Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 1
Hvaðan fá börn járnið? Járninnihald í barnagrautum umfram leyfileg mörk | Daglegt líf Viðskipti, Íþróttir og Málið Viðskipti | Erlend skuldabréf  Sá hlær best ...  Gagnaflutningar Íþróttir | Valskonur vekja athygli  Keane frá í þrjár vikur Málið | Valdir dagskrárliðir  Unnur Birna  Bókaveisla við Tjörnina TÍSKU DAGAR 15.-25. SEPTE MBER NÝTT KORTATÍMABIL OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD AURSKRIÐA féll á íbúðarhverfi í Björgvin í Noregi í fyrrinótt. Við það lést kona á sextugsaldri og níu slösuðust, þar á meðal fjögurra ára barn. Skrið- an, sem var um 40 metra breið, setti daglegt líf Björgvinjarbúa úr skorðum og var fólki ráðlagt að halda sig heima, enda margir vegir lokaðir. Björgunarmenn á staðnum þurftu að grafa fórnarlömbin upp úr aurnum með höndunum og skóflum. Ekki var hægt að notast við gröfur eða annan búnað því illfært var að rústunum. Slökkviliðsstjóri borgarinnar sagði þetta hafa verið erfitt og hættulegt verk. Björgunarmennirnir grófu upp fjögurra ára gamalt barn og konu á þrí- tugsaldri, en þau höfðu hlotið alvarleg meiðsl. Annar illa slasaður maður var einnig grafinn upp úr rústunum. Konan sem lést fannst um hálf- áttaleytið að staðartíma í gærmorgun en aurskriðan féll um klukkan 1.30, 23.30 að ísl. tíma. Fyrstu slökkviliðsmennirnir voru mættir á staðinn aðeins örfáum mínútum síðar. Kona lét lífið í skriðu í Björgvin Reuters Skriðan sem féll á raðhúsin í Björgvin var um 40 metra breið. Áfram var spáð rigningu í gær en þó virtist sem mesti vatnselgurinn væri að minnka. Stokkhólmi. AFP. | Dýrustu pylsur heims verða boðnar falar í Stokk- hólmi í dag og er það liður í verkefni sem vekja á athygli á mismunandi kjörum manna í heiminum. Verk- efnið er haldið í tilefni af leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna í New York sem nú stendur yfir. Hefðbundnar pylsur, sem og græn- metispylsur, verða í dag seldar í mið- borg Stokkhólms í sérstökum sölubás fyrir 999 sænskar krónur stykkið, en það nemur rúmum 8.000 íslenskum krónum. Markmiðið er að vekja at- hygli á fátækt í heiminum með því að notast við einfaldar líkingar. Með því að selja pylsur, sem er eitt af grunnatriðum sænska fæðuhrings- ins, á uppsprengdu verði vonast þeir sem standa að baki verkefninu til þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig það er að eiga ekki nægan pening fyrir helstu nauðsynjum. Samkvæmt skýrslu Þróunaráætl- unar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) er rúmur milljarður manna í heim- inum sem hefur innan við 60 krónur til að lifa af á dag. Klas Wal- denstroem, talsmaður UNEP á Norðurlöndum, segir að ekki sé að- eins um það að ræða að fólk eigi í fjárhagserfiðleikum, heldur sé um lamandi fátækt að ræða. „Fyrir þann sem lifir á 60 krónum á dag er það jafnómögulegt að kaupa pylsu á venjulegu verði, 200 krónum, eins og það er fyrir meðal Svía að kaupa sömu pylsu á 8.000 krónur,“ segir hann. Heimsins dýrustu pylsur HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær, þriðja dag- inn í röð. Lækk- unin í gær var enn meiri en í fyrra- dag en úrvalsvísi- tala Kauphallar- innar lækkaði um 2,2% í gær, 1,8% í fyrradag og 1,0% á mánudaginn. Sér- fræðingar á fjármálamarkaði segja ekkert óeðlilegt við það að verð á hlutabréfum lækki nú. Lækkunina megi meðal annars skýra sem við- brögð við þeirri umræðu sem verið hefur um efnahagsumhverfið undan- farna daga. Einnig er nefnt að verð hlutabréfa hafi verið orðið hátt. Slæmar fréttir ekki borist Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka, segir