Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Þ að er í mörg horn að líta hjá Geir Svanbjörnssyni þessar vikurnar því fyrir utan það að vera í fæð- ingarorlofi með rúmlega ellefu mánaða gömlum syni sínum, Karvel að nafni, er nú sultað af kappi á bænum og nú býður húsbóndinn óþreyjufullur eftir sláturtíðinni. „Ég er svo sem ekki ákveðinn ennþá hvað ég kem til með að taka mörg slátur, en ég er hinsvegar búinn að fá upp- skriftirnar hennar mömmu af bæði blóðmör og lifrarpylsu og svo er ég líka búinn að kaupa þessa fínu frysti- kistu fyrir sláturtíðina. Sömuleiðis hef ég verið að leita mér upplýsinga um hvaða verslanir koma til með að selja slátur því ég hef hugsað mér að vera í fyrra fallinu með sláturgerð- ina. Það var alltaf gert slátur á mínu æskuheimili norður á Akureyri og fékk ég þá að hjálpa til, en þetta er í fyrsta skipti sem ég stend í þessu upp á eigin spýtur. Mér finnst mikil stemmning fylgja því að fara í berja- mó og gera slátur og ég man alltaf hvað mér fannst ég vera virkur og nauðsynlegur við þessi verk þegar ég var krakki. Ég vil gjarnan að börnin mín upplifi þetta líka. Svo er ég auð- vitað líka að búa í haginn fyrir fjöl- skylduna því sjálfur er ég mikill mat- maður og borða örugglega tvöfalt á við flesta aðra. Slátur hefur mér allt- af þótt herramannsmatur og má segja að sláturgerðin og sultugerðin verði að fá að fylgjast að því það er nauðsynlegt að fá krækiberjahlaup með heitum blóðmörnum. Ég er nokkuð viss um að klára mig af þessu því mér er sagt að mesta vinnan sé við að skera mörinn,“ segir Geir, sem er tæknifræðingur að mennt og starfar við landupplýsingakerfi Orkuveitu Reykjavíkur. Geir er nú í þriggja mánaða fæð- ingarorlofi fram að miðjum nóv- ember, en þá fer litli snáðinn til dag- mömmu. Stóra systirin Bríet Reine er hinsvegar komin á leikskóla enda að verða þriggja ára. Eiginkonan Jakobína Guðmundsdóttir er nýlega farin að vinna eftir sitt fæðingarorlof, en hún starfar hjá Íslandsferðum í Lágmúla og fylgist því bara með öll- um myndarskapnum í bóndanum úr fjarlægð. Er mikill berjakarl Geir segist vera mikill berjatínslu- karl og þurfi yfirleitt að komast á hverju hausti í berjamó. „Að þessu sinni tíndi ég bláberin við Móskarðs- hnjúka, sem eru rétt austan við Esj- una, og tólf kíló af krækiberjum tíndi ég svo við Búrfell í Grímsnesi. Mér finnst voða gott að borða ný bláber og aðalbláber með skyri eða ís og tími þess vegna ekki að nota bláberin mín í sultu. Þau voru fryst heil að þessu sinni og svo þíði ég slatta við og við upp í örbylgjuofninum og nota sem heita bláberjasósu út á ís og skyr. Yfir fimmtíu misstórar krukkur af krækiberjahlaupi urðu hinsvegar til þegar búið var til vinsælt kræki- berjahlaup úr krækiberjunum. Upp- runalegu uppskriftina af hlaupinu fékk Geir hjá móður sinni, Reine Margrét Sigurðsson. Hann fékk síð- an aðra útgáfu af hlaupinu góða hjá móðursystur Jakobínu, Matthildi Gunnarsdóttur í Presthvammi í Að- aldal. „Og síðan bjó ég til mína eigin útgáfu og notaði mun minni sykur í hana en gefið var upp. Hlaupið heppnaðist bara vel og ég er ánægð- ur með