Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 31

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 31 skólafólks g erlendis rópskum borgum sem stýrt er frá Íslandi Róbert segist efast um að forvarnir séu öfl- ugar í löndunum fimm og því enn þá meiri ástæða en ella til að styðja við verkefni sem beint sé að ungu fólki. Spurður um hvað það hafi verið við þetta til- tekna verkefni sem hafi orðið til þess að Actavis tók þátt í því svarar hann: „Mér finnst fíkniefni og fíkniefnaváin vera eitthvað sem menn þurfa að beina kastljósinu að. Þegar ég heyrði af stóra íslenska verkefninu fannst mér niðurstaðan þar vera mjög athyglisverð og fannst að með tiltölulega einföldum aðgerðum væri hægt að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu unglinga. Með því að framkvæma svona rann- sóknir og koma niðurstöðum þeirra vel til skila til foreldra og annarra hagsmunaaðila, t.d. skóla, og hvaða lykilþættir það eru sem geta haft áhrif á hvort börn leiðist út í fíkniefni eða ekki, þá tel ég að hægt sé að breyta miklu og þess vegna vildum við taka þátt í því.“ Róbert segir þetta verkefni það fyrsta sinn- ar tegundar sem Actavis styrki en rifjar upp að fyrirtækið hafi m.a. verið styrktaraðili Um- hyggju, Sjónarhóls og Unicef, auk þess sem félagið hefur ávallt stutt vel við íþróttafélög hér heima og erlendis. Hann segir eitt af því mest spennandi við þetta evrópska forvarnarverkefni vera það að verið sé að flytja út íslenska þekkingu á sviði rannsókna og forvarna. „Það hefur ekki verið gert áður á þennan hátt og er mjög gaman að taka þátt í þeirri útrás.“ að varðar rannsóknarþáttinn heldur ð koma skilaboðum áleiðis hvað þarf a að börnunum.“ tyrkur Actavis fer bæði í að styðja við urðarrannsóknir verkefnisins sem erða hér í samvinnu Háskóla Íslands kólans í Reykjavík sem og að styrkja narannsóknir og forvarnir beint í orgum af þeim tíu sem rannsóknin til. Er þar um að ræða borgirnar í Litháen, Belgrad í Serbíu, Sófíu í u, Istanbúl í Tyrklandi og Pétursborg ndi en Actavis er með starfsemi í öll- um borgum. kefni í fimm borgum þar sem Actavis hefur starfsemi völdum þessar fimm borgir þar sem m með starfsemi í þeim öllum í dag og iðeigandi að tengja þær verkefninu,“ bert um ástæður valsins. is á stærsta lyfjafyrirtæki Búlgaríu þriðja stærsta í Serbíu. Þá er félagið stærsta lyfjafyrirtæki Tyrklands og uga starfsemi bæði í Litháen og Rúss- ar borgir sem við erum að styrkja ki mikið bolmagn til að standa straum naði af svona forvarnarstarfi,“ segir „Með því að styrkja verkefnið viljum a einhverju til baka til þessara sam- rverkefnið um 30 milljónir króna geta breytt miklu á u ni s la d- is vörnum. Góður árangur hefði náðst í kjölfar ungmennarannsóknanna hér á landi í samstarfi við grasrótina. Í tilkynningu um verkefnið kemur fram að í hverri þátttökuborg verði unnar kannanir að íslenskri fyrirmynd á notkun ungmenna á fíkniefnum, við- horfi þeirra og aðstæðum. Þá verði einnig kannaðir lykilþættir sem rann- sóknir sýna að mikilvægt sé að taka tillit til í forvarnarstarfi. Fyrsta könn- unin verður gerð strax eftir áramót en stýrihópurinn og fulltrúar allra land- anna sem að verkefninu koma munu hittast í Stokkhólmi í nóvember. Kannanir verða gerðar í borgunum reglulega næstu árin til að mæla ár- angur af forvarnarstarfi sem farið verður í. Mikilvægur þáttur í verkefninu verður einnig viðamikið átak til að virkja fjölskyldur, íþróttafélög, skóla og aðrar samfélagslegar stofnanir til stórsóknar í baráttunni gegn fíkniefn- um. Verkefnið Ísland án eiturlyfja sýndi m.a. að unglingar sem ættu fleiri samverustundir með