að ekki hafi borist slæmar fréttir úr rekstri fyrirtækjanna. Þvert á móti megi gera ráð fyrir að uppgjör flestra skráðra fyrirtækja á þriðja ársfjórð- ungi verði góð. Enn sé töluvert langt í að þau uppgjör verði birt og hugs- anlegt að einhverjar lækkanir verði fram að því. „Ég tel ólíklegt að vænt- ingar fjárfesta snúist alfarið við nema að slæmar fréttir berist af rekstri fyr- irtækjanna,“ segir Þórður. Skapar kauptækifæri Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að lækkunin í Kauphöllinni nú svipi nokkuð til þess sem gerðist í október í fyrra. Nokkur lækkun hafi þá orðið á gengi hlutabréfa, tímabundið, og eng- in ástæða sé til að ætla annað en að svo verði einnig nú. „Lækkunin skap- ar kauptækifæri sem mun væntan- lega leiða til þess að gengi bréfa hækki að nýju,“ segir Ingólfur. Að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Landsbanka Íslands, er næsta víst að umræðan um þenslu og ýmis hættu- merki í efnahagslífinu að undanförnu hafi áhrif á fjárfesta og auki sveiflur á hlutabréfamarkaði. „Ég hef hins veg- ar enga ástæðu til að ætla að hrun sé framundan á þessum markaði,“ segir hún. Hlutabréf lækkuðu þriðja dag- inn í röð  Efnahagsumræðan | B1 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í ræðu sinni á leiðtogafundi í tilefni af 60 ára afmæli samtakanna í gær við því að „uppsafnaður vandi örbirgðar“ hefði skapast í heiminum. Skort hefði samvinnu um að berjast markvisst gegn þessum vanda. Annan minnti samt á að geysimikill árangur hefði náðst síðasta aldarfjórðung við að draga úr fátækt en leiðtogar alþjóða- samfélagsins yrðu að standa við fög- ur fyrirheit sín undanfarin ár. Annan gagnrýndi að ekki hefði tekist samkomulag um aðgerðir til að sporna við frekari útbreiðslu ger- eyðingarvopna. „Þetta er ófyrirgef- anlegt,“ sagði hann. „Gereyðingar- vopn eru mikil ógnun við okkur öll, einkum í veröld sem er hótað af hryðjuverkamönnum sem láta til sín taka um allan heim og láta ekkert stöðva sig.“ George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði þjóð sína leggja áherslu á að berjast gegn fátækt í heiminum, að sögn AFP-fréttastofunnar. „Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðrum,“ sagði forsetinn. Hann sagði Bandaríkin reiðubúin að taka þátt í að fella niður allar nið- urgreiðslur, tolla og aðrar viðskipta- hindranir í landbúnaði sem koma hart niður á kjörum margra fátækra þjóða og meina þeim aðgang að mörkuðum ríkra. „Með því að efla viðskipti ýtum við undir vonir og fjölgum tækifærum hvarvetna í heiminum og veitum um leið hryðju- verkamönnum, sem notfæra sér reiði og andúð fólksins, þung högg,“ sagði Bush. Niðurstaðan varð útvötnun Samkomulag náðist um málamiðl- un í öryggisráðinu á þriðjudag eftir sex mánaða reiptog um metnaðar- fullar tillögur Annans sem vill gera róttækar umbætur á skipulagi og starfi samtakanna. En niðurstaðan varð útvötnun á tillögunum. Gagn- rýnt var m.a. í gær að ekki skyldu vera samþykktar tillögur um nýjar aðgerðir gegn fátækt. Ekki náðist heldur samkomulag um aukna áherslu á mannréttindi og sameig- inlega skilgreiningu á hryðjuverk- um. Sumir múslímaleiðtogar neita að fordæma hryðjuverk palestínskra vígahópa gegn Ísraelum og segja að um lögmætan hernað sé að ræða. Kofi varaði við örbirgð í heiminum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is George Bush: „Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðrum.“ Reuters Kofi Annan: „Uppsafnaður vandi örbirgðar hefur skapast.“ STOFNAÐ 1913 249. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.