Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 25 FORSTJÓRI Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, skrifaði nýverið langa grein í Morg- unblaðið þar sem hann svarar meðal annars þeirri fullyrð- ingu að þjóðin sé á móti Kára- hnjúkavirkjun. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli hjákátleg. Eng- um dettur í hug að öll þjóðin sé á móti Kárahnjúkavirkjun en vitaskuld er það afar þægilegt fyrir reyndan stjórn- málamann – eins og Friðrik Soph- usson sannarlega er – að leggja upp boltann með þessum hætti á mark- teig og þrusa í netið. Séð á hinn veg- inn, getur enginn haldið því fram að öll þjóðin sé fylgjandi Kára- hnjúkavirkjun. Reyndar, eins og for- stjórinn segir rétti- lega, bendir könnun Gallup fyrir Nátt- úruverndarsamtök Ís- lands til að 40 af hundraði Íslendinga telji að rangt hafi ver- ið að ráðast í byggingu virkjunarinnar. Helm- ingur Reykvíkinga tel- ur ákvörðunina ranga. Könnun Gallup sýnir svo ekki verður um villst að engin sátt rík- ir um Kárahnjúka- virkjun. Þessi niðurstaða Gallup er í litlu samræmi við niðurstöður atkvæða- greiðslna á Alþingi um málið. Hún endurspeglar vaxandi gjá á milli stjórn- málamanna og almennings þar sem ákvarðanir um afar umdeild mál eru teknar þrátt fyrir andstöðu eða efa- semdir jafnvel helmings þjóðarinnar. Ákvörðun Alþingis í málinu helgast einnig af þeirri staðreynd að meirihluti þingmanna var utan af landi en meiri hluti kjósenda er á höfuðborgarsvæð- inu. Forstjóri Landsvirkjunar lætur á hinn bóginn ósvarað gagnrýni á áróð- ursherferð iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar gegn þeim samtökum og einstaklingum sem hafa beitt sér fyrir verndun hálendis Íslands. Tug- milljónum króna var varið til þeirrar herferðar sem er svartur blettur á fyrirtækinu og iðnaðarráðherra. Raunar var leiðin til Kárahnjúka- virkjunar mörkuð yfirgangi fyrirtæk- isins og stjórnvalda í garð þeirra sem settu sig upp á móti áformum þeirra. Má þar nefna að Náttúruvernd rík- isins var lögð niður, Skipulagsstofnun sætti hörðum ákúrum þáverandi for- sætisráðherra og landgræðslustjóra var skipað að mýkja umsögn sinnar stofnunar um áhrif Kárahnjúkavirkj- unar á gróðurfar. Skilaboðin voru skýr: Kárahnjúkavirkjun skal í gegn, hvað sem tautar og raular. Hnökrar á ákvarðanaferlinu verða æ ljósari. Um- boð stjórnmálamanna til virkj- unarframkvæmda á miðhálendi Ís- lands var takmarkað. Nú er það ekkert. Miklar efasemdir almennings um Kárahnjúkavirkjun Árni Finnsson fjallar um virkjanir og svarar Friðriki Sophussyni ’Umboð stjórnmála-manna til virkjunarfram- kvæmda á miðhálendi Ís- lands var takmarkað. Nú er það ekkert.‘ Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. kemst ekkert áfram með þessa sögu um Bowen vegna þess að hann er of þokukenndur í hugsun, reynir að skrifa sögu en uppgötvar allt í einu að hann er búinn að loka sig inni í herbergi, í stað þess að reyna að finna einhverja lausn úr sjálf- heldunni ákveður hann að hætta við söguna. Ef ég hefði skrifað Bowen út úr herberginu hefði þetta ekki orðið áhugaverð bók,“ segir Auster og hlær. Auster á að baki ellefu skáldsögur. Líklega er hann enn þá þekktastur fyrir New York- þríleikinn sem voru fyrstu skáldsögurnar hans en þær hafa komið