Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 41
MINNINGAR
✝ Bjarni Leifssonfæddist á Pat-
reksfirði 26. febr-
úar 1961. Hann lést
á heimili sínu í
Kópavogi 15. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Leifur Heiðar
Bjarnason, f. 29.7.
1934, og Svala Guð-
mundsdóttir, f.
26.12. 1938. Systk-
ini Bjarna eru
Drífa, f. 29.1. 1958,
Jóhanna, f. 24.2.
1959, Nanna, f. 1.6. 1963, Björk, f.
29.4. 1966, og Leifur Heiðar, f.
24.5. 1972
Barnsmóðir Bjarna er Patricia
11.4. 1958. Börn
hans: 1) Jóhanna
Mary 21.3. 1982,
maki hennar Ken
Hauritz, f. 18.9.
1980, börn þeirra
Teisha Hauritz, f.
4.8. 2001, og Jacob
Hauritz, f. 10.9.
2004. 2) Leifur
Heiðar, f. 24.2.
1986. 3) Rebekka
Lilja, f. 19.5. 1987.
4) Kristófer John, f.
13.6. 1991.
Útför Bjarna
verður gerð frá Digraneskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Jarðsett verður í Garðakirkju-
garði á Álftanesi.
Elsku bróðir, það er erfitt að
hugsa til þess að þú verðir ekki með
okkur næst þegar við hittumst,
systkinin. Við trúum varla að þú sért
farinn frá okkur, öll áformin sem þú
hafðir, þið Leifur sonur þinn ætl-
uðuð að fara að festa kaup á íbúð og
planið var að fara í heimsókn til
Ástralíu í janúar. Þú varst magn-
aður, þú vissir marga hluti áður en
þeir gerðust. Þú varst búinn að
segja við son þinn að hann þyrfti
bráðum að taka stóra ákvörðun í líf-
inu því þig hefði dreymt draum. Það
var ykkur báðum mikils virði að fá
að vera saman þessa sex mánuði.
Elsku bróðir, manstu hvað það
var oft gaman hjá okkur systkinun-
um. Sú saga er við rifjuðum oftast
upp þegar við vorum saman, var
þegar við fórum fram á laugardags-
morgnum, fengum okkur kaffiaf-
gangana frá fullorðna fólkinu, tókum
fína bolla og mola, tókum litlu systur
með, bleyttum molasykur í kaffi og
tróðum upp í hana, svo við fengjum
frið, þrjú elstu, til að spjalla og
drekka kaffið okkar. Umræðuefnið
var alltaf það sama sem tengdist
sjónum.
Einu sinni var það að þú vildir
prufa teið og bleyttir pokann, sveifl-
aðir honum hressilega og eldhúsloft-
ið varð freknótt.
Manstu hvernig þú gast platað
Nönnu þegar þið þráttuðuð um það
hvort ætti að slökkva ljósið á kvöld-
in. Þú taldir hænuskref frá þínu
rúmi og frá hennar og sagðir henni
að það væri styttra fyrir hana. Þú
fannst oft á þér hvernig Leifi bróður
þínum leið á meðan þú bjóst í ann-
arri heimsálfu, þá hringdir þú og
baðst okkur að athuga um hann.
Einu sinni hringdir þú í vinnuna til
Jóu og var sambandið heldur lélegt,
það heyrðist í símanum eins og þú
værir í andnauð, Það fór allt á annan
endann í vinnunni. Leifur bróðir
þinn var þá í vinnu þar líka. Hann
hljóp heim eins og fætur toguðu, náð
var í Jóu og henni sagt að eitthvað
væri að heima hjá henni. Hún ger-
samlega féll saman og hágrét og
hljóp einnig heim, vinnufélagarnir
voru að hugsa um að hringja á
sjúkrabíl en þegar Leifur kom varst
þú hinn rólegasti og varst að dudda
við módelið og skildir ekkert í sím-
anum, hann hlyti að vera bilaður.
Drífa systir þín var alltaf að passa
upp á þig, hvar þú værir, hvort þú
hefðir ekki borðað og færir vel með
þig.
Þú hafðir mikla matarást á Björk
systur. Þú sagðir að hún ætti alltaf
eitthvað að borða og þú beiðst
spenntur eftir að fá að borða súru
pungana hjá henni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hvíl þú í friði, elsku bróðir.
