Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Litháen var í brennidepli áBókastefnunni í Gautaborgað þessu sinni og er óhætt
að segja að Litháar vöktu verð-
skuldaða athygli.
Það vekur einkum eftirtekt að
meðal sautján þátttakenda frá
Litháen voru ellefu ljóðskáld. Það
sýnir sterka stöðu ljóðlistarinnar í
Litháen. (Heimild: Jonas Kämpe,
Bokmässan)
Liana Ruokyté, menningar-
fulltrúi Litháens í Svíþjóð, minnir á
að ljóðlistin hafi alltaf gegnt stærra
hlutverki í Litháen og verið meira
lesin er skáldsagan.
„Sterk staða ljóðlistarinnar í
Litháen er að mörgu leyti í beinu
samhengi við þær þvinganir og þá
ritskoðun sem Sovétríkin beittu
landið fram til ársins 1991“, segir
Liana.
Hún segir að í ljóðlistinni hafi
skáldin komist hjá að segja hlutina
beint út. Unnt var að grípa til
myndhverfinga og auðvelt var að
skrifa milli línanna. Ljóðlistin var
eina ritformið sem gat gagnrýnt
stjórnarfarið einmitt vegna þess að
hægt var að dulbúa það sem ógagn-
rýnið á stjórnvöld.
Ljóðlistin var svo ríkjandi á Sov-éttímunum að margir góðir
skáldsagnahöfundar neyddust til
að snúa sér að ljóðlistinni til að ná
til lesenda. Kröfuharðir litháískir
lesendur höfðu ekki áhuga á hvers-
dagslegum og meinlausum frásögn-
um í einföldum stíl.
En hvernig er ástandið núna?
Margir óttuðust að eftir þvingan-
irnar yrði ekkert úr litháískum rit-
höfundum. Annað kom á daginn.
Menn drógu upp handrit úr skúff-
um sínum og eftir 1991 kom mikið
út sem hafði verið í felum og beið
frelsunarinnar. Nú hafa margir rit-
höfundar horfið sem voru metnir á
Sovéttímunum. Þeir hafa mætt
harðri gagnrýni og drógu sig í hlé.
Um það vitnar Jurga Ivanauskaite
sem er einn mest lesni rithöfundur í
Litháen nú.
Lof áður opinberra gagnrýn-enda er orðið að hjómi og rit-
höfundar skrifa nú frjálslega og á
sjálfstæðan hátt. Meðal þeirra er
fyrrnefnd Jurga.
Hún segir að þótt land sé lítið
merki það ekki endilega að bók-
menntirnar séu það.
Hún telur að litháískar bók-
menntir njóti ekki nægilegs sann-
mælis þrátt fyrir ótvíræð gæði.
Ljóðasöfn með verkum litháískra
skálda sýna að þau eru í femstu röð.
Ég nefni sem dæmi Sigitas Geda,
Kornelijus Platelis og Eugenijus Al-
isanka en einnig má bæta við fjölda
skálda.
Það kemur á óvart hve ljóðlistin
er mikils metin í Litháen og áhugi
almennings á henni er hvarvetna
mikill.
Þetta leiðir hugann að því aðógnin sjálf eflir skáldin eins og
gerðist á Sovéttímunum. Lífshásk-
inn er jafnan í för með ljóðinu.
Á sovéttímunum var það ljóðið
sem sagði satt þrátt fyrir nauðsyn-
legan dulbúning og torræði sem
þeir skildu sem vildu skilja.
Við þekkjum þetta frá tímum
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Ritskoðunin getur ekki drepið
ljóðið.
Frelsi ljóðsins er dýrkeypt en
ljóðið verður ekki fjötrað. Jafnvel
þó það sé neytt til að segja hið mik-
ilvæga milli línanna.
Litháen og ljóðið
’Ljóðlistin var svoríkjandi á Sovéttím-
unum að margir góðir
skáldsagnahöfundar
neyddust til að snúa sér
að ljóðlistinni til að ná til
lesenda.‘
AF LISTUM
Jóhann Hjálmarsson
Litháíska ljóðskáldið Sigitas Geda.
johj@mbl.is
„ÞAÐ sem felst í samningnum fyrir
Landsbankann er það að við-
skiptavinir okkar fá ódýrari miða á
sýningar Vesturports. Bankinn og
Vesturport eiga líka margt sameig-
inlegt. Báðir aðilar hafa náð fótfestu
með starfsemi sína í London og
hyggjast ná frekari árangri á meg-
inlandi Evrópu. Bankinn telur sig
geta stutt rækilega við bakið á útrás
leikhópsins og er fullviss um að njóta
góðs af samstarfinu.“ Svo mæltist
Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra
Landsbankans, í gær þegar bankinn
og leikhópurinn Vesturport undirrit-
uðu samstarfssamning til þriggja
ára. Vesturport hefur vakið mikla at-
hygli hér heima og erlendis fyrir sýn-
ingar sínar á Rómeó og Júlíu, Brimi
og nú síðast Woyzeck sem frumsýnt
var nýverið í Barbican Centre í
London við góðar undirtektir. Vel-
gengni Rómeó og Júlíu er alkunn, en
fyrr í mánuðinum fékk hópurinn
fyrstu verðlaun á New Drama-
leiklistarhátíðinni í Moskvu fyrir
sýningu sína á Brimi þar, en höf-
undur verksins er Jón Atli Jónasson.
