnd kl. 3 og 6 ísl talkl. 3, 8 og 10.20 B.i 10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20
Sýnd kl. 2 og 4 ísl tal
O.H.H. / DV. . . /
H.J. / Mbl.. . / l.
☎553 2075
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
ÞEGAR EKKI ER
MEIRA PLÁSS Í
HELVÍTI MUNU
HINIR DAUÐU
RÁFA UM
JÖRÐINA
MEISTARI
HROLLVEKJUNNAR
SNÝR AFTUR
TIL AÐ HRÆÐA
ÚR OKKUR
LÍFTÓRUNA
Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 8
* TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. Í BÍÓ!* 400 KR. Í BÍÓ!*
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
Sýnd kl. 3, 6, 8.30 og 10.30 b.i. 14 ára
Miðasala opnar kl. 14.15
Sími 551 9000
kl. 3 og 6 Í þrívídd
TOPPFIMM.IS
DV
KVIKMYNDIR.IS
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sprenghlægileg gamanmynd!
3 bíó - 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
kl. 2 og 4
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
TÓNLISTARMAÐURINN og leik-
arinn Hörður Torfason varð sextug-
ur hinn 4. september síðastliðinn.
Af því tilefni verða haldnir tónleikar
í Borgarleikhúsinu í kvöld til heið-
urs afmælisbarninu og er yfirskrift
tónleikanna hvorki meira né minna
en: „Hörður Torfa lengi lifi!“ Hörð-
ur hefur gefið út fjöldann allan af
hljómplötum á ferli sínum en sú
fyrsta leit dagsins ljós árið 1970.
Síðan þá hefur hann gefið út um 22
hljómplötur og sett upp um 90 sýn-
ingar hér á landi sem erlendis sam-
hliða tónleikahaldi.
Það eru tónlistarmennirnir Halli
Reynis, Valgarður Guðjóns úr
Fræbbblunum og Hjörtur Howser
sem standa að heiðurstónleikunum í
kvöld og segir Halli að tilurð tón-
leikanna sé einfaldlega að finna í
hugmynd sem allt í einu kviknaði
og varð svo að veruleika. „Kannski
líka vegna þess að Hörður hefur
verið sjálfstæður útgefandi og þeir
sem þekkja feril Harðar vita að það
hefur verið sterkur mótvindur á
hans ferli þó að meðvindarnir hafi
einnig blásið og hann á þetta ein-
faldlega skilið, að við heiðrum hann
í tilefni af þessum áfanga.“
Hörður segir að þegar hann hafi
fyrst heyrt af þessari hugmynd um
tónleika honum til heiðurs hafi
hann spurt hvort einhver skilyrði
væru. „Ég fékk það svar að það
eina sem farið væri fram á væri að
ég yrði í salnum ásamt eiginmanni
og það þáðum við. Þarna er skammt
stórra högga á milli og mikil mark-
aðsleg áhætta en annaðhvort er að
gera hlutina eða ekki og við
ákváðum að láta slag standa. Hvor-
ir tveggja þessir tónleikar, heið-
urstónleikarnir og hausttónleikarnir
mínir um næstu helgi, eru haldnir á
frjálsum markaði, það er að segja
þeir eru ekki seldir fyrirfram til
einhvers stórfyrirtækis líkt og al-
gengt er orðið í dag heldur er
treyst á áhuga almennings. Þess
vegna er mikið í húfi í báðum til-
fellum. Um leið og ég kvíði mjög-
fyrir að vera viðstaddur hlakka ég
líka óstjórnlega mikið til. Það er
stórt stökk fyrir einfarann sem
ferðast hefur vel á fjórða áratuginn
með einn gítar að vopni að vera
skyndilega staddur í fjölmenni
söngva sinna þar sem aðrir flytja
þá. Orðið takk hljómar stutt en
inniheldur þakklæti mitt af heilum
hug til allra sem þarna koma fram
og standa að þessu.“
Þeir sem koma fram á tónleik-
unum í kvöld eru meðal annarra:
Bergþór Pálsson, Andrea Gylfa-
dóttir, Grafík, Fræbbblarnir, Halli
Reynis, Fabúla, Laddi, Rúnar Júl,
Santiago, Kátir piltar, Sign og
margir aðrir.
Hörður Torfa verður með sína
árlegu hausttónleika í Borgarleik-
húsinu hinn 16. september.
Tónlist | Tónleikar til heiðurs Herði
Torfasyni í Borgarleikhúsinu
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Söngvaskáldið Hörður Torfason.
Hann lengi lifi!
Eftir Höskuld Ólafsson og
Bergþóru Jónsdóttur
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21
og er aðgangseyrir 2.900 krónur.
HEIMILDARSÝNING um ungdóms-
ár Ingmars Bergmans verður opnuð
í Norræna húsinu í dag. Á sýning-
unni er fjallað um
árin 1938–1946 í
lífi þessa sænska
leikstjóra og leið
hans til frægðar
og frama í hinum
alþjóðlega kvik-
myndaheimi en
það var einmitt
árið 1946 sem
hann gerði sína fyrstu kvikmynd í
fullri lengd. Á sýningunni er einnig
sagt frá síðustu sjónvarpsmynd hans
og síðustu leikhúsuppsetningu.
Áður en Ingmar
varð Bergman
Sýningin er opnuð í dag og stend-
ur til 16. október. Opið er þriðju-
daga til sunnudaga frá 12–17.
Ingmar Bergman