Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 17
ERLENT
edda.is
Myndin af pabba - Saga Thelmu er sönn saga barns sem var rænt
sakleysinu á hræðilegri hátt en hægt er að hugsa sér. En hún er jafnframt
saga konu sem tókst á við óbærilega reynslu og stóð uppi sem sigurvegari.
DV
2. prentun
komin í
verslanir
1. prentun
uppseld
Penninn Eymundsson
og Bókabúðir MM
19. – 25. okt.
1.
Allar bækur
„Bók sem ætti að rata til allra og vera
skyldulesning í hvers manns húsi.“
Vigdís Grímsdóttir, DV
„Skilur lesandann eftir djúpt
snortinn og fullan aðdáunar á Thelmu
og baráttu hennar.“
Birta
„Myndin af Thelmu eins og hún er
í dag: Hamingjusöm móðir, hugrökk
og stolt kona: Kona ársins.“
Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl.
„Vel skrifuð bók um málefni sem verður að svipta hulunni af, fyrst og fremst barnanna vegna.“
Þórhildur Líndal lögfræðingur og fyrrverandi Umboðsmaður barna
vöggulag á að auðvelda taugaspenntum her-
mönnum að losa sig við óþægilegar hugs-
anir.
Reynist koddarnir vel geta þeir orðið hluti
af búnaði allra hermanna á átakasvæðum
líkt og byssur, skotheld vesti og hjálmar.
Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur
séð danska herliðinu í Kosovo fyrir tíu slík-
um koddum til reynslu og þeir eru þegar
orðnir mjög eftirsóttir.
Hermennirnir eru alls 340 og þeir skiptast
á um að sofa á koddunum í tvær vikur í
senn, að sögn danska herlæknisins Helmers
Kosovska Mitrovica. AP. | Það getur verið erf-
itt fyrir hermenn að sofna á kvöldin þegar
þeir þurfa að dvelja mánuðum saman í her-
búðum á Balkanskaga, fjarri fjölskyldum
sínum og vinum.
Danskir vísindamenn hafa fundið lausn á
þessu vandamáli – mjúkan kodda sem kvak-
ar eins og fugl og á að syngja hermenn í
svefn í herbúðum í Kosovo, Írak og öðrum
átakasvæðum í heiminum.
Í koddanum eru hátalarar sem senda frá
sér hljóð úr náttúrunni í bland við róandi
tóna, til að mynda sellóleik. Þetta ómþýða
T. Hansens, sem rómar dáleiðandi áhrif
koddanna. „Hermaðurinn hugsar ekki um
hvað kunni að hafa komið fyrir konuna hans
heima, eða börnin hans,“ sagði Hansen. „All-
ar hugsanir hverfa, hljóðin kalla fram mynd-
ir – skóga, strendur, fjöll. Og svo sefur hann
alla nóttina eins og rotaður selur.“
Hansen kvaðst ætla að beita sér fyrir því
að öllum dönskum hermönnum yrði séð fyrir
slíkum koddum.
Þeir voru fyrst hannaðir fyrir tíu árum.
Þeir hafa verið notaðir á geðdeildum sjúkra-
húsa og til að auðvelda sjúklingum að jafna
sig eftir skurðaðgerðir með eins lítilli lyfja-
gjöf og mögulegt er.
Hansen segir að koddarnir komi sér einn-
ig mjög vel fyrir hermenn sem mega ekki
taka inn svefnlyf á átakasvæðunum.
Koddi sem syngur
hermenn í svefn
AP
Herlæknirinn Helmer T. Hansen með kodd-
ann sem hermönnunum líkar svo vel við.
’Svo sefur hann alla nóttinaeins og rotaður selur.‘
BORGARSTJÓRNIN í Róm hefur
hafið herferð gegn vanrækslu á
gæludýrum og samþykkt m.a. að
sekta þá borgarbúa sem láta hjá
líða að fara með hundana sína í
gönguferðir daglega.
Samkvæmt samþykktinni er
einnig bannað að stýfa rófu og eyru
hunda og annarra gæludýra. Þeir
sem brjóta samþykktina eiga yfir
höfði sér sekt að andvirði allt að
500 evrur, sem samsvarar 36.000
krónum.
Borgarstjórnin hefur einnig
bannað hringlaga fiskabúr sem
ítalskar dýraverndarhreyfingar
telja að geri fiska blinda, að því er
fram kemur á fréttavef BBC. Að
sögn ítalskra fjölmiða er mark-
miðið með samþykktinni að vernda
réttindi milljóna gæludýra í ítölsku
höfuðborginni, meðal annars
150.000 hunda og 300.000 katta.
Reuters
Eiga rétt á
daglegum
göngum
Hampton Court. AFP. | Heimsbyggðin
mun líta á Íran sem „alvarlega ógn“
ef Íranar halda til streitu afdráttar-
lausri afstöðu sinni gagnvart Ísrael
og halda áfram tilraunum til að
smíða kjarnorkuvopn, sagði Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, í
gær. Evrópusambandið sagði í yfir-
lýsingu að ummæli Mahmouds
Ahmadinejads, forseta Írans, í vik-
unni um að eyða bæri Ísrael hlytu að
valda miklum áhyggjum um stefnu
Írana í Miðausturlöndum.
Ísraelar hafa krafist þess að Íran
verði vikið úr samtökum Sameinuðu
þjóðanna vegna ummæla Ahmadin-
ejads. Jacques Chirac Frakklands-
forseti sagði yfirlýsingu Íransforseta
um að Ísrael skuli þurrkað út af
landakortinu „óskiljanlega og
ábyrgðarlausa“.
„Ég hef aldrei vitað til þess að for-
seti ríkis segðist vilja eyða öðru ríki,“
sagði Tony Blair á ráðstefnu ESB
skammt frá London. „Afstaða [Ír-
ana] til Ísraels, til hryðjuverka og í
kjarnorkuvopnamálinu er óviðun-
andi ... Getið þið ímyndað ykkur þá
stöðu að svona ríki, sem hefur þessa
stefnu, eignist kjarnavopn?“ Blair
sagði ennfremur að sér hefði þótt orð
Íransforseta „viðbjóðsleg“.
Fordæma
orð Írans-
forseta