Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á RÁÐSTEFNU í Finnlandi
sem haldin var dagana 9.–11. sept-
ember sl. um hvort stofna ætti
samevrópsk byggða-
samtök þótti undirrit-
aðri sérstaklega
ánægjulegt að sjá hve
margir lands-
fulltrúanna voru kon-
ur. Einkum var þetta
áberandi í þeim lönd-
um innan Evrópu, þar
sem slík samtök eru
fimm ára og yngri.
Er það nýi tíminn
að hafa konur við
stjórnvölinn í frjáls-
um landssamtökum
byggða?
Frjáls heildarsamtök um
byggðamál á Íslandi
Á ráðstefnunni kynntu þátttak-
endur sig og vinnu sína að
byggðamálum í heimalandinu. Það
leyndi sér ekki, að Íslendingurinn
var dálítið stoltur, þegar hann
sagði frá okkar byggðasamtökum,
Landsbyggðin lifi.
Þau hefðu verið stofnuð árið
2001. Þá hafði undirbúningur að
stofnun þeirra staðið yfir í fimm
ár, og aðalmaðurinn í því máli var
kona, meira segja kona úr borg-
inni, úr Reykjavík!
Síðan bætti ég við að stærsta
aðildarfélag LBL, Landsbyggð-
arvinir í Reykjavík og nágrenni,
var stofnað tveimur árum síðar
eða árið 2003 og líka af konu,
reyndar af sömu konunni.
„Kom þá hænan (aðalsamtökin)
á undan egginu?“ datt einhverjum
í hug að spyrja.
„Nei – ekki var það þannig!“
svaraði ég, og talið leiddist að
sögu og upphafi LBL. Viðurkenndi
ég fyrst fyrir fundarmönnum að
þeir hefðu þessa konu fyrir fram-
an sig. Og hélt svo áfram.
Á sínum tíma hafði ég pælt mik-
ið í því, hvernig best væri að koma
hinni nýju hugmyndafræði til skila
– til fólksins sem býr úti á landi –
að það færi að breyta hugsun
sinni, og í stað þess að bíða eftir
því að aðrir gerðu hlutina fyrir
það færi það sjálft af skynsemi og
hófsemi að vinna í sínum eigin
málum til góða fyrir sína heima-
byggð.
Var það ekki dálítið geggjað
verkefni fyrir reykvíska konu?
Reyndar var það norskur mað-
ur, aðili úr stjórn hinna norrænu
byggðasamtaka, HNSL, sem
hvatti mig fyrstur manna til að
sinna byggðamálum á Íslandi.
Ég hugsaði mig vel um. Taldi
málið vera brýnt og
fann í raun ekkert
sem mælti á móti því
að ég legði það á mig
að fara út í þetta,
fyrst að eftir því var
leitað.
Það kann vel að
vera að reynsla mín
og góður árangur sem
fararstjóri ungmenna
í stórum skákkeppn-
um erlendis (t.d.
Púertó Ríkó, heims-
meistaratitill, Héðinn
Steingrímsson, 1987.
Rúmenía 4. verðlaun í
heimsmeistaraflokki kvenna, Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, 1988)
hafi einhverju ráðið um þessa
ákvörðun mína. Vitandi það að
þegar uppi er staðið, er það sam-
spil margra þátta sem ræður góð-
um árangri mun frekar en einhver
einn þáttur, t.d. stærð hvers lands.
Víst er, að hæfni og það að hafa
auga fyrir tækifærum, vilja-
styrkur, ósérhlífni og innsæi eru
allt þættir sem skipta máli. Sumt
er hægt að læra, en annað ekki.
Ég kynnti málið fyrir fjölskyldu
minni. Hún greiddi atkvæði um
hvort ég ætti að hella mér út í ís-
lensk byggðamál eður ei. Atkvæði
féllu landsbyggðinni í hag og þar
með fór boltinn að rúlla.
Nú er svo komið að vart verður
aftur snúið. Hin mörgu aðild-
arfélög (um tuttugu talsins) sem
ég hef átt þátt í að stofna á lands-
byggðinni vænta þess af mér, að
ég vinni að uppbyggingu þeirra og
geri góða hluti með þeim. Sjálf er
ég haldin brennandi þrá að gera
slíkt.
Með réttum vinnubrögðum
stjórnar LBL er hægt að verða við
þessu.