foreldrum væru síður í hættu á að verða fíkniefna- neyslu að bráð. Auk framlags Actavis, sem nemur 30 milljónum króna, leggja Háskóli Ís- lands og Háskólinn í Reykjavík fram sérfræðivinnu, rannsóknargögn og tölfræðigrunna auk rannsóknarfjár. setja nafn sitt við verkefnið heldur ætlaði hann að koma að því með virk- um hætti. Sagðist hann m.a. telja raunhæfan möguleika á að þjóðhöfð- ingjar viðkomandi landa tækju að sér að vera stuðningsaðilar verkefnisins. Borgirnar tíu eru, auk Reykjavíkur, Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Riga, Vilníus, Belgrad, Sofia, Instanbúl og Pétursborg. Fimm fyrstnefndu borg- irnar greiða fyrir eigin þátttöku en með stuðningi Actavis taka austur- evrópsku borgirnar fimm þátt. Fleiri borgir kunna að bætast við síðar. Aðstæður og neysla rannsökuð Verkefnið felur í sér rannsóknir á aðstæðum og fíkniefnaneyslu ung- menna og í kjölfar þeirra forvarnir í tíu borgum Evrópu. Verður verkefnið aðlagað aðstæðum í hverju landi fyrir sig, að sögn Kristínar Árnadóttur, varaformanns samtakanna Evrópu- borgir gegn eiturlyfjum (European Cities Against Drugs), en verkefnið verður unnið á þeirra vegum en stýrt frá Íslandi. Dagur B. Eggertsson, formaður evrópska stýrihópsins sem leiðir verk- efnið, sagði á Bessastöðum í gær að það væri hið fyrsta sinnar tegundar og markaði útrás íslensks rannsókn- arstarfs í félagsvísindum og útflutning á íslenskri þekkingu og árangri í for- Morgunblaðið/Golli arstjóri, Ólafur Ragnar Grímsson forseti og verndari verkefnisins, Guðfinna S. ykjavík og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands skrifa undir samninginn. og reynsla flutt út SAMÞYKKT var á þingi Norður- landaráðs í Reykjavík í vikunni að fækka norrænu ráðherranefndun- um úr átján í ellefu. Rannveig Guð- mundsdóttir, forseti Norðurlanda- ráðs, sleit þinginu um hádegisbil í gær. Skömmu áður var danski þingmaðurinn Ole Stavad kjörinn forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2006. Hann sagði m.a., er hann hafði verið kjörinn, að Norðurlönd- in ættu að standa vörð um sameig- inleg norræn gildi á borð við jafn- ræði, traust og virðingu fyrir náttúrunni. Danir taka við for- mennsku í Norðurlandaráði um áramótin og verður því næsta Norðurlandaráðsþing að ári í Kaup- mannahöfn. Sigríður Anna Þórðardóttir, sam- starfsráðherra Norðurlandanna, segir að á þinginu hafi náðst ágæt sátt um fyrrgreindar breytingar á ráðherranefndunum. „Þegar upp var staðið voru menn nokkuð sáttir við þessar breytingar,“ segir hún og bendir á að ráðherranefndirnar hafi verið með sama sniði í háa herrans tíð. Það hafi því verið kom- inn tími til að endurskoða skipan ráðherranefndanna, ekki síst í ljósi þess að breytingar hafi verið gerð- ar á Norðurlandaráði fyrir fáeinum árum. Stefnt er að því að koma breytingunum til framkvæmda á næsta ári. Fjárlögin óbreytt Flokkahópur hægri manna lagði fram tillögu um það á Norðurlanda- ráðsþinginu að dregið yrði úr fjár- heimildum Norðurlandasamstarfs- ins sem svaraði þeirri upphæð sem sparaðist við breytingarnar á ráð- herranefndunum. Sú tillaga var felld í atkvæðagreiðslu. Það þýðir að fjárlög Norðurlandasamstarfsins verða óbreytt á næsta ári, eða á bilinu átta hundruð til níu hundruð milljónir danskra króna. Sigríður Anna segir aðspurð að nýta eigi þá peninga sem sparast vegna breytinga á ráðherranefnd- unum til annarra verkefna, enda hafi það verið einn tilgangur breyt- inganna, þ.e. að nýta fjármuni bet- ur á vettvangi samstarfsins. Ein af þeim nefndum sem lagðar verða niður á næsta ári er ráðherranefnd um neytendamál. Sigríður Anna segir að ráðherrar