Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 48
ÉG skil í raun og veru ekki hvaðan bækurnar mínar koma,“ segir bandaríski rithöfundurinn Paul Auster í viðtali við Morgunblaðið en hann er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. „Ég skil ekki hvernig hugmyndirnar verða til. Það gerist einhvers staðar djúpt í undirvitund- inni. Bækurnar eru allar skrifaðar af ósjálfráðri hvöt. Ég get í rauninni ekki útskýrt það.“ Paul Auster segist líta á nýja skáldsögu sína, The Brooklyn Foll- ies, sem gamansögu í þeim skilningi að flestar persónur hennar eru betur settar í lok hennar en þær voru í upphafi hennar. Bókin er komin út í Frakklandi en er væntanleg í Bandaríkjunum í október og í ís- lenskri þýðingu á næsta ári. Í bókinni er að finna marga af þeim þráðum sem liggja í gegnum höfundarverk Austers. Hann segir sjálfur að allt sem hann skrifi sé tengt. „Ég reyni að nálgast hverja bók út frá nýju sjónarhorni, ég reyni að ganga þvert á það sem ég hef áður gert, en einhvern veginn enda ég alltaf innan í sjálfum mér.“  Aldeilis | 24 Einn þessara þráða er tilviljunin sem Auster segist vera heltekinn af. „Ég er ekki að segja að allt sem gerist sé tilviljunum háð. Við veljum og skipuleggjum fram í tímann, við mótum þarfir okkar og þrár. En það vita allir að umhverfið hefur áhrif á val okkar og skipulag og þarfir okk- ar og þrár. Og það er einmitt þegar þessir tveir heimar, sá innri og ytri, skella saman sem eldglæringar myndast og sögur verða til,“ segir Auster.Paul Auster segist líta á nýjustu skáldsögu sína, The Brooklyn Follies, sem gamansögu. Morgunblaðið/Einar Falur Skil ekki hvaðan bækurnar koma KJARTAN Ólafsson, nýráðinn prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands, gagn- rýnir stjórnvöld fyrir ákvarð- anatöku í tónlistarhússmálinu, þar sem „gleymst“ hafi að ráð- færa sig við fagaðila og fyrir það að leggja niður Listdans- skólann án samráðs við fag- fólk. Hann segir að listafólk muni ekki láta sniðganga sig endalaust. „Listamenn munu ekki sitja undir þessum vinnubrögðum. Ef stofna þarf pólitískan flokk til að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og gæta hagsmuna listamanna í samfélaginu verður það gert.“ | 23 Munu ekki láta sniðganga sig MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi VÍGLUNDUR Kristjánsson, torf- og steina- hleðslumaður á Hellu, vinnur nú að því að láta 15 ára gamlan draum verða að veruleika, að reisa svo- nefnda Íslandsveröld þar sem hægt verður að skoða og lifa sig inn í Íslandssöguna allt frá víkingaöld til vorra daga. Um er að ræða lifandi safn, fræðasetur og afþreyingargarð sem gæti kostað um þrjá millj- arða króna í uppbyggingu og skapað 70 störf árið um kring. Víglundur, sem hér er að störfum við Odda á Rangárvöllum í gær ásamt Birni Hrannari Björns- syni, hefur nokkra staði á landinu í huga fyrir Ís- landsveröld sína, m.a. undir Eyjafjöllum, við Æg- issíðufossa hjá Hellu, Krísuvík, Hvalfjörð og Eyjafjörð. Næsta skref er að afla fjármagns og und- irbúa verkefnið nánar. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta verður að veruleika,“ segir Víglundur m.a. í Morgunblaðinu í dag. | 6 Morgunblaðið/RAX Dreymir um að reisa hér á landi Íslandsveröld ÍSLENSKA lyfjafyrirtækið In- vent farma, sem festi nýverið kaup á tveimur lyfjaverksmiðjum á Spáni, hyggst setja upp rann- sóknar- og þróunardeild í Vatns- mýrinni í tengslum við fyrirhug- að svæði Háskólans í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson, formað- ur skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að tillaga um að fyrirtækinu verði gefið vilyrði um lóð verði tekin fyrir, og væntanlega sam- þykkt, í borgarráði í dag. Hann segir að svæðið verði deiliskipu- lagt með fyrirhuguðu svæði Há- skólans í Reykjavík í Vatnsmýr- inni, og sé vilyrðið veitt með sömu formerkjum og vilyrði HR. Ef allt gangi að óskum geti fyr- irtækið hafið byggingu húsnæðis snemma næsta haust, og hafið starfsemi ári síðar, eða haustið 2007. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir 30–40 starfsmönnum, og um 2.000 fermetra húsnæði, með stækkunarmöguleikum upp í 3.000 fermetra, segir Dagur. „Þetta er gríðarlega áhugavert mál, því þetta er einmitt drauma- staðurinn fyrir þekkingarfyrir- tæki af þessu tagi.