Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 29 MINNINGAR Mágur minn og vinur Siggeir Ólafsson lést hinn 17. ágúst síðastlið- inn. Kynni okkar Sig- geirs hófust fyrir u.þ.b. fjörutíu árum þegar Ester systir kom með hann heim til okkar í Mosgerði og kynnti fyrir fjöl- skyldunni. Ég man það enn mjög vel hvað móður okkar leist strax vel á pilt- inn og hafði á orði hvílíkan gæðasvip hann hafði. Þessi gæðasvipur fylgdi Siggeiri alla hans tíð og lýsti innræti hans vel. Hann var góður drengur sem vildi öllum vel, var bæði greiðvikinn og hjálpfús. Fljótlega eftir að þau Siggeir og Ester gengu í hjónband tókst með okk- ur Siggeiri ágætis vinskapur. Þó svo að Siggeir hafi mest allan sinn starfsaldur unnið hjá Mjólkursamsölunni þá fannst honum tilbreyting í því að koma til okkar í Háfelli á sumrin og verja hluta af sumarfríinu sínu í að aka vöru- bílum. Það gerði hann af mikilli trú- mennsku og lipurð, var gætinn og góð- ur bílstjóri. Það var þó ekki í fyrsta skipti sem við Siggeir unnum saman því á námsárum mínum keyrði ég mjólkurbíl með honum eitt sumar. Við sáum þá um að keyra mjólk í búðirnar í Hafnarfirði sem var afar líflegt og skemmtilegt starf. Þá kom vel í ljós hvað Siggeir var vel liðinn og ábyrgur starfsmaður sem hafði þó gaman af því að stríða stelpunum í mjólkurbúðunum svolítið. Siggeir var mikill fjölskyldumaður og hugsaði vel um sitt fólk. Þau Ester keyptu sér fokhelda íbúð á Borgar- holtsbrautinni á fyrstu árunum og standsettu hana sjálf, unnu allt frá múrverki til endanlegs frágangs. Það var gaman að sjá hversu samhent þau hjónin voru, bæði við byggingu á þess- ari fyrstu íbúð sinni og svo ætíð síðan við að koma þaki yfir fjölskylduna og búa sem best að börnum sínum. Síðar meir byggðu þau sér raðhús í Rauða- hjalla þar sem þau bjuggu í nokkur ár en fluttu svo aftur á Borgarholtsbraut- ina þar sem þau bjuggu lengst af. Þau eru eftirminnileg jólaboðin sem þau hjónin héldu þar og buðu til sín stórfjölskyldum sínum úr báðum ætt- um. Þar var Siggeir í essinu sínu við að taka á móti fólki og bera í það veitingar allan liðlangan daginn og það var auð- séð að hann naut þess að hafa fólkið sitt hjá sér og gera vel við það. Siggeir varð sextugur nú í sumar og kom þar enn í ljós höfðingsskapur þeirra hjóna þegar þau héldu stór- veislu fyrir vini og vandamenn og var þar ekkert til sparað til að gera sem best við gestina. Það er með mikilli eftirsjá sem ég kveð þennan ágæta vin minn sem fór frá okkur svo langt fyrir aldur fram. Nú brosir hann sínu góðlátlega brosi á öðrum vettvangi og skilur eftir sig minningu um góðan og heiðarlegan dreng. Ester systur minni og börnun- um þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Eiður. Mér fannst mest gaman þegar ég fór með afa í ísbílnum að setja ís í búð- irnar. Ég hjálpaði honum að setja ísinn í frystinn í búðunum. Það var líka gam- an þegar hann kitlaði mig, sem hann gerði oft. Hann gaf mér stundum ís þegar ég kom heim til hans og ömmu. Emmessís-derhúfan hans var svo flott og ég veit að ef hann væri ennþá að vinna hjá Emmessís mundi hann fá nýjan ísbíl. Mér fannst fyndið þegar hann setti neftóbakið á höndina á sér og tók í nefið. Stundum var afi óþekkur og skammaði mig og sagði mér að fara frá, þá var það reyndar bara ég sem var óþekkur. Ég fór upp á svið að syngja í afmælisveislunni hans afa þeg- ar hann varð 60 ára. Ég held að það hafi verið rúm í ís- SIGGEIR ÓLAFSSON ✝ Siggeir Ólafssonfæddist á Þor- láksstöðum í Kjós 14. júní 1945. Hann lést 17. ágúst síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Graf- arvogskirkju 13. september. bílnum hans afa. Ísbíll- inn hans var flottur og ég held að hann hafi verið svona tíu metrar. Ég samdi vísu sem ég vil senda afa. Hann fór. Hann fór að renna sér. Hann fór að leika sér. Hann fór að hjóla. Hafþór Andri