Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipulagsstofnun hef-ur lagt til við um-hverfisráðherra að
hann synji staðfestingar á
þeim hluta svæðisskipu-
lags miðhálendisins sunn-
an Hofsjökuls sem lýtur
að Norðlingaölduveitu.
Stofnunin lítur svo á að
Samvinnunefnd miðhá-
lendisins hafi gert grund-
vallarbreytingar á áður
auglýstri skipulagstillögu
og því beri að auglýsa
hana að nýju. Nefndin
breytti þeirri útfærslu
sem Jón Kristjánsson,
settur umhverfisráðherra,
úrskurðaði um snemma
árs 2003 vegna Norðlinga-
ölduveitu. Auglýsti nefnd-
in svæðisskipulagið með
set- eða veitulóni suðaustan Hofs-
jökuls í ársbyrjun, en féll frá því
þegar hún samþykkti skipulagið
síðla sumars. Bréf Skipulags-
stofnunar hér að lútandi var sent
umhverfisráðherra nú í vikunni og
liggur ekki fyrir hvenær hann
muni taka afstöðu í málinu.
Lengi hefur verið deilt um fyr-
irætlanir Landsvirkjunar að nýta
svæðið til vatnsmiðlunar, en
Þjórsárver eru friðland. Þáttaskil
urðu í málinu með úrskurði setts
umhverfisráðherra 2003. Þar var
reynt að taka tillit til sjónarmiða
beggja deiluaðila og veitulón
vegna framkvæmdanna fært út
fyrir friðlandið og miðaðist lónið
við 566 m.y.s., sem var nokkur
lægra en áður hafði verið gert ráð
fyrir. Á móti komu mótvægisað-
gerðir utan friðlandsins með set-
lóni norðaustan Þjórsárvera og
suðaustur af Hofsjökli, auk ým-
issa aðgerða samhliða. Ekki skap-
aðist friður um málið, þótt svo liti
út á tímabili.
Mikið umhverfisrask
Samvinnunefnd miðhálendis
vísaði einmitt til þess er hún sam-
þykkti að auglýsa Norðlingaöldu-
veitu samkvæmt úrskurði setts
umhverfisráðherra á fundi sínum
13. janúar í vetur. Í bókun nefnd-
arinnar af því tilefni kemur fram
að tillögur um lónhæð 575 m.y.s.
sem hafi farið í umhverfismat
„hafi bæði verið umhverfislega og
tæknilega betri lausn en sú sem
hér er til afgreiðslu. Landslags-
heild Þjórsárvera nær langt útfyr-
ir núverandi mörk friðlands og því
er framkvæmdin í heild sinni mik-
ið umhverfisrask á stóru svæði
sem skilur eftir sig stærri sár í
landinu heldur en tillaga í gildandi
svæðisskipulagi gerir ráð fyrir.“
Nefndin bendir á að hún sé
skipulagsyfirvald á hálendinu og
hafi „unnið að skipulagi hálendis-
ins í sátt og í samvinnu við heima-
menn á hverju svæði og leitast við
að samræma skipulagsáætlanir
nágrannasveitarfélaga. Sú tillaga
sem hér er til afgreiðslu er unnin í
kjölfar úrskurðar setts umhverf-
isráðherra, sveitarfélög og fram-
kvæmdaaðili hafa orðið sammála
um niðurstöðuna. Þar sem heima-
menn á þessu svæði hafa náð sam-
komulagi um útfærslu fram-
kvæmdarinnar þá lítur nefndin á
það sem skyldu sína að ljúka mál-
inu og um leið eyða þeirri óvissu
sem um langt skeið hefur staðið
um þessa framkvæmd.“
Skipulagið var auglýst á útmán-
uðum og bárust 146 athugasemdir
við skipulagið og þrír undir-
skriftalistar með 52 nöfnum. Allar
utan ein sneru athugasemdirnar
að Norðlingaölduveitu. Í fram-
haldinu fundaði nefndin með Um-
hverfisstofnun, umhverfisráðu-
neytinu, Skipulagsstofnun,
Landsvirkjun og Skeiða- og
Gnúpverjahreppi.
