Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 39
getað orðið frægur leikari. Hann gat
verið svo skemmtilega stuttur í
spuna, þegar þannig lá á honum og
þoldi hvorki orðagjálfur né smá-
munasemi. Þá fannst manni hrein-
lega að gæti farið að rjúka úr honum
af óþolinmæði.
En fyrir innan þetta stundum
hrjúfa yfirborð var hlýr og hjálpsam-
ur drengur góður, viðkvæmur og til-
finninganæmur, eins og reyndar ein-
kennir oft sanna listamenn. Og víst
var Grettir sannur listamaður. Hann
var snillingur með harmonikuna sína
og allt frá því að hann kom til Íslands
með fjölskyldu sína eftir langa dvöl í
Kanada hóf hann veg og heiður
harmonikunar á hærri stall en hún
hafði áður komist á hér á landi. Þar
komu vitanlega margir aðrir að
verki, en í mínum huga bar Grettir
þar af. Hann bjó yfir afburða tækni
og flutningurinn var svo létt leikandi
að leitun var að öðru eins.
Svo var Grettir svo mikill „show“-
maður. Þegar ólarnar voru komnar á
axlirnar og harmonikan á sinn stað,
færðist yfir hann nokkuð óræður
svipur og væri hann að leika erfið
verk, þá virtist hann lifa sig inn í það,
sem hann var að spila og sönglaði þá
gjarnan lágt undir, eins og til að full-
komna innlifunina. Snilli hans með
nikkuna mun lifa á þeim fjölmörgu
hljómplötum, sem hann hefur leikið
á um dagana.
Þá var hann jafnframt gæddur
skemmtilegri og myndrænni frá-
sagnargáfu. Hann lýsti ferðalagi
fjölskyldunnar á vörubíl með alla bú-
slóðina á leiðinni frá Vancouver í
Kanada til austurstrandar Banda-
ríkjanna á þann hátt að áheyrendum
fannst þeir hanga á búslóðinni á
vörubílspallinum.
Grettir var lærður húsamálari og
sinnti þeirri iðn af kostgæfni. Hann
sá meðal annars um að híbýlí mín
væru sómasamlega máluð og ófá
skiptin áttum við saman stutt pjall
yfir kaffibolla og bar margt á góma,
en Grettir var fljótur að afgreiða þau
mál, sem upp komu og kom sér strax
að næsta efni.
Það þurfti ekki að hafa mörg orð
um hlutina. Athafnir skiptu meira
máli en orð.
Grettir ólst að verulegu leyti upp
með eldri systkinum mínum og litu
þau aldrei á hann öðru vísi en sem
eldri bróður og það var gagnkvæmt.
Tónlistin var þeim öllum í blóð
borin og því áttu þau og Grettir svo
mikla og skemmtilega samleið. Á síð-
astliðnu sumri kom Grettir norður,
fársjúkur, en þá var að vanda slegið
upp hljóðfæraslætti og söng. Tónlist-
in var honum svo mikið.
Það er því svo vel við hæfi, að
Erna og börnin hafa ákveðið að í
erfidrykkju Grettis verði fylgt þeirri
hefð að tónlistin fái að njóta sín þeg-
ar vinir hans og vandamenn koma
saman.
Mér er það í barnsminni, þegar
Grettir og Erna fluttu til landsins
aftur frá Kanada. Erna, stórglæsileg
kona með þennan skrítna og
skemmtilega frænda minn, sem
gekk í buxum úr rauðköflóttu efni,
sem gat þess vegna verið borðdúkur
eða gluggatjöld, en þetta var tískan í
Ameríku á sjötta áratug síðustu ald-
ar. Allt frá þeim tíma og til dánar-
dags hefur verið mikið og kærleiks-
ríkt samband á milli fjölskyldna
okkar systkinanna og stórfjölskyldu
Grettis frænda.
Erna og Grettir kynntust kornung
og áttu farsæla samleið um áratuga-
skeið.
Þau voru glæsileg og samhent
hjón og bjuggu jafnframt við mikið
barnalán.
Við systkinin frá Ytra-Bjargi
sendum Ernu og fjölskyldu hennar
og öllum ættingjum Grettis samúð-
arkveðjur. Minningin um hann verð-
ur okkur kær.