Vissulega er reynsla mín og að-
staða sérstök. Að margra manna
mati eru góð tengsl mín við æðstu
menntastofnanir landsins og
margt leiðandi fólk, hérlendis sem
erlendis, heldur fágætir þættir
sem ættu að geta gagnast ís-
lenskri landsbyggð.
Ég gerði mér strax grein fyrir
því, að flestir íslenskir bændur eru
stoltir heiðursmenn. Því dró ég þá
ályktun, að það væri alveg nóg
fyrir þá að fá konu sem ein-
stakling á sitt svæði – einstakling
sem var að reyna að ryðja braut-
ina fyrir nýjum hugmyndum og
aðferðafræði, þótt ekki fylgdu liðs-
menn með. Sem sagt, ég byrjaði
ekki á því að stofna aðildarfélag í
minni heimabyggð, Reykjavík!
Að öðrum þjóðum ólöstuðum tel
ég, að Finnum hafi orðið hvað
mest ágengt í byggðaþróun sam-
tímans. Þar ríkir alþjóðlegur hugs-
unarháttur og þeir hafa haft gott
auga fyrir tækifærum og sam-
vinnu við aðrar þjóðir, aðallega
Evrópu, Norðurlöndin. Finnar
leggja mikla áherslu á að hafa há-
skóla með í dæminu. Rannsókn-
arhliðin er þar tekin sem eðlilegur
þáttur í ferlinu.
Lykillinn að leyndarmáli fram-
fara í byggðamálum samtímans
eru verkefni, stór og smá, sem
unnin eru í góðri sátt við heima-
menn og helst að þeirra frum-
kvæði. Til þess að góður árangur
náist verður verkefnaval að miðast
við vilja og þarfir fólksins sem býr
á staðnum og vanda vel til verka.
Það er viss kúnst að skynja
hvaða verkefni henta best hverjum
stað á hverjum tíma. Í því efni
þarf að þekkja vel til aðstæðna á
hverjum stað svo og að hafa tæki-
færi til að leita að hentugum tæki-
færum, bæði hér heima og erlend-
is. Í því máli reynir á innsæi og
hæfni viðkomandi. Síðan er að
þora að gera hlutinn, fara út í
verkefni. Víst er að þessu fylgir
óhemjuvinna.
Verkefni Landsbyggðarvina í
Reykjavík og nágrenni er ætlað að
tengja betur saman borg og
byggð. Því er beint til 14–17 ára
unglinga, aðallega á landsbyggð-
inni, og heitir Unglingalýðræði í
sveit og bæ.
Konur sem formenn lands-
samtaka byggða í Evrópu
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir
fjallar um ný samevrópsk
byggðasamtök, The European
Rural Alliance, ERA
’Er hreppapólitík verstióvinur frjálsra byggða-
samtaka á Íslandi?‘
Fríða Vala
Ásbjörnsdóttir
Höfundur er formaður Landsbyggð-
arvina í Reykjavík og nágrenni. land-
lif@simnet.is
TENGLAR
.....................................................
www.landlif.is
GRUNNSKÓLINN var á sínum
tíma fluttur yfir til sveitarfélaganna
eins og allir vita.
Ábyrðin á grunn-
skólanum er sem sagt
sveitarfélaganna og í
okkar tilviki borg-
arinnar.
Þegar ég tala um
ábyrgð á ég ekki aðeins
við ábyrgð á uppbygg-
ingu skólahúsnæðis
heldur líka á innra
starfi skólanna og
íþrótta- og æskulýðs-
starfi. Þótt námskrá
grunnskólans sé á
ábyrgð Alþingis og
menntamálaráðherra
þá eiga borgaryfirvöld að láta sig
innra starf skólanna varða.
Það er enginn sem getur bannað
borgaryfirvöldum að bjóða upp á
meiri tungumálakennslu en námskrá
gerir ráð fyrir. Það er enginn sem
getur bannað fræðsluyfirvöldum í
Reykjavík að bjóða börnum borg-
arinnar upp á meiri þjálfun í stærð-
fræði en námskrá gerir ráð fyrir.
Það er ekkert nema framtaksleysi
borgaryfirvalda sem kemur í veg
fyrir að okkar börnum
sé boðið upp á meira en
það lámark sem nám-
skrá skyldar þau til að
læra. Við skuldum
börnunum okkar betri
framtíð sem byggist á
fjölbreyttu námi og
undirbúningi fyrir
sjálft lífið.
