Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 12

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU á morgun  Viðtal við Kazuo Ishiguro … að snerta sárið „NÝTINGARRÉTTUR hefur verið skertur með fyrirvaralitlum stjórn- valdsákvörðunum og hann færður til annarra, án þess að fyrir komi bæt- ur,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, í ræðu sinni á aðal- fundi samtakanna í gær. Hann líkti slíkum aðferðum við leiðir Mugabes forseta Zimbabwe, að taka jarðir af eigendum þeirra og skipta þeim upp á milli annarra. „Líklegt er að allt of fáir hafi áttað sig á eðli fiskveiðistjórnunarinnar enda áróðurinn í aðra átt. Skilgrein- ing atvinnuréttar og nýtingarréttar er tiltölulega nýtilkomin á sviði sjáv- arútvegs, á sama tíma og í öðrum at- vinnugreinum er slík skilgreining jafngömul þjóðinni. Það má nefni- lega að mörgu leyti líkja skilgrein- ingu nýtingarréttar sjávarauðlinda við landnám, eins og það gerðist í ár- daga. Þá skiptu þeir sem höfðu af- komu af landsins gæðum með sér þessum takmörkuðu gæðum, og skildu, að forsenda friðsamlegrar sambúðar og hagsældar var virðing fyrir réttindum manna til þessara af- nota landsins. Jarðir mynduðust og eignarréttur yfir þeim hefur verið ein af frumforsendum lýðréttinda frá landnámi. Auðvitað hafa jarðir gengið kaupum og sölum, en engri íslenskri ríkisstjórn hefur hingað til hugkvæmst að nota aðferð Mugabes forseta Zimbabwe, að taka jarðir af eigendum þeirra og skipta þeim upp á milli annarra. Það tíðkaðist í þjóð- nýtingarstefnu kommúnismans, sem allir vita hvaða árangri skilaði, en í vestrænum samfélögum telst slíkt óþekkt. Í sjávarútvegi höfum við til skamms tíma mátt búa við þesshátt- ar stjórnfyrirkomulag. Nýtingar- réttur hefur verið skertur með fyr- irvaralitlum stjórnvaldsákvörðunum og hann færður til annarra, án þess að fyrir komi bætur. Rætt hefur ver- ið um þjóðnýtingu, en í þeirri um- ræðu hefur verið horft fram hjá því, að verðmæti auðlindarinnar liggur ekki síst í rekstri þeirra fyrirtækja sem hafa byggt afkomu sína á nýt- ingu hennar. Ef grundvellinum er kippt undan þeim rekstri er hætt við að mikil verðmæti glatist. Þetta er ekkert nýtt, en því er ég að benda á þetta nú, að sú vinna sem fram hefur farið varðandi stefnumót- un samtakanna, hefur ekki síst mið- að að því að geta barist fyrir þessum grundvallarréttindum. Án þeirra getur sjávarútvegur ekki skilað þeim árangri og arðsemi sem samfélagið krefst af honum. Án þeirra geta fyr- irtækin ekki starfað með eðlilegum hætti og haldið áfram á þeirri braut hagræðingar og aukinnar verð- Morgunblaðið/Árni Sæberg Formaðurinn Björgólfur Jóhannsson setur aðalfund LÍÚ í gær. Nýtingarréttur skertur án bóta „VIÐ erum að bæta við okkur skipi, en á þessum óvissutímum er ekkert hægt að segja um það hvort við leggjum öðru í staðinn. það ræðst af gengi og kvóta,“ segir Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri út- gerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Síðdegis í gær var undirritaður smíðasamningur milli Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum og BP Skipa ehf., um smíði á nýju fiskiskipi, sem er hannað af Nautic ehf. í Reykja- vík. Skipið verður smíðað í Póllandi og er kaupverð þess um 300 millj- ónir króna. Um er að ræða 29 metra fersk- fisktogara. Hann verður 10.40 metr- ar á breidd. Lest skipsins rúmar 75 tonn af fiski í körum. Skipið er sérstaklega hannað með hliðsjón af orkusparnaði og hafa í því sambandi verið gerðar ítalegar prófanir á skrokkformi og skrúfu- búnaði skipsins. Áætlaður gang- hraði þess verður um 11.5 sjómílur. Allur fiskileitarbúnaður, vélbún- aður, vindubúnaður og annað sem lýtur að útbúnaði skipsins verður af vönduðustu gerð. Skipið verður afhent í janúar 2007. Bergur-Huginn kaupir nýtt skip AFLAHEIMILDIR út af fyrir sig ber að telja eign í skilningi eign- arréttarákvæðis 72. greinar stjórn- arskrár Íslands. Þetta er svar Guðrúnar Gauksdóttur, dósents við Háskólann í Reykjavík og for- manns Rannsóknastofnunar í auð- lindarétti, við spurningunni hvort aflaheimildir teljist eign. Guðrún flutti erindi um þetta álitamál á aðalfundi LÍÚ í gær. „Niðurstaða mín er sú, m.a. með hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, að úrlausn þess hvort um eign sé að ræða ræðst af því hvort rétt sé í ljósi allra atvika eða kringum- stæðna að líta svo á að einstakling- ur eða lögpersóna hafi haft hags- muna að gæta sem teljist eign í skilningi eignarréttarákvæðisins og njóti því verndar þess. Hér ber bæði að líta til staðreynda og laga- legra atriða. Er ekki neinn vafi á að hér skiptir máli hvernig farið hefur verið með þessa hagsmuni/ verðmæti í framkvæmd, sérstak- lega í lögskiptum, og hvaða traust menn hafa borið til þessarar fram- kvæmdar. Einnig skiptir máli af- skipti eða afskiptaleysi þeirra sem með ríkis- vald fara,“ sagði Guð- rún. Réttarstaðan í dag er þessi. Aflaheimildir hafa öll megineinkenni eignarréttinda og er það í raun ekki um- deilt meðal fræði- manna. Aflaheimildir út af fyrir sig eru and- lag lögskipta, þ.e. í kaupum, sölu og leigu, og eru, þótt með óbeinum hætti sé, grundvöllur veðsetn- ingar. Aflaheimildir ganga að erfðum og af þeim er goldinn erfðafjárskattur sem reiknaður er út á grundvelli mark- aðsvirðis þeirra í samræmi við ákvæði laga. Aðkeypt aflahlutdeild telst eign í skilningi skattalaga og af henni er greiddur skattur. Ein- staklingar og lögpersónur hafa gengist undir umtalsverðar fjár- skuldbindingar í trausti varanleika aflaheimildanna. Aflaheimildir eru grundvöllur lánstrausts. Verðlagn- ing á aflahlutdeild í einstökum tegundum endurspeglar þennan veruleika. Segja má að þegar litið er til staðreynda og lagalegra atriða hafi framkvæmdin í raun eflt stöðu afla- heimilda sem sjálf- stætt andlag eignar- réttar á kostnað inntaks þess fyrirvara sem gerður var í 3. málslið 1. gr. laganna um fiskveiðistjórnun. Eftir því sem tím- inn hefur liðið hafa þau rök fest sig í sessi að litið sé á aflaheimildir sem eign í skilningi 72. greinar stjórnarskrárinnar. Guðrún sagðist telja að með hliðsjón af grundvallarsjónarmið- um um réttaröryggi vægi sá víð- tæki og heildstæði skilningur sem leggja bæri í hugtakið eign þyngra á vogarskálunum en sá fyrirvari sem gerður var upphaflega í 3. málslið 1. greinar laganna um fisk- veiðistjórnun. Aflaheimildir ber að telja sem eign Guðrún Gauksdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.