Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 31 MINNINGAR Við langafi vorum sérstaklega góðir vin- ir. Það var svo gott að koma á Hring- brautina, amma gaf manni alltaf eitt- hvað gott í svanginn í eldhúsinu. En við afi lékum okkur sko saman, ég skríkti og við töluðum og höfðum stundum svolítið hátt með ærsla- ganginum í okkur en það var ekki leiðinlegt hjá okkur og mikið hlegið. Þó að á milli okkar hafi verið næst- um því 80 ár urðum við svo náin. En elsku langafi, nú ert þú bara farinn til Guðs, hann hlýtur að hugsa alveg sérstaklega vel um þig því ég bið hann um það á hverju kvöldi þeg- ar ég fer með bænirnar mínar. Þó það verði ekki eins að koma á Hringbrautina þegar þú ert ekki þar þá lofum við þér því að hugsa vel um hana langömmu Önnu. Hjarta þitt var hlýtt og gott, hugurinn rór og mildur, fas þitt allt bar fagran vott um fórnarlund og skyldur. (Valgeir Helgason.) Rósin þín, hún Thelma Rós. Kveðja frá Samtökum iðnaðarins Íslenskur iðnaður stendur í þakk- arskuld við Sigurð Kristinsson mál- arameistara. Hann stóð um langt árabil í framvarðarsveit málsvara ís- lensks iðnaðar og iðnaðarmanna og annar síðasti forseti Landssam- bands iðnaðarmanna sem var einn af stofnaðilum Samtaka iðnaðarins 1993. Það var mikilvægt fyrir alla, sem að þeirri sameiningu komu, hversu vel og dyggilega Sigurður og aðrir úr hópi fyrrverandi forystu- manna í iðnaðinum studdu þá sam- einingu. Sigurður var forseti Landssam- bands iðnaðarmanna um tólf ára skeið, á árunum 1973–1985, þegar iðnaðurinn gekk í gegnum umbylt- ingu frá höftum og tollum inn í frí- verslun og samkeppni í kjölfar að- ildar Íslands að EFTA og fríverslunarsamningum við ESB. Fram að formennskutíð Sigurðar hafði Landssambandið verið blandað félag sveina og meistara en breyttist þá í atvinnurekendasamtök. Í gömlu viðtali nefnir Sigurður að skipulags- mál iðnaðarins hafi verið eitt stærsta og minnisstæðasta verkefnið á sín- um ferli. Um það leyti, sem EES-samning- urinn var í bígerð og unnið var að stofnun Samtaka iðnaðarins, var Sigurður spurður um framtíð ís- lensks iðnaðar. Hann er þá fullur bjartsýni og hefur ekki áhyggjur af íslenskum iðnaði, hann muni spjara sig. „Höfuðmáli skiptir,“ segir hann, „að taka af alhug þátt í harðnandi samkeppni, innlendri og erlendri.“ Gera verði auknar kröfur til mennt- unar og færni í iðnaðinum. Ef þetta gangi eftir þurfi ekki að hafa áhyggj- ur. Sigurður var fjölhæfur og fé- lagslyndur. Hann lagði mikla vinnu í félagsmálin og hiklaust fórnaði hann tíma frá eigin atvinnurekstri til þess að sinna þeim. Hann var með veru- leg umsvif sem málarameistari þeg- ar hann hóf þau störf en ekki fór hjá því að atvinnureksturinn skaðaðist af öllum þessum félagsstörfum um langt árabil. Þannig fórnaði hann meiru fyrir iðnaðinn en flestir aðrir og fyrir það verður seint fullþakkað. Sigurður sat í ýmsum stjórnum, inn- SIGURÐUR KRISTINSSON ✝ Gísli SigurðurBergvin Krist- insson málarameist- ari fæddist í Hafnar- firði hinn 27. ágúst 1922. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði hinn 4. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 14. september. lendum og erlendum fyrir hönd iðnaðarins og allt fram yfir átt- rætt sat hann í stjórn Húsfélags iðnaðarins fyrir hönd Samtaka iðnaðarins. Einhvern veginn virðist honum hafa tekist að finna tíma fyrir fleiri áhuga- mál. Hann starfaði um árabil sem leikari hjá Leikfélagi Hafnar- fjarðar, söng með karlakórnum Þröstum og lék með lúðrasveit- inni Svani, var mjög virkur Rótarý- félagi og fleira mætti ugglaust tína til. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Samtaka iðnaðarins eru Sig- urði Kristinssyni færðar bestu þakk- ir fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íslensks iðnaðar, Samtaka iðn- aðarins og fyrirrennara þeirra. Önnu og fjölskyldunni sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Sveinn Hannesson. Kveðja frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði Þegar góðir vinir falla frá koma gjarnan fram í minningunni leiftur frá liðnum tíma. Þannig fékk ég strax mjög sterka mynd af Sigurði í huga mér þegar ég fékk tilkynningu um andlát hans. Ég sá fyrir mér hinn trausta vin sem allt frá því er við kynntumst, tók á móti mér með hlýju handtaki og oftar en ekki góðlátlegri glettni. Sigurður var einstaklega traustur félagi og öflugur borgari í Hafnar- firði. Eftir honum var tekið og sjón- armið hans og skilaboð komu alltaf skýrt fram og stundum kröftuglega og því ekki undan vikist að hlusta. Hann var hins vegar einnig mjög sanngjarn maður og ávallt fyrstur til að deila, hvort sem var gleði eða sorg, með samferðafólki. Í fullu samræmi við þann einlæga áhuga sem Sigurður hafði á málefn- um stéttar sinnar, bæjarfélagsins og á sviði menningar, lista og kirkju varð það hlutskipti hans að koma víða við í félagsmálum. Hann gekk fram markviss og af atorku og varð farsæll leiðtogi og samverkamaður. Hann setti sig aldrei á stall en gekk rösklega til verka með sínum liðs- mönnum og dró ekkert af. Segja má að Sigurður hafi verið að hluta til alinn upp í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en faðir hans Kristinn Magnússon málari var þar með- hjálpari í um fjóra áratugi. Sigurður lét sér annt um kirkjuna sína og sýndi henni mikla fórnfýsi. Hann var í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í yfir 20 ár og formaður um skeið. Tók hann þá einnig með ýmsum hætti virkan þátt í safnaðar- starfinu og var m.a. einn af burðar- ásum í karlaröddum kórsins. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði kveður góðan dreng með sökn- uði og sendir eiginkonu, Önnu Daní- elsdóttur, börnum og öllum öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Almar Grímsson, formaður safnaðarstjórnar. Sigurður Kristinsson, málara- meistari og fyrrverandi forseti Landssambands iðnaðarmanna, verður jarðsunginn í dag, en hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 4. sept. sl. Ég vil með örfáum orðum minnast góðs vinar og þess mikla starfs sem hann innti af hendi fyrir íslenskan iðnað. Ég kynntist Sigurði fyrst náið þegar ég kom í stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna 1977. Þá hafði hann verið forseti Landssambands- ins í fjögur ár og áunnið sér mikið traust í því starfi. Hann hafði áður setið þar lengi í stjórn, enda mað- urinn þannig gerður að hann valdist gjarnan til forustu í þeim félögum og samtökum sem hann tók þátt í. Þetta gilti jafnt um samtök iðn- aðarmanna sem og Leikfélag Hafn- arfjarðar, Karlakórinn Þresti, Frí- kirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði og fleira. Það sem mesta athygli vakti hjá mér í byrjun, var hve mikill afburða ræðumaður hann var, sem vafalítið hefur haft mikil áhrif á hve fram- arlega hann varð í öllu félagsstarfi sem hann tók þátt í. En við nánari kynni kom í ljós þessi eldmóður og góði hæfileiki til að laða fólk með sér til góðra verka. Sigurður var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og áttum við hjónin margar ánægjulegar stundir með honum og Önnu konu hans, sem við minnumst með þakklæti. Það sem upp úr stendur í mínum huga er þó fyrst og fremst sú góða vinátta sem myndaðist með árunum og sú góða leiðsögn sem hann veitti mér þegar ég tók við af honum sem forseti Landssambands iðnaðar- manna 1985. Það var ómetanlegur styrkur að geta leitað í smiðju til hans, eftir að hann lét af starfi for- seta L.i. Þetta gilti ekki síst þegar skoða þurfti aðstæður í sögulegu samhengi, því hann var ekki bara reyndur í þessum málum, heldur líka stálminnugur. Sigurður var sæmdur fjölda heið- ursmerkja fyrir sín góðu störf að fé- lagsmálum, bæði hér innanlands og á erlendum vettvangi fyrir störf í nor- ræna iðnráðinu. Hann var einnig sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf að iðn- aðarmálum. Við hjónin viljum nú að leiðarlok- um þakka honum góða vináttu í gegnum árin og sendum eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Haraldur Sumarliðason. Öll þau 12 ár sem við Sigurður unnum náið saman, hann sem forseti Landssambands iðnaðarmanna og ég sem framkvæmdastjóri, mótuð- ust af mannlegri hlýju og traustri vináttu sem hélst alla tíð. Raunar var samvinna okkar ennþá lengri þar sem hann gegndi forystu m.a. í Hús- félagi iðnaðarins í mörg ár eftir að hann hætti sem forseti samtakanna. Ég lærði mjög fljótt að allt starf Sigurðar fyrir Landssambandið mótaðist af ótakmarkaðri virðingu fyrir samtökunum sem honum hafði verið falin forysta fyrir. Enginn blettur mátti falla á langa og merka sögu þeirra. Aldrei sá ég þetta ljósar en þegar baráttan um iðnaðarmála- gjaldið stóð sem hæst. Ingólfur Finnbogason, forveri Sigurðar í for- setastóli og forystumenn annarra heildarsamtaka atvinnurekenda í iðnaði höfðu undirbúið frumvarp til laga sem Gunnar Thoroddsen féllst á að flytja á Alþingi eftir að hann varð iðnaðarráðherra en með því skilyrði að algjör samstaða væri um málið á milli samtakanna. Það lá ekki bein- línis ljóst fyrir þar sem nýir forystu- menn leiddu nú öll samtökin sem að málinu stóðu. Eftir fundahöld og símtöl töldum við að samstaða væri fyrir hendi og tilkynntum ráðherra það. Þegar málið kom hins vegar fyr- ir þingið hafði komið bakslag og í ljós kom að ekki var full samstaða um málið. Þetta var mikið reiðarslag. Við höfðum verið í góðri trú svo nú voru góð ráð dýr. Ekkert var Sigurði meira á móti skapi en að svo mikið sem einhver snefill af vafa léki á trú- verðugleika Landssambandsins. Hann lagði allan sinn sannfæringar- kraft og einlægni í það að sýna fram á að hér hafði ekki verið óheiðarlega unnið. Sjaldan eða aldrei sá ég Sig- urði létta jafn mikið eða verða glað- ari en þegar ráðherrann, eftir að hafa hlustað gaumgæfilega á ræðu Sigurðar, sagði að hann hefði aldrei efast um einlægni okkar í málinu. Hann liti svo á að andstaðan væri ekki afgerandi og að hann ætlaði sér að halda málinu áfram og fá það sam- þykkt í þinginu sem hann og gerði. Mál þetta skipti sköpum fyrir fjár- hag Landssambandsins og hafði af- gerandi þýðingu fyrir hin samtökin einnig. Ég tel þó að Sigurði hafi þótt vænst um að trúverðugleiki hans og Landssambandsins hafði ekki verið véfengdur, þótt hitt megi telja víst að með því að koma þessu hags- munamáli í höfn hafi hann e.t.v. unn- ið sinn stærsta sigur af mörgum fyr- ir samtökin. Ég minnist Sigurðar í ræðustóli á Iðnþingum. Það sópaði ávallt að hon- um í ræðustóli. Á Iðnþingum var hann á heimavelli. Þar var hann inn- an um sitt fólk, forystumenn iðn- meistara og stjórnendur iðnfyrir- tækja í hinum löggiltu iðngreinum. Félagsmálin voru honum í blóð borin og Iðnþingin sem vítamínssprauta. Á þeim tíma voru Iðnþingin þriggja daga ráðstefnur þar sem þingfulltrú- ar og makar þeirra komu saman í leik og starfi, blönduðu geði, ræddu málin og mótuðu stefnu samtakanna. Þarna þekkti hann alla, tók þingfull- trúa tali og ræddi við þá sem jafn- ingja. Það fór ekki á milli mála að honum var umhugað um að skapa einhug og samstöðu um þá hugsjón sem hann bar í brjósti, að efla ís- lenskan iðnað og gera hlut iðnmeist- aranna og samtaka þeirra sem stærstan. Með framgöngu sinni og persónutöfrum tókst honum jafnan að hrífa fólk með sér og skapa góða stemmningu á þingunum bæði mál- efnalega og félagslega. Eins og nærri má geta voru Sig- urði falin ýmis trúnaðarstörf í tengslum við forystu sína hjá Lands- sambandinu. Ég minnist starfa með honum fyrir Landssambandið á er- lendum vettvangi og ferðalaga aðal- lega til hinna Norðurlandanna. Anna, eiginkona hans, var þá jafnan með í för. Hún stóð alltaf við hlið hans hvort sem var á ferðalögum, á Iðnþingum eða við önnur tækifæri. Ég er ekki grunlaus um að hún hafi verið hans besti ráðgjafi. Ferðalögin voru í senn frábærlega skemmtileg og ákveðinn skóli út af fyrir sig. Það var stórkostlegt að verða vitni að því er Sigurður stóð frammi fyrir kónga- fólki og forystumönnum í systursam- tökum Landssambandsins á mörg hundruð manna samkomum í glæst- um sölum og flutti kveðjur frá Ís- landi. Þá vorum við stolt af okkar manni. Auðvitað þurftum við marg- sinnis að taka á móti forystumönnum norrænu systursamtakanna hér heima. Voru þá undantekningarlaust heimboð á nokkrum heimilum. Sig- urður og Anna voru þar að sjálf- sögðu í fararbroddi og var gestrisni þeirra margrómuð meðal hinna er- lendu gesta. Við lærðum mjög margt í þessu samstarfi sem kom okkur að góðum notum í starfi okkar hér heima og eignuðumst marga vini sem spurðu oft um Sigurð eftir að hann hætti sem forseti og þar með afskiptum af Norðurlandasamstarf- inu. Öll sú lífsreynsla sem ég fékk í samskiptum við Sigurð verður í rauninni aldrei metin til fulls. Þessir þankar og minningabrot duga skammt til að tjá þakklæti mitt til hans sem ég tel til eins af mínum traustustu vinum en eru þó sannar- lega tilraun til þess. Við Elísabet sendum Önnu, börnum hennar og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigurð- ar Kristinssonar. Þórleifur Jónsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Nóatúni 15, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 8. september, verður jarð- sungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 16. sept- ember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Eygló Helga Haraldsdóttir, Eiður Guðnason, Guðmundur Haraldsson, Ástbjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vinarhug og hlýju við andlát og útför KRISTÍNAR GUÐLAUGSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Skjöldur Kristinsson, Þóra Benediktsdóttir, Þorvaldur Kristinsson, Kristinn Þór Skjaldarson, Kristín Skjaldardóttir, Jón Gunnar Steinarsson. Lokað Lokað verður í dag, fimmtudaginn 15. september, frá kl. 11.00 vegna jarðarfarar DAÐA ÞÓRS GUÐLAUGSSONAR. Hellusteypa JVJ. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.