Friðrik Pálsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Með orðum sálmaskáldsins sr.
Valdimars Briem langar okkur hjón-
in að kveðja kæran vin til margra
áratuga. Kallið er komið, vinaskiln-
aður, viðkvæm stund. Minningabrot
liðinna áratuga hlaðast upp í huga
okkar, minningar frá liðnum árum
og liðnum dögum. Erna og Grettir
felldu ung hugi saman og góð vinátta
skapaðist á milli fjölskyldna okkar,
meðal annars vegna ættartengsla.
Mikill samgangur var ávallt á milli
okkar. Við minnumst jólaboðanna
sem voru til skiptis á heimilum okkar
þegar börnin voru ung. Ferðalag-
anna hér innanlands og allra fjöl-
skylduboðanna auk annarra góðra
minninga sem við geymum í hjarta
okkar.
Efst er í huga okkar þakklæti til
Grettis fyrir samfylgdina í gegnum
árin. Nú nýverið gladdi hann okkur
þar sem hann kom með harmonik-
una sína og spilaði undir í afmæli
mínu, Sellu frænku. Það var stór-
kostleg gjöf til okkar sem kveðjum
hann nú. Góður Guð styrki og sefi
sorg Ernu frænku minnar og barna
þeirra, svo og allrar fjölskyldunnar.
Far þú í friði, kæri vinur, friður Guðs
þig blessi.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Sesselja G. Sigurðar-
dóttir (Sella) og Guð-
mundur Kr. Jónsson.
Góður vinur og félagi, Grettir
Björnsson, er látinn. Grettir var
mikill tónlistarmaður og sem slíkur
skilur hann eftir vandfyllt skarð. Við
Grettir höfum átt samleið annað
slagið í langan tíma. Við spiluðum
ósjaldan saman, bæði á samkomum
og einnig inná hljómplötur, en Grett-
ir var mikill gleðigjafi og hafði alltaf
jákvæð áhrif á alla sem hann um-
gekkst. Hljóðfæraleikur hans ein-
kenndist einnig af þessum léttleika
og fjöri og hann eins og dró menn
með sér í stemmninguna. Þótt Grett-
ir hafi einbeitt sér kannski mest að
harmonikuleik, var hann einnig lið-
tækur á fleiri hljóðfæri. Hann lék til
dæmis ágætlega á klarinett, og spil-
aði um tíma með Lúðrasveit Reykja-
víkur á það hljóðfæri. Harmonikan
var samt aldrei langt undan og í því
sambandi man ég eitt sinn er við
lúðrasveitarmenn héldum smá gleði í
Hljómskálanum og menn voru svona
að kitla hljóðfærin. Grettir var á
staðnum og fannst sem eitthvað
vantaði, því hann var fljótur til, hljóp
út í bíl og náði í nikkuna. Það leið
ekki á löngu þar til hann var búinn að
koma öllum í stuð og urðu úr þessu
hörku-góðir tónleikar.
Grettir var vinur vina sinna og
hjálpsamur þegar hans var þörf.
Þegar við Halla konan mín vorum að
undirbúa það að flytja í nýtt húsnæði
í Garðabæ ekki alls fyrir löngu og
þurftum meðal annars að mála íbúð-
ina, var Grettir fljótur að bregðast
við er ég innti hann eftir því hvort
hann hefði einhvern tíma aflögu.
Hann var svo meira og minna í hálf-
an mánuð hjá okkur og fór ekki fyrr
en verkinu var lokið. Ekki vildi
Grettir mikla umbun fyrir þessa
vinnu. Hann sagðist verða ríkur á að
vinna fyrir einhverja aðra en vini
sína.
Grettir var sannkallaður listamað-
ur með rúllu og pensla og ber heimili
okkar Höllu þess glöggt vitni.
Nú þegar ég kveð góðan vin, er ég
um leið þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að njóta allra þeirra góðu sam-
verustunda sem við áttum saman í
lífi og starfi.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Ég votta fjölskyldu og öllum að-
standendum innilega samúð mína.