út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti, Glerborgin, Draugar og Lokað herbergi. Áður hafði hann skrifað ljóð og prósaverk en fyrsta bókin sem vakti athygli fjallar um föður hans, The Invention of Solitude, en fyrri hluti hennar kom út í íslenskri þýðingu Jóns Karls Helgasonar á síðasta ári undir heitinu Mynd af ósýnilegum manni. Í henni birtast þemu sem síðan hafa mörg hver skotið upp kollinum aftur og aftur í verkum Austers. Einn þessara þráða er hið sjálfs- ævisögulega, í flestum bókum Austers birtist hann sjálfur í einni eða annarri mynd. Þegar ég ber þetta undir hann víkur hann sér fimlega undan, segir þetta eiga við að vissu leyti en hann sé alls ekki sjálfsævisögulegur höfundur í skáldsögum sínum. „Ég hef skrifað sjálfsævisögulegar bækur, til dæmis bókina um föður minn, The Red Notebook og Hand to Mouth. Ég finn hins vegar ekki neina þörf fyrir að skrifa sjálfsævisögulegar skáldsögur þó að ég – eins og svo margir aðrir – notfæri mér ýmislegt úr lífinu í skáldskapinn.“ Ég gef mig ekki með þetta: „En það er varla tilviljun að þú dúkkar upp í flestum bóka þinna í einni eða annarri mynd. Ein persónan í Oracle Night heitir John Trause en eftirnafnið er anagram af Auster. Trause er við- urkenndur rithöfundur á svipuðum aldri og þú og báðir eigið þið uppkomna syni af fyrra hjóna- bandi sem hafa komist í kast við lögin.“ „Það eru tveir rithöfundar í aðalhlutverki í Oracle Night, Trause á sextugsaldri og Orr á fer- tugsaldri,“ segir Auster. „Að vissu leyti var ég með sjálfan mig í huga þegar ég skrifaði þá en kannski bara sem eins konar uppkast að þeim. Í Oracle Night notaði ég reyndar eina sögu úr mínu raunverulega lífi. Frænka mín lést fyrir mörgum árum, hún var ung og eiginlega ynd- islegasta manneskjan í fjölskyldunni og var okk- ur öllum mikill harmdauði. Nokkrum árum eftir brottfall hennar finnur bróðir hennar, sem sagði mér þessa sögu, myndir af henni í eins konar þrí- víddarsjá og honum finnst eins og hún sé komin aftur og fer að haga sér eftir því. Þetta er ósköp venjulegur maður eins og persónan sem verður fyrir þessu í sögunni, maður sem á ekki til skáld- legan þráð í líkama sínum. Mér þótti það merki- legt að slíkur maður gæti orðið svona á valdi ímyndunarinnar. Símaskráin frá Varsjá sem kemur fyrir í sög- unni er líka til í raun og veru, ég lét setja mynd af henni í skáldsöguna til sönnunar um að ég ætti hana. Útgefandinn minn í Póllandi gaf mér skrána árið 1988 vegna þess að í henni er nafnið Auster sem bendir til þess að einhver ættingja minna hafi búið í Varsjá árin 1937 til 1938. Í sög- unni er það Sidney Orr sem finnur tvær mann- eskjur með ættarnafn sitt í skránni, Janinu og Stefan Orlowscy. Skömmu eftir að bókin kom út árið 2003 tók pólskur blaðamaður viðtal við mig. Hann var í miklu uppnámi, svitnaði og skalf, og sagði mér að Janina og Stefan Orlowscy væru amma hans og afi. Þetta var aldeilis lygileg til- viljun,“ segir Auster og horfir á mig eins og hann vænti þess að ég muni springa í loft upp. Ég spring úr hlátri. Þegar ég er búinn að taka mig saman í andlit- inu aftur spyr ég hvort það sé einhver skáldlegur eða hugmyndalegur tilgangur með rannsókninni á rýminu milli skáldskapar og hins raunverulega lífs. „Nei, það er engin trúarleg merking eða stærð- fræðileg með þessu en tengslin þarna á milli eru gangverk veruleikans. Það verður sífelldlega samsláttur á milli skáldskapar og veruleika. Við erum líka tengdari hvert öðru en við höldum. Við viljum kannski ekki kannast við það, tölum um til- viljanir eða jafnvel furðulega og óhugnanlega at- burði, en þetta eru allt saman raunverulegir möguleikar í lífinu. Ég geri ráð fyrir að stærð- fræðingar geti leitt líkur að því að svo sé. Stærðfræðingur sagði mér að Bretar hefðu verið mjög undrandi á því hvað sprengjuárásir Þjóðverja í seinna stríði voru nákvæmar. Þeir hittu skotmörk með svo mikilli nákvæmni að það var lygilegt. Þegar stærðfræðingar rannsökuðu málið varð niðurstaðan sú að hittni Þjóðverjanna var alger tilviljun. Góð hönnun eða færni kom henni ekkert við. Og þannig er þetta í lífinu. Ótrú- legustu hlutir gerast.“ „Snúum okkur að öðru. Þú sagðir einhvern tímann að þú skrifaðir ekki lengur af fúsum og frjálsum vilja heldur væru ritstörfin spurning um að lifa af. Hvað áttu við með þessu?“ „Ég get bara einfaldlega ekki ímyndað mér líf- ið án skrifa. Þegar ég skrifa ekki finnst mér ég ekki vera lifandi. Af einhverri ástæðu hefur mér verið komið fyrir hér á þessari jörð til þess að skrifa. Það er því ekki um neitt annað að velja. Auðvitað vil ég skrifa, mér þykir það skemmti- legt, það er ekki bara kvöl.“ „En er það samt kvöl?“ „Við skulum segja að strögglið við að skrifa veiti mér ánægju. Kannski er þetta svolítið óljóst en þegar maður hefur gert sitt ýtrasta til að búa til texta, lagt allt sitt í verkið, þá finnst manni maður vera lifandi, jafnvel þótt það fari svo allt í ruslatunnuna. Maður getur að minnsta kosti sagt að maður hafi gefið sig allan í verkið.“ „Geturðu lýst vinnudeginum þínum?“ „Hann er ekkert sérstaklega áhugaverður. Þeg- ar ég er að skrifa skáldsögu – sem er auðvitað ekki alltaf – þá vakna ég á milli sjö og átta – klukkan hálfníu væri seint – og skakklappast niður stigana, les blaðið í hálftíma-klukkutíma, drekk te, borða smávegis af jógúrt, geng síðan svolítinn spöl niður götuna í íbúð þar sem ég vinn og er þar að allan daginn. Ég handskrifa í litlar stílabækur og vélrita síðan það sem mér þykir þess vert. Ég fer ekki út allan daginn, borða samloku eða eitthvað inni í íbúðinni í hádeginu og er kominn heim aftur um fjögurleytið. Það sem eftir lifir dags reyni ég að hugsa um eitthvað allt annað.“ Auster hefur verið gríðarlega afkastamikill. Ný skáldsaga eftir hann kom út í Frakklandi fyrir skömmu og er væntanleg í október í New York og á íslensku á næsta ári. Bókin heitir The Brooklyn Follies og segir frá tveimur karlmönnum í New York, sögumanninum Nathan Glass sem er bitur, einmana maður sem er sannfærður um að það sé engin ástæða til þess að halda áfram að lifa og frænda hans Tom Wood (takið eftir lýsandi nöfn- unum Glass og Wood sem eru dæmigerð fyrir Auster) sem er álíka leiður á lífinu og stefnulaus, fyrrverandi háskólanemandi og leigubílstjóri en starfar sem stendur í bókabúð. Fjölmargar aðrar persónur koma fyrir sem allar hafa örlagarík áhrif á líf þessara tveggja manna. Bókin ber öll áðurnefnd höfundareinkenni Aust- ers en er jafnframt öðruvísi, ekki eins flókin í byggingu og síðustu bækur hans og skilur kannski ekki eftir jafn marga lausa enda. Þegar hann er spurður sjálfur segist hann líta á hana sem gamansögu. „Gamansögu í þeim skilningi að flestar persón- ur hennar eru betur settar í lok sögunnar en þær voru í upphafi hennar. Tónninn í henni líkist senni- lega mest kvikmyndinni Smoke sem ég skrifaði handritið að. Það hafði lengi staðið til að skrifa þetta verk. Persónurnar í skáldsögu minni Tim- buktu áttu upphaflega að vera í þessari bók.