Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bagdad. AP, AFP. | Á annað hundrað manna lét
lífið í sjö sprengingum í Bagdad í gær en mest var
mannfallið í sjítahverfinu Kadhimiyah. Þar lágu
um 112 manns í valnum eftir að vörubifreið, hlað-
in sprengiefni, sprakk innan um hundruð manna í
leit að vinnu.
Haft er eftir lögreglumönnum, að snemma í
gærmorgun hafi hundruð daglaunamanna safnast
saman á Oruba-torginu í Kadhimiyah í von um
einhverja íhlaupavinnu og þá hafi borið þar að
vörubifreið. Kallaði bílstjórinn til mannanna, að
hann hefði vinnu handa þeim, og þegar hundruð
manna höfðu safnast um bílinn var hann sprengd-
ur upp.
Var blóðbaðið ægilegt og lík, líkhlutar og sund-
urtættar bifreiðar huldu allt torgið. Um 230
manns slösuðust og var mörgum ekki hugað líf.
Um hálftíma síðar ók sjálfsmorðssprengjumað-
ur bíl sínum á íraska herbílalest og varð þá þrem-
ur hermönnum að bana. Tíu mínútum síðar varð
þriðji hryðjuverkamaðurinn fjórum óbreyttum
borgurum að bana í Shula-hverfinu og særði 22.
Tveir bandarískir hermenn særðust í fjórðu
sprengingunni en enginn lést er fimmti bíllinn var
sprengdur upp við bandaríska herbílalest. Fjórir
lögreglumenn særðust í sjöttu sprengingunni en
þá höfðu tveir félagar þeirra fallið fyrir mönnum,
sem skutu þá frá bíl á ferð. Í sjöundu sprenging-
unni særðust þrír óbreyttir borgarar. Alls féllu að
minnsta kosti 152 manns í sprengingunum.
Nokkru áður en sprengingahrinan hófst voru
17 sjítar skotnir í þorpinu Taji fyrir norðan Bag-
dad. Menn klæddir einkennisbúningi hermanna
umkringdu þorpið, handjárnuðu mennina og
skutu. Völdu þeir úr þá, sem hafa haft vinnu hjá
bandaríska hernum. Í yfirlýsingu, sem birtist á
netinu í gær og var að sögn frá liðsmönnum Abu
Musab al-Zarqawis, æðsta manns al-Qaeda-
hryðjuverkasamtakanna í Írak, sagði, að árásir
hefðu verið gerðar til að hefna hernaðar banda-
rískra og íraskra hermanna í borginni Tal Afar,
sem er skammt frá landamærunum við Sýrland.
Hefur hún verið mikil miðstöð skæruliða. Hefur
al-Qaeda staðið fyrir mörgum árásum á sjíta og
að því er virðist í þeim tilgangi að koma af stað
borgarastríði í landinu milli þeirra og súnníta.
Íraksstjórn sagði í gær, að hún hefði afhent
Sameinuðu þjóðunum lokadrög að nýrri stjórn-
arskrá fyrir landið, en á þeim hafa verið gerðar
nokkrar smávægilegar breytingar til að þóknast
súnnítum. Ein helstu samtök þeirra höfnuðu hins
vegar drögunum í gær og hvöttu alla súnníta til að
fella þau í þjóðaratkvæðagreiðslu um miðjan
október.
Sprengja olli blóðbaði
í sjítahverfi í Bagdad
Bíll, hlaðinn sprengi-
efni, sprengdur innan
um hundruð manna
AP
Oruba-torgið, vettvangur blóðbaðsins í Bagdad í gær. Var tala látinna
komin í 125 að minnsta kosti og átti líklega eftir að hækka.
!
"
#
#$%%
#$%%
& '
!
"
#
$
%
&
'
"()
!$
'
(
*
' )+ #
'
)
*
*
'$$ !), )
+ '()
((
+
, (
* ))
)( #)
&
) )
-
- " $ !
,)) ) ' ((
.
(
.# )& )
) ' ((
/
0 1(
.# # )/
0'$)& )
,)) ) ' ((
2
)
-
+
.
/ 2
$ 3
. 1
)'$
Beirút. AFP. | Osama bin Laden,
leiðtogi al-Qaeda hryðjuverka-
samtakanna, er
veikur og þarf á
læknisaðstoð að
halda, að því er
bandarískur
hershöfðingi í
Afganistan sagði
í viðtali við arab-
ískt dagblað í
gær.
„Bandarískar
hersveitir hafa
fengið þær upplýsingar að bin Lad-
en sé að reyna að fá læknishjálp,“
var haft eftir Don McGraw hers-
höfðingja í arabíska blaðinu al-
Hayat. McGraw er yfirmaður hern-
aðaraðgerða Bandaríkjamanna í
Afganistan gegn al-Qaeda og talí-
bönum. Bandaríkjamenn hafa sett
25 milljónir dollara til höfuðs bin
Laden sem talinn er hafa verið
helsti hugsuðurinn á bak við
hryðjuverkin 11. september 2001.
Pakistanskir embættismenn
höfðu áður skýrt frá því að bin Lad-
en væri haldinn sjúkdómi í nýrum.