neytendamála á Norðurlöndunum verði þó áfram í óformlegu samstarfi og að þeir geti jafnvel farið fram á fjármuni frá Norðurlandasamstarfinu til ein- stakra verkefna í neytendamálum. Hún segir að umræddar breytingar hafi m.a. haft það að markmiði að gera Norðurlandasamstarfið skil- virkara. Með þeim verði jafnvel hægt að bregðast skjótar við ýms- um góðum hugmyndum um verk- efni. Hátt í eitt þúsund manns tóku þátt í þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík, sem fram fór á Hótel Nordica. Flestir þeirra héldu heim á leið síðdegis í gær. Þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík lauk í gær Samþykkt að fækka ráðherranefndunum Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti „ÞAÐ er kominn tími til að segja takk og bless við Norðurlandaráð. Þetta er alltof dýr aðferð við að skapa af- dönkuðum stjórnmálamönnum at- vinnu,“ sagði í leiðara sænska dag- blaðsins Dagens Nyheter í gær en hann var skrifaður í tilefni af Norð- urlandaráðsþinginu í Reykjavík. Ráðið hefði komið ýmsu þarflegu í framkvæmd en frá því á sjötta ára- tugnum hefði lítið merkilegt gerst. Í leiðaranum segir að leggja eigi úreltar stofnanir niður, jafnvel þótt þær eigi sér merkilega sögu. Nor- ræna ráðið hafi þjónað sínu hlutverki. Borin er saman umfjöllun fjölmiðla um þingið og umfjöllun um leiðtoga- fund Evrópusambandsins sem hófst í London í gær. Fjöldi frétta hafi birst um leiðtogafund ESB, um hvað sé til umræðu og hvað ekki. Ástæðan sé sú að fundurinn skipti máli. Fáir hafi hins vegar heyrt af þingi Norður- landaráðs í Reykjavík og það sé ekk- ert skrítið; ákvarðanir ráðsins skipti hinn almenna borgara litlu máli. Áður fyrr hafi Norðurlandaráð þó haft áhrif, einna helst þegar Norð- urlöndin voru gerð að einu atvinnu- og vegabréfasvæði. „En það var á sjötta áratugnum. Síðan hefur ekki mikið gerst,“ segir í leiðaranum. Í norrænu samstarfi séu sömu frasarn- ir endurteknir aftur og aftur. Ræða sem flutt var um mikilvægi þess að afnema landamærahindranir á þinginu sl. miðvikudag gæti allt eins hafa verið tekin orðrétt upp úr fund- argerðarbók frá árinu 1985. Frá þeim tíma hafi hins vegar átt sér stað grundvallarbreytingar í Evr- ópu, járntjaldið hafi fallið og Svíþjóð og Finnland fylgt Danmörku eftir inn í ESB, Ísland og Noregur hafi sitt Evrópska efnahagssvæði. Þegar Svíþjóð hafi gengið í ESB hafi verið rætt um að draga verulega úr starfsemi Norðurlandaráðs. En þá hafi verið fundnar upp nýjar ástæður til þess að halda starfseminni áfram; samstarf við Eystrasaltsríkin. Þau hafi hins vegar ákveðið að ganga í ESB og líkt og önnur ESB-ríki eigi þau sér fulltrúa á leiðtogafundi ESB. Þar verði rætt um stefnuna gagnvart Rússlandi og hvorki sænski forsætis- ráðherrann né kollegar hans frá Eystrasaltsríkjunum muni halda uppi sérstakri norrænni stefnu í því máli. Þess í stað munu þeir krefjast sameiginlegrar stefnu ESB gagnvart stórveldinu í austri. „En Norðurlandaráð lifir samt. Fullt af sjálfshóli,“ segir í leiðaran- um. Norrænt samstarf sé dýrt og það kosti Svía á hverju ári 325 milljónir, jafnvirði um þriggja milljarða ís- lenskra króna. Norræn samvinna sé samt sem áður ekki óþörf en hún krefjist hins vegar ekki sérstakra stofnana. Norðurlöndin séu ekki sammála um alla skapaða hluti. Sví- þjóð eigi að velja sér samherja eftir málefnum, ekki eftir landfræðilegri legu. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter vill leggja niður stofnanir sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum Kominn tími til að segja „takk og bless“ við Norðurlandaráð Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.