Sama er að segja um
tómstundir barna og
íþróttir. Það er sam-
dóma álit allra þeirra
sem vilja sjá að þoli og
þreki grunnskólabarna
og unglinga fer hrak-
andi. Ástæðan er innivera, fábreytt
tómstundastarf og minnkandi kröfur
um árangur í íþróttum. Hér er það
skylda þess sem ber ábyrgð á grunn-
skólastarfinu að grípa inn í og beina
börnum af þessari braut. Við verðum
að gera þá kröfu til borgaryfirvalda
að þau tryggi börnunum betri að-
búnað til íþróttaiðkunar en bíði ekki
alltaf eftir að aðrir geri það. ÍSÍ eða
KSÍ eða íþróttafélögin. Það er
skylda borgaryfirvalda að taka
frumkvæðið og verða sá hvati í
skóla- og íþróttastarfi sem þarf til að
bæta innra starf skólanna og íþrótta-
menninguna í tengslum við þá. Við
eigum ekki að láta það viðgangast að
börnin okkar fitni og þyngist ár frá
ári án þess að grípa þar inn í. Í skóla-
og íþróttamálum mun ég berjast fyr-
ir að börnin stökkvi lengra, hærra og
hlaupi hraðar en jafnaldrar þeirra í
öðrum löndum. Við skuldum börn-
unum það veganesti.
Við skuldum börnunum
betri aðbúnað
Eftir Jóhann Pál Símonarson ’… þoli og þreki grunn-skólabarna og unglinga
fer hrakandi.‘
Jóhann Páll
Símonarson
Höfundur er sjómaður og býður sig
fram í 9. sæti á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
SÍÐASTLIÐIÐ vor var haldin ráð-
stefna sem bar yfirskriftina hávaði í
umhverfi barna. Ráðstefnan var haldin
að frumkvæði Um-
hverfisstofnunar,
Heyrnar- og talmeina-
stöðvar Íslands, Lýð-
heilsustöðvar, Um-
hverfissviðs Reykja-
víkurborgar og
Vinnueftirlits ríkisins.
Skólinn er vinnu-
staður þar sem börn
verja stórum hluta upp-
vaxtarára sinna. Aðbún-
aður þeirra, umhverfi
og vellíðan skiptir miklu
um afköst og árangur í
námi. Hávaði (hljóð-
áreiti sem veldur óþæg-
indum) er mikilvægt
vinnuverndarmál og
hefur af sumum verið
kallað umhverfismál 21.
aldar. Hávaðinn ratar
jafnan efst á blað þegar
spurt er um óþægindi í
vinnuumhverfi enda
hefur viðvarandi, óumbeðið hljóðáreiti
áhrif á lífsgæði. Þetta á sérstaklega við
um börn og því hefur skólaumhverfi
verið skoðað sérstaklega, m.a. hér á
landi. Fram kom á ráðstefnunni að há-
vaði í skólum og leikskólum er vanda-
mál og mælist hann víða yfir hættu-
mörkum (80-85 dB viðvarandi hávaði).
Ennfremur kom fram að misbrestur
er á að skilyrðum reglugerða um
hljóðvist sé framfylgt. Ástandið mælist
enn verra í íþróttasölum, sundhöllum
o.s.frv. Í þessu sambandi má líka geta
þess að rödd kennarans er vinnutæki
sem er undir miklu álagi þegar hljóð-
skilyrði eru slæm.
Viðvarandi hávaði hefur áhrif á ein-
beitingu og úthald barna. Í verstu til-
fellum getur hann skaðað heyrn var-
anlega. Niðurstöður íslenskra
rannsókna sýna að allt að þriðjungur
barna í leikskólum og í yngstu bekkj-
um grunnskóla heyrir ekki eðlilega
sem dregur verulega úr hæfni þeirra
til að skilja talað mál rétt. Börn með
eðlilega greind og heyrn þurfa að
heyra tal 2-3dB hærra en fullorðnir til
að heyra jafn vel. Börn með einhverja
heyrnardeyfu, skerta
greind eða annað móð-
urmál þurfa enn meiri
styrk. Á ráðstefnunni
kom fram að lestrarörð-
ugleika meðal barna
megi oft rekja til hávaða í
kennslustofunni.
