Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ BÖRN og starfsfólk leikskólans Kiðagils í Giljahverfi fögnuðu 10 ára afmæli leikskólans í gær. Þar ríkti hátíðarstemmning og ýmislegt gert til skemmtunar. Gestir komu í heimsókn, þar á meðal Skralli trúð- ur, hoppukastali var blásinn upp á leikskólalóðinni og að sjálfsögðu var boðið upp á veitingar í tilefni dagsins. Morgunblaðið/Kristján Afmæli Börnin á leikskólanum Kiðagili fylgdust spennt með því þegar hoppukastalinn var blásinn upp á leikskólalóðinni. Kiðagil 10 ára MIKIL breyting til batnaðar hefur orðið á rekstri tjaldstæðisins við Þórunnarstræti. Þar munar miklu að svæðið hefur verið girt af og miklar endurbætur verið gerðar á bílastæði þar norðan við. Ásgeir Hreiðarsson forstöðumaður tjald- stæðanna á Akureyri sagði að þær framkvæmdir sem ráðist var í hefðu haft mjög jákvæð áhrif. „Ég heyrði heldur ekki annað enn að tjaldgestir hafi verið ánægðir með að svæðið var girt af. Þeir upplifðu sig mun öruggari og að meiri ró hefði verið á svæðinu. Ég get held- ur ekki ímyndað mér annað en að bæjarbúar og þá ekki síst íbúar í næsta nágrenni svæðisins hafi ver- ið ánægðir með þessa breytingu. Það var einnig sett upp rafmagns- hlið inn á svæðið og því varð öll af- greiðsla mun auðveldari og minna um að fólk væri að keyra bíla sína inn á svæðið,“ sagði Ásgeir. Íbúar í næsta nágrenni tjald- stæðisins hafa orðið fyrir miklu ónæði frá tjaldstæðinu í kringum þjóðarhátíðardaginn 17. júní og um verslunarmannahelgina. Nú í sum- ar var svæðið þó ekki opnað fyrr en 20. júní. Séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Akureyr- arkirkju og nágranni tjaldstæðisins sagði að íbúar í nágrenninu hefðu átt mjög gott sambýli við tjald- stæðið, nema þessar tvær um- ræddu helgar. „Við höfum alls ekk- ert á móti tjaldstæðinu en þessar helgar og dagarnir í kringum þær hafa verið okkur mjög erfið und- anfarin ár. Það hefur ríkt hér hálf- gert umsátursástand. Við höfum kvartað yfir þessu og jafnframt hvatt til þess að farið sé að lögum og reglum.“ Svavar Alfreð sagðist hafa orðið var við mikla breytingu til batnaðar í ár. „Ég veit ekki hvort það er ein- göngu girðingin en hún hefur hjálpað mikið til. Það kemur oft frekar fram það sem aflaga fer en það var svo sannarlega hlustað á okkur borgarana í þessu máli og gripið til róttækra aðgerða. Það væri því full ástæða til að senda, bæjaryfirvöldum, aðstandendum Einnar með öllu, lögreglu, sýslu- manni og skátunum blómvendi, enda fór hátíðin nú um versl- unarmannahelgina mjög vel fram að okkar mati. Ég hef engar óánægjuraddir heyrt og við erum því bæði ánægð og þakklát,“ sagði Svavar Alfreð Ásgeir sagði ekkert því til fyr- irstöðu að halda rekstri tjaldstæð- isins við Þórunnarstræti áfram en það væri þó bæjaryfirvalda að ákveða framhaldið. „Það er þó ljóst að menn hefðu ekki verið að fara í þessar framkvæmdir nema þá til þess halda rekstrinum áfram til einhverra ára til viðbótar.“ Tjaldstæðið við Þórunnarstræti hefur verið girt af Mjög mikil breyting til batnaðar á rekstrinum Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Girðing Mikil breyting til batnar hefur orðið á tjaldsvæðinu við Þórunn- arstræti og þá ekki síst eftir að svæðið var girt af. Eins og sést á myndinni er girðingin til margra hluta nytsamleg. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is SAMSTARFSNEFND um samein- ingu níu sveitarfélaga við Eyjafjörð hefur lokið gerð málefnaskrár og er dreifing inn á öll heimili í sveitar- félögunum hafin. Kynningarfundir hefjast svo í næstu viku, en Árni Magnússon félagsmálaráðherra verður gestur á tveimur þeirra, í Dalvíkurbyggð og Hörgárbyggð. Fyrsti fundurinn verður á Siglu- firði á mánudagskvöld, 19. septem- ber, á þriðjudagskvöld, 20. septem- ber verður fundur í Ólafsfirði, í Svalbarðsstrandarhreppi á fimmtu- dagskvöld, 22. september. Þá verður fundað í Hörgárbyggð mánudags- kvöldið 26. september, á þriðjudags- kvöld, 27. september í Arnarnes- hreppi, miðvikudagskvöld, 28. september í Grýtubakkahreppi og í Eyjafjarðarsveit fimmtudagskvöldið 29. september. Síðustu fundirnir í röðinni verða svo í Dalvíkurbyggð mánudags- kvöldið 3. október og á Akureyri 4. október. Allir fundirnir hefjast kl. 20.30. Fulltrúar úr samstarfsnefnd hafa framsögu, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Sameining sveitarfélaga við Eyjafjörð Kynning að hefjast Myndlist á Akureyri | Val- garður Stefánsson kynnir bók sína Myndlist á Akureyri að fornu og nýju á Amtsbókasafn- inu á Akureyri í dag, fimmtu- daginn 15. september kl. 17 en þann dag kemur bókin út. Höf- undurinn dregur upp ítarlega mynd af listalífi Akureyringa frá upphafi og fram á öndverða 21. öld og eru akureyrskir lista- menn í brennipunkti, en einnig