“ „Það eru þræðir milli þessarar bókar og fyrri verka þinna þrátt fyrir að þú sért að vissu leyti að fara nýja leið.“ „Já, ég held að allt sem ég skrifa sé tengt. Ég reyni að nálgast hverja bók út frá nýju sjón- arhorni, ég reyni að ganga þvert á það sem ég hef áður gert, en einhvern veginn enda ég alltaf innan í sjálfum mér. Ég vil alls ekki skrifa sömu bókina aftur og aftur og held ég hafi alls ekki gert það en samt má finna hugmyndir og form sem koma fyrir aftur og aftur í verkum mínum.“ Í grein um Auster í síðustu Lesbók fjallar Torfi Tulinius um sögu af Kafka sem kemur fyrir í The Brooklyn Follies. Þegar Kafka átti stutt eftir ólif- að skrifaði hann bréf til lítillar telpu sem áttu að vera frá dúkku sem hún hafði týnt. Kafka skrifaði eitt bréf á dag uns hann hafði huggað telpuna vegna dúkkumissisins. Torfi velti því fyrir sér hvort þetta væri dæmisaga um hlutverk bók- mennta, ekki síst á trúlausum tímum eins og okk- ar, í stað sögu trúarinnar um upprisuna og sig- urinn yfir dauðanum þá segjum við hvert öðru sögur til huggunar. Ég varpa spurningunni um merkingu sögunnar af Kafka til Austers. „Sagan hreyfði við mér vegna þess að Kafka átti svo stutt eftir þegar hann hitti stúlkuna og tók að skrifa bréfin. Hann vissi að hann ætti stutt eftir en samt gaf hann sér tíma til þess að hugga þessa ókunnugu stelpu. Ég held að Kafka hafi verið ein- stakur maður. Sagan fjallar að mínu mati frekar um mannúð en tilgang bókmenntaskrifa. Og þessi saga endurómar í ýmsu sem gerist í bókinni og því virtist viðeigandi að segja hana þarna.“ Torfi mun ræða við Auster um verk hans í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 15. Í dag mun Auster árita bækur sínar í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg kl. 16.30 og í kvöld kl. 20 les hann úr verkum sínum í Iðnó. Morgunblaðið/Einar Falur Auster talar hægt með rámri röddu. Augun eru dökk og dramatísk, það er eins og þau séu ýmist að ásaka mann um eitthvað eða bíða eftir því að eitthvað stórkostlegt gerist. Ingibjörg lokkurinn rn Thorn- nn í Dan- sningum í lokkurinn hafa verið ur ár. Eft- Mogens nnsku en jörin for- erið innan nnskjörið. óst að nýs f, flokkur- akannanir væntingar séu gerðar til nýs formanns. „Jafn- aðarmenn hafa átt í vök að verjast sums staðar í Evrópu. Jafnaðar- menn í Þýskalandi og víðar í Evr- ópu eru höfundar þess velferðar- kerfis sem þar er og nú gera þeir sér grein fyrir því að á því þurfi að verða breytingar og vilja ná þeim fram. Þeir mæta ákveðnum hindr- unum í því hjá sínu fólki,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir hægri flokkana hafa fært sig í meira mæli inn á miðjuna, og tekið upp ýmis baráttumál jafn- aðarmanna. Hitt hafi svo líka gerst að jafnaðarmenn hafi tekið upp málefni hægrimanna. skra jafnaðarmanna na gegn arna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.