Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 20
Mýrdalur | Unnið er að því að
rífa leikmyndina sem byggð
var á Höfðabrekkuheiði vegna
töku kvikmyndarinnar Bjólfs-
kviðu. Jóhannes Kristjánsson á
Höfðabrekku sem tekið hafði
við það verk síðustu tvær helg-
ar. Efnið er flutt heim að
Höfðabrekku en þar hyggst
Jóhannes nota það þegar hann
innréttar hlöðu sem veitingasal
í víkingastíl.
að sér að fjarlægja leikmynd-
ina fyrir kvikmyndafélagið
fékk körfuknattleiksdeild Ung-
mennafélagsins Drangs til að
aðstoða við verkið og hafa
stæltir körfuboltamenn unnið
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Leikmynd Bjólfskviðu rifin
Víkingar
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Harma málalokin | Rætt var um
„Lakkrísverksmiðjuna á Kerhömrum“ á
fundi sveitarstjórnar Djúpavogs nýlega.
Fram kom að forsvarsmenn Djúpavogs-
hrepps hafa án sýnilegs árangurs reynt
að ná tali af eigendum Sælgætisverk-
smiðjunnar Freyju, sem leigt hefur end-
urgjaldslítið umrætt húsnæði undir starf-
semina, að því er fram kemur í bókun
sveitarstjórnar. „Nú, þegar umsömdum
leigutíma er að ljúka, virðist liggja fyrir
að starfsemin verði flutt burt úr byggð-
arlaginu. Sveitarstjórn harmar þau mála-
lok er í stefnir og lýsir furðu sinni á því
að eigendur Freyju skuli ekki láta svo
lítið að ræða við talsmenn Djúpavogs-
hrepps og kynna þeim ákvörðun sína,
eins og hún telur að þeim beri siðferðileg
skylda til.“
Ilmandi hnossgæti | Sauðfjárslátrun hjá
Norðlenska á Húsavík lauk á miðvikudag,
degi fyrr en áætlað hafði verið. Vefmiðillinn
Skarpur hefur eftir Sigmundi Hreiðarssyni
hjá Norðlenska að sláturtíðin hafi gengið
einstaklega vel og það sé ekki síst mjög
góðu starfsfólki að þakka. Í tilefni sláturtíð-
arlokanna var boðið upp á stóreflistertu og
annað hnausþykkt og ilmandi hnossgæti .
Kunnu menn augljóslega vel að meta það
og var létt yfir mönnum þegar Skarpur leit
við í Sláturhúsinu í kaffinu.
sögu A. A. Milne og í
þýðingu Huldu Valtýs-
dóttur. Leikstjóri er Guð-
jón Sigvaldason og undir
hans stjórn eru átta leik-
arar en að þessari leik-
sýningu koma rúmlega
20 manns.
Leikritið um Bang-
símon fjallar um dýrin í
Hundrað ekru skógi en
Leikfélag Blönduóssfrumsýnir leik-ritið um hinn vin-
sæla Bangsímon og vini
hans í leikgerð Erics
Olsons og þýðingu Huldu
Valtýsdóttur á morgun,
laugardag, í félagsheim-
ilinu og hefst sýning kl.
16. Verkið er í leikgerð
Erics Olsons, byggt á
þau þekktustu eru hinn
glaðværi og einfaldi
Bangsímon, kanínan
klóka hún Kaninka,
Gríslingur með litla
hjartað og Asninn þung-
lyndi. Þessi dýr eru í
raun leikföngin hans Jak-
obs og öðlast líf í höndum
hans. Önnur sýning verð-
ur á sunnudag.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Gríslingurinn (Egill Pálsson), Bangsímon (Guðmundur Karl Ellertsson) og Kaninka
(Hugrún Sif Hallgrímsdóttir).
Leikfélagið sýnir Bangsímon
Fjórir hagyrðingarflugu með ÓmariRagnarssyni á
flugvél hans Frúnni á
hagyrðingakvöld á Eski-
firði. Ragnar Ingi Aðal-
steinsson lenti í óvenju-
legu hlutverki er
sætisbak Ómars brotnaði
og orti hann:
Skrautlegt var margt sem í
gegnum ég gekk
á göngunni margs konar
hlutverk ég fékk.
En nú dugir hvorki nagg eða
kvak
því nú er ég orðinn
sætisbak.
Ragnar Ingi bætti við:
Með einhvern snert af
ofvirkni
Ómar var í brúnni,
því sætisbakið brotnaði
í brölti hans á frúnni.
Kristján Hreinsson var
líka í vélinni og orti:
Í Frúnni ríkti fjör og kæti,
það fjör er létt að skýra
því Ómar lá í aftursæti
og enginn til að stýra.
Meira á morgun!
Í flugi með
Ómari
pebl@mbl.is
Dalvíkurbyggð | Áfram, hagsmunasam-
tök íbúa í Dalvíkurbyggð, hafa nú hrund-
ið af stað undirskriftarsöfnun til að árétta
þá hagsmuni sem í húfi eru fyrir allt
landsbyggðarfólk, þegar rætt er um
flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni.
Sérstaklega er minnt á þá öryggishags-
muni sem tengjast sjúkraflugi, þar sem
stærstu sjúkrahús landsins eru aðeins
steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli en
þessi nálægð er ómetanleg þegar um
bráðatilfelli er að ræða. Auk þessa mun
ferðatími almennra farþega til Reykjavík-
ur tvöfaldast ef lenda þarf á Keflavík-
urflugvelli „og má ljóst vera hvert óhag-
ræði það verður fyrir alla hlutaðeigandi,
þ.e. farþega, fyrirtæki og stofnanir,“ segir
í frétt frá samtökunum.
Þau óska eftir að félagasamtök hvar
sem er á landinu, sem áhuga hafa á að
beita sér fyrir þessari undirskriftarsöfnun
í sinni heimasveit eða bæ, hafi samband
við á netfangið afram@afram.is og munu
samtökin halda skrá yfir það hverjir
safna hvar. Áhersla er lögð á að margar
hendur vinna létt verk og með góðu
skipulagi megi vænta að vel takast til.
Ætlunin er síðan að safna öllum undir-
skriftarblöðunum á einn stað og því ósk-
ast þau send að söfnun lokinni, eða fyrir
1. desember nk. til samtakanna. Þær
verða afhentar
samgönguráðherra fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar, sem og afrit borgarstjór-
anum í Reykjavík fyrir hönd borgar-
stjórnar, í byrjun desember. Almenningi
gefst kostur á að fylgjast með fréttum af
gangi mála, og e.t.v. taka þátt í umræðum
um þau á vefsíðunni; afram.is. Skorað er
á almenning, hvar sem er á landinu, að
taka þátt og sýna fram á „að ekki kemur
til greina að færa völlinn út fyrir borg-
armörkin“.
Undirskriftir
til varnar
flugvelli
Akureyri | Framkvæmdir við nýtt menn-
ingarhús á Akureyri hefjast innan
skamms. Fasteignir Akureyrarbæjar hafa
auglýst eftir tilboðum í jarðvinnu og stálþil
vegna byggingar fyrirhugaðs húss, á upp-
fyllingu á horni Glerárgötu og Strandgötu.
Útboðið nær til upptektar á grjótvörn,
bakfyllingar, nýrri grjótvörn, fergingar á
byggingarsvæði og útvegun og rekstur
stálþils. Verkinu er skipt í tvo skiladaga,
15. janúar og 31. maí 2006.
Menningarhús
♦♦♦
Hreyfigeta | Fyrirhugað er að halda fót-
boltamót í hinu nýja íþróttahúsi á Hólmavík
19. nóvember nk. Mikill áhugi er á þessu
móti sunnan heiða og streyma skráningar
inn segir á vefnum strandir.is. Þess er getið
að Strandamenn sem léku með gullaldarliði
HSS á seinni hluta síðustu aldar séu að
kanna hvort næg hreyfigeta sé enn í liðinu
og þeir eru farnir að leita að skónum sem
lagðir voru á hilluna fyrir áratugum.
Jónasarkvöld | Nemendur Grunnskóla
Raufarhafnar og Tónlistarskóla Rauf-
arhafnar voru með sérstakt Jónasarkvöld
nú í vikunni til heiðurs Jónasi Friðriki
Guðnasyni. Nemendur í 9.–10. bekk fluttu
ágrip af ævi Jónasar, 7.–8. bekkur flutti ljóð
úr bókinni Flóðhestar í glugga eftir Jónas
og yngstu nemarnir, í 1.–6. bekk, fluttu
söngtexta Jónasar.
Dagskráin var skemmtileg og stóðu
krakkarnir sig með mikilli prýði, segir á vef
Raufarhafnar.