Guðmundur R. Einarsson.
Grettir Björnsson gekk til liðs við
Félag harmonikuunnenda í Reykja-
vík fljótlega eftir stofnun félagsins.
Fyrir okkur var það mikill heiður að
fá í hópinn þennan meistara hljóð-
færisins okkar og hann átti ekki í
vandræðum með að miðla til okkar
minni spámanna um hvað þetta sner-
ist allt. Þegar félagið gaf út sína
fyrstu hljómplötu, var ekki ónýtt að
hafa Gretti til að annast upptökur og
hljóðblöndun fyrir hljómsveitina.
Sem tónlistarmaður var hann gegn-
heill og harmonikan var hans hljóð-
færi og af henni heillaðist hann strax
í æsku. Tónlistin var honum í blóð
borin, eins og fleiri af hans ættmenn-
um. Til viðbótar þessu hafði hann
einhvern töframátt í fingrunum, sem
virtust vera í óvenju góðu sambandi
við hjartað. Hann var jafnvígur á
konserttónlist og danstónlist, þó
meira hafi farið fyrir þeirri síðar-
nefndu lengst af.
Grettir Björnsson var maður
augnabliksins. Á yfirborðinu gat
hann virst hrjúfur, en við nánari
kynni kom í ljós viðkvæmur lista-
maður, sem fundust gleðitár jafn
eðlileg og tár sorgarinnar. Hann
skynjaði auðveldlega hvort leikið var
af einlægni og þá skipti ekki höfuð-
máli hvort leikið var „vel“ eða „illa“,
hann gat hrifist og oft á sinn sér-
staka hátt.
Það er mörgum eftirminnilegt
þegar Grettir Björnsson lék einleik,
en það gerði hann í félaginu oftar en
tölu verði á komið. Þá gekk hann að
hljóðfærinu á sinn yfirvegaða og
virðulega hátt, ekkert fum, enginn
æsingur. Síðan var hljóðfærið sett á
sinn stað og svo, eftir nokkrar
vangaveltur, hófst galdurinn. Hann
gat líka verið ólíkindatól. Átti jafnvel
til í miðjum konsert að segja sögur af
lögum, sem voru honum hugleikin og
þau voru ófá. En í þessum lögum
mátti best skynja þennan ljóðræna
harmonikuleikara, Gretti Björnsson.
Hann var kjörinn heiðursfélagi í
F.H.U.R. sumarið 2002 og af því til-
efni gladdist hann á sinn einlæga
hátt.
Á sumrum, á harmonikumótum í
útilegum og landsmótum voru þau
hjón Erna og Grettir aufúsugestir,
enda gestrisin og glaðvær í góðra
vina hópi. Á góðum dögum átti við
okkar mann að sitja og spila úti í
guðsgrænni náttúrunni með félögun-
um. Einhvers staðar leyndist brjóst-
birta og lífið var yndislegt.
Við harmonikuunnendur söknum
góðs vinar og félaga. Við yljum okk-
ur við ljúfar minningar um harmon-
ikuleikarann, sem gaf okkur svo
mikið, en gat um leið verið svo þakk-
látur þiggjandi.
Okkar samúð er hjá Ernu og fjöl-
skyldunni.
Félag harmonikuunnenda
í Reykjavík.
Okkar þjóðkunni harmonikuleik-
ari Grettir Björnsson er fallinn frá
liðlega 74 ára að aldri. Fyrir hartnær
ári síðan greindist hann með þann
sjúkdóm er leiddi til þessa hörmu-
lega dóms. Grettir barðist hetjulegri
baráttu, eins og hann hafði skap til,
en sigurinn vann ógnvaldurinn að
lokum. Það er liðið á haustið. Hinir
fögru litir náttúrunnar hafa tekið að
fölna og vetur konungur hefur minnt
á sig eins og vera ber á þessum árs-
tíma.
Það má segja um Gretti að hann
litaði tónlistina fallegum ævintýralit-
um sem urðu sýnilegir þeim sem á
hann hlýddu. Frá barnsaldri heillað-
ist hann af hinu magnþrungna hljóð-
færi, harmonikunni. Hann sagði mér
eitt sinn frá því að í fyrsta sinn sem
hann sá harmonikuleikara að leik
hafi þeir minnt hann á einhvers kon-
ar riddara. Þannig hreifst hann strax
af hljóðfærinu.