útkomuna.. Nokkrar krukkur hafa endað á borðum vina og kunn- ingja enda torgum við ekki öllu þessu magni,“ segir Geir, sem einnig er bú- inn að sulta vel úr rabarbara. „Maður notar bara dauðar stundir þegar Karvel er sofandi, en þó hann taki venjulega daginn snemma, nær hann yfirleitt tveimur dúrum á daginn úti í vagni, bæði fyrir og eftir hádegi. Ég reyni að fara að minnsta kosti tvisvar út að labba á daginn og svo þarf auð- vitað að sinna heimilisverkunum eftir bestu getu. Þetta er bara skemmtileg tilbreyting frá daglegum störfum í vinnunni.“ Fastur við eldavélina Hvað segirðu þá um hið forn- kveðna að karlmenn geti aðeins ein- beitt sér að einu verki í einu? „Það er alveg laukrétt ef ég tala út frá sjálfum mér,“ svarar Geir. „Ég get bara einbeitt mér að einhverju einu í einu, sérstaklega ef viðkom- andi verk þarfnast einhverrar ein- beitingar við. Litli guttinn þurfti því að reyna svolítið vel á lungun um daginn þegar krækiberjahlaups- gerðin stóð sem hæst. Hann vaknaði úti í vagni í miðjum klíðum. Það bull- sauð í pottinum og ég gat mig hvergi hreyft þar sem hræra þurfti stöðugt í pottinum í heilar tíu mínútur.“ Geir var að lokum beðinn um upp- skrift að krækiberjahlaupinu vinsæla sem hann segir að sé líka gott með ristaða brauðinu og ostum.  MATUR Geir tíndi tólf kíló af krækiberjum í Úlfarsfelli. Morgunblaðið/JI Geir Svanbjörnsson með hluta af afrakstri sultugerðarinnar og börnin sín tvö, þau Bríetu Reine og Karvel. Geir Svanbjörnsson nýtir fæðingarorlofið út í ystu æsar. Nú er hann búinn að sulta ber og rabarbara í margar krukkur og bíður spenntur eftir sláturtíð- inni. Jóhanna Ingvars- dóttir fór í heimsókn. join@mbl.is Krækiberjahlaup með blóðmör 11 dl krækiberjasaft 1 bréf pectín-sultuhleypir 900 g strásykur Krækiberin hökkuð í hakkavél. Berjasafinn sigt- aður vel í gegnum sigti og hratinu hent. Safinn settur í pott og pectín-sultuhleypi hrært út í, en passa þarf að hleypirinn fari ekki í kekki. Kveikt undir pottinum, sem gott er að sé í stærri kant- inum. Þegar suðan kemur upp, er sykrinum bætt út í. Látið bullsjóða og hrært er stöðugt í pottinum í tíu mín- útur. Þá er slökkt á hellunni og hlaupinu hellt á krukkur, sem látnar eru standa opnar yfir nótt. Lok sett á daginn eftir. Krækiberjahlaup V æntanleg er bókin Best geymdu leyndarmálin eða „Best kept secrets“ eftir Janet Reibstein, sálfræðing og hjóna- bandsráðgjafa í Exeter í Englandi. Á vef norska Dagbladet er vitnað í bók- ina þar sem Reibstein fjallar um hjónabandið og byggir á viðtölum við yfir hundrað hjón sem lifa í ham- ingjusömu hjónabandi. Mörg pörin hafa verið gift í áratugi en níu ár að lágmarki. Ef hjónabandið hefur varað skemur, er hætta enn fyrir hendi á að það hrynji m.a. þar sem börnin eru komin til sögunnar og álag sem þeim fylgir. Reibstein bendir á að þrátt fyrir að hjón eigi ekki börn, virðist sem svo að við níu ára mörkin fari fólk að nota orkuna í annað en bara makann. Það er tímabilið sem hefur vakið athygli sálfræðingsins og bókin fjallar um. Reibstein bendir á að hamingju- samari pörin eru t.d. þau sem eiga samræður yfir vínglasi