Hann hefði þurft að fara í himnu-
skiljun meðan stjórn talíbana í Afg-
anistan, sem steypt var af stóli
haustið 2001, skaut skjólshúsi yfir
hann.
Bin Laden
sagður
veikur
Osama bin Laden
Moskvu. AFP. | Rússneska gas- og
olíufyrirtækið Gazprom ætlar að
stofna nýja útvarpsstöð sem á fyrst
og fremst að höfða til ungs fólks.
Ríkið er stærsti hluthafinn í Gazp-
rom sem ræður yfir mestum hluta
gaslinda í Rússlandi og sumir álíta
það vera öflugasta orkufyrirtæki
heims.
Gazprom hefur á síðustu árum
keypt fjölda fjölmiðla sem voru
þekktir fyrir að gagnrýna Vladímír
Pútín forseta og ríkisstjórn hans. Má
nefna sem dæmi kaupin á ráðandi
hlut í NTV-sjónvarpsstöðinni og út-
varpsstöðinni Ekkó Moskvu en báðir
þessir fjölmiðlar voru í eigu auðkýf-
ingsins Vladimírs Gúsínskýs. Hann
flúði land árið 1999 vegna ákæru um
fjársvik. Nýlega keypti Gazprom síð-
an dagblaðið Ísvestía.
„Það verður heilmikið af fréttum
hjá okkur og rabbþættir... Hlustend-
ur okkar í framtíðinni verða tiltölu-
lega vel stætt fólk, ekki fátæklingar,
fólk sem sem hefur skoðanir en reis-
ir ekki götuvígi til að berjast fyrir
þeim,“ sagði blaðamaðurinn Alex-
ander Gerasímov, sem mun stjórna
nýju útvarpsstöðinni. Fjölmiðlakaup
Gazprom eru talin geta bent til þess
að Pútín og menn hans hyggist
þrengja enn að fjölmiðlafrelsi í land-
inu og efla tök ríkisins. Heimildar-
menn segja að stjórnvöld í Kreml
leggi áherslu á að ná til unga fólksins
fyrir forsetakosningarnar árið 2008.
Þau vilji bregðast við hættunni á að
almenningur rísi upp gegn stjórninni
og steypi henni af stóli, eins og gerst
hefur í tveim gömlum sovétlýðveld-
um, Úkraínu og Georgíu, síðustu ár-
in.
Rak þekktan fréttamann
Áðurnefndur Gerasímov er yfir-
maður upplýsingasviðs NTV og er
sagður hafa gefið skipun um brott-
rekstur þekkts fréttamanns, Leo-
níds Parfíonovs, í júní 2004. Hafði
Parfíonov þá tekið viðtal við ekkju
Zelímkhans Jandarbíevs, eins af
leiðtogum uppreisnarmanna í Téts-
níu. Jandarbíev var myrtur í Katar
við Persaflóa og var niðurstaða
dómsyfirvalda þar á bæ að rússnesk-
ir útsendarar hefðu myrt hann.
Útvarp
Gazprom
á döfinni
KONA lést og níu manns slösuðust
þegar mikil skriða féll á rað-
húsalengju í Björgvin í Noregi
nokkru eftir miðnætti í fyrrinótt að
staðartíma, að sögn dagblaðsins
Bergens Tidende. Féll hún á fimm
eða sex hús, tók með sér eitt og fór í
gegnum annað.
Það var um klukkan 1.30, 23.30
að ísl. tíma, sem um 40 metra breið
spilda losnaði, steyptist niður hlíð-
ina og á raðhúsin þar sem fólk var í
fastasvefni. Komu björgunarmenn
strax á vettvang og fluttu þeir níu
manns á Haukeland-háskólasjúkra-
húsið. Voru tvær manneskjur illa
haldnar vegna súrefnisskorts en
aðrir sluppu að mestu við meiðsl.
Var þá einnar konu saknað og
fannst hún látin nokkru síðar.
Óttast var, að fleiri skriður kynnu
að falla enda hefur rignt óhemju-
mikið í Vestur-Noregi síðustu dægr-
in. Valda því leifar fellibylsins Mar-
íu. Í Björgvin var úrkoman aðeins á
einum sólarhring 150 mm og er víða
mikill vatnselgur og jafnvel flóð í
borginni. Fór lægðin yfir Noreg og
Svíþjóð í gær og þá varaði finnska
veðurstofan við óveðri á Eystrasalti.
Allar ferjur milli Finnlands og Eist-
lands voru bundnar við bryggju.
Óttast var um tíma í gærmorgun,
að verslunarmiðstöð í Björgvin,
Nesttun Sentrum, myndi hrynja. Þá
hafði lækur, sem rennur undir hús-
ið, vaxið svo, að hann hafði grafið
undan helstu burðarsúlunni, sem er
í bílageymslu undir húsinu. Sú
hætta leið þó hjá og var unnið við
það í gær að styrkja undirstöð-
urnar.
Skriða hreif
með sér hús
í Björgvin
Scanpix
Mörg hús eru umflotin vatni og skýrt var frá miklu eignatjóni eftir skrið-
una í Samdal í Hauglands-dalnum, skammt frá Björgvin, í gær.
Ein kona lést og níu slösuðust þegar
aurflóðið skall á raðhúsalengju