Hann var ungur þegar hann byrj-
aði að spila sjálfur og var orðinn
landsþekkt barnastjarna árið 1943.
Upp frá því hefur hann verið einn af-
kastamesti harmonikuleikari Ís-
lands. Á ævi sinni hefur hann spilað
víða, með fjölbreyttum hópi tónlist-
armanna, leikið inn á plötur, komið
fram í revíum, leikritum, í sjónvarpi
og á fjölbreyttum uppákomum.
Grettir hefur alltaf verið túlkandi
léttleikans í harmonikuleik og hefur
hrifið marga með sér í tónlistarflutn-
ingi sínum.
Kynni mín af Gretti hófust um
1977 þegar ég var svo heppinn að fá
hann sem kennara í harmonikuleik.
Ég stundaði nám hjá honum einn
vetur og kynntist þar ákveðnum hús-
bónda er ætlaðist til að nám væri
tekið alvarlega. Árin liðu og sam-
band okkar breyttist í vinasamband.
Grettir var góður vinur sem hægt
var að treysta. Þegar ég horfi til
baka minnist ég ótal margra stunda
með Gretti. Ég minnist félagssam-
komanna, harmonikumótanna,
ferðalaganna, harmonikukeppni í
Svíþjóð og stuðnings hans við ým-
islegt sem ég hef borið undir hann
varðandi málefni harmonikunnar og
ekki síst minnist ég góðs samstarfs
við skipulagningu tónlistarviðburða.
Þjóðin hefur nú misst einhvern
sinn allra besta harmonikuleikara,
mann er greypt hefur nafn sitt
gullnu letri í íslenska tónlistarsögu,
nafn sem ekki verður burtu máð.
Grettir hefur ekki verið hlaðinn hér-
lendum heiðursmerkjum. Óneitan-
lega vekur samt undrun að slíkur
maður sem lyft hefur merki þjóðar-
hljóðfærisins svo hátt um áratuga
skeið hafi ekki hlotið meiri sæmd
fyrir. Hafðu þökk fyrir það grettis-
tak sem þú hefur haldið uppi með
hljóðfæri virðingar og gleði, ásamt
þínum sterka persónuleika. Við
hjónin viljum senda okkar góðu og
ljúfu vinkonu Ernu S. Geirsdóttur
innilegustu samúðarkveðjur ásamt
börnum þeirra Grettis og öðrum að-
standendum. Megi andinn sterki
vera með ykkur.
Hilmar Hjartarson.
Grettir Björnsson, vinur okkar og
nágranni, er fallinn frá. Það var á
H-daginn 1968 þegar hægri umferð
gekk í gildi sem jarðýta byrjaði að
ryðja holt eitt í Breiðholtinu. Þar var
verið að grafa fyrir raðhúsalóð og
voru fimm hús í lengjunni. Örlögin
höguðu því svo að hús okkar Grettis
lágu saman. Eftir því sem bygging-
arframkvæmdum miðaði áfram reis
veggur á milli húsanna. Sá veggur
var eini veggurinn sem skildi að okk-
ur nágranna, því betri nágranna get-
ur enginn átt en þau Gretti og Ernu.
Næstu árin tók við þrotlaus vinna
hjá okkur, sem þarna strituðum við
að koma okkur upp þaki yfir höfuðið.
En að lokum fluttu fjölskyldurnar
inn og mesta erfiðið var að baki. Þá
kom það oft fyrir að Grettir tók nikk-
una og veggurinn milli húsa okkar
kom ekki í veg fyrir að ég heyrði
hann spila. Og ég meðalgutlari á
nikku, hlustaði hugfanginn. Einnig
skeði það oft, ef ég var að spila, að
Grettir bankaði uppá og alltaf til í að
leiðrétta mig og segja hvað betur
mætti gera. En svona var hann, boð-
inn og búinn til aðstoðar og í öllum,
sem voru í tónlist, fann hann eitthvað
jákvætt.