Helgason. Lífið er hverfult. Fyrir örfáum mánuðum fögnuðum við með Siggeiri Ólafssyni og fjölskyldu 60 ára afmæli hans, en í dag kveðjum við þennan mæta mann hinstu kveðju. Sig- geir var virkur þátttakandi í starfi Óháða safnaðarins, en hann „giftist inn í söfnuðinn“ þegar hann gekk að eiga Ester Haraldsdóttur. Hann var kjör- inn í stjórn safnaðarins fyrir um tólf ár- um og tók alla tíð virkan þátt í störfum stjórnarinnar, auk þess að vera einn helsti bakhjarl kvenfélagsins, en Ester kona hans var formaður þess í um tíu ár. Siggeir var ötull og ósérhlífinn starfsmaður, sem lét verkin tala, og ekki var hávaðanum fyrir að fara þegar hann átti í hlut. Óháði söfnuðinn þakk- ar Siggeiri öll hans góðu störf fyrir söfnuðinn. Kæra Ester og fjölskylda, stjórn Óháða safnaðarins sendir ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð veita ykkur styrk á erfiðum tímum Jóhann Árnason formaður. Látinn er langt um aldur fram góður samstarfsmaður til margra ára, Sig- geir Ólafsson, en hann lést 17. ágúst síðastliðinn, þá nýlega orðinn 60 ára gamall. Mig langar að kveðja samstarfs- mann minn með örfáum orðum og þakka honum samfylgdina, en við störfuðum saman til margra ára. Sig- geir kom til starfa hjá Emmessís hf. í Reykjavík 17 ára gamall hinn 15. júlí 1962 og starfaði þar til dauðadags eða í 43 ár. Hann starfaði lengst af sem sölu- maður/bílstjóri og sá um dreifingu á ís- afurðum til viðskiptavina á Austur- og Vesturlandi og síðustu árin á ísbíl í Reykjavík. Hann hugsaði vel um sína viðskiptavini og kallaði þá sitt fólk. Sig- geir Ólafsson var vinur vina sinna og við sem þekktum hann vel vissum að þar fór góður drengur. Öll sú vinna sem hann vann fyrir fyr- irtækið úti á markaðnum skyldi vera vönduð og vel unnin og ekki skyldi kasta til höndunum. Hann var fylginn sér og hugsaði vel um sitt fólk, oftar en ekki gaf hann sér góðan tíma til að ræða það sem betur mætti fara og fylgdi því strax vel eftir. Eitt sumarið fórum við saman á ísbíl á Austfirði og var lagt í hann kl. sex á mánudags- morgni. Siggeir hafði mestar áhyggur af því þegar lagt var af stað að hann myndi ekki ná að klára „rúntinn“ með mig með sér, hann var viss um það að ég myndi bara tefja fyrir. En það fór þó svo að við kláruðum á réttum tíma þótt kaffibolli stæði honum til boða á hverjum stað. Þetta er minnisstæð ferð sem staðfesti það sem mig grunaði, að hann var vel kynntur og allir gáfu hon- um gott orð því hann var mikið prúð- menni og hvers manns hugljúfi. Að leiðarlokum þakka ég honum gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Ég kveð þig með virðingu og þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum sam- an. Fjölskyldu Siggeirs votta ég mína dýpstu samúð. Guðlaugur Guðlaugsson. Látinn er langt um aldur fram góður félagi til margra ára. Siggeir Ólafsson starfaði hjá Ísgerð Mjólkursamsölunnar, síðar EMM- ESSÍS hf., nánast allan sinn starfsald- ur, þar vorum við vinnufélagar til 20 ára. Það segir sögu um fólk þegar það eyðir stærstum hluta lífs síns hjá sama vinnuveitanda, það segir sögu um sam- viskusemi og trúnað. Geiri eins og við kölluðum hann var ekki margmáll, en gekk rólega um og sagði oft ekki margt. Honum var trúað fyrir stærstu og dýrustu tækjum fyrir- tækisins, frystibílum, og fór hann um allt land á þeim, oft við misjafnar að- stæður. Aldrei kvartaði hann undan því, en gat á sinn hógværa hátt sagt skondnar sögur af atvikum sem komu upp. Hans menn voru kaupmennirnir á landsbyggðinni og viðskiptavinir þeirra, þessu fólki vildi Geiri þjóna af alúð og kostgæfni. Oftar en ekki ýtti hann fast á eftir því að hans menn fengju ný frystitæki. Minnist ég með hlýhug allra innlit- anna til mín og spjalls sem við áttum saman, þá þurfti hann að segja mér sögur af landsbyggðinni, af fólki og fyr- irbærum. Einu gleymdi þó Geiri, hann gleymdi að hlúa