“ Þróa samheitalyf Friðrik Steinn Kristjánsson, stjórnarformaður Invent farma, segir að sú rannsóknar- og þró- unardeild sem sett verði upp hér á landi verði til viðbótar við þá þróunarstarfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Spáni. Hann segir að ákveðið hafi verið að setja deildina upp hér á landi þar sem hér sé hægt að þróa ákveðin samheitalyf sem ekki megi þróa á Spáni vegna einkaleyfa. Spurður hvers vegna Vatnsmýrin hafi orð- ið fyrir valinu segir Friðrik stað- setninguna góða, miðsvæðis í borginni, og nálægðin við þekk- ingarumhverfið sé mikill kostur. Ekki er upplýst hversu háar fjárfestingar er um að ræða að svo stöddu. Invent farma er að nær öllu leyti í eigu íslenskra fjárfesta, svo sem Frosta Bergs- sonar, Jóns Árna Ágústssonar, Inga Guðjónssonar, Friðriks Steins Kristjánssonar o.fl. Um 13% fyrirtækisins eru í eigu starfsmanna á Spáni. Vilyrði fyrir lóð fyrir lyfjaþróun í Vatnsmýri Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÞRETTÁN ára drengur slasaðist þegar hann varð fyrir vélhjóli við Lyngás í Rangárþingi ytra síð- degis í gær. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Hvolsvelli voru tildrög slyssins þau að þrír ungir drengir á aldrinum 13 til 14 ára voru á númerslausum vélhjól- um inni á lokuðu kartöflugarða- svæði og óku eftir vegslóða þegar fjórði pilturinn, er sat á spýtna- hrúgu og fylgdist með akstri hinna þriggja, varð fyrir einu vél- hjólanna með þeim afleiðingum að hann hlaut opið beinbrot á fót- legg fyrir ofan ökkla. Læknir frá Hvolsvelli kom á staðinn og var slasaði drengurinn í framhaldinu fluttur með sjúkra- bifreið í sjúkrahús á höfuðborg- arsvæðinu. Ökumaður vélhjólsins slapp án meiðsla. Málið er í rannsókn, en ljóst er að umrædd vélhjól voru bæði óskráð og ótryggð og mega drengirnir því búast við sektum. Þess má einnig geta að til þess að fá útgefin ökuréttindi á minni vél- hjól þarf einstaklingurinn að vera orðinn 15 ára gamall. 13 ára ung- menni í vél- hjólaslysi FRANSKT par sem gisti í Bald- vinsskála á Fimmvörðuhálsi í fyrrinótt vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið í dagrenningu í gær þegar þau litu út og við þeim blasti snævi þakin jörð. Skyggni var auk þess með minnsta móti sökum snjómuggu. Þessi veðra- brigði komu þeim algjörlega í opna skjöldu og treystu þau sér aðeins mátulega vel til þess að halda gönguferðinni áfram. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hringdi fólkið í lög- reglu og bar undir varðstjóra hvort óhætt væri að ferðast í þessu veðri. Þó tóku þau jafn- framt fram að þau væri ekki í hættu og að ekki væsti um þau innandyra. Lögregluvarðstjór- inn ákvað að best væri að senda björgunarsveitarmenn eftir fólkinu og bað þau vinsamlegast um að halda kyrru fyrir í skál- anum sem þau og gerðu. Par sótt á Fimm- vörðuháls ♦♦♦ ♦♦♦ „ÞAÐ er ágætur gangur í viðræðunum,“ sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld, þegar hann var spurður um gang viðræðna forsvarsmanna FL Group um möguleg kaup á Sterling. „Efnislega er ekkert annað um málið að segja. Við erum bara að vinna í þessu af fullum krafti,“ sagði Hannes. Hannes sagði að það væri ótímabært að spá fyr- ir um það hvenær viðræðum við eigendur Sterling lyki og hann kvaðst sömuleiðis ekki geta sagt til um það hvort hann væri bjartsýnn á að jákvæð nið- urstaða fengist. Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt málinu nokkurn áhuga og bendir norska blaðið Dagens Næringsliv á að verði af kaupum FL Group á Sterling væri það í annað skipti á árinu sem danska flugfélagið skipti um hendur, en núverandi eigandi þess, Fons eignarhaldsfélag, keypti félagið í apríl. Í blaðinu kemur einnig fram að niðurstaða við- ræðnanna sem nú fara fram gæti annaðhvort verið sú að FL Group fjárfesti í Sterling eða tæki það yf- ir alfarið. | B11 FL Group og Sterling Góður gangur í viðræðunum ♦♦♦ Kjartan Ólafsson LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) mun ekki fara í skaðabótamál gegn olíufé- lögunum vegna meints verðsamráðs en vel er hugsanlegt að einhverjir félagar LÍÚ taki sig sam- an um að höfða mál með fulltingi félagsins. LÍÚ var veittur aðgangur að flestum gögnum Samkeppnisráðs vegna hins meinta olíusamráðs í lok maí og hafa lögfræðingar samtakanna farið yf- ir þau gögn í framhaldinu, segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Stjórn LÍÚ átti viðræður við olíufélögin, fyrir hönd fjölmargra félaga, um það hvort olíufélögin væru tilbúin til að semja um málið, en svo reyndist ekki vera. LÍÚ ekki í skaða- bótamál vegna olíusamráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.