Það kom þó enn-
fremur fram að ekki eru
öll sund lokuð og að góð-
ur árangur hefur náðst
við úrbætur. Skóla-
stjórnendur velja t.d. í
auknum mæli hljóðkerfi
til að bæta hljómburð og
hljóðskilyrði. Fjarlægð
milli nemenda og kenn-
ara og fyrirhyggja í vali á
byggingarefnum ræður
miklu um ástandið og
segja má að mikilvægast
sé að huga að hljóðvist
strax við hönnun skóla-
húsnæðis. Umhverfi
barna fellur ekki beint undir vinnu-
verndarlöggjöfina en það er sú leið
sem sumstaðar hefur verið farin í ná-
grannalöndunum. Endurskoða þarf
gildandi löggjöf á þessu sviði og festa í
sessi ákvæði sem tryggja nemendum
öryggi og góðan aðbúnað með ótvíræð-
um hætti.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar
má nálgast þá fyrirlestra sem haldnir
voru á ráðstefnunni í apríl auk ýmiss
annars fróðleiks um hávaða og skað-
semi af hans völdum.
Hávaði í
umhverfi barna
Haukur Þór Haraldsson skrifar
í tilefni af alþjóðlegri vinnu-
verndarviku
Haukur Þór Haraldsson
’… segja má aðmikilvægast sé
að huga að
hljóðvist strax
við hönnun
skólahúsnæðis.‘
Höfundur er sviðsstjóri við Lýð-
heilsustöð og átti sæti í starfshópi
um ráðstefnuna „Hávaði í umhverfi
barna“.
TENGLAR
.....................................................
www.ust.is
Eggert B. Ólafsson: Vega-
gerðin hafnar hagstæðasta til-
boði í flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir
nýjan innanlandsflugvöll.
Jónína Benediktsdóttir:
Sem dæmi um kaldrifjaðan,
siðblindan mann fyrri tíma má
nefna Rockefeller sem Hare
telur einn spilltasta mógúl
spilltustu tíma …
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
PRÓFKJÖR
Gísli Freyr Valdórsson styður
Kjartan Magnússon í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Leifur Helgason og Viðar Hall-
dórsson styðja Jón Kr. Óskarsson
í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði.
Heimir L. Fjeldsted styður Kjart-
an Magnússon í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Aðsendar greinar á
mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÁBERANDI breyting hefur orðið á
fréttastofu Stöðvar 2 eftir brott-
hvarf Páls Magnússonar. Greinilega
hafa Gunnar Smári og liðsforingjar
hans tekið öll völd, „fréttum“ er
áberandi stýrt gegnum einn „vinstri
kanal“. Fréttatíminn er yfirfullur af
málflutningi stjórnarandstöðunnar
undanfarna daga, en sáralítið talað
við eða vitnað í stjórnarliða, og áber-
andi áróðursbragur á matreiðslu
„frétta“. (Kannski er líka verið að
launa stuðninginn í Baugsmálinu.)
Ef þetta er það sem við eigum von
á í nýju fréttastöðinni þá verður hún
„áróðursstöð“ en ekki „fréttastöð“.
Kannski var það líka ætlunin og
þessi breyting undanfarið undirbún-
ingur undir það. Á mínum vinnustað
eru menn að vona að Sigmundur
Ernir berji í borðið og heimti að fá
að ráða einhverju. Einn starfsmaður
Baugsmiðla hefur þó staðið í báða
fætur undanfarið en það er Egill
Helgason, en sennilega er ég þó ekki
að gera honum neinn greiða með því
að nefna það.
Fyrsta Silfrið fór vel af stað, en
það eina sem fréttastofu Stöðvar 2
fannst fréttnæmt úr því var stuðn-
ingur Össurar við „moldviðri Baugs-
málsins“.
Fjöldinn allur af úrvals fólki starf-
ar á fréttastofu Stöðvar 2, sem ekki
verður trúað öðru á, en að það vilji
flytja fréttir en ekki áróður sem
geðjast húsbændum þeirra.
Hér er skorað á allt það fólk að
hrista af sér hlekkina.
KRISTINN VALDIMARSSON,
Kirkjusandi 1, 105 Reykjavík.
Fréttir eða áróður
Frá Kristni Valdimarssyni
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is