Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 45 TÓNLIST Erlendar plötur The Wedding Present - Take Fountain  FÁTT er gleðilegra en þegar veg- villtir ná áttum á ný. The Wedding Present er lítt þekkt nafn nú um mundir, jafnvel þótt hún hafi verið með merkilegri gít- arrokksveitum á 9. áratug síðustu ald- ar, bjó til hraðara og háværara rokk en flestar breskar sveitir þá um mundir og toppaði sig svo með geggjaðri og goðsagnarkenndri smáplötu þar sem hún lék úkraínsk þjóðlög með sínu rokknefi. Ástæðan fyrir því að fæstir þekkja hana í dag er sú að sveitin gerði svo gott sem ekkert af viti í nær 15 ár og 15 ár er langur tími í rokki til að gera ekkert af viti. En nú, árið 2005 dúkkar Dav- id Gedge upp með fantafína plötu, hörku þétta og grípandi, uppfull af gömlum og góðum ekta indíslög- urum sem merkilegt nokk minna glettilega mikið á frambærilegustu indísveit Norðlendinga fyrr og síðar, 200.000 naglbíta. Ef The Wedding Present á ekki skilið að hljóta uppreisn æru með þessari plötu þá er allt eins gott að gleyma henni fyrir fullt og allt – sem væri synd. Skarphéðinn Guðmundsson 200.000 brúðargjafir HMV tónlistarverslanirnar í Kanada hafa hætt sölu á diskum Bob Dylans í mótmælaskyni við þá ákvörðun hans að selja nýj- asta disk sinn að- eins á kaffihúsum Starbucks- keðjunnar, að því er BBC greinir frá. Dylan skrifaði nýlega undir samn- ing við kaffihúsakeðjuna sem felur í sér að hún fái einkarétt á sölu á nýja disknum, Live at the Gaslight 1962. Talsmaður HMV í Kanada sagði í samtali við Hollywood Reporter að verslanirnar væru hættar að panta tónlist Dylans og hún væri ekki heldur í sölu í verslunum HMV. HMV hefur áður sniðgengið tón- list eftir þau Alanis Morissette og The Rolling Stones vegna svipaðra samninga og Dylan gerði við Star- bucks. Í fyrra var safndiskur með lögum Dylans seldur hjá undirfata- fyrirtækinu Victoria’s Secret. Fólk folk@mbl.is HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN!  S.V. / Mbl.  LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE CAVE FORSÝNING kl. 8 B.i. 16 ára. STRÁKARNIR OKKAR kl. 8.15 - 10.15 b.i. 14 DUKES OF HAZZARD kl. 10.30 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 5.50 BATMAN BEGINS kl. 5.45 B.i. 12 ára. CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTOR kl. 3.30 - 6 - 8.20 -10.10 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY VIP kl. 3.30 - 6 - 8.20 STRÁKARNIR OKKAR kl. 4 - 6 - 8 - 10.40 - VIP kl. 10.40 HERBIE FULLY LOADED kl. 4 - 6.15 THE ISLAND kl. 8.20 B.i. 16 SKELETON KEY kl. 10.40 B.i. 16 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 3.50 - 6 RACING STRIPES m/ensku kl. 6 - 8.15 - 10.30 DUKES OF HAZZARD kl. 8.15 - 10.30 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4 ÁLFABAKKIKRINGLAN Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton kemur súkkulaðiskemmtun ársins. i i ( i t f t i ) f illi i t l i t i . TOPP5.IS KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS H.J. / Mbl. Ó.H.T. / RÁS 2 DV Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG I Í I I Kalli og sælgætisgerðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.