Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 6
Þetta er ekki spurning umhvort heldur hvenær þettaverður að veruleika,“ segirVíglundur Kristjánsson með sannfæringarkrafti þegar við hittum hann að máli við kirkjuna á Odda á Rangárvöllum, þar sem hann er að leggja hellur ásamt sam- starfsmanni sínum til margra ára, Birni Hrannari Björnssyni. Ungur að aldri fór Björn að starfa hjá Víg- lundi, sem er einn okkar fremstu hleðslumanna og á að baki um 30 ára starfsreynslu innan þessarar ört minnkandi stéttar. Saman ætla þeir að reisa Íslandsveröld og fá fleiri til liðs við sig, enda um stórt verkefni að ræða. Þrátt fyrir meira en 15 ára gamla hugmynd hefur hún ekki farið hátt en nú segist Víg- lundur vera tilbúinn að deila henni með öðrum. En um hvað snýst Íslandsveröld og hvernig kom hugmyndin til? „Fyrst fékk ég þessa hugmynd þegar lítið var að gera í steina- og torfhleðslunni og þá langaði mig að reisa víkingaskála. Síðan óx hug- myndin, ég bætti við burstabæjum og fleiru og fór að hugsa af hverju við ættum ekki að setja upp stórt og lifandi safn eða afþreyingargarð þar sem öll okkar menningarsaga yrði sögð á einum stað. Við erum það einstök þjóð að við getum sett allt okkar menningartímabil á einn stað,“ segir Víglundur. Smátt og smátt fjölgaði húsunum og mann- virkjunum sem hann sá fyrir sér á einum stað, stað sem hann kaus strax að nefna Íslandsveröld, svona líkt og Disney-world og álíka stór söfn og ævintýragarðar. Innsýn í líf fyrri tíma Hugmynd Víglundar hefur með tímanum stækkað og nú er svo komið að mannvirkin sem hann vill sjá í Íslandsveröld telja hátt á sjö- unda tuginn. Er þá miðað við að þau sýni Íslandssöguna í þremur tímabilum allt fram á okkar daga, jafnt til sjós og lands. Hugmyndin er einnig að bjóða gestum og gang- andi upp á fræðslu og kennslu um ýmsa forna verkþekkingu, t.d. torf- og grjóthleðslu og fyrri bústörf, þannig að fólk geti jafnvel gist inn- an Íslandsveraldar um hríð í litlum kofum að fornum sið og fengið við brottför skrautritað skjal og skinn um dvöl sína þar. Yrði Íslandsver- öld opin allt árið um kring og hlut- verkið fjölbreytt, jafnt sem skemmtigarður, kennslustofnun, fræðasetur og minjasafn. Þá sér Víglundur fyrir sér uppá- komur margskonar; leikþætti, hús- lestur, þorrablót, sveitaböll, íþrótta- mót og sýningar, allt sem geti gefið nútímafólki innsýn í líf og búskap- arhætti Íslendinga á fyrri öldum. Hægt verði að fara í göngur og réttir, í veiðiferðir og fylgjast með leiknum bændaferðum á borð við hópreiðina þegar lagningu símans var mótmælt á sínum tíma. Íslenski jólasveinninn mun fá sinn veglega sess, og þá daglega á aðventunni, og efna á til hátíðar til heiðurs álf- unum um áramót, þegar talað var um á fyrri tímum að þeir flyttu bú- ferlum. Auk jólasveina og álfa fá gestir garðsins einnig að fylgjast með „ráðherrum“ og „þingmönn- um“ að störfum. Engir hamborgarar Veitingar verða að sjálfsögðu á boðstólum og þær þjóðlegar. „Þarna verða engir hamborgarar,“ segir Víglundur og telur upp þjóð- legan mat eins og súrt slátur, lundabagga, hangikjöt og harðfisk. Reisa á mannvirkin í Íslandsver- öld öll frá grunni og mun þar að mestu reyna á þekkingu og kunn- áttu hleðslumanna eins og þeirra Víglundar og Björns, sem viðrað hafa hugmyndina við nokkra starfs- bræður sína við góðar undirtektir. Hefur Víglundur einnig notið að- stoðar eiginkonu sinnar við hug- myndavinnuna, hennar Ernu Hrannar Ásgeirsdóttur, listakonu á Hellu. Þegar Víglundur er spurður um hvað svona verkefni kostar og hvað það taki langan tíma í vinnslu segist hann reikna með fimm til tíu árum í uppbygginguna og kostnaður geti verið í kringum þrjá milljarða króna. Þar miðar hann við að halda kostnaði sem mest niðri, m.a. með þátttöku sjálfboðaliða. Hefur Víg- lundur kynnst alþjóðlegu starfi Ver- aldarvina, þar sem ungmenni hafa komið til landsins og unnið ýmis verk gegn fæði og húsaskjóli. Íslandsveröld þarf stórt land- svæði, ekki undir 300 hekturum, og hefur Víglundur nokkra staði á landinu í huga. Helst langar hann að reisa Íslandsveröld undir Eyja- fjöllum, enda hafa heimamenn í Rangárþingi tekið vel í hugmynd- ina, en einnig horfir hann til staða eins og Ægissíðufossa við Hellu, Krísuvíkur, Hvalfjarðar og Eyja- fjarðar. „Þetta getur orðið okkar stóriðja í ferðaþjónustunni,“ segir Víg- lundur og bendir á að Íslandsveröld geti skapað um 70 ársverk á