er fjallað um ýmsa þætti aðra er varða efnið. Bókin er prýdd ótal listaverkum, sem sum hver hafa ekki birst á prenti áður. Bókaútgáfan Hólar gefur bók- ina út. Reykjavík | Langþráðum áfanga í umhverf- iskennslu var náð í gær þegar Náttúruskóli Reykjavíkur tók til starfa og kynnti starf- semi sína með skemmtilegri dagskrá í Ell- iðavatnsbænum í Heiðmörk. Skólinn er samstarfsverkefni umhverfissviðs Reykja- víkur, menntasviðs Reykjavíkur, Land- verndar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Meginmarkmið Náttúruskóla Reykjavíkur eru að efla útikennslu og skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í grunn- og leikskólum borgarinnar. Nú þegar er unnið að ýmsum áhugaverðum verkefnum innan grunn- og leikskólanna og er það m.a. hlut- verk Náttúruskólans að samþætta þessi verkefni, draga þau saman og auðvelda skólum að nýta sér það fjölbreytilega fram- boð af umhverfisfræðslu sem ýmsir aðilar og félagasamtök bjóða nú þegar upp á. Má þar nefna Grænfánaverkefnið sem Land- vernd hefur umsjón með og einnig verk- efnið Grenndarskóga sem er samstarfsverk- efni Skógræktar ríkisins, menntasviðs Reykjavíkur, Kennaraháskóla Íslands, Skógræktarfélags Reykjavíkur og umhverf- issviðs Reykjavíkur. Ratleikir og útikennsla Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Nátt- úruskóla Reykjavíkur, segir nýjar aðstæður til útikennslu hafa skapast í skólum með lengingu skólaársins. „Þörf á námsefni sem tengist útiveru hefur aukist og áhugi vaxið á samþættingu umhverfismenntar við aðrar námsgreinar grunnskólans,“ segir Helena. „Hlutverk Náttúruskólans verður fyrst og fremst að koma upp virku samstarfi milli þeirra sem nú þegar sinna þessum þætti skólastarfs og hlúa að þeim verkefnum sem kennurum standa til boða um útikennslu. Náttúruskólinn kemur einnig til með að þróa nýjar leiðir og fræðslu sem styðja kennara til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til umhverfismenntar og úti- kennslu í námskrá.“ Helena segir framundan að kortleggja þau verkefni sem eru í boði fyrir skólana og fá beinagrind af verkefnum. „Við getum vonandi sett kjöt á beinin, bæði stutt verk- efnin inn í skólana og sett kennslu- fræðivinkilinn á þau og síðan stutt skólana í að taka þátt í þeim,“ segir Helena. „Svo getum við búið til fleiri verkefni og tengt fleiri stofnanir, fyrirtæki og fræðimenn inn í þetta verkefni.“ Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, kveðst afar ánægður með það að skólinn sé nú kominn í gang, enda sé mikið undirbúningsstarf að baki. Kann hann Katrínu Jakobsdóttur, formanni umhverf- isráðs Reykjavíkurborgar, miklar þakkir fyrir að drífa verkefnið í höfn. Á kynningunni fóru börn úr Selásskóla og nýjum grunnskóla í Norðlingaholti með gestum yfir mikilvægi umhverfismenntunar og leiddu þau í ratleik þar sem ýmiss konar umhverfisfræðslu var að finna. M.a. lærðu „nemendurnir“ að greina aldur trjáa, hlusta eftir náttúruhljóðum og taka eftir sjaldséð- um litum í náttúrunni. Þá var blandað inn í útikennsluna ljóðlist og myndlist og segir Katrín Jakobsdóttir að afar mikilvægt sé að skilja hvernig umhverfisfræðsla fléttast inn í ýmsar aðrar fræðigreinar. „Það er líka svo mikið lykilatriði að fræðast með þátttöku og að krakkarnir komist út úr skólastofunum,“ segir Katrín. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað er hægt að læra mikið og vel með því að taka svona þátt í úti- kennslu. Til dæmis hafði ég ekki hugmynd um það hvernig ætti að aldursgreina greni- tré með því að telja greinakransana, en nú veit ég það.“ Stefán Jón Hafstein, formaður mennta- ráðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda fé- lagasamtaka, þ.á m. Landvernd og Skóg- ræktarfélagið, hafa komið til Reykjavíkurborgar og leitað eftir samstarfi um náttúruskóla og ná þannig allri þeirri náttúrufræðslu sem ætti sér stað í borginni í einn brennipunkt. „Þessum hugmyndum var velt lengi á milli okkar og þróuðust mjög mikið, frá þeirri hugmynd að hafa húsnæði með starfsliði og út í það að við ákváðum að við þyrftum ekki að finna upp hjólið aftur heldur að ná öllu þessu fólki saman og síðan að auðga og miðla á milli,“ segir Stefán Jón. „Verkefnið er ekki hugsað sem hús heldur sem hugmynd, eins og Katrín Jakobsdóttir sagði. Skólinn er hugs- aður sem netverk milli ýmissa fræðsluaðila og skólanna til að efla þennan þátt skóla- starfsins.“ Náttúruskóli Reykjavíkur tekur til starfa með grunn- og leikskólum borgarinnar Fjölbreyttu framboði náttúrufræðslu miðlað Morgunblaðið/Kristinn Dagskráin kynnt í Heiðmörk Meginmarkmið Náttúruskóla Reykjavíkur eru að efla útikennslu og skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í grunn- og leikskólum borgarinnar. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.