Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn PIZZAN ER KOMIN ROP! ÉG ÞEKKI VALDAMIKLA MENN Í ÚTKEYRSLUNNI EN EINHVER HEFUR BORÐAÐ PIZZUNA ÁÐUR EN HÚN KOMST TIL OKKAR KALLI, ÞÚ HEFUR VERIÐ VALINN ÞJÁLFARI ÁRSINS! ER ÞAÐ? NEI, APRÍL GABB ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI ATHÖFNIN VERÐUR HALDIN FYRIR FRAMAN FJÖLDA MANNS. ÞÚ MUNT KOMA AKANDI INN Á LEIKVANGINN Í GLÆSIKERRU MEÐ RAUÐHÆRÐRI SKVÍSU HÆ PABBI! ÉG ER UPP-TEKINN KALVIN. HVAÐ ER ÞAÐ? PABBI, GETURÐU NÁÐ Í HAUG AF MOLD OG VÆNAN SKAMMT OF GRASI, Á LEIÐINNI HEIM? SJÁLFSAGT! SONUR SÆLL, HJÁ OKKUR VÍKINGUNUM ERU HORNIN TÁKN UM VÖLD OG VIRÐULEIKA ÞVÍ STÆRRI SEM HORNIN ERU, ÞVÍ MERKILEGRI ER VIÐKOMANDI ÞANNIG ER ÞAÐ SVO SANNARLEGA HVERNIG LÍST YKKUR Á ÞESSI. ÞAU ERU Í FLOTTUM GAMALDAGS STÍL ÞETTA ER SVONA „ANNIE HALL“ STÍLL MÉR SÝNIST ÞETTA FREKAR VERA „ANDY ROONEY“ STÍLL ÞÁ ER ÉG MÆTTUR OG BÚINN AÐ KLÆÐA MIG UPP EINS OG HINN MESTI SKÚRKUR ÞESSI LÖGFRÆÐINGUR ÞYRFTI AÐ VERA SNARGEGGJAÐUR TIL AÐ VELJA MIG ALLIR LÍTA BETUR ÚT EN ÉG NEMA HANN! VIÐ VERÐUM AÐ VELJA ÞENNAN ÞEIR VILDU FÁ MYNDINA SEM FYRST... ... EN ÞAÐ ER ÓMÖGULEGT AÐ FINNA BÍL Í RIGNING- UNNI ÞÁ VERÐ ÉG BARA AÐ GRÍPA TIL ANNARS KONAR FERÐAMÁTA SVONA ÞARF ÉG EKKI HELDUR AÐ STOPPA Á RAUÐU LJÓSI Dagbók Í dag er fimmtudagur 15. september, 258. dagur ársins 2005 Víkverji veltir þvífyrir sér hvort mannekla og erf- iðleikar við að ráða starfsfólk á veit- ingastaði og reyndar fleiri staði komi til með að bitna á rétti gesta á almennilegri þjónustu umfram það sem eðlilegt getur tal- ist. Látum vera að maður þurfi að bíða lengur eftir þjónustu ef fáir eru að vinna en það sem Víkverji er að hugsa um er hvort kvartanir yfir lélegri þjónustu fái minni hljómgrunn hjá yfirmönnum á veitingastöðum í svona ástandi. Segjum að kaffið sé kalt eða samlokan alveg ómöguleg. Maður kvartar en starfsmaðurinn byrjar bara með kjaft, alveg pollró- legur. Þá vill maður auðvitað tala við yfirmanninn en getur hugsast að hann sé í klípu sem lýsir sér í því að ef hann skammar undirmanninn þá hóti sá hinn sami að hætta? Og þá er illt í efni, því starfsfólk er ekki á hverju strái. Er þetta atvinnumark- aður í heljargreipum undirmann- anna? Víkverji hefur aðallega sam- úð með yfirmönnum á undirmönnuðum stöðum í því at- vinnuástandi sem nú ríkir. Þetta leiðir hugann að hinum öfgunum, djúpstæðu atvinnu- leysi. Fyrir mörgum árum heyrði Víkverji sögu af því þegar Ís- lendingur nokkur hugðist reyna að fá vinnu sem verkamað- ur á verkstæði fyrir strætisvagna í Sví- þjóð. Atvinnuleysi ríkti í landinu og í at- vinnuviðtalinu var vin- urinn spurður sér- kennilegrar spurningar, nefnilega hvort hann áliti að hann ætti það virkilega skil- ið að fá vinnu þarna á verkstæðinu. Umsækjandinn vissi ekki svarið og Víkverji er búinn að gleyma hvort hann fékk vinnuna. x x x En þá aftur til Íslands. Þegarglæpa- og svindlmál koma upp innan fyrirtækja og stofnana eru þau alltaf spurð hvort þau krefjist ekki sakavottorðs hjá nýjum um- sækjendum. Ætli slakni á kröfunum hvað þetta varðar, nú þegar vantar fólk í vinnu? Víkverji veltir þessu svona fyrir sér. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is    Þjóðleikhúsið | Á föstudag og laugardag verður opið hús í Þjóðleikhúsinu þar sem leikárið verður kynnt í tali og tónum. Dagskráin hefst á Stóra sviðinu kl. 20:00 og er aðgangur ókeypis. Þegar eru hafnar sýningar á fjórum leiksýningum frá fyrra leikári; Klaufum og kóngsdætrum, Koddamanninum, Rambó 7 og Edith Piaf. Nú opnar Þjóð- leikhúsið svo dyr sínar með kynningu á starfsemi næsta leikárs. Tinna Gunn- laugsdóttir mun fara ofan í saumana á þeim leikverkum sem verða á fjölunum í vetur, Klaufar og kóngsdætur líta við, leikarar úr Halldór í Hollywood taka lag- ið, Þorvaldur Þorsteinsson gefur jólatóninn, flutt verða lög úr Túskildingsóper- unni auk þess sem Jón Atli Jónasson segir frá Rambó 7 og Jón Páll Eyjólfsson og leikhópurinn í Frelsi koma gestum á óvart. Kynnir er Jóhann Sigurðarson. Í lok dagskrár verður gestum boðið upp á tónlist og uppákomur í Leik- húskjallaranum. Morgunblaðið/Ásdís Opið hús í Þjóðleikhúsinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. (Ef. 1, 5.-7.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.