rekstr- artíma og sjálf uppbyggingin kalli á enn meiri mannskap. Hann vill ekki hafa lokaorðið um staðsetninguna, fjárfestar verði eðlilega að fá að ráða einhverju um það. Hugmynd Víglundar miðar við að Íslandsveröld laði ekki síst til sín erlenda ferðamenn, líkt og innlenda, enda sýni spár Ferðamálaráðs mikla fjölgun ferðamanna til lands- ins á næstu árum og áratugum. Þetta sé einnig það stórt verkefni að sem flestir aðilar innan ferða- þjónustunnar á Íslandi þurfi að koma að því. Raunhæft markmið sé að fá í Íslandsveröld þrjá af hverj- um fjórum ferðamönnum sem til landsins koma. Áformin hafa m.a. verið kynnt sveitarstjóra Rangárþings ytra, Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, sem sagði sveitarstjórnina styðja þau heilshugar, og Víglundur hefur einnig notið aðstoðar frá Eymundi Gunnarssyni, atvinnu- og ferða- málafulltrúa Rangárþings og Mýr- dals. Þá hefur Víglundur kynnt þetta í Ferðamálaráði, hjá Flug- leiðum og fengið upplýsingar frá Háskóla Íslands um hvernig sækja megi um styrki í verkefnið í gegn- um Leonardo da Vinci-áætlun Evr- ópusambandsins. „Þú ert skemmtilega geggjaður“ Viðtökurnar hafa alls staðar verið jákvæðar og nú ætlar Víglundur að kynna fjársterkum aðilum hug- myndina. Flugleiðir hafa boðist til að styrkja hann til utanferðar til að skoða sambærilega afþreying- argarða og stefnir Víglundur á að fara til Bandaríkjanna í vetur í þeim tilgangi. Víglundur segist eiga Steini Lár- ussyni hjá Flugleiðum mikið að þakka en þangað leitaði hann fyrst með hugmyndina fyrir um 15 árum. „Steinn hlustaði á mig af andakt í símanum og þegar ég var búinn að romsa þessu öllu út úr mér kom bara þögn. Ég hélt að hann væri farinn úr símanum en þá sagði Steinn: „Þú ert skemmtilega geggj- aður en ég hef gaman af geggjuðum mönnum.“ Síðan bauð hann mér á fund og eftir þetta hefur Steinn stutt mig dyggilega, hefur komið mér í sam- band við ýmsa góða menn,“ segir Víglundur, sem er staðráðinn í að gefast ekki upp fyrr en hugmyndin verður að veruleika, jafnvel þó að hann verði kominn á efri ár. Ekki lætur hann það heldur trufla sig þótt einhverjir telji hann geggj- aðan. Á meðan heilsa leyfir ætlar hann a.m.k. ekki að hætta hleðslu- vinnunni fyrr en um sjötugt, líkt og afi hans, Sigurþór Skæringsson, sem kenndi honum fagið á sínum tíma. „Við eigum að búa til stað þar sem hægt er að sýna alla Íslands- söguna. Við eigum að gera þetta. Við erum að glata þeirri verkþekk- ingu sem til þarf, eftir 50 eða 100 ár verður þetta ekki hægt,“ segir þessi stórhuga hleðslumaður og ekki ann- að hægt en að hrífast með. Orð eru til alls fyrst en nú vill Víglundur láta verkin fara að tala. Hann vill lifa þann dag að draum- urinn um Íslandsveröld verði að veruleika. Stórhuga áform um að reisa Íslandsveröld með lifandi safni, fræðasetri og afþreyingargarði Ekki spurning um hvort heldur hvenær Skissa af Íslandsveröld eins og Víglundur hugsaði sér hana í upphafi. Síðan þá hefur mannvirkjum fjölgað en er Víglundur bauð Jóni Hlíðberg teikn- ara greiðslu fyrir verkið var hún afþökkuð eitthvað á þessa leið: „Ég von- ast til að fá laun hjá guði á himnum þegar og ef þetta verður að veruleika.“ Þegar Víglundur Kristjánsson, steinahleðslu- maður á Hellu, viðraði fyrst hugmynd sína um Íslandsveröld horfðu menn á hann spurn- araugum. Björn Jóhann Björnsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Víglund og komust að því að hugmyndin er gríðarstór og maðurinn er bæði skemmtilegur og ákveðinn. 6 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                 INNAN Íslandsveraldar sér Víglundur fyrir sér nokkra víkingaskála, víkingaskip, hringhlaðið hof að heiðnum sið, burstabæi, baðhús, fjós, hesthús, útihús, hlöðu, kirkju, myllu, fornbíla, þingsetur, ráðherrabústað, dráttarvélar, timburhús, skreiðarhjalla, sjó- búðir, hákarlabúðir, vita, manngerðan eða náttúrulegan helli, hestvagna, fjárrétt og ýmis önnur mannvirki, að ógleymdum búpeningi eins og hestum, sauðfé, kúm, geitum, hænsn, hundum og köttum. Ein allsherjar Íslandsver- öld, frá víkingaöld til vorra daga. Frá víkingaöld til vorra daga Morgunblaðið/RAX Víglundur Kristjánsson og Björn Hrannar Björnsson við steinvegg sem þeir hlóðu í sumar við Hótel Rangársel, þar sem efniviðurinn var m.a. gömul bæjarhús sem stóðu þarna áður. Saman ætla þeir að reisa Íslandsveröldina. bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.