Drífa, Jóhanna og Nanna.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningargrein um bróður
sem fallinn er frá langt fyrir aldur
fram. Þetta gerðist allt svo snöggt
og enginn var viðbúinn. Ég og Baddi
bróðir vorum mjög góðir vinir, þó
hann væri fimm árum eldri. Það var
margt brallað saman. Ég man þegar
ég var lítil stelpa og við systkinin að
fíflast, þá tók hann mig í bónda-
beygju, henti mér síðan upp í hjóna-
rúm og hélt mér undir sænginni og
sagðist ekki sleppa mér fyrr en á jól-
um. Ég man ennþá þá hræðslutil-
finningu um hvað langt væri til jóla.
Baddi var ekki nískur maður. Hann
gaf öllum með sér og fann alltaf til
með þeim sem minna máttu sín.
Þegar ég var í barnaskóla, var oft
farið niður í kaupfélag í frímínútun-
um til að kaupa nammi. Þar hitti ég
hann oft og alltaf tók hann upp
klinkið sem hann var með í vösun-
um, rétti mér og sagði: „Ég á ekki
meira.“
Þegar Baddi var 19 ára giftist
hann Pat frá Ástralíu og fluttu þau
síðan þangað. Við hringdum mjög
oft hvort til annars. Þegar mér leið
illa fann hann það á sér, hringdi og
það var ekki hægt að skrökva að
honum. Hann fann alltaf eitthvað á
sér ef eitthvað bjátaði á. Oft þegar
við vorum saman gerðist eitthvað
skrítið sem bara við skildum. Við
vorum mjög lík, alltaf á fleygiferð og
fengum oft að heyra það frá hinum
systkinum okkar að við værum lík-
legast ofvirk. Oft þegar hann
hringdi í mig sagðist hann vilja vera
kominn til mín til að borða hitt og
þetta eins og ég eldaði það. Honum
leið hræðilega í janúar þegar hann
vissi að ég átti súra hrútspunga í
súrtunnunni minni. Súrmatur var
uppáhaldið hans eins og mitt. Fyrir
15 árum var Baddi staddur hjá mér í
heimsókn og okkur hafði verið boðið
í mat. Það var leiðinlegt veður svo
við ákváðum að vera bara heima,
bara við tvö með litlu stelpuna mína,
hana Elínu Dögg, elda eitthvað gott
og spjalla saman. Það var farið út í
sjoppu og keypt nammi og tíu
happaþrennur. Við settumst við eld-
húsborðið, skiptum miðunum á milli
okkar og byrjuðum að skafa. Hann
sagði: „Það byrjar vel, 500 kall,“ og
rétti mér miðann, en ég kláraði að
skafa af honum og sagði að það væru
þrjú núll fyrir aftan. Þegar við átt-
uðum okkur á þessu, hoppaði hann
um öll gólf eins og kengúra og auð-
vitað var ekkert varið í það að skafa
af hinum miðunum. En hann svaf
ekkert um nóttina því hann var svo
hræddur um að einhver kæmi og
tæki miðann.
Það voru margar góðar stundir
sem við áttum saman og þakka ég
fyrir þær allar. Ég sakna þín mjög
mikið, elsku bróðir.
Blessuð sé minning þín.
Þín litla systir,
Björk.
Kæri bróðir. Ég þurfti oft að
kveðja þig um ævina og sjá á eftir
þér til annars lands. En nú er þetta
öðruvísi, aðskilnaðurinn verður mun
lengri í þetta sinn og það verður
ekki eins gott að ná sambandi við þig
og þegar þú varst í Ástralíu. Kveðju-
stundin var aldrei álíka sár og hún
er nú. Ég hef syrgt þig mjög og ég
veit að þú ert oft búinn að hrista
hausinn yfir mér og segja: „Æi,
hættu nú þessu væli og farðu að
gera eitthvað.“
Í raun kynntist ég þér ekki al-
mennilega fyrr en ég var orðinn full-
orðinn. Þegar ég var púki þá varst
þú alltaf á sjónum og fórst svo ungur
til Ástralíu og varst svo flakkandi á
milli Íslands og Ástralíu. En þegar
þú komst heim árið 1996 þá má
segja að kynni okkar hafi hafist
fyrst fyrir alvöru þó svo við höfðum
verið mikið í símasambandi áður.
Við náðum strax mjög vel saman,
enda á mjög svipaðri bylgjulengd á
þeim tíma. Við fórum í það af fullum
þunga að vinna upp þann tíma sem
við náðum ekki að vera saman og oft
var það þannig að við virtum ekki
útivistartíma þann sem fólk okkar
setti okkur. Við skildum náttúrulega
ekkert í þessu að við mættum ekki
vera úti að leika og oft stóð leikurinn
lengur en ætlað var. En svo skildu
leiðir aftur og þú fórst aftur út í lok
árs 1997 og við héldum alltaf sam-
bandi á meðan þú varst úti. Þú
komst svo aftur heim haustið 2003.