Á fundi Samvinnunefndarinnar
12. ágúst var skipulagið til af-
greiðslu. Í bókun nefndarinnar þá
kemur fram að samkomulag
heimamanna um framkvæmdina
sé ekki lengur fyrir hendi. Skipu-
lagsstofnun segir í bréfi sínu til
umhverfisráðherra að umfjöllun
nefndarinnar beri það með sér að
þær breytingar sem hún gerði á
skipulaginu séu ekki að meginfor-
sendu til vegna framkominna at-
hugasemda heldur „sé af ástæðu
sem rekja megi til þess að meg-
inforsenda nefndarinnar sjálfrar
fyrir afgreiðslu tillögunnar, sam-
staða heimamanna um hana, var
ekki lengur fyrir hendi.“
Skipulagið án setlóns var sam-
þykkt með sex atkvæðum gegn
þremur að tillögu formanns en
tveir sátu hjá. Í samþykktinni
segir meðal annars: „Með mark-
mið svæðisskipulagsins um að
tryggja skynsamlega nýtingu
auðlinda og landkosta Miðhálend-
isins, markmið skipulags- og
byggingarlaga, um að stuðla að
skynsamlegri og hagkvæmri nýt-
ingu lands og landgæða, tryggja
varðveislu náttúru og menningar-
verðmæta og koma í veg fyrir um-
hverfisspjöll og ofnýtingu, með
sjálfbæra þróun að leiðarljósi, og
þess fjölda athugasemda sem
barst við kynningu tillögunnar,
samþykkir samvinnunefndin hina
auglýstu tillögu með þeim breyt-
ingum að fallið er frá heimild til
gerðar veitu- og setlóna suðaust-
an Hofsjökuls og mannvirkja
tengdum þeim.“
Fréttaskýring | Skipulag vegna Norðlinga-
ölduveitu komið til umhverfisráðherra
Staðfestingar
verði synjað
Grundvallarbreyting á auglýstu skipu-
lagi að mati Skipulagsstofnunar
Kort af tillögu setts umhverfisráðherra.
Samvinnunefndin fer út
fyrir valdsvið sitt
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar seg-
ir að þeim virðist að Samvinnu-
nefndin sé að fara út fyrir
valdsvið sitt, auk þess sem nið-
urstaðan stangist á við lög sem
ekki sé minna mál. Það sé und-
irstöðuatriði um hagkvæmni
Norðlingaölduveitu, þegar lónið
sé orðið þetta lítið, að vatn fáist
úr fyrirhuguðu setlóni. Náttúru-
verndarsamtök Íslands hafa hins
vegar skorað á nefndina að
standa við niðurstöðu sína.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Náttúra og saga
höfuðbóls og þjóðskógar
Mikill fjöldi mynda prýðir
bókina. Einnig fjöldi korta og
uppdrátta, m.a.útivistarkort
með gönguleiðum um svæðið.
Stórglæsilegt og ríkulega myndskreytt
rit um eina helstu náttúruperlu
landsins. Dregin er upp heildstæð og
heillandi mynd af náttúrufari, sögu
og mannlífi Hallormsstaðar og
skógarins auk þess sem birt er ný
vitneskja um jarðfræði og fornminjar
á staðnum.
Hjörleifur Guttormsson
og Sigurður Blöndal ritstýrðu.
KOMIN Í
VERSLANIR
ÍSLENSKAR konur héldu kvennafrídaginn hátíðlegan
með eftirminnilegum hætti á mánudag. Það var því
víðar en á Íslandi sem konur komu saman í tilefni
dagsins. Þessi mynd var tekin á Torgi hins himneska
friðar í Peking á kvennafrídeginum. Þangað mættu
nokkrar íslenskar konur til þess að sýna stöllum sín-
um á Íslandi samstöðu. Á myndinni sjást þær Kristín
Aranka Þorsteinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Eygló
Helga Haraldsdóttir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Guðný
Reynisdóttir.
Kvennafríi fagnað í Kína
SJÓÐUR Egils Skallagrímssonar
auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn
er styrktarsjóður í Bretlandi í
vörslu sendiráðs Íslands og er
styrktur af ýmsum íslenskum fyr-
irtækjum. Tilgangur sjóðsins er að
efla íslenska menningu og listir á
Bretlandseyjum en í því skyni veitir
hann fjárstyrki.
Fyrsti styrkurinn var veittur The
Icelandic Take Away Theatre
vegna sýningar þeirra á leikritinu
„Sítrónusysturnar“ á Edinborg-
arhátíðinni (fringe) 1997 og síðan
þá hafa verið veittir fjölmargir
styrkir í ýmis verkefni.
Styrkveiting fer fram tvisvar á
ári í maí og nóvember. Styrkir eru
almennt veittir á grundvelli list-
ræns gildis og með hliðsjón af fjár-
þörf. Umsóknir þurfa að berast
sendiráðinu fyrir 1. nóvember.
Styrkþegar þurfa að skila stuttri
greinargerð þegar verkefninu er
lokið.
Sjóður Egils
Skallagríms-
sonar aug-
lýsir styrki
Í YFIRLÝSINGU frá sjö samtök-
um, þ.m.t. þjóðkirkjunni, er hvatt til
þess að hugað verði að lagaumgjörð
um vatn og vatnsnotkun á Íslandi.
Líta beri á vatn sem félagsleg,
menningarleg og vistfræðileg gæði
sem ekki megi fara með eins og
hverja aðra verslunarvöru og vatns-
veitur skuli reknar á félagslegum
grunni.
Ráðstefnan Vatn fyrir alla, verður
haldin á morgun, laugardag, 29.
október, á Grand hóteli í Reykjavík.
Hún hefst klukkan 13 og stendur til
17. Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Gnótt vatns gefur ekki tilefni
til skeytingarleysis
Með yfirlýsingunni vilja samtökin
vekja athygli ríkisstjórnar, sveitar-
stjórna, stofnana, fyrirtækja og al-
mennings á mikilvægi og sérstöðu
vatns fyrir land, þjóð og lífríki. Þó
enginn skortur sé á vatni á Íslandi
sé staðan önnur víðast hvar í heim-
inum og staðan hér á landi gefi ekki
tilefni til skeytingarleysis. Þvert á
móti beri að færa lagaumgjörð um
vatn í þann búning að hún tryggi
rétta forgangsröðun varðandi vatns-
vernd og nýtingu.
„Undirrituð samtök telja að að-
gangur að vatni sé grundvallar-
mannréttindi, eins og kveðið er á
um í samþykktum Sameinuðu þjóð-
anna sem Ísland hefur undirgeng-
ist. Sérhver maður á því rétt á að-
gengi að hreinu drykkjarvatni og
vatni til hreinlætis og heimilis-
halds,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki
megi fara með vatn eins og hverja
aðra verslunarvöru. Vatn sé frá-
brugðið öðrum efnum að því leyti að
það sé í stöðugri hringrás og aldrei
kyrrt á einum stað eða einu eign-
arlandi.
Samtökin telja að nýting vatns
skuli vera sjálfbær og það sé skylda
stjórnvalda að tryggja þegnum sín-
um og kynslóðum framtíðarinnar
aðgang að vatni.
Samtökin sem standa að yfirlýs-
ingunni eru: Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja, Landvernd, Náttúru-
verndarsamtök Íslands, Þjóðkirkj-
an, Kennarasamband Íslands, Sam-
band íslenskra bankamanna og
Menningar- og friðarsamtök ís-
lenskra kvenna.
Vatn ekki eins og hver
önnur verslunarvara