Sigurjón sagði ennfremur við und-
irritunina í gær að hann teldi Lands-
bankann, sem stærsta banka lands-
ins, hafa ákveðnu hlutverki að gegna
í stuðningi við mennta- og menning-
arlíf þjóðarinnar. „Þetta er liður í
þeim stuðningi og ég vona að Vest-
urporti gangi jafnvel hér eftir sem
hingað til.“
Gísli Örn Garðarsson, forsprakki
Vesturports, sagði samstarfssamn-
inginn verða til þess að leikhópurinn
gæti haldið áfram að einbeita sér að
verkefnum sínum á næstu árum.
„Það er bæði tímafrekt og kostn-
aðarsamt að halda úti svona leikhúsi.
Þetta er stórútgerð og við eigum lítið
fjármagn. Peningarnir eru hins veg-
ar ekkert annað en tæki til að geta
gert ákveðna hluti og þessi styrkur
hjálpar okkur til þess.“
Ekki var greint frá samnings-
upphæðinni en Gísli Örn sagði hana
„ágætisupphæð“.
Í kvöld verður nýjasta sýning
Vesturports, Woyzeck eftir Büchner,
frumsýnd öðru sinni, nú á stóra sviði
Borgarleikhússins. Leikritið var sem
fyrr segir frumsýnt í Barbican
Centre í London 12. október og hlaut
það frábæra dóma gagnrýnenda.
Time Out gaf sýningunni 5 stjörnur
af 5 mögulegum og Guardian gaf
henni 4 stjörnur af 5. Uppselt var á
allar sýningarnar ytra og komust
færri að en vildu. Síðasta sýning-
arkvöldið urðu 200 manns frá að
hverfa. Woyzeck var valin áhuga-
verðasta sýningin í London síðustu 2
vikur að mati Evening Standard og
Time Out. Menningarmiðstöðin
Barbican Centre í London býður
leikstjórum hvaðanæva úr heiminum
að spreyta sig á verkum ungra
skálda frá öllum tímum. Verkefnið
kalla þeir Young Genius. Sýningin á
Woyzeck var liður í því verkefni.
Woyzeck er undirgefinn þræll yf-
irmanns síns, tilraunadýr læknis og
kokkálaður ástmaður. Hann er hin
dæmigerða andhetja.
Tónlistin við leikritið er eftir Nick
Cave, en leikarar í sýningunni eru
Árni Pétur Guðjónsson, Björn Hlyn-
ur Haraldsson, Erlendur Eiríksson,
Harpa Arnardóttir, Ingvar E. Sig-
urðsson, Jóhannes Níels Sigurðsson,
Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur
Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson
og Víkingur Kristjánsson. Leikstjóri
er Gísli Örn Garðarsson.
Leiklist | Woyzeck frumsýnt á Íslandi í kjölfar samstarfssamnings Vesturports og Landsbankans
Stórútgerð að
reka leikhús
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri og Gísli Örn Garðarsson undirrituðu samstarfssamninginn í gær að viðstöddum
leikurum Vesturports og Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans.
SÝNING á verkum Arngunnar Ýrar
Gylfadóttur og Amöndu Hughen
verður opnuð í Gallerí Turpentine í
Ingólfsstræti í dag. Sýningarstjóri
er Patricia Maloney.
Arngunnur er búsett í San Franc-
isco í Bandaríkjunum og hefur henni
að undanförnu hlotnast marg-
víslegur heiður fyrir list sína. Fyrir
skemmstu hlaut hún styrk úr sjóði
Jackson Pollock og Lee Krasner,
ekkju hans, en sjóðurinn styrkir
listamenn sem sýnt hafa viður-
kenndan þroska og framúrskarandi
hæfileika á sviði myndlistar. Í sumar
var Arngunni boðið að verða einn af
listamönnum Hosfelt-gallerísins í
San Francisco, en það er eitt virtasta
listgallerí borgarinnar, með heims-
fræga listamenn á sínum snærum.
Færri komast þar að en vilja.
„Það kom kona, listráðunautur, á
vinnustofuna mína úti og var að leita
að verkum fyrir sendiráð í París.