að og passa sjálfan sig á holóttum lífsins vegum. Ekki datt mér þó í hug þegar ég fékk boð um að mæta í 60 ára afmæli Geira, fyrr í sumar, að það yrði það síð- asta sem ég heyrði frá honum. Það er sárt fyrir Ester og fjölskyld- una að sjá á bak vini og fjölskyldu- föður. Við gamlir félagar Geira eigum eftir að sakna hans. Ester og fjölskyldunni allri eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Siggeirs Ólafs- sonar. Magnús Ólafsson. Góður samstarfsfélagi er látinn fyrir aldur fram. Hinn 17. ágúst sl. lést Sig- geir Ólafsson en hann hafði verið starfsmaður MS og Emmessís hf. í 43 ár. Alla sína starfsævi vann hann hjá þessum tveimur fyrirtækjum. Undir- ritaður hefur sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins unnið með honum sl. fimm ár og hefur alla tíð verið ákaflega gott að vinna með honum. Sigurgeir byrjaði 1962 sem starfsmaður hjá Mjólkursamsölunni. Hann var bílstjóri hjá MS til 1971 en þá hóf hann störf hjá Emmessís sem ísbílstjóri og keyrði þá aðallega úti á landi. Sigurgeir var dagfarsprúður maður og alla tíð ákaflega traustur og góður starfsmaður hjá Emmessís hf. Hann var í þjónustu framvarðasveitar fyrir- tækisins og var ákaflega vel liðinn af viðskiptamönnum þess. Oft geta veður verið válynd og ófyrirséð á veturna á Íslandi. Þá reynir á hæfni og dug at- vinnubílstjóra eins og Sigurgeir var. Aldrei á ferlinum lenti hann í óhappi eða slysi á þessum langa tíma. Það sýn- ir hversu árvökull og góður bílstjóri hann var alla tíð. Undirritaður vill fyrir hönd fyrirtækisins og samstarfsfólks þakka kærlega góð kynni á liðnum ár- um. Ennfremur sendum við eiginkonu hans og aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Jón Axel Pétursson. Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, tengda- pabbi, afi og langafi, GUNNAR JÓNSSON, Aratúni 26, Garðabæ, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. september kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarsjóð Oddfellow-reglunnar. Elísa Björg Wíum, Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson, Guðmundur Ragnar Gunnarsson, Margrét Káradóttir, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Ármann Haukur Benediktsson, Áslaug Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Ásgeirsson, afabörn og langafabörn. Ástkær bróðir okkar, sonur og frændi, HALLDÓR HJÁLMAR HALLDÓRSSON, Bogahlíð 24, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. september. Pía Rakel Sverrisdóttir, Hrói Kristján Sverrisson, Halldór Hjálmarsson, Skafti Þ. Halldórsson, Örn Þ. Halldórsson, Anna M. Halldórsdóttir. Konan mín, móðir okkar og systir, GUÐRÚN SIGRÍÐUR HAFLIÐADÓTTIR, Álftamýri 41, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. september. Minningarathöfn verður í Háteigskirkju föstudaginn 16. september kl. 11.00 Jarðarför fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum sama dag kl. 14.00. Arngrímur Jónsson, Hafliði Arngrímsson, Kristín Arngrímsdóttir, Snæbjörn Arngrímsson, Kristján Hafliðason og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, systir, amma og langamma, SIGURLAUG BARÐADÓTTIR, Vogatungu 55, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landakotsspítala þriðjudag- inn 13. september. Útför verður auglýst síðar. Helga Valdimarsdóttir, Björg Valdimarsdóttir, Barði Valdimarsson, Guðrún Margrét Valdimarsdóttir, Ingibjörg Barðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÍKEY KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Mánagötu 18, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu- daginn 9. september, verður jarðsungin frá Ás- kirkju föstudaginn 16. september kl. 15:00. Guðrún Steingrímsdóttir, María Steingrímsdóttir, Magney Steingrímsdóttir, Bragi Steingrímsson, Elín Magnúsdóttir, Magnús Steingrímsson, Lilja Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.