Í sumar var Grettir beðinn að spila
fyrir hóp eldri borgara sem eftir
dagsferð nutu kvöldverðar í Hest-
heimum í Holtum. Grettir kom að
máli við mig og spurði hvort ég væri
til í að skutla sér á staðinn. Var mér
það bæði ljúft og skylt. Það var ein-
hver kvíði að angra hann enda þá
orðinn veikur. En þegar hann var
sestur undir nikkuna var eins og
birti yfir honum og snillingurinn
töfraði fram hvert lagið af öðru og
fólkið hreifst ósjálfrátt með, enda
ekki hægt annað, annar eins afburða
listamaður og þar lék listir sínar.
Um verslunarmannahelgar mörg
undanfarin ár hafa harmonikuunn-
endur komið saman, og eru það mjög
eftirminnilegar samkomur. Þar er
spilað og spjallað í hverju tjaldi og
hjólhýsi og þar fór Grettir fremstur
meðal jafningja. Á einni slíkri var
hann gerður að heiðursfélaga Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík. Þar
sá ég hversu viðkvæma listamanns-
sál Grettir átti, því hann viknaði við
þessa viðurkenningu.
Við hjónin söknum sárt okkar
góða vinar og nágranna og biðjum
Guð að styrkja Ernu, börnin þeirra
og ættingja í þeirra þungu sorg.
Ingjaldur og Hanna.
Við fráfall Grettis frænda koma
margar minningar í huga. Grettir
var tengdur sterkum böndum mínu
æskuheimili á Bjargi í Miðfirði,
fæddur þar og uppalinn að nokkru.
Hann var hálfbróðir Önnu móður
minnar og því mikill kærleikur og
frændsemi þar ríkjandi. Nafn sitt
hafði hann frá hinum fræga kappa
Gretti sterka Ásmundarsyni.
Í bernskuminningum mínum var
alltaf mikið tilhlökkunarefni að eiga
von á heimsóknum frændfólksins að
sunnan. Grettir skildi harmonikuna
ekki við sig og var alltaf reiðubúinn
að leika á hana við öll tækifæri og
hálfbróðir hans, Árni Arinbjarnar-
son, kom með fiðluna sína og setti
sérstakan blæ á samverustundirnar.
Tónlistin var og er ríkjandi í ættinni.
Ég heyrði sagt, að þeir bræður hefðu
mjög ungir leikið á harmonikur í
barnatíma útvarpsins. Kynnirinn,
Baldur Pálmason, hafði sagt að þeir
væru svo ungir að þeir sætu nánast
aftan við hljóðfærin og sæist lítið í
þá.
Ungur og nýkvæntur flutti Grettir
og Erna kona hans með foreldrum
hennar til Kanada. Þar öðlaðist
Grettir mikla viðurkenningu sem
harmonikuleikari, en starfaði einnig
sem málarameistari. Eftir tíu ára
dvöl, héldu þau aftur heim til Íslands
og bjuggu síðan í Reykjavík.
Samband Grettis og fjölskyldu
hans var ætíð sterkt í Miðfjörðinn og
voru börnin hans tíðum á Bjargsbæj-
unum að sumarlagi. Á síðustu árum
lagði Grettir sig fram um að koma á
árlega Grettishátíð á Bjargi og naut
þess að leika þar fyrir hátíðargesti.
Grettir var mikið ljúfmenni og í
reynd viðkvæmur maður, hann eign-
aðist fjölda vina og var alls staðar au-
fúsugestur. Minnisstætt atvik, en
alls ekki einsdæmi, var á samkomu í
Húnvetningafélaginu í Reykjavík.
Gestir sátu við kaffiborð og gekk
Grettir um salinn og lék á nikkuna
en talaði samtímis við fólkið, sem tók
honum fagnandi.
Ég vil fyrir hönd aldraðrar móður
minnar og fjölskyldu minnar biðja
algóðan Guð að taka við þessum ljúfa
frænda og að styrkja fjölskyldu
hans, sem svo mikið hefur misst.
Guð blessi minningu Grettis
Björnssonar harmonikuleikara.
Karl Sigurgeirsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 39
MINNINGAR
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar