Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 292. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u koss frá afmælisbarninu ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 84 1 0 9/ 20 04 . Er Bond Snæfellingur? Vestur-Íslendingur sagður fyrirmynd njósnara hennar hátignar | Landið Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Bíll ársins 2006 valinn  Skattpíndir bíleigendur í Danmörku Íþróttir | Guðrún Sóley til Breiðabliks  Árni Gautur búinn að gleyma mistökunum „DREIFING veiðiréttarins í sjávar- útvegi er miklu meiri heldur en svarar dreifingu eignaraðildar í langflestum stóru atvinnuvegunum okkar. Og það er furðulegt að menn halda áfram að tala um samþjöppun í sjávarútvegi og vá af henni en ljá því ekki máls að setja skorður við eignarhaldi einokunar- og fákeppn- isfyrirtækja á viðkvæmasta sviði lýðræðis okkar, fjölmiðlamarkaðn- um, þar sem þó er eitt skýrasta dæmið um samþjappað eignarhald,“ sagði sjávarútvegsráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, á aðalfundi LÍÚ í gær. Einar Kristinn benti á að tæplega eitt þúsund aðilar stæðu fyrir at- vinnurekstri í útgerð í landinu, þar af væru tæplega 300 einstaklings- útgerðir og rúmlega 650 félög. Ekk- ert fyrirtæki gæti átt meira en 12% kvótans samkvæmt lögum. „Það er enginn vafi á að þessi lög hafa náð markmiði sínu og eru að mínu mati ein ástæða þess að smám saman hef- ur skapast meiri friður um atvinnu- greinina. Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að geta fundið sér mikið svigrúm til athafna innan þeirrar löggjafar,“ sagði ráðherra. Fram kom að tuttugu og eitt félag ræður yfir meiru en 1% heildarafla- heimilda. Mörg þessara fyrirtækja eru með starfsstöðvar víða um land. Hvað ef eitt fyrirtæki ætti 60%? Ráðherra sagði meðal annars: „Sjávarútvegur er einmitt eitt gleggsta dæmið í íslensku atvinnulífi um tiltölulega dreift eignarhald. Eða hvað ætli yrði sagt um okkar ágætu atvinnugrein ef einstök fyrirtæki réðu 50 til 60 prósent aflaheimilda, eða skiptu kvótanum í tvennt eða þrennt? Viðlíka aðstæður eru til staðar í ýmsum öðrum atvinnugrein- um hér á landi.“ Nefndi Einar m.a. fjölmiðla, smásölu, tryggingamark- að, flutninga og fjármálamarkað. Einar Kristinn sagði að stóru fyr- irtækin í sjávarútvegi hefðu engu að síður eflst. „Stór og öflug fyrirtæki eru bráðnauðsynleg fyrir íslensk sjávarútveg. Þau eru forsenda þess að hægt er að ráðast í áhættusaman og fjármagnsfrekan rekstur.“ Dreifðari eign í sjávarút- vegi en öðrum greinum Sjávarútvegsráðherra segir kvótaþakið eina ástæðu meiri friðar um sjávarútveginn New York. AP, AFP. | Um 2.200 fyrirtæki greiddu íröskum stjórnvöldum mútur eða inntu af hendi aðrar ólöglegar greiðslur í tengslum við olíu- söluáætlun Sameinuðu þjóðanna á árunum 1996–2003. Þetta kemur fram í fimmtu og síð- ustu skýrslu óháðrar nefndar sem rannsakaði málið. Rannsóknarnefndin gagnrýnir einnig yfir- stjórn Sameinuðu þjóðanna fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir spillinguna. „Áætlunin hefði ekki verið svona gegnsýrð af spillingu ef Sam- einuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra hefðu stjórnað henni af kostgæfni,“ sagði Paul Volck- er, formaður nefndarinnar og fyrrverandi Á meðal fyrirtækja sem nefnd eru í skýrsl- unni er dótturfyrirtæki Volvo í Brussel, þrjú dótturfyrirtæki Siemens í Þýskalandi, þýska bílafyrirtækið DaimlerChrysler, bandarísku olíufyrirtækin Bayoil og Costal Corp, rússneski olíurisinn Gazprom og dótturfyrirtæki rúss- neska olíufyrirtækisins Lukoil. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til þess í gærkvöldi að fyrir- tæki, sem grunuð eru um mútugreiðslurnar, yrðu lögsótt í löndum sem hafa lögsögu á hendi í málum þeirra. seðlabankastjóri Bandaríkjanna. „Skýrslan sýnir hvernig Saddam tókst að leika sér að kerfinu til að auðgast á því,“ sagði Sean McCor- mack, talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins. „Þetta staðfestir líka mikilvægi þess að komið verði á umbótum á framkvæmda- stjórn Sameinuðu þjóðanna.“ Annan hvetur til lögsókna Rannsóknin leiddi í ljós að fyrirtæki í 66 lönd- um greiddu stjórnvöldum í Írak samtals 1,8 milljarða dollara, sem samsvarar 108 milljörð- um króna, til að hreppa viðskipti í tengslum við áætlunina um olíu fyrir mat. Fyrirtæki í 66 löndum bendluð við mútur í Írak  Yfir tvö þúsund | 16 25 ÁRA sögu jarðstöðvarinnar Skyggnis austan við Úlfarsfell er lokið og verið er að rífa hinn stóra og áberandi loftnetsdisk. Um árabil fóru millilandasímtöl um gervi- hnött í gegnum Skyggni, sem var um tíma eina símatengingin frá landinu. Frá 1994 þegar sæsíma- strengurinn CANTAT var tekinn í notkun gegndi Skyggnir einkum hlutverki varastöðvar. Nú leysa sæ- strengirnir FARICE og CANTAT hvor annan af ef bilun verður, en langan tíma tók að koma á vara- sambandi um gervihnött í gegnum Skyggni ef CANTAT bilaði. Kostn- aður við gervihnattasamband fór líka hækkandi og mælti allt gegn því að halda rekstrinum áfram, að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Símans. Við stöðina eru nokkur lítil loftnet sem verða áfram notuð til að taka við send- ingum frá gervihnöttum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skyggnir tekinn niður Gaza-borg. AFP. | Að minnsta kosti sjö Palest- ínumenn biðu bana og þrettán særðust, þar af tveir lífshættulega, þegar her Ísraels gerði flugskeytaárás á bifreið á norðanverðu Gaza- svæðinu í gær. Þremur flugskeytum var skotið á bíl tveggja liðsmanna samtakanna Íslamskt jíhad skammt norðan við Gaza-borg. Auk þeirra lágu fimm vegfarendur í valnum og talið er að þeir tengist ekki samtökunum. Daginn áður létu fimm Ísraelar lífið í sjálfsmorðsárás Palestínumanns í ísraelska strandbænum Hadera og Íslamskt jíhad lýsti henni á hendur sér. Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, sagði að árásinni yrði svarað með „viðamiklum aðgerðum þar til hryðjuverkunum lýkur“. Sjö féllu í árás á Gaza Ríga. AFP. | Mikill meirihluti þings Lett- lands samþykkti í gær frumvarp til laga um nýjar siðareglur þar sem þingmönn- um er bannað að bölva og reykja á al- mannafæri. Markmiðið með frumvarpinu er að auka virðingu þingsins þar sem það þykir hafa sett ofan með heitum um- ræðum sem einkennst hafa af „öskri og skrækjum eins og á sölutorgum“, svo notuð séu orð höfundar frumvarpsins, Janis Strazdins, þingmanns Bandalags græningja og bænda. Frumvarpið kveður á um að þing- mönnum beri að vera ávallt kurteisir á opinberum vettvangi og forðast atburði sem geti grafið undan virðingu þings- ins. Frumvarpið var samþykkt með þremur fjórðu atkvæða eftir fyrstu um- ræðu og búist er við að það verði að lög- um á næstu mánuðum. Þingmönn- um gert að vera prúðir  Nýtingarréttur | 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.