Þá var ég kominn á beinu brautina
sem þú komst því miður aldrei inn á
(kemur bara næst) og þess vegna
vorum við ekki alltaf sammála á
þessum tíma og stundum fór svo að
við skelltum hurðum en sættumst
sem betur fer alltaf aftur. Samband
okkar var mjög sérstakt, mjög náið
og einhvern veginn fullt af kærleika
og gagnkvæmri virðingu. Þú hefðir
getað orðið hvað sem þú vildir því þú
áttir aldrei í erfiðleikum með að
læra og allt virtist leika í höndunum
á þér sama hvað þú tókst þér fyrir
hendur.
Mér hefur alltaf þótt afskaplega
vænt um þig og leit alltaf upp til þín,
þá meina ég alltaf, sama hvað á
gekk. Þú ert einn besti og skemmti-
legasti maður sem ég hef kynnst um
ævina og einn sá allra eftirminnileg-
asti. Ævi þín var lyginni líkust og
margir höfðu orð á því að þú ættir að
setjast niður og skrifa ævisögu þína
og hefði hún orðið ansi mögnuð. Ég
hefði aldrei viljað hafa þig öðruvísi,
aldrei viljað eiga annan bróður en
þig, þú varst bara eins og þú varst.
Ég veit að þér líður vel þar sem
þú ert nú niðurkominn, ég hef fengið
fréttir af þér og ég veit að aðskiln-
aður okkar er aðeins tímabundinn.
Við munum hittast aftur en ég reyni
hvað ég get til að njóta lífsins áður
en að því kemur.
Allt fer í hringi og lífið er þar eng-
in undantekning og dauðinn er óum-
flýjanlegur hluti af lífinu en mikið
getur hann verið sár þó maður viti
að hann muni koma að lokum og
stundum allt of snemma eins og í
þínu tilfelli. Ég veit að Guð almátt-
ugur, eins og ég skil hann, er hjá þér
og verndar þig og elskar. En að lok-
um eins og þú sagðir svo oft á
kveðjustundu: „See you when I’m
looking at you.“
Andi mannsins fæðist eigi og ei hann deyr.
Hann er eilífur, hefur ávallt verið til og
heldur áfram að vera til, þótt holdið hnígi
til moldar.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Kær kveðja.
Þinn bróðir,
Leifur.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð til vinar míns og skóla-
bróður Bjarna Leifssonar, þegar
hann er kallaður svona óvænt og
alltof snemma í burtu.
Þá flæðir fram í hugann fullt af
ljúfum minningum, því það var alltaf
glatt á hjalla og fjör í kringum
Bjarna, og traustari vin var varla
hægt að finna.
Þó svo að við hefðum ekki sést ár-
um saman þegar hann bjó hinum
megin á hnettinum, fundum við ekki
fyrir því þegar hann kom til landsins
aftur, það var alveg eins og við hefð-
um hist í gær.
Það er mér minnisstætt hvað
Bjarni var strax áberandi víðlesinn,
fjölfróður og mikill grúskari sem var
gaman að ræða við.
Einnig voru ófáar stundirnar sem
við áttum saman í fótbolta eða í
körfu því hann var mjög góður
íþróttamaður og þar kom vel fram
hið góða lundarfar hans, alltaf léttur
og hress og aldrei neitt vesen. Þann-
ig var líka að vinna með honum,
hann var harðduglegur og skemmti-
legur og góður og traustur vinur,
sem verður sárt saknað.
Góður Guð nú geymi þig, Bjarni
minn.
Elsku Pat og börnin, Leifur Svala
og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk á
erfiðum tímum. Megi minningin um
góðan dreng lifa.
Heiðar G. Jóhannesson.
Mig langar að minnast Bjarna
Leifssonar með nokkrum ordum og
þakka fyrir að hafa fengið að kynn-
ast honum. Ég man þegar ég sá
hann fyrst í vor, myndarlegan og
glaðan. Hann kom eins og sólargeisli
og allt var svo gott og skemmtilegt.
Bjarni hafði sérstakt lag á að láta
manni líða vel. Hann hafði líka svo
skemmtilegan frásagnarmáta en
hafði í nógu að snúast, ef ekki fyrir
sig, þá fyrir aðra sem voru honum
kærir. Sonum mínum var hann góð-
ur, sérstaklega Ragnari, en þeir
bjuggu skammt hvor frá öðrum og
voru nær daglega saman, fóru m.a.
saman í veiði ásamt Leifi syni
Bjarna. Og svona má lengi telja.