Hún keypti verk eftir mig fyrir skrif-
stofur OECD, Efnahags- og fram-
farastofnunar Evrópu. Hún var hrif-
in af verkunum mínum, hafði
samband við galleristann í Hosfelt
og benti honum á að koma að skoða.
Hann kom og var mjög lengi að
skoða án þess að segja nokkuð annað
en aha…, hmm… og þess háttar –
þetta var þögul íhugun og óþægilegt
að vita ekkert hvað hann var að
hugsa. Að lokum sagði hann þó að
þetta væri stórfínt og bað mig að
koma með tvö verk í galleríið til
prufu. Það gekk mjög vel og í kjöl-
farið bauð hann mér að vera einn af
listamönnum gallerísins.“
Í samstarfinu felast ákveðnar
skuldbindingar af beggja hálfu að
sögn Arngunnar. Hosfelt hefur
einkarétt á að sýna verk Arngunnar í
San Francisco og taka prósentur af
sölunni. Á móti skuldbindur hann sig
til að koma verkum Arngunnar á
framfæri, bæði í San Francisco og
víðar. „Ég er því fyrir hans tilstilli
með alls konar sýningar framundan,
til dæmis stóra einkasýningu í New
York á næsta ári og sýningar í sam-
starfi við söfn á alþjóðlegum vett-
vangi.“
Arngunnur segir að sem íslenskur
listamaður hafi hún verið vön því að
standa á eigin fótum. Íslenskir lista-
menn séu vanir því að sjá um allt
sjálfir. „Þarna kem ég ekkert nálægt
því að hengja upp mínar myndir eða
gera nokkuð annað en að mála. Þar
með er minni vinnu lokið. Ég ræð
hvorki hvaða myndir eru á sýning-
unni né hvernig þær eru hengdar
upp.“
Þekktur sýningarstjóri
Sýning Arngunnar og Amöndu
Hughen hér í Turpentine kemur
beint frá San Francisco og það er vel
kunnur sýningarstjóri vestanhafs,
Patricia Maloney, sem setur hana
upp, en Patricia hefur unnið sjálf-
stætt fyrir fjölmörg gallerí og stofn-
anir, eins og nútímalistasafnið
MOMA í New York og Berkeley Art
Museum í San Francisco.
Traust er grundvallaratriði í sam-
vinnu af þessu tagi að mati Arngunn-
ar og hún kveðst heppin að fá að
vinna með Patriciu. „Mér fannst það
mjög skrýtið þegar ég fór að vinna
með sýningarstjórum fyrir nokkrum
árum. Maður binst verkunum sínum
alltaf tilfinningaböndum. En það er
viss léttir að geta einbeitt sér að því
að vinna verkin sín og að önnur
manneskja taki þá við. Sýning-
arstjórinn er ekki tengdur verk-
unum á sama hátt og listamaðurinn
og hefur aðra sýn á þau og mér
finnst spennandi að sjá hvert það
getur leitt.“
Sýningin ber heitið Himnafest-
ingin og mun fara víða um lönd.
Þeim Arngunni og Amöndu var teflt
saman; þær kunna að virðast afar
ólíkir listamenn við fyrstu sýn, en
tengslin eru þó til staðar að sögn
sýningarstjórans, Patriciu Maloney.
„Þær eru báðar að fást við landslag,
þótt aðferðir þeirra séu mjög ólíkar
og verkin mjög ólík ásýndum. Þær
eru báðar að fást við skynjunina og
upplifun áhorfandans og verk beggja
krefjast talsverðrar ígrundunar af
hálfu áhorfandans.“
Verkin okkar kallast á
Amanda Hughen er búsett í San
Francisco. Hún er málari eins og
Arngunnur en vinnur með talsvert
óhefðbundnari efni, einkum gervi-
efni. Hún málar til dæmis á borð-
plötur frá Ikea og notar reglustikur
og skapalón. „Verk mín eru meiri
blanda alls konar miðla og efnis. Í
fyrstu var ég ekki viss um hvort verk
okkar Arngunnar ættu saman, en
komst svo að raun um það að þau
gera það mjög vel. Sjóndeildarhring-
urinn er þarna hjá okkur báðum,
þótt landslagið mitt sé meira ab-
strakt og meiri skúlptúr í því. Ég
fann fljótt að verkin okkar kölluðust
á á mjög skemmtilegan hátt. Ég
upplifi þetta þannig að manneskja
sem skoðar sýninguna sé að ganga í
gegnum mjög fjölbreytt landslag –
landslag sem við höfum skapað
handa henni.“
Sýningin í Turpentine stendur til
14. nóvember.
Myndlist | Arngunnur Ýr og Amanda Hughen í Turpentine
Léttir að geta einbeitt
sér að því að mála
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Morgunblaðið / Ásdís
Patricia Maloney, Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Amanda Hughen.