og lifa kynlífi þótt sjónvarpssófinn freisti. „Þetta getur verið erfitt, en rannsókn mín gefur til kynna að þau sem gera það, verða hamingjusamari,“ segir Reib- stein. Borða saman og sofa saman Reibstein bendir á að hjón verði að vernda hvort annað til að byggja upp traust og langvarandi kærleika. Þeir sem reyni slíkt verði ekki aðeins ham- ingjusamari heldur einnig heilsu- hraustari auk þess að hafa það betra fjárhagslega. Til að auka líkur á betra hjóna- bandi gefur hjónabandsráðgjafinn ráð: **COLR** Annaðhvort að borða saman eða að fara að sofa á sama tíma er nauðsynlegt, helst hvort tveggja.  Þakklæti. Hvort um sig þakkar makanum fyrir mat eða annað sem hann gerir fyrir fjölskyld- una og hrósar einnig. Reibstein segir að algengt sé að fólk hætti að segja takk í hjónaband- inu, t.d. þar sem fólk haldi að innileiki og kurteisishjal eigi ekki saman. Það er misskilningur, að sögn sálfræð-  BÓK | Hvað gera hamingjusömu hjónin Stunda kynlíf og spara ekki hrósið Morgunblaðið/Golli Í BANDARÍKJUNUM er nú farið að bjóða litlum stelpum að halda af- mælisboðið fyrir bekkjarsysturnar í verslanamiðstöðinni þar sem stelp- unum er boðið að klæða sig upp sem prinsessur eða poppstjörnur og fá hárgreiðslu og förðun í stíl. „Caitlin elskar að þykjast vera full- orðin,“ segir mamma hennar, Mary- Ellen Greene, þar sem hún fylgist með sex ára dóttur sinni og vinkon- um hennar við áðurnefnd veisluhöld í verslanamiðstöð í Virginíu í Banda- ríkjunum. Æ yngri stelpur vilja mála sig og mamman vonar að ef dóttirin fái að mála sig svona ung vilji hún það ekki í 7. eða 8. bekk. Það er fyrirtækið Club Libby Lu sem býður upp á þessa þjónustu. Framkvæmdastjórinn, Melissa Le- vitt, segir þetta ekki frábrugðið því þegar stelpur gera sér að leik að klæðast fötum mömmu sinnar, bara í öðru umhverfi. Þessi furðufataleikur kostar hins vegar sitt, þ.e. 150 bandaríkjadali fyrir sjö vinkonur, eða yfir 9.000 ís- lenskar krónur. Markhópurinn eru stelpur á aldrinum 6 til 13 ára en Club Libby Lu rekur nú 80 verslanir í Bandaríkjunum og markaður er fyrir enn fleiri, að mati forsvars- mannanna sem hafa á prjónunum að fjölga útsölustöðum.  AFMÆLI Prinsessur í verslana- miðstöð K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A s: 570 2790www.baendaferdir.is til Saalbach - Hinterglemm 4. febrúar - 1 vika / 11. febrúar - 1 vika / 4. febrúar - 2 vikur Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson Skíðaferð Ferðaþjónustu bænda árið 2006 er til Hinterglemm í Austurríki, en skíðasvæðið er einfaldlega nefnt Saalbach-Hinterglemm. Hótelið er alveg við skíðalyfturnar og er þaðan hægt að komast yfir í allt skíðasvæðið. Brekkurnar eru um 200 km langar. Saalbach-Hinterglemm hefur stundum verið nefnt skíðaparadís Alpanna og ekki að ástæðulausu. Bærinn er í um 1.000 metra hæð og hæsta skíðabrekkan í yfir 2.000 metra hæð. Fararstjórar fylgja hópnum alla ferðina og sjá um að skipuleggja skíðaferðir fyrir þá sem vilja. Verð: 104.900 kr. á mann í tvíbýli í 1 viku Verð: 154.500 kr. á mann í tvíbýli í 2 vikur Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.