Ég þakka guði fyrir að fá að njóta
vináttu þinnar, Bjarni minn. Mér
þótti svo mikið vænt um þig, sól-
argeislinn minn.
Carlotta.
BJARNI
LEIFSSON
Mig langar til að minnast Sig-
rúnar frænku minnar sem lést fyr-
ir aldur fram 12.október sl. með
nokkrum orðum. Við Sigrún höfum
þekkst frá barnæsku. Við vorum
fullar af lífsgleði, eins og tveim
ungum stúlkum er eiginlegt. Minn-
ingarnar eru margar. Ég man allt-
af eftir, þegar við skriðum undir
teppi í myrkri með vasaljós og
hræddum hvor aðra með drauga-
sögum. Og þegar við lékum okkur
saman í litla kofanum á bak við
Krókvelli. Þá deildi hún með mér
sögum af ferðalögum til Bandaríkj-
anna, Spánar og Danmerkur og ég
gat ferðast í huganum til þessara
landa. Það eru endalausar minn-
SIGRÚN
GUNNARSDÓTTIR
✝ Sigrún Gunn-arsdóttir, frá
Krókvöllum í Garði í
Gerðahreppi, síðast
til heimilis á Austur-
götu 26 í Keflavík,
fæddist í Keflavík 1.
júní 1959. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 12.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Keflavík-
urkirkju 21. októ-
ber.
ingar af ánægju og
gleði frá æskuárun-
um. Ég minnist þess
líka þegar við unnum
saman í frystihúsi
föður hennar við að
hreinsa fisk og humar
og umræðuefnið
snerist yfirleitt um
áhugaverða unga
menn. Líf okkar tók
svo aðra stefnu.
Sigrún giftist
Sveinbirni og eignað-
ist tvo fallega syni,
Gunnar Ragnar og
Bjarna Jón.
Seinna meir ferðuðumst við sam-
an til Mallorca og mér er minn-
isstætt, hvað hún saknaði Gunnars
litla mikið (Bjarni var þá ófæddur).
Hún gat ekki beðið eftir að komast
heim til hans aftur, þó að hún væri
í sumarfríi á fallegri sólarströnd.
Þetta lýsir henni vel. Hún var kær-
leiksrík móðir sem hafði fjölskyld-
una ávallt í fyrirrúmi. Sigrúnar-
nafnið þýðir sigur. Hún var dugn-
aðarforkur sem vann myrkranna á
milli til að sjá fjölskyldu sinni far-
borða. Ég leit alltaf upp til hennar,
hún var mín fyrirmynd. Sigrún var
glaðvær og brosmild og alltaf stutt
í hláturinn. Ég mun sakna þín,
frænka. Bið góðan guð að styrkja
syni þína, foreldra, systur og aðra
vandamenn.
Hvíl í friði. Við munum sjást á
ný. Guð blessi minningu þína.
Angela.
Hún Sissa er búin að kveðja okk-
ur.
Hún Valdís vinkona mín hringdi
í mig og lét mig vita af þessu. Mað-
ur varð orðlaus, aldrei bjóst ég við
þessu þegar ég frétti af veikindum
hennar. Maður gerir sér grein fyrir
því hvað lífið er stutt þegar svona
kemur upp á. Minnir mann á að
maður verður að njóta lífsins, ég
held að Sissa hafi gert það. Hún
átti gott líf, syni sem hún gat verið
stolt af og alveg dásamlega fjöl-
skyldu.
Ég á margar minningar um
Sissu, en það er alltaf ein sem
stendur upp úr. Þegar ég sem
vandræðaunglingur var heima hjá
foreldrum hennar, þeim Gunnari
og Þóru, eftir annasama nótt, kem-
ur Sissa skellihlæjandi „hva, var
bara verið í lögguleik?“ og þar með
var ekki allt svo hræðilegt lengur
og það var hægt að hlæja að ves-
eninu sem maður hafði komið sér í.
Svona man ég bara eftir henni,
hlæjandi og brosandi.
Elsku Gunni og Bjarni, Þórar-
inn, Gunnar og Þóra, Gústa, Valla
og Sara. Guð veri með ykkur í sorg
ykkar og gefi ykkur styrk til að
takast á við þessa miklu sorg.
Ástarkveðjur